Morgunblaðið - 23.01.2002, Síða 18
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
18 MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
HAFRANNSÓKNASTOFNUNIN
hefur lagt til að heildarloðnukvótinn
yfirstandandi fiskveiðiári verði 1.205
þúsund tonn. Þar af mega íslensk
skip veiða a.m.k. 976 tonn. Að því
gefnu að Íslendingar nái að veiða
sinn kvóta má ætla að útflutnings-
verðmæti aflans nemi um 15,7 millj-
örðum króna, sé miðað við að aflinn
fari að langstærstum hluta til
bræðslu. Verðmætið gæti hinsvegar
orðið nokkuð meira gangi vel að
frysta loðnu og loðnuhrogn Japans-
markað og fyrir þær afurðir fáist gott
verð.
Bráðabirgðakvótinn í upphafi fisk-
veiðiársins var ákveðinn 700.000 tonn
og átti að ákveða endanlegan kvóta
eftir mælingu stofnsins í vetur.
Loðnurannsóknaleiðangri Hafrann-
sóknastofnunarinnar lauk 16. janúar
sl. og leggur hún til að leyfð verði
veiði á 870 þúsund tonnum af loðnu
frá og með þeim degi. Á sumar- og
haustvertíðinni 2001 veiddu íslensk
skip um 150 þúsund tonn og afli er-
lendra skipa varð þá um 131 þúsund
tonn. Þegar mælingu lauk 16. janúar
höfðu veiðst um 55 þúsund tonn á
vetrarvertíðinni 2002. Af öllu þessu
samanlögðu er því ljóst að leyfilegur
hámarksafli vertíðarinnar 2001–2002
verður um 1.205 þúsund tonn. Það er
155 þúsund tonnum meira en gert
var ráð fyrir í spá Hafrannsókna-
stofnunarinnar í maí í fyrra.
Samkvæmt samningum við Norð-
menn og Grænlendinga um nýtingu
loðnustofnsins þurfa þessar þjóðir að
leggja samþykkja tillögu Hafrann-
sóknastofnunar áður en sjávarút-
vegsráðherra gefur út endanlegan
kvóta en þær hafa fram til þess aldrei
lagst gegn tillögum Íslendinga. Sam-
kvæmt samningnum er Íslendingum
heimilt að veiða a.m.k. 81% heildar-
kvótans, Grænlendingum 11% og
Norðmönnum 8%. Náist að veiða all-
an kvótann sem eftir er verður heild-
arafli vetrarvertíðarinnar 925 þús-
und tonn en hann hefur aldrei orðið
svo mikill. Mestur varð heildarafli á
vetrarvertíð árið 2000 en þá veiddust
um 830 þúsund tonn. Mestur varð afli
íslenskra skipa á vetrarvertíð árið
1997, alls um 775 þúsund tonn.
Hjálmar Vilhjálmsson, fiskifræð-
ingur á Hafrannsóknastofnuninni,
segir að svo virðist sem hrygningar-
og veiðistofn loðnu sé nú í mjög góðu
ástandi. Mikið hafi sést af loðnu aust-
ur af Reyðarfjarðardjúpi á fremur
litlu svæði en einnig hafi borist fréttir
af loðnu nokkru norðar. Eins hafi
sést mikið af loðnu í kantinum norður
af landinu. „Almennt er loðnan mjög
vel á sig komin, stór og falleg en með-
alþyngdin er í kringum 22 grömm
sem er mjög gott. Hrognafyllingin í
loðnunni var komin í um 8–9% í
loðnunni sem var allra syðst en nokk-
uð minni í loðnunni norðar. Ég held
hinsvegar að það verði nokkur bið á
að hún gangi upp að ströndinni, það
verður varla fyrr en í fyrsta lagi eftir
10 daga.“
Hjálmar segir að mælingin hafi
gengið mjög vel fyrir sig og góð að-
staða í hinu nýja hafrannsóknaskipi,
Árna Friðrikssyni RE, hafi skilað sér
vel. Sérstaklega hafi fellikjölur skips-
ins skilað betri og nákvæmari gögn-
um.
