Morgunblaðið - 23.01.2002, Síða 31

Morgunblaðið - 23.01.2002, Síða 31
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 2002 31 Útsala - Útsala - Útsala Klapparstíg 44 - sími 562 3614 BÆKLINGUR minn, Sletti- reka, sem nýkominn er í 2. út- gáfu, virðist hafa vakið lítils háttar umræðu. Þar eru mér að nokkru gerðar upp skoðanir, sem mig langar til að leiðrétta. Í kveri þessu er spjallað um nokkrar fornar vísur og skilning á þeim. Sagt er að ég kalli forn- an kveðskap yfirleitt rétt feðr- aðan, og telji það skipta mestu máli. Þetta er misskilningur. Ég læt mig einatt litlu varða hver hefur sagt þetta eða hitt. Aftur á móti kalla ég æskilegt, að það sem sagt er, sé rétt skilið. Að sjálf- sögðu kemst ég ekki hjá því að hugsa mitt um það, hvenær heimildir hafi rétt fyrir sér um höfunda og verk sem um er fjallað hverju sinni, þó sjaldan skipti það sköpum. Raunar skil ég ekki það ofur- kapp sem lagt er á að vefengja fornar heimildir um höfunda vísna og kvæða, oft jafnvel af einskærri nýjungagirni, að því er virðist. Fátt er það að vísu sem áhugasamir fræðimenn skelