Morgunblaðið - 23.01.2002, Qupperneq 26
26 MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
INGA Jóna Þórðardóttir borg-arfulltrúi og oddviti borgar-stjórnarflokks sjálfstæðis-manna, lýsti því yfir á
fréttamannafundi í gær, að hún hefði
ákveðið að hætta við þátttöku í fyr-
irhuguðu leiðtogaprófkjöri Sjálf-
stæðisflokksins í Reykjavík fyrir
borgarstjórnarkosningarnar. Lýsti
hún jafnframt stuðningi við að Björn
Bjarnason menntamálaráðherra
skipaði fyrsta sæti á framboðslista
flokksins. Segist hún gera þetta í
trausti þess að sjálfstæðismenn sam-
einist um að Björn Bjarnason
menntamálaráðherra leiði fram-
boðslistann. Sjálf sagðist hún vera
reiðubúin að taka áttunda sætið á
framboðslista flokksins, baráttusæt-
ið, ef þess yrði óskað.
„Staða flokksins sterk“
Í yfirlýsingu sem Inga Jóna sendi
frá sér í gær segir: ,,Sjálfstæðis-
menn í Reykjavík eiga sér það sam-
eiginlega markmið að sigra í borg-
arstjórnarkosningunum í vor og
hefja þar með nýja sókn í þágu
Reykvíkinga allra. Staða Sjálfstæð-
isflokksins er sterk um þessar
mundir og sigurlíkur miklar. Ég hef
lýst mig reiðubúna að leiða fram-
boðslista flokksins í framhaldi af
starfi mínu sem leiðtogi hans í borg-
arstjórn undanfarin ár. Framundan
er spennandi en tvísýn barátta um
borgina og því einsýnt að við sjálf-
stæðismenn verðum að mæta sam-
hentir og einhuga til leiks.
Ég hef um árabil verið í góðu sam-
bandi við almenna flokksmenn í
Reykjavík og lagt eyrun við því sem
þeir hafa haft fram að færa bæði á
fundum og í einkasamtölum. Á allra
síðustu dögum hef ég orðið vör við
vaxandi óróa í þeirra röðum og
áhyggjur af því að keppni milli
stuðningsmanna okkar Björns
Bjarnasonar menntamálaráðherra í
fyrirhuguðu leiðtogaprófkjöri gæti
orðið harðvítug, skaðað flokkinn
verulega og skert möguleika okkar á
sigri í vor. Sjálf er ég með öllu
óhrædd við þessa keppni og treysti
mér til að taka hvort sem er sigri eða
ósigri, en ég hlýt að taka mark á
þessari sterku tilfinningu sem ég
finn hjá því fólki sem fyrst og fremst
ber fyrir brjósti styrk og samstöðu
flokksins og hagsmuni Reykvíkinga.
Þegar svo mikið liggur við eiga
forystumenn ekki að sundra liðinu
heldur að sameina kraftana. Í ljósi
þess að Sjálfstæðisflokkurinn í
Reykjavík stendur frammi fyrir því
að endurheimta borgina úr höndum
R-listans vil ég leggja mitt af mörk-
um til að sjálfstæðismenn gangi
sameinaðir til þeirrar baráttu. Ég
hef því ákveðið að hætta við þátttöku
í fyrirhuguðu leiðtogaprófkjöri. Sú
ákvörðun er tekin í því trausti að
meirihluti sjálfstæðismanna muni
sameinast um að Björn Bjarnason
leiði framboðslista flokksins.
Metnaður minn og sigurvilji fyrir
hönd Sjálfstæðisflokksins er sterkur
nú sem fyrr. Í komandi kosningabar-
áttu mun ég því leggja fram alla
mína krafta og er reiðubúin að skipa
áttunda sæti listans, baráttusætið,
verði þess óskað af kjörnefnd. Sam-
eiginlega getum við tryggt glæsileg-
an kosningasigur Sjálfstæðisflokks-
ins í vor,“ segir í yfirlýsin
Jónu.