Loðna veiddist innan
færeysku lögsögunnar
Færeyska skipið Christian í Grjót-
inum fékk um 500 tonn af loðnu í nót í
færeysku lögsögunni fyrr í vikunni
og segir Hjálmar að hluti loðnugöng-
unnar suðaustur af Íslandi hafi geng-
ið inni í færeysku lögsöguna en að
það sé nokkuð óvenjulegt. „Líklega
hefur eitthvað af loðnu gengið inn í
færeysku lögsöguna fyrir tveimur ár-
um en þá var þar hinsvegar engin
veiði. Mér er sagt að loðnan sé nú
komin um 50 sjómílur inn í lögsögu
Færeyinga. Skýringin er sennilega
sú að þegar loðnan kemur inn í hlýja
sjóinn austur af Hvalbak er hún
ennþá tiltölulega feit og hrognafyll-
ingin í henni lítil. Hún er því ekki
tilbúin til að ganga í hlýsjóinn því þá
hrygnir hún of snemma. Væntanlega
leitar hún þá eftir kaldari sjó og
fylgir hinni svokölluðu köldu tungu
sem nú virðist ná nokkuð langt suður,
allt inn í færeysku lögsöguna,“ segir
Hjálmar.
Loðnukvótinn verður
1.205 þúsund tonn
Útflutningsverðmæti kvóta Íslend-
inga nálægt 16 milljörðum króna
TÖLVUFYRIRTÆKIÐ iSoft á Íslandi er sennilega eitt
yngsta tölvufyrirtæki landsins en það er lítið alhliða
tölvufyrirtæki, sem selur allt frá litlum tölvuíhlutum
upp í að reka netkerfi fyrir fyrirtæki. Guðmundur
Zebitz, framkvæmdastjóri iSoft, segir fyrirtækið ennþá
njóta smæðarinnar en vera þrátt fyrir allt með tölu-
verða vaxtarverki.
ISoft á Íslandi var stofnað í apríl árið 2000 en að fyr-
irtækinu standa níu einstaklingar sem að sögn Guð-
mundar koma af mörgum ólíkum sviðum tölvugeirans.
ISoft fæst þannig við hönnun, forritun, þróun, uppsetn-
ingu á vefjum og netverslunum, vörulistum og hvers-
kyns margmiðlunarefni fyrir Netið og aðra miðla,
ásamt sölu á tölvum og tölvubúnaði.
ISoft á Íslandi sérhæfir sig í sölu og þjónustu á
Microsoft-hugbúnaði, ásamt sölu á tölvum, tölvubúnaði,
tölvuleikjum o.fl. Fyrirtækið opnaði t.d. fyrir skömmu
vefverslun þar sem m.a. eru í boði tölvur, tölvuíhlutir,
hugbúnaður og ýmiss konar rekstrarvörur, bæði fyrir
einstaklinga og fyrirtæki. Veffangið er www.isoft.is.
Vaxið með ótrúlegum hraða
Guðmundur segist bjartsýnn á framtíð fyrirtækisins,
þrátt fyrir ótal hremmingar tölvufyrirtækja víða um
heim að undanförnu. Hann segir eigendur iSoft stað-
ráðna í að fara ekki of geyst af stað og að fyrirtækið
njóti þess að vera smátt í sniðum. Yfirbygging þess sé
mjög lítil og fastur rekstrarkostnaður mjög lítill enn
sem komið er. „Við viljum ekki verða of stórir á of
skömmum tíma og njótum þess ennþá að vera litlir. Það
hafa mörg tölvufyrirtæki farið flatt á því að fara offari
í fjárfestingum og þar fram eftir götunum. Við hins-
vegar ætlum okkur að taka aðeins eitt skref í einu. Á
þeim stutta tíma sem liðinn er frá stofnun fyrirtækisins
hefur það hinsvegar vaxið með ótrúlegum hraða og
eignast marga og trausta viðskiptavini. Viðbrögðin við
vefverslun okkar hafa sömuleiðis verið vonum framar.
Við teljum að það sé rúm fyrir fyrirtæki á borð við iSoft
á markaðnum af því að við bjóðum ekki aðeins sérhæfð-
ar lausnir, heldur komum að öllu ferlinu, allt frá sölu
tölvuíhluta, uppsetningu og rekstri búnaðarins að hug-
búnaðargerð fyrir fyrirtæki. Við leggjum auk þess
mikla áherslu á stuttan afgreiðslutíma og fyrsta flokks
þjónustu.“
ISoft á Íslandi varð viðurkenndur Microsoft Certi-
fied Partner á þessu ári og segir Guðmundur að sú
viðurkenning sé fyrirtækinu mikill heiður og starfs-
mönnum mikil hvatning. „Þekking starfsmanna iSoft á
Microsoft-umhverfinu er mikil og einnig stendur til að
iSoft verði með langmesta úrvalið af tölvubókum frá
Microsoft fyrir forritara, kerfisstjóra og aðra tækni-
unnendur,“ segir Guðmundur.
„Njótum þess
að vera litlir“
Morgunblaðið/Golli
Guðmundur Zebitz, framkvæmdastjóri iSoft á Íslandi.
RÍKISSTJÓRN Íslands hefur
samþykkt að vísa til stjórnarflokk-
anna frumvarpi til laga um rafræn
viðskipti og aðra rafræna þjón-
ustu.
Frumvarpið byggist á tilskipun
Evrópubandalagsins og tekur til
allra þeirra sem veita rafræna
þjónustu og sem hafa staðfestu hér
á landi, þ.e. stunda hér virka at-
vinnustarfsemi, óháð því hvort
þjónustu þeirra er beint á íslensk-
an markað, markað innan EES-
landa eða utan þeirra.
Meginstoðir frumvarpsins eru
fjórar, samkvæmt upplýsingum frá
viðskiptaráðuneytinu.
Í fyrsta lagi er kveðið á um að
íslensk stjórnvöld skuli hafa eft-
irlit með þeim þjónustuveitendum
sem hafa staðfestu hér á landi.
Skulu slíkir aðilar hlíta íslenskum
lögum um stofnun og starfrækslu
þjónustunnar, þó svo þeir beini
þjónustunni að öðrum löndum.
Í annan stað er kveðið á um
upplýsingar sem þjónustuveitend-
um ber að veita, bæði almennar og
í tengslum við rafrænar pantanir.
Þriðja meginreglan tekur til
jafngildis rafrænna samninga og
skriflegra og sú fjórða takmarkar
ábyrgð milliliða, s.s. þeirra sem
veita aðgang að Netinu og hýsa
gögn sem þar er dreift.
Ríkisstjórnin hefur ennfremur
samþykkt að vísa til stjórnarflokk-
anna frumvarpi til laga um rafeyr-
isfyrirtæki og tekur það til starfs-
skilyrða slíkra fyrirtækja, t.a.m.
kröfur um eiginfjárhlutfall.
Frumvarp til
laga um raf-
ræna þjónustu
BANDARÍSKA lágvöruverslunar-
keðjan Kmart óskaði eftir greiðslu-
stöðvun í gær og er þar með stærsti
smásöluaðilinn sem það gerir í
Bandaríkjunum. Beiðnin kemur í
kjölfar lélegrar jólasölu og harðrar
samkeppni við Wal-Mart og Target
um viðskiptavini.
Kmart, sem á sér 105 ára sögu og
er næst stærsti smásali í Bandaríkj-
unum á eftir Wal-Mart, óskaði eftir
greiðslustöðvun í Chicago í gær.
Segjast forsvarsmenn fyrirtækisins
vonast til þess að hægt verði að forða
félaginu frá gjaldþroti á árinu 2003.
Hlutabréf í Kmart féllu um rúm-
lega 60% í verði eftir að tilkynnt var
um greiðslustöðvunina í gær.
Kmart óskar
eftir greiðslu-
stöðvun
ATVINNULEYSI í desembermán-
uði síðastliðnum var 1,9% sem er í
takt við spá Vinnumálastofnunar
um 1,7 til 2% atvinnuleysi í desem-
ber. Til viðmiðunar var atvinnu-
leysi 1,5% í nóvember sl. og 1,3% í
desember 2000. Atvinnuleysi meðal
karla var 1,6% og meðal kvenna
2,3%. Þetta kemur fram í yfirliti
Vinnumálastofnunar yfir atvinnu-
ástandið í desember síðastliðnum.
Stofnunin spáir auknu atvinnuleysi
í janúar, eða 2,3% til 2,6%.
25% fjölgun frá í nóvember
Skráðir atvinnuleysisdagar í
desember 2001 voru 56.877 talsins
á landinu öllu. Þetta jafngildir því
að 2.707 manns hafi að meðaltali
verið á atvinnuleysisskrá í mán-
uðinum eða 1,9% af áætluðum
mannafla á vinnumarkaði sam-
kvæmt spá Þjóðhagsstofnunar.
Atvinnuleysisdögum fjölgaði um
9.260 frá nóvembermánuði, sem
jafngildir 541 atvinnulausum, en
hefur fjölgað um 16.752 frá desem-
bermánuði 2000 eða 792 atvinnu-
lausum að meðaltali.
Ástandið versnar alls staðar
Í heild hefur atvinnulausum
fjölgað að meðaltali um 25% frá
nóvembermánuði og fjölgað um
41,4% miðað við desember í fyrra
en undanfarin 10 ár hefur atvinnu-
leysi aukist um 23,3% frá nóvem-
ber til desember. Síðasta virkan
dag desembermánaðar síðastliðins
voru 3.119 manns á atvinnuleys-
isskrá á landinu öllu en það eru um
407 fleiri en í lok nóvembermán-
aðar. Síðastliðna 12 mánuði voru
að jafnaði 2.009 manns atvinnu-
lausir eða um 1,4%, en árið 2000
voru þeir um 1.865 manns eða um
1,3%.
Atvinnuástandið versnar alls
staðar á landinu, að því er segir í
yfirliti Vinnumálastofnunar.
Hlutfallslega mest atvinnuleysi
er á Norðurlandi eystra, á Norður-
landi vestra og á Austurlandi en að
meðaltali eru um 58% atvinnu-
lausra á höfuðborgarsvæðinu og
um 42% á landsbyggðinni.
Atvinnuleysi kvenna eykst um
17,5% milli mánaða en atvinnuleysi
karla eykst um 33,8% milli mán-
aða.
Mannafli á vinnumarkaði í des-
ember 2001 er áætlaður 141.037
manns.
Atvinnuleysi í desember 1,9%
KRAFA Jóhanns Óla Guðmunds-
sonar, hluthafa í Lyfjaverslun Ís-
lands hf., um að kaup félagsins á A.
Karlssyni hf. verði ógilt, var tekin
fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í
fyrradag. Stefndu, þ.e. Lyfjaverslun
og seljendur A. Karlssonar, hafa lagt
fram frávísunarkröfu í þessu máli og
verður sá þáttur málsins fluttur í
byrjun febrúar.
Krafa Lyfjaverslunar á hendur
Jóhanni Óla til endurheimtu hluta-
fjár að nafnverði 170 milljónir króna
er einnig til meðferðar hjá héraðs-
dómi.
Deilurnar
innan Lyfja-
verslunar
dómteknar
AMAZON, stærsta smásöluverslun-
in á Netinu, skilaði í fyrsta sinn
hagnaði á síðasta ársfjórðungi 2001.
Reyndist afkoma fyrirtækisins betri
en jafnvel bjartsýnustu menn höfðu
spáð.
Búist hafði verið við að Amazon
næði því takmarki að sýna svokall-
aðan „pro forma“ hagnað, en þá er
ýmsum kostnaðarliðum sleppt. En
fyrirtækið gerði gott betur og hreinn
hagnaður varð 5 milljónir dollara,
rúmar fimm hundruð milljónir ís-
lenskra króna, á síðasta ársfjórð-
ungi. Tap Amazon á sama tíma árið
2000 var 545 milljónir dollara. Skýr-
ist hin bætta afkoma að nokkru leyti
af mikilli sölu fyrir jólin, en salan
fyrstu vikur desember var 20% meiri
en árið áður. Þá hafa alþjóðlegar
deildir fyrirtækisins, t.d. í Bretlandi
og Þýskalandi, vaxið hraðar en ráð
var fyrir gert.
Amazon byggist einkum á sölu
bóka, tónlistar og myndbanda. Litið
er á tíðindin sem tímamót í netversl-
un og talið að þau verði til að glæða
fjárfestingar á þessu sviði.
Halli var reyndar á rekstri Am-
azon sé litið til ársins 2001 í heild en
tapið var þó mun minna en árið 2000,
eða 567 milljónir dollara, en það var
1,4 milljarðar dollara árið áður.
Amazon skil-
ar hagnaði í
fyrsta sinn
Seattle. AP.
SAMNINGAVIÐRÆÐUM á vett-
vangi stjórna Þróunarfélags Íslands
og Eignarhaldsfélagsins Alþýðu-
bankinn um mögulegan samruna fé-
laganna, sem tilkynnt var um 3.
desember sl., hefur verið hætt þar
sem ekki náðist samkomulag um
skiptahlutföll í sameinuðu félagi.
Þetta var tilkynnt á Verðbréfaþingi
Íslands í gær.
1.437 milljóna króna tap
Þróunarfélagsins á síðasta ári
Óendurskoðað uppgjör Þróunar-
félags Íslands hf. fyrir fjórða árs-
fjórðung rekstrarárið 2001 liggur
nú fyrir og er hagnaður fjórðungs-
ins eftir skatta um 148 milljónir
króna. Uppgjör félagsins á árinu
2001 í heild sýnir 1.437 milljóna
króna tap. Bókfært eigið fé í árslok
er um 1.897 milljónir króna. Hluta-
bréfaeign félagsins hækkaði í verði
um 228 milljónir á fyrstu þremur
vikum yfirstandandi árs. Endur-
skoðað uppgjör verður birt 4. febr-
úar næstkomandi.
EFA og Þróun-
arfélagið hætta
viðræðum
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