Morgunblaðið - 23.01.2002, Side 22
LISTIR
22 MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Norræna húsið Myndasýning frá
kajakaferð um Angmagsalik sl. sum-
ar verður kl. 20. Sýndar verða
myndir úr níu daga ævintýraferð Ís-
lendinga á sjókajökum um lognsæla
firði Austur-Grænlands þar sem
borgarísinn er í aðalhlutveki. Á ferð
sinni heimsóttu þeir veiðimanna-
samfélögin Kulusuk, Kungmiut
Sermiligaq og Qernertivartivit og
blönduðu geði við innfædda.
Goethe-Zentrum, Laugavegi 18
Þýska gamanmyndin Sonnenallee,
frá árinu 1999, verður sýnd kl. 20.30.
Sonnenallee er gata sem var að
hluta í Austur-Berlín og að hluta í
Vestur-Berlín. Hér segir frá Micha,
17 ára Austur-Þjóðverja á áttunda
áratugnum. Lífið fyrir austan múr-
inn einkennist af nákvæmni og
reglufestu og stöðugu eftirliti. Leik-
stjóri er Leander Haussmann.
Í DAG
LEIKRITIÐ Hægan Elektra eftir
Hrafnhildi Hagalín Guðmundsdóttur
hefur verið tilnefnt til norrænu leik-
skáldaverðlaunanna árið 2002. Leik-
ritið var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu í
febrúar í fyrra.
Aðalpersónur verksins eru mæðg-
ur; leikkonur, sem ráku til skamms
tíma tilraunaleikhús. Á sama tíma og
rifjuð er upp á kvikmyndatjaldi ör-
lagarík sýning í leikhúsinu varpa per-
sónurnar á sviðinu ljósi á flókið sam-
spil sín í milli sem gerir hvorutveggja
í senn, að brjóta niður samband
þeirra og binda þær enn fastar hvor
annarri.
Hrafnhildur Hagalín sagði í sam-
tali við Morgunblaðið að tilnefningin
væri sér mikill heiður. „Mér finnst
þetta eiginlega ennþá skemmtilegra
en þegar ég var tilnefnd fyrir tíu ár-
um fyrir Ég er meistarinn. Þetta kom
flatt uppá mig núna, en alveg í bakið á
mér þá. En vegna þess að þetta er
bara annað leikritið mitt, og erfitt að
fylgja hinu eftir sem gekk svona vel;
þá er þetta ekki síður skemmtilegt.“
„Vönduð persónusköpun og
áhrifamikil uppbygging“
Í umsögn sinni sagði dómnefnd
meðal annars: „Undir einföldu yfir-
borði leikritsins býr vandlega útfærð
og margræð útlegging á goðsögninni
um hina harmi slegnu Elektru, en
hún bíður þess að mega hefna dauða
föður síns sem móðirin myrti. Í leik-
riti Hrafnhildar er lögð megináhersla
á glímu dótturinnar við ofurveldi
móðurinnar sem virðist hafa öll ráð í
hendi sér. Sérhverri tilraun ungu
konunnar til þess að eiga óþvinguð
samskipti við móður sína, hina síungu
gyðju, er svarað með yfirlæti eða
móðurlegum umvöndunum. Þar með
hallar dóttirin sér að minningunni um
föður sinn sem fær sérstakan sess í
huga hennar og fyllir hana um leið
hefndarþorsta í garð þessarar konu
sem hún elskar bæði og hatar. Í
Hægan Elektra fer saman vönduð og
áhugaverð persónusköpun og áhrifa-
mikil uppbygging þar sem form og
innihald mynda órofa heild. Texti
leikritsins er tilgerðarlaus, en ljóð-
rænn og tær. Þótt annað mætti ætla
við lestur verksins er það einungis
annað leikrit Hrafnhildar Hagalín
Guðmundsdóttur. Hún er ungt en
þroskað leikskáld sem skrifar um
persónur sínar af alvöru og virðingu.
Hún hefur ríka formhugsun, einlæg-
an áhuga á leikhúsforminu og reynir
með afdráttarlausum hætti á þanþol
þess.“
Í dómnefnd, skipaðri af stjórn
Leiklistarsambands Íslands, sátu
leikhúsfræðingarnir Ingunn Ásdísar-
dóttir, Bjarni Jónsson og Magnús
Þór Þorbergsson. Hrafnhildur Haga-
lín Guðmundsdóttir er að semja sitt
þriðja leikrit, að þessu sinni fyrir
Leikfélag Reykjavíkur, og verður því
væntanlega lokið í vor.
Leikritið Hægan Elektra eftir Hrafnhildi Hagalín
tilnefnt til norrænu leikskáldaverðlaunanna
Erfitt að fylgja
„Meistaranum“ eftir
Morgunblaðið/Ásdís
Hrafnhildur Hagalín Guðmundsdóttir tekur við blómum úr hendi
Bjarna Jónssonar sem sæti á í dómnefndinni. Í bakgrunni er Viðar Egg-
ertsson sem leikstýrði Hægan Elektra í Þjóðleikhúsinu.
RITHÖFUNDURINN og ljóð-
skáldið Bill Holm verður með dag-
skrá í Salnum, Tónlistarhúsi Kópa-
vogs í kvöld, þar sem hann les úr
verkum sínum, segir skemmtisög-
ur, syngur og leikur á píanó.
Bill Holm er Vestur-Íslendingur,
ættaður úr Vopnafirði. Forfeður
hans námu land í Minnesota, en þar
fæddist Holm árið 1943. Hann kom
fyrst til Íslands á áttunda áratugn-
um en fyrir nokkrum árum festi
hann kaup á húsi á Hofsósi í Skaga-
firði. Holm starfar við háskóla-
kennslu og ritstörf í Minnesota og
sækir hann oft efnivið bóka sinna til
Vestur-Íslendinga, og kynnum sín-
um af Íslandi. „Á upplestrarkvöld-
inu mun ég m.a. lesa upp úr nýrri
bók minni, Eccentric Islands, þar
sem ég lýsi m.a. upplifun minni af
því að koma til Íslands árið 1979, en
þá dvaldi ég hér við háskóla-
kennslu, og að koma síðan aftur ár-
ið 1996, í algerlega breytt þjóð-
félag. Í hvert skipti sem ég hef
komið til Íslands síðan, hefur ný
verslunarmiðstöð verið reist,“ segir
Bill Holm hress í bragði þegar
blaðamaður slær á þráðinn til hans.
Á Hofsósi fann Holm hins vegar af-
drep við sjóinn þar sem hann sinnir
ljóðaskrifum. „Þeir Bandaríkja-
menn sem lesið hafa bókina segjast
sannfærðir um að Ísland hljóti að
vera einn rómantískasti og bók-
menntalega sinnaði staðurinn á
jarðarkringlunni. Ég held að þetta
sé satt,“ bætir Holm við og hlær.
Samhliða upplestrinum mun Bill
syngja og leika á píanóið, en hann
hefur alla tíð verið mikill áhuga-
maður um tónlist, ekki síst djass-
tónlist. Aðspurður segist hann
munu sitja við píanóið á upplestr-
arkvöldinu. „Dagskráin verður að
einhverju leyti spunnin af fingrum
fram. Sú hefð að flytja ljóð við und-
irleik tónlistar er vel þekkt form í
Bandaríkjunum. Ég bæti þar við
spjalli og frásögnum, en frásagn-
argleðin tengist eflaust íslenskum
uppruna mínum. Í tengslum við út-
komu Eccentric Islands fór ég á
ýmsa staði innan Bandaríkjanna til
að kynna bókina, og flutti upplestra
þar sem ég blandaði saman lestri,
spjalli og tónlist. Tökumaður fylgdi
mér reyndar eftir, tók upp ýmislegt
það sem ég lét út úr mér í þessari
kynningarferð og gaf út geisladisk-
inn „Holmward Bound“, þar sem
gantast er dálítið með nafnið mitt.
Vigdís, forstöðumaður Salarins,
stakk upp á að ég flytti dagskrá í
þessum anda eftir að ég sendi henni
eintak af disknum,“ segir Holm.
Þó svo að Holm dvelji eftir megni
á Íslandi, einkum á sumrin, þar sem
hann heldur til á Brimnesi, litlu
húsi við höfnina á Hofsósi, en nú
hefur hann einungis í skamma við-
dvöl. „Í gær fór ég á Ashkenazy-
tónleikana í Salnum, og eftir upp-
lestrarkvöldið fer ég norður á
Þorrablót. Það er sannarlega mikils
virði að koma hingað og lesa upp
fyrir íslenska áhorfendur í þessari
fínu aðstöðu í Salnum. Hljómburð-
urinn er þar svo góður og andrúms-
loftið svo náið að salurinn er í raun
kjörinn fyrir upplestrarkvöld. Það
væri því gaman að sjá eitthvað af
þeim góðu skáldum sem Íslend-
ingar eiga halda upplestrarkvöld af
þessu tagi í Salnum,“ segir Bill
Holm að lokum. Dagskráin í Saln-
um hefst kl. 20 og fer fram á ensku.
Að henni lokinni mun höfundurinn
árita bækur sínar.
Vestur-íslensk frá-
sagnargleði í Salnum
Morgunblaðið/Steinþór
Rithöfundurinn Bill Holm við
píanóið á Brimnesi á Hofsósi.
ROY P. Mottahedeh, virtur sagn-
fræðingur og sérfræðingur í sögu ísl-
ams, hefur lagt til að íslamskir fræði-
menn semji
„íslamska ákæru“
á hendur þeim
sem stóðu fyrir
hryðjuverkunum
í Bandaríkjunum
11. september.
Mottahedeh,
sem er prófessor
við Harvard-há-
skóla, vill að
Osama bin Laden
og aðrir leiðtogar hryðjuverkasam-
takanna al-Qaeda verði ákærðir fyrir
glæpi gegn mannkyninu og leiddir
fyrir alþjóðlegan dómstól ef þeir
nást. Hann segir að hvort sem þeir
verði dregnir fyrir alþjóðlegan dóm,
borgaralegan dómstól í Bandaríkj-
unum eða herrétt eigi að leggja fram
ákæru eða yfirlit um hvernig hryðju-
verkin brjóti gegn íslömskum lögum.
Árásir af ásettu ráði á
varnarlaust fólk bannaðar
Mottahedeh segir að mjög ólíklegt
sé að leiðtogar al-Qaeda verði leiddir
fyrir íslamskan dómstól en þeir hafi
augljóslega brotið íslömsk lög með
hryðjuverkunum 11. september.
Anne-Marie Slaughter, prófessor í
þjóðarétti við Harvard-háskóla,
styður tillögu Mottahedeh og segir
þau vona að „íslamskir lögfræðingar
og fræðimenn í Bandaríkjunum og
erlendis“ semji íslamska ákæru, án
afskipta Bandaríkjastjórnar. Þannig
hafi ákæran meiri áhrif á almenn-
ingsálitið og sýni Bandaríkjamönn-
um og öðrum, sem ekki eru múslím-
ar, að ekki ætti að leggja íslam og
hryðjuverk að jöfnu. Slík ákæra
myndi einnig sýna múslímum út um
allan heim að árásir af ásettu ráði á
varnarlaust fólk séu bannaðar sam-
kvæmt íslömskum lögum.
Mottahedeh, sem sérhæfir sig í
sögu íslams á miðöldum en er ekki
múslími, kvaðst vilja semja ákæruna
í samstarfi við sérfræðinga í íslömsk-
um lögum. „Það skiptir ekki mestu
máli hverjir semja hana, heldur
hverjir undirrita hana,“ sagði hann
og kvaðst vona að virtustu sérfræð-
ingar í lögum íslams út um allan
heim legðu blessun sína yfir ákær-
una.
Nokkrir virtir íslamskir fræði-
menn hafa fordæmt hryðjuverkin 11.
september en Mottahedeh segir að
enginn hafi útlistað í smáatriðum
hvernig þau brjóti gegn íslömskum
lögum.
Gaf út tilskipanir án þess
að hafa vald til þess
Mottahedeh lýsti hugmyndum sín-
um um slíka ákæru á ráðstefnu um
trúarbrögð og átök í heiminum sem
haldin var í Flórída á dögunum.
Hann sagði að þótt súnníta og shíta-
múslíma greindi á um hverjir hefðu
vald til að lýsa yfir stríði væru músl-
ímar almennt sammála um þær leik-
reglur sem hermönnum bæri að
fylgja í stríði.
Mottahedeh sagði að í fyrsta lagi
ætti að ákæra bin Laden og sam-
starfsmenn hans fyrir að brjóta bann
við því að ráðast af ásettu ráði á sak-
lausa borgara. Þetta væri meðal ann-
ars byggt á ummælum Múhameðs
spámanns um að ekki mætti drepa
börn, konur og aldraða menn.
John Kelsey, trúarbragðaprófess-
or við ríkisháskólann í Flórída og
höfundur bókarinnar „Íslam og
stríð“, segir að einnig ætti að ákæra
bin Laden fyrir að gefa út trúarlegar
tilskipanir án þess að hafa vald til
þess, t.a.m. árið 1998 þegar hann
skoraði á múslíma út um allan heim
að drepa Bandaríkjamenn.
Kelsey leggur ennfremur til að bin
Laden verði ákærður fyrir að hafa
valdið saklausum múslímum í Afgan-
istan skaða með hryðjuverkunum
því þau hafi leitt til hernaðaraðgerða
Bandaríkjamanna í landinu.
Khaled Abou el Fadl, prófessor í
íslömskum lögum við Kaliforníuhá-
skóla í Los Angeles, styður einnig
tillögu Mottahedeh og segir að bin
Laden hafi gerst sekur um glæp sem
kallaður hefur verið hirabah. El Fadl
skilgreinir þennan glæp sem „morð
af ásettu ráði á fórnarlambi með það
að markmiði að valda skelfingu í
samfélagi“. Hann sagði að þeir sem
gerðust sekir um hirabah væru
flokkaðir með sjóræningjum og
hægt væri að leiða þá fyrir erlenda
dómstóla.
„Íslömsk
ákæra“ gegn
al-Qaeda?
The Washington Post.
Osama bin
Laden
FÁTÍTT er að farþegar dveljist á
salerni flugvéla gegn vilja sínum
en þau urðu samt örlög banda-
rískrar konu sem tók sér far með
Boeing-767-þotu SAS-félagsins
vestur yfir Norður-Atlantshaf á
dögunum.
Konan gefur SAS ekki háa ein-
kunn eftir að hafa setið föst á sal-
erni þotunnar í rúmar tvær
klukkustundir á leiðinni til New
York. Hún átti, sem vart er í frá-
sögur færandi, erindi á salerni
meðan á fluginu yfir Atlantshafið
stóð en rataði í miklar ógöngur.
Vandræðin hófust er konan
sturtaði niður áður en hún stóð
upp. Henni til mikillar skelfingar
greip sogkraftur niðurfallsins
hana heljartökum og gat hún sig
hvergi hreyft.
Er konunni varð ljóst að hún
sæti klossföst freistaði hún þess
að ná athygli áhafnarinnar en hún
gat enga björg henni veitt; engin
ráð hennar dugðu. Losnaði hún
ekki úr prísundinni fyrr en eftir
lendingu í New York og áhöfnin
hafði kallað tæknimenn af flug-
vellinum sér til aðstoðar.
Atvikið átti sér stað á nýliðnu
ári og staðfestir talsmaður SAS að
konan hafi lagt fram formlega
kvörtun. Sömuleiðis að flugfélagið
muni veita henni bætur vegna
mannraunarinnar. Flugliðar hafa
að venju augun hjá sér með far-
þegum sem halda lengi kyrru fyr-
ir á salernum ef ske kynni að þeir
tækju upp á reykingum eða ann-
arri iðju sem blátt bann liggur við.
Hins vegar mun afar fátítt að far-
þegar dveljist á salerni gegn vilja
sínum.
Föst á salerni
SAS-vélar
Kona fær greiddar bætur fyrir
tveggja tíma nauðungarsetu