Morgunblaðið - 23.01.2002, Qupperneq 21
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 2002 21
KONGÓMENN úr röðum flótta-
manna frá borginni Goma búa sig
undir að elda morgunverð í Nkam-
ira-búðum sem reistar hafa verið í
grannríkinu Rúanda. Eldgos í fjall-
inu Nyiragongo 17. janúar olli því
að hundruð þúsunda manna flúðu
Goma þar sem flest hús eru nú
brunnin eða undir hrauni. Hugs-
anlegt er að tugir manna hafi farist
en engar áreiðanlegar upplýsingar
um manntjónið hafa borist. Hætta
er talin á farsóttum meðal fólksins
en aðstoð er þegar farin að berast.
Reuters
Morgun-
verður
flótta-
fólksins
HÓPUR rússneskra tónlistar-
manna vill, að jarðneskar leifar
landa þeirra, tónskáldsins Serg-
eis Rachmaninoffs, verði fluttar
heim til Rússlands en þær hvíla
nú í kirkjugarði í New York.
„Rachmaninoff unni Rússlandi
og vildi snúa aftur,“ sagði Víkt-
or Merzhanov, prófessor og
formaður Rachmaninoff-fé-
lagsins, í viðtali við ITAR-
Tass-fréttastofuna. Rachman-
inoff og fjölskylda hans flýðu
Rússland eftir byltingu bolsév-
ika og settust að á Vesturlönd-
um. Hann lést 1943, 69 ára að
aldri og var þá grafinn í Kens-
ico-kirkjugarðinum í Valhalla í
New York.
Dregur úr
sölu hvalkjöts
í Japan
JAPANSKIR kaupmenn sitja
nú í fyrsta sinn uppi með nokk-
uð af óseldu hvalkjöti og er það
rakið til minni eftirspurnar al-
mennt vegna efnahagserfiðleik-
anna í landinu. Af 725 tonnum,
sem féllu til á vertíðinni í fyrra,
hafa um 50 tonn ekki gengið út,
aðallega vegna dræmrar sölu í
borgunum. Japanir skjóta ár-
lega nokkur hundruð hvali í vís-
indaskyni og hafa til þess sam-
þykki Alþjóðahvalveiðiráðsins.
Friðunarsinnar segja megintil-
gang veiðanna vera að sjá veit-
ingahúsunum fyrir hvalkjöti.
Banzer ekki
handtekinn
OSCAR Crespo, ríkissaksókn-
ari í Bólivíu, hefur hafnað kröfu
argentínska dómarans Rodolfo
Canicoba Corrals um að Hugo
Banzer,
fyrrverandi
forseti Ból-
ivíu, verði
handtekinn
og fram-
seldur til
Argentínu.
Sakar hann
Banzer um
að hafa tek-
ið þátt í samsæri með öðrum
einræðisherrum í Suður-Amer-
íku á áttunda áratugnum um að
útrýma pólitískum andstæðing-
um, áætlun sem nefnd var Plan
Condor. Banzer var einræðis-
herra í Bólivíu frá 1971 til 1978
en var kjörinn forseti 1997. Lét
hann af embætti á síðasta ári
vegna veikinda. Hann neitar að
hafa tekið þátt í mannránunum
og morðunum á sínum tíma.
Fagna komu
Steiners
LEIÐTOGAR stjórnmálaflokk-
anna í Kosovo sögðust í gær
vera fúsir til samstarfs við Þjóð-
verjann Michael Steiner en
hann hefur verið skipaður yfir-
maður bráðabirgðastjórnar
Sameinuðu þjóðanna í héraðinu.
Tekur hann við af Hans
Hækkerup, sem sagði af sér og
hætti um áramót. Steiner var
áður ráðgjafi Gerhards Schröd-
ers, kanslara Þýskaland, og tek-
ur við á nokkuð erfiðum tíma.
Gengur hvorki né rekur við að
koma saman stjórn í héraðinu
vegna ágreinings milli flokk-
anna og það er enn forsetalaust
af sömu ástæðum.
STUTT
Vilja fá
Rachman-
inoff heim
Hugo Banzer
RÚSSNESKIR hermenn börðu,
rændu og pyntuðu óbreytta borgara í
þorpinu Tsotsín-Júrt í Tsjetsjníu í
fjóra daga um síðustu áramót þegar
þeir leituðu að tsjetsjneskum upp-
reisnarmönnum, samkvæmt nýrri
skýrslu frá helstu mannréttinda-
hreyfingu Rússlands, Memorial.
Að minnsta kosti þrír íbúar þorps-
ins voru myrtir og sex annarra er
saknað, að sögn hreyfingarinnar.
Vestrænar ríkisstjórnir hafa oft
gagnrýnt mannréttindabrot rúss-
neskra hermanna í Tsjetsjníu. Russ-
ell-Johnston lávarður, formaður þing-
mannasamkundu Evrópuráðsins,
sagði í fyrradag að ekkert lát væri á
mannréttindabrotunum.
Rússneskir saksóknarar segjast
hafa hafið alls 358 rannsóknir á ásök-
unum um mannréttindabrot gegn
óbreyttum borgurum í Tsjetsjníu.
Aðeins um fimmtungur þessara mála
hefur í raun verið rannsakaður og
mjög fáir hermenn hafa verið ákærð-
ir, að sögn mannréttindasamtakanna
Human Rights Watch.
Rússneski hershöfðinginn Vladím-
ír Moltenskoj, yfirmaður hersveit-
anna í Tsjetsjníu, sagði fyrr í mán-
uðinum að hann teldi ekki að
hermennirnir hefðu ráðist á saklausa
þorpsbúa. Rússneskir embættismenn
segja að markmiðið með aðgerðum
hersins, sem stóðu frá 30. desember
til 3. janúar, hafi verið að hrekja upp-
reisnarmenn frá fjallavígjum þeirra.
Talsmaður rússnesku stjórnarinnar
sagði að hermennirnir hefðu fellt eða
handtekið meira en 90 uppreisnar-
menn.
Eyru, nef og kynfæri
skorin af líkunum
Rússneska mannréttindahreyfing-
in segir að aðgerðin hafi ekki borið
eins mikinn árangur og stjórnvöld
létu í veðri vaka. Hún fann þó engar
vísbendingar um að tugir óbreyttra
borgara hefðu verið myrtir eins og
Glasnost-Media, hreyfing sem fylgist
með rússneskum fjölmiðlum, hafði
haldið fram.
Aðgerðin hófst 30. desember þegar
hermenn handtóku mann í húsi við út-
jaðar þorpsins. Þeir hótuðu að hrinda
móður hans, sem var viti sínu fjær af
hræðslu, ofan í kjallara hússins og
kasta handsprengju á eftir henni.
Hermennirnir notuðu síðan mann-
inn og nágranna hans sem „skjöld“
þegar þeir réðust inn í annað hús þar
sem þrír tsjetsjneskir uppreisnar-
menn höfðu falið sig. Mennirnir tveir
lifðu af skotbardaga milli her-
mannanna og uppreisnarmannanna
en þorpsbúar fundu síðar lík þeirra
nálægt bækistöðvum hermannanna.
Að sögn mannréttindahreyfingarinn-
ar höfðu eyru, nef og kynfæri mann-
anna verið skorin af þeim.
Meira en 100 þorpsbúar voru hand-
teknir og margir þeirra urðu fyrir
barsmíðum, að sögn skýrsluhöfund-
anna. Hermenn eru sagðir hafa sett
plastpoka yfir höfuð nokkurra þorps-
búa til að fá þá til að viðurkenna að
þeir væru uppreisnarmenn. Einn
þeirra kvaðst hafa spurt hermennina
hvers vegna þeir berðu fólkið og svar-
ið var: „Vegna þess að þið eruð
Tsjetsjenar.“
Þorpsbúarnir sögðu að hermenn-
irnir hefðu stolið af þeim bílum, verk-
færum, skartgripum, fötum, matvæl-
um og peningum. Einn þorpsbúanna
sagði að hermenn hefðu ráðist inn í
hús hans, kastað fótalausri konu úr
hjólastól og neitað að afhenda hann
nema þeir fengju allt sparifé hennar,
andvirði rúmra 30.000 króna.
Sagðir hafa pyntað
og myrt þorpsbúa
Ný skýrsla birt
um aðgerðir rúss-
neskra hermanna
í Tsjetsjníu
Moskvu. The Washington Post.
YFIRVÖLD í Rússlandi lokuðu
óháðu sjónvarpsstöðinni TV6 í miðri
útsendingu í fyrrakvöld. Starfsmenn
stöðvarinnar og fréttaskýrendur
sögðu að útsendingarnar hefðu verið
stöðvaðar til að þagga niður í síðustu
sjónvarpsstöðinni sem nær til mest-
alls Rússlands og hefur gagnrýnt
Vladímír Pútín forseta og aðra ráða-
menn í Kreml.
Míkhaíl Y. Lesín, fjölmiðlunarráð-
herra Rússlands, kvaðst ekki hafa
átt annars úrkosti en að loka TV6
eftir að dómstóll úrskurðaði í fyrra-
kvöld að svipta bæri stöðina leyfi til
útsendinga.
„Ráðamenn í Kreml eru að und-
irbúa næstu forsetakosningar og
vilja að allar stóru sjónvarpsstöðv-
arnar fjórar syngi sama lag hollustu
og velþóknunar,“ sagði Ígor M.
Kljamkín, framkvæmdastjóri fé-
lagsfræðilegrar rannsóknarstofnun-
ar í Moskvu. Hann spáði því að hroll-
ur færi um alla þá sem hygðust
gagnrýna ráðamennina í Kreml.
„Þeir sýndu öllum fjölmiðlunum, öll-
um blaðamönnum, að þeir geta lokað
stórri sjónvarpsstöð, rétt sisvona.“
Er þetta í fyrsta sinn frá árinu
1991 sem engin sjónvarpsstöð, sem
nær til mestalls Rússlands, heldur
uppi gagnrýni á stefnu stjórnvalda.
Hinar stóru stöðvarnar eru annað-
hvort í eigu eða undir stjórn ríkisins
eða sýna aðeins afþreyingarefni.
Dómstóll í Moskvu úrskurðaði
fyrr í mánuðinum að TV6 væri gjald-
þrota. Úrskurðurinn byggðist á lög-
um, sem heimila að minnihluti hlut-
hafa geti krafist gjaldþrotaskipta.
Sjaldan hafði reynt á þessi lög og
þeim hefur nú verið breytt. Lífeyr-
issjóður olíufélagsins Lukoil, sem á
15% hlut í TV6, krafðist gjaldþrota-
skiptanna.
Síðustu óháðu sjón-
varpsstöðinni lokað
Moskvu. Los Angeles Times.
Taska
aðeins 750 kr.
NETVERSLUN Á mbl.is