Morgunblaðið - 23.01.2002, Page 27

Morgunblaðið - 23.01.2002, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 2002 27 ngu Ingu sigur nafundin- við flokks- s og taka u. ,,Ég vil það verði inhver sá em munu máttinn úr ni sjálfri. yma sjálf- m skiptir rnarkosn- stilla upp leiða og er annað sigur og að hafa að ég hef að k á þeirri inn um að óvinafagn- þeirra eld andstæð- veg fyrir son tökum skipulega aráttu, þá álfstæðis- gan sigur í kvörðun n hennar hefði þeg- sér í for- Jóna ekki Ég er að og þessa ákvörðun mína tek ég ein. Ég stend að sjálfsögðu ein að henni,“ sagði hún. Kvaðst hún ekkert hafa rætt þessa niðurstöðu eða fyrirkomulag framboðsmálanna við Björn Bjarna- son en sagðist hafa kynnt Davíð Oddssyni formanni Sjálfstæðis- flokksins, ákvörðun sína áður en hún boðaði til fréttamannafundarins. Inga Jóna var spurð af hverju hún hefði ekki tekið þessa ákvörðun fyrr þar sem langt væri um liðið síðan umræður fóru í gang um að Björn Bjarnason kynni að gefa kost á sér. ,,Ég hef ekki haft af því neinar áhyggjur þó að við Björn tækjumst á,“ svaraði hún. ,,Ég hef lýst því yfir að ég fagnaði því að hann kæmi til liðs við okkur og ég hef sömuleiðis lýst því yfir að ég hlakki til slíkrar keppni. Það er enginn bilbugur á mér í sjálfu sér og ég er ekkert hrædd við slík átök, það hefur ekkert breyst, en ég finn hins vegar þessa tilfinningu hjá flokksfólkinu mínu og ég ætla að taka tillit til hennar. Það finnst mér skipta mestu máli. Okkar flokksfólk er sú hreyfing sem á að bera okkur inn í þennan sigur og standa undir honum. Það gera aldrei örfáir einstaklingar. Það gerir stóra heildin og það hafa alltaf verið töfrar Sjálfstæðisflokksins og lykillinn að áhrifum hans í landinu sá fjöldi fólks sem sameinast undir merkjum hans, sameinast með grundvallarhugsjón- ir hans að leiðarljósi og leggur til hliðar deilumál, eða það sem kannski greinir okkur stundum í sundur, því við höfum ekki alltaf sömu hug- myndir um leiðir að markmiðunum, en við erum sameinuð um það sem skiptir máli,“ sagði hún. Inga Jóna var einnig spurð af hverju kosningaátök á milli hennar og Björns ættu frekar að skaða flokkinn en átök hennar og annarra frambjóðenda um forystusæti. ,,Ég er að meta þetta út frá þeim fylk- ingum sem ég skynja að baki þess- um tveimur framboðum. Ég hef ver- ið leiðtogi flokksins undanfarin ár og þetta er mitt mat,“ svaraði Inga Jóna. Var ekki beitt þrýstingi ,,Það er engin hætta á því að Sjálf- stæðisflokkurinn klofni,“ sagði Inga Jóna ennfremur. ,,Það sem ég er að tala um eru særindi og ákveðnir hlutir sem gerast óhjákvæmilega og það getur stundum tekið tíma að vinna úr því. Mér liggur á að við hefj- um kosningabaráttuna sem fyrst og af fullum krafti. Ég vil ekki að Sjálf- stæðisflokkurinn taki þá áhættu.“ Hún var spurð að því hvort hún hefði verið beitt þrýstingi um að draga sig til baka. ,,Nei, það hefur enginn gert og ég vænti þess að þið trúið því. Ef þið trúið því ekki þá þekkið þið mig ekki,“ svaraði hún. Inga Jóna sagðist vera mjög sátt við það fyrirkomulag sem fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna og miðstjórn Sjálfstæðisflokksins hafa tekið um að viðhafa leiðtogaprófkjör fyrir borgarstjórnarkosningarnar. ,,Ég tel að það sé mjög gott fyrir Sjálf- stæðisflokkinn að reyna nýjar leiðir. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið brautryðjandi og komið fram með nýjungar og nýjar hugmyndir. Það var gert þegar prófkjörin fóru að ryðja sér til rúms fyrir 30 árum. Þá voru þau að mínu mati mikil vítamín- sprauta inn í flokksstarf og að laða nýtt fólk að flokknum. Ég hef alla tíð verið stuðningsmaður prófkjörs en viðurkenni hins vegar að í tímans rás hefur þetta breyst. Hlutverkin hafa breyst og það er svo margt annað í þjóðfélaginu sem hefur breyst. Þau eru kannski ekki nægjanlega virkt tæki í dag til að laða nýja menn að. Þess vegna fannst mér þetta ágæt millileið og tilraun til þess að prófa eitthvað nýtt og láta á það reyna,“ sagði hún. Fram kom í máli hennar að hún væri reiðubúin að taka höndum sam- an við þann frambjóðanda sem skipa mundi fyrsta sætið, sem væntanlega yrði Björn Bjarnason. Hún sagðist einnig vera að fórna þeim möguleika að sér hefði tekist að sigra í kosning- unum, „en maður veit aldrei hvernig vindarnir blása í pólitík og þar geta fljótt skipast veður í lofti en ég er reiðubúin að fórna því, taka þessa áhættu, leggja allt undir og segja: Ég skal vera með þér, við skulum taka höndum saman, við skulum gera þetta sameiginlega með öllu okkar fólki hér í Reykjavík. Þannig munum við vinna. Það sem skiptir öllu máli er að stefna Sjálfstæðis- flokksins fái aftur að njóta sín í Reykjavík til hagsbóta fyrir borgar- búa alla og framtíð borgarinnar.“ sitt í leiðtogaprófkjöri Sjálfstæðisflokksins til baka ri r itt í egist rn á Morgunblaðið/Golli Inga Jóna Þórðardóttir tilkynnti ákvörðun sína í Valhöll í gær. omfr@mbl.is „MÉR finnst þetta talsvert merkileg tíð- indi. Það sem kannski opin- berast þarna er að það skuli þurfa að ganga svona langt í því að ryðja hindrunum úr vegi svo að Björn Bjarnason geti ákveðið að fara í framboð, en sem kunnugt er liggur sú ákvörðun ekki enn fyrir,“ sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri um þá ákvörðun Ingu Jónu Þórð- ardóttur að hætta við þátttöku í leiðtogaprófkjöri. Ingibjörg Sólrún sagði að í sjálfu sér væri ekkert nýtt við þessa atburðarás. „Þetta er í fjórða sinn sem sjálfstæðismenn skipta um hest í miðri á. Fyrst var Markús Örn Antonsson kall- aður til vegna þess að það var engum treystandi í borgarstjórn- arflokknum. Síðan var Árni Sig- fússon kallaður til níu vikum fyr- ir kosningarnar 1994 til að leysa Markús af hólmi. Svo tók Inga Jóna við leiðtogastarfinu árið 1998 til að leysa Árna af hólmi og núna er Björn Bjarnason leiddur til öndvegis. Það er kannski athyglisvert að það er talið sérlega skaðlegt núna fyrir frambjóðendur og flokkinn að Inga Jóna Þórð- ardóttir og Björn Bjarnason tak- ist á í prófkjöri, en ég varð ekki vör við annað en að það hafi þótt allt í lagi 1998 þegar Inga Jóna atti kappi við Árna Sigfússon í prófkjöri. Þá var ekki talið að flokkurinn riðaði til falls af þeim sökum. Það er auðvitað greinilegt að hér hafa heilmikil flokksátök átt sér stað. Þarna er erfðaprins á ferð og það þarf að ryðja hindr- unum úr vegi hans að krúnunni. Það er forysta flokksins sem ger- ir það en hinn almenni flokks- maður kemur þar hvergi nærri. Hann á greinilega ekkert að gera það því að það getur varla orðið neitt leiðtogaprófkjör úr þessu.“ Ingibjörg Sólrún sagði greini- legt að þau viðhorf ættu tals- verðan hljómgrunn innan Sjálf- stæðisflokksins að það væri ekki hægt að stefna konu gegn konu í kosningunum í vor. „En það segir sína sögu að sú kona sem hefur á síðustu árum náð hvað lengst í forystu Sjálfstæðisflokksins skuli núna þurfa að beygja sig fyrir erfðaprinsinum,“ sagði Ingibjörg Sólrún. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri Langt gengið til að fá Björn í framboð Ingibjörg Sólrún Gísladóttir ekki þátt í fir stuðn- þeirrar ri hefðu tæð- í vor. „Ég kjör árið osning- rður na en hlutinn í eld ég að man um ði mér jöri eru fólk og ið kraft- mkomulag efnum er kki enn um fram- ð er auð- n miðað t er ég a út frá “ komið ná- amboðs- nga Jóna ðun sinni ði til gurlíkur ingunum í nið- ksins Borginni hefur verið afskaplega illa stjórnað á undanförnum árum. Við heyrðum það í sjónvarpinu í vikunni að borg- arstjóri vissi ekki hvort hún var búin að setja 100 milljónir eða 1.000 millj- ónir í Línu-Net, svo ekki sé minnst á lántökur þess fyrirtækis. Auk þess hafa skuldir borgarinnar hlaðist upp með þeim hætti að það er óhuggu- legt að horfa upp á það.“ EYÞÓR Arn- alds, varaborg- arfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins, segir það hafa komið sér á óvart að Inga Jóna Þórðardóttir hafi ákveðið að draga framboð sitt í fyrirhuguðu leið- togakjöri til baka. „Sú ákvörðun Ingu Jónu að bjóða sig ekki fram breytir stöðunni mikið og ég held að það verði að skoða stöðuna í því ljósi og að fleiri hafa ekki gefið sig fram.“ Eyþór sagðist ætla að ræða við stuðningsmenn sína í kvöld og á morgun. „Við mun- um fara yfir stöðuna og mér sýnist sem hún sé í mikilli gerjun. Eins og staðan er nú er ég einn í framboði og enginn annar hefur gefið sig fram.“ Eyþór Arnalds varaborgarfulltrúi Kemur á óvart Eyþór Arnalds MIKILL þorri fyrir-tækja, eða um 77%, villkoma að kennslu,rannsóknum eða stjórnun við Háskóla Íslands og um helmingur fyrirtækja vill auka framlög sín til menntunar og rann- sókna að því gefnu að skattafrá- dráttur vegna slíkra framlaga verði aukinn. Þetta kemur fram í könnun sem Samtök atvinnulífsins gerðu að beiðni Stúdentaráðs HÍ á viðhorf- um félagsmanna sinna til Háskóla Íslands. Niðurstöður könnunarinnar voru kynntar í gær á ráðstefnu Stúdentaráðs HÍ og Hollvinasam- taka HÍ sem bar yfirskriftina: Há- skóli og atvinnulíf: Hvernig treyst- um við böndin? Alls svöruðu 433 fyrirtæki spurningum SA sem er 32,2% svar- hlutfall. Viðhorf fyrirtækjanna til Háskóla Íslands var í 82% tilfella jákvætt. Þá töldu 66% fyrirtækja að HÍ skilaði hæfu starfsfólki út í atvinnulífið og töldu 95% fjármála- fyrirtækja að svo væri. Lægst var hlutfallið hjá fiskvinnslufyrirtækj- um eða 47%. Tæplega 30% fyrirtækja töldu háskólann standa sig sæmilega og 4,5% töldu skólann standa sig illa. Menntun hagsmunir atvinnulífsins „Menntamál eru mikið hags- munamál atvinnulífsins,“ sagði Gústaf Adolf Skúlason, forstöðu- maður stefnumótunar- og sam- skiptasviðs SA, og taldi ljóst að hefði verið spurt um háskóla- menntun almennt hefðu viðhorfin jafnvel verið enn jákvæðari. Gústaf sagði stefnu SA vera þá að innleiða þurfi hugsunarhátt samkeppni í menntakerfið og efla möguleika til að umbuna framsæknum skólum og kennurum. Tilkoma og efling nýrra háskóla sem leggja áherslu á að svara eft- irspurn atvinnulífs og nemenda, s.s. Háskólinn í Reykjavík og Við- skiptaháskólinn á Bifröst, hefðu haft jákvæð áhrif á HÍ. Þar væru nemendur að greiða hundruð þús- unda í skólagjöld en engu að síður væri mikil spurn eftir skólavist. Vegna skólagjaldanna væru nem- endur mjög kröfuharðir og því þyrftu nýju háskólarnir að keppast við að bjóða betur en HÍ. Nærtæk- asta dæmið um þau jákvæðu áhrif sem samkeppnin hefði haft væri að finna í viðskiptadeild HÍ. Stúdentar vilja aukið samstarf „Stúdentar vilja sjá fyrirtæki og stofnanir sem enn virkari þátt- takendur í háskólasamfélaginu, skólanum og atvinnulífinu til hagsbóta,“ sagði Þorvarður Tjörvi Ólafsson, formaður Stúdentaráðs HÍ. Niðurstöður könnunar SA væru mikilvægar því nú væri ljóst að fjöldi fyrirtækja væri tilbúinn að koma að starfi HÍ. Við þessu yrði skólinn að bregðast. „Deildir Háskólans hafa gengið mjög misjafnlega langt í því að vinna með fyrirtækjum og líklega hefur verkfræðideild gengið lengst í þessum efnum,“ sagði Þorvarður Tjörvi. Sumar deildir hefðu á hinn bóginn sýnt slíku samstarfi lítinn áhuga og þar væru fáir kostir fyrir nemendur til að fá styrk frá fyr- irtækjum. Samstarfið væri þó oft laust í reipunum og samrýmdar vinnureglur skorti. „Víða erlendis má finna dæmi þess að fyrirtæki og menntastofnanir styðji hvert ann- að með myndarlegum hætti. Fyr- irtæki veita þá mikið fjármagn til skólans, sérstaklega rannsóknar- starfsemi sem aftur færir þekkingu háskólasamfélagsins út til atvinnu- lífsins. Í haust funduðum við með fjármálaráðherra og hvöttum hann til þess að auka frádráttarheimildir fyrirtækja vegna framlags til menntamála. Sú heimild er aðeins 0,5% af heildartekjum hér á landi en samsvarandi tala er til dæmis 15% í Danmörku,“ sagði Þorvarður Tjörvi. Ljóst væri að skattabreytingar af þessu tagi gætu fært Háskólan- um auknar tekjur en lítill vilji hefði verið til þess hjá stjórnvöldum. Hagkvæmt samstarf Davíð Bjarnason, yfirmaður við- skiptaþróunar hjá Landmati og stundakennari við félagsvísinda- deild HÍ, sagði fyrirtækið hafa starfað með nemendum og sér- fræðingum innan háskóla og sæi mikil sóknarfæri í slíkri samvinnu. Innan Háskólans væri unnið að umsvifamiklum grunnrannsóknum sem væru tímafrekari en íslensk fyrirtæki gætu almennt leyft sér. Því væri afar mikilvægt fyrir fyr- irtækin að fá aðgang að rannsókn- arniðurstöðunum. Sýnt væri að háskólarannsóknir gætu haft mikið vægi í þróunar- og rannsóknarstarfi fyrirtækja og í slíku samstarfi gætu fyrirtæki fengið mikil verðmæti fyrir það fé sem lagt væri í rannsóknir innan Háskólans. Davíð sagði að samstarf háskóla og atvinnulífs væri þjóðhagslega hagkvæmt. Hægt væri að samnýta fé sem fer til rannsóknar og „bein- tengja“ rannsóknir við þarfir at- vinnulífs. Rannsóknaráherslur sem væru tengdar þörfum atvinnulífs- ins og aukið samspil þarna á milli myndi tryggja vel menntað fólk með þekkingu sem svaraði þörfum atvinnulífsins.          !  ! !  ! !   !                !"# $ % &     ! '  (      #  "# $ !           !    % " ##$# %&' " (  " )  #* (  $" %&' $" " ## "  &$ ' #  #+ #  # #+ Könnun SA á viðhorfum fyrirtækja til samstarfs háskóla og atvinnulífs Vilja aukin tengsl við Há- skóla Íslands

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.