Meginmarkmiðið er
Hún sagðist á fréttamann
um vera í góðu sambandi v
menn Sjálfstæðisflokksins
mark á því sem þeir segðu
ekki fyrir nokkurn mun að
til einhver sú tilfinning, ei
kvíði og þeir erfiðleikar se
varpa skugga á og draga m
okkur í kosningabaráttun
Því megum við aldrei gley
stæðismenn, að það sem
mestu máli eru borgarstjór
ingarnar sjálfar. Það að s
lista, að ákveða hverjir
hverjir sitja í hvaða sæti
mál. Meginmarkmiðið er
það er það sem við eigum a
leiðarljósi. Það er það sem
leiðarljósi og ég tek mark
sterku tilfinningu sem ég fi
þetta muni geta leitt til ó
aðar, verði fremur olía á þ
og kyndi undir hjá okkar
ingum. Ég ætla að koma í
það og ef við Björn Bjarnas
höndum saman og vinnum
og vel í þessari kosningaba
er ég sannfærð um að Sjá
flokkurinn vinnur glæsileg
vor,“ sagði Inga Jóna.
Stend ein að þessari ák
Aðspurð hvort ákvörðu
þýddi að Björn Bjarnason h
ar ákveðið að gefa kost á
ystusætið, sagðist Inga J
hafa vitneskju um það. ,,É
gera þetta í trausti þess
Inga Jóna Þórðardóttir dregur framboð s
Forystumenn sundr
ekki liðinu heldur
sameini kraftana
Inga Jóna Þórðardóttir hefur ákveðið að draga framboð si
leiðtogaprófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík til baka. Se
hún gera þetta í trausti þess að þeir sameinist um að Björ
Bjarnason leiði framboðslistann. Ómar Friðriksson var
fréttamannafundi sem Inga Jóna boðaði til í gær.
„ÉG þakka sér-
staklega þennan
stuðning sem
kemur fram í
yfirlýsingu Ingu
Jónu og ég er
henni innilega
sammála um
það, að lykillinn
að því að við
sjálfstæðismenn
náum árangri í kosningunum í vor
er að sjálfsögðu að við stöndum
saman,“ sagði Björn Bjarnason
menntamálaráðherra um þá
ákvörðun Ingu Jónu Þórðardóttur
borgarfulltrúa, að draga framboð
sitt í leiðtogakjöri sjálfstæð-
ismanna í Reykjavík til baka og
lýsa stuðningi við Björn í fyrsta
sætið.
„Ég hef alltaf nálgast þetta mál
þannig að stuðla að sem mestri
samstöðu um það innan flokksins
ef ég ætti að leiða lista flokksins í
kosningunum í vor. Og vissulega
hefur þetta styrkt enn forsend-
urnar fyrir því að ég geri það,“
sagði Björn ennfremur.
Kjördæmisþing sjálfstæðis-
manna í Reykjavík verður haldið
næstkomandi laugardag og segist
Björn aðspurður þá ætla að gefa
yfirlýsingu um hvort hann taki
þátt í leiðtogaprófkjöri sem sam-
þykkt hefur verið að halda vegna
uppstillingar á lista Sjálfstæð-
isflokksins fyrir borgarstjórn-
arkosningarnar í vor. Inntur álits
á því boði Ingu Jónu Þórð-
ardóttur, oddvita sjálfstæðismanna
í borgarstjórn, að taka áttunda
sæti framboðslistans í vor, segir
Björn það vera kjörnefndar að
fjalla um það.
Björn Bjarnason
menntamálaráðherra
Þakklátur fyrir
stuðning Ingu Jónu
Björn Bjarnason
„ÞETTA er mjög
mikilvæg og
þýðingarmikil yf-
irlýsing af hálfu
Ingu Jónu. Það
er ljóst að hún er
ekkert að hugsa
um eigið skinn í
þessum efnum
heldur hagsmuni
heildarinnar og
að skapa sem best skilyrði þess að
það megi leggja grunn að því að
koma hér á góðri stjórn í höfuðborg-
inni á nýjan leik. Mér þykir vænt um
að þetta skuli ganga fram með þess-
um hætti,“ sagði Davíð Oddsson for-
sætisráðherra um ákvörðun Ingu
Jónu Þórðardóttir að taka e
leiðtogaprófkjöri en lýsa yfi
ingi við Björn Bjarnason.
Davíð sagðist ekki vera þ
skoðunar að átök í prófkjör
dregið úr sigurlíkum Sjálfst
isflokksins í kosningunum í
fór sjálfur í mjög hart prófk
1981 til þess að undirbúa ko
arnar 1982. Þá var mjög har
slagur og mjótt á milli mann
engu að síður vannst meirih
framhaldinu. Hins vegar he
það sé betra ef menn ná sam
listann án átaka og það hefð
þótt árið 1981. Átök í prófkj
tímafrek og reyna mikið á f
segja má að þetta taki dálíti
inn úr baráttunni. Fullt sam
milli helstu aðila í þessum e
auðvitað farsælla.“
Björn Bjarnason hefur ek
gefið formlega yfirlýsingu u
boð til borgarstjórnar. „Það
vitað hans að ákveða það, en
við hvernig mál hafa þróast
langt kominn með að ganga
því að hann bjóði sig fram.“
Davíð sagðist ekki hafa k
lægt ákvörðun um þessi fra
mál nema sem áhorfandi. In
hefði látið sig vita af ákvörð
skömmu áður en hún boðað
blaðamannafundar í gær.
Davíð sagðist telja að sig
Sjálfstæðisflokksins í kosni
vor væru góðar og þá hefði
urstaða framboðsmála flokk
ekki þurft að skipta máli. „B
Davíð Oddsson
forsætisráðherra
Mikilvæg yfirlýsing
frá Ingu Jónu
Davíð Oddsson
BORGARSTJÓRNARFRAMBOÐ
SJÁLFSTÆÐISFLOKKS
Inga Jóna Þórðardóttir, oddvitiborgarstjórnarflokks sjálf-stæðismanna, lýsti því yfir á
blaðamannafundi í gær, að hún
mundi draga framboð sitt í svo-
nefndu leiðtogaprófkjöri sjálfstæð-
ismanna, sem fyrirhugað er í febr-
úar, til baka og jafnframt lýsti hún
stuðningi við Björn Bjarnason
menntamálaráðherra sem forystu-
mann framboðslista Sjálfstæðis-
flokksins í borgarstjórnarkosning-
unum í vor.
Borgarfulltrúinn kvaðst enn-
fremur tilbúinn til að skipa 8. sæti
á framboðslista Sjálfstæðisflokks-
ins yrði eftir því leitað.
Þetta er örlagarík yfirlýsing og
með henni hafa nýjar víglínur ver-
ið dregnar í þeirri kosningabar-
áttu, sem framundan er á milli
Reykjavíkurlistans og Sjálfstæðis-
flokksins. Gera má ráð fyrir, að
framundan sé einhver harðasta
kosningabarátta í Reykjavík í
langan tíma eða frá því að Sjálf-
stæðisflokkurinn endurheimti
meirihlutann í borgarstjórn
Reykjavíkur eftir fjögurra ára
tímabil vinstri stjórnar í borginni
frá 1978–1982.
Með yfirlýsingu sinni sýnir Inga
Jóna Þórðardóttir mikinn pólitísk-
an styrk. Hún hefur í einu vetfangi
höggvið á þann pólitíska hnút, sem
skapazt hafði í framboðsmálum
Sjálfstæðisflokksins í höfuðborg-
inni og komið í veg fyrir þá sundr-
ungu, sem fylgt getur harðri próf-
kjörsbaráttu. Um ákvörðun sína
sagði borgarfulltrúinn á blaða-
mannafundi í gær: „Þegar svo
mikið liggur við eiga forystumenn
ekki að sundra liðinu heldur að
sameina kraftana. Í ljósi þess, að
Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík
stendur frammi fyrir því, að
endurheimta borgina úr höndum
R-listans vil ég leggja mitt af
mörkum til að sjálfstæðismenn
gangi sameinaðir til þeirrar bar-
áttu.“
Inga Jóna Þórðardóttir skýrði
ákvörðun sína á þann veg, að hún
hefði orðið vör við vaxandi óróa í
röðum almennra flokksmanna
Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík
og áhyggjur af því, að keppni milli
stuðningsmanna hennar og Björns
Bjarnasonar í fyrirhuguðu leið-
togaprófkjöri gæti orðið harðvít-
ug, skaðað Sjálfstæðisflokkinn
verulega og skert möguleika hans
á sigri í kosningunum í vor.
Björn Bjarnason menntamála-
ráðherra sagði af þessu tilefni síð-
degis í gær: „Ég þakka sérstak-
lega þennan stuðning, sem kemur
fram í yfirlýsingu Ingu Jónu og ég
er henni innilega sammála um það,
að lykillinn að því að við sjálfstæð-
ismenn náum árangri í kosning-
unum í vor er að sjálfsögðu að við
stöndum saman.“
Davíð Oddsson, formaður Sjálf-
stæðisflokksins, sagði um þessa
ákvörðun Ingu Jónu: „Það er ljóst,
að hún er ekkert að hugsa um eig-
ið skinn í þessum efnum heldur
hagsmuni heildarinnar…“
Af þessum ummælum öllum má
ljóst vera, að með yfirlýsingu Ingu
Jónu Þórðardóttur í gær hefur
verið sköpuð sterk samstaða meðal
forystumanna Sjálfstæðisflokksins
í aðdraganda kosningabaráttunnar
vegna borgarstjórnarkosninganna.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
borgarstjóri sló tóninn af sinni
hálfu með þeim orðum, sem hún
lét falla í kjölfar yfirlýsingar Ingu
Jónu Þórðardóttur, þegar borgar-
stjóri rifjaði upp, að sjálfstæðis-
menn í borgarstjórn hefðu búið við
forystu þriggja oddvita á síðustu
átta árum og nú væri enn skipt um
forystumann skömmu fyrir kosn-
ingar.
Hvernig sem á þetta mál er litið
fer ekki á milli mála, að framboðs-
listi undir forystu Björns Bjarna-
sonar menntamálaráðherra með
Ingu Jónu Þórðardóttur í baráttu-
sæti er mjög öflugur listi. Kjós-
endur í Reykjavík geta því ekki
kvartað undan því, að þeir eigi
ekki góðra kosta völ þar sem eru
frambjóðendur Sjálfstæðisflokks-
ins í Reykjavík.
Björn Bjarnason hefur á tæp-
lega sjö ára ferli sem menntamála-
ráðherra áunnið sér virðingu fólks
í menntakerfinu og menningarlíf-
inu langt út fyrir raðir stuðnings-
manna Sjálfstæðisflokks. Í um-
ræðum síðustu daga og vikur
hefur mátt greina áhyggjur fólks á
þessum sviðum þjóðlífsins yfir
hugsanlegri brottför hans úr
menntamálaráðuneytinu. Áður
hafði menntamálaráðherra skapað
sér nafn í stjórnmálaumræðum á
Íslandi sem einn helzti sérfræð-
ingur landsins í utanríkis- og varn-
armálum.
Inga Jóna Þórðardóttir á að baki
langan starfsferil á vettvangi
Sjálfstæðisflokksins og er einn
þeirra forystumanna flokksins,
sem hafa ræktað grasrótina mjög
vel. Frá því hún tók við forystu
borgarstjórnarflokks sjálfstæðis-
manna hefur hún smátt og smátt
mótað sterkan málefnagrundvöll
fyrir Sjálfstæðisflokkinn í minni-
hluta borgarstjórnar og skapað
meira jafnræði í opinberum um-
ræðum um borgarmál á milli
minnihluta og meirihluta í borg-
arstjórn Reykjavíkur.
Það bíður nýs framboðslista
Sjálfstæðismanna að móta stefnu-
skrá Sjálfstæðisflokksins fyrir
borgarstjórnarkosningarnar og er
ekki ósennilegt að hún mótist meir
af pólitískum sjónarmiðum en
stundum áður.
Með þeirri atburðarás, sem orð-
in er á vettvangi Sjálfstæðis-
flokksins, má segja að sjálfstæð-
ismenn hafi tekið ákveðið frum-
kvæði í aðdraganda kosninga. Það
verður fróðlegt að sjá hvernig
Reykjavíkurlistinn svarar því.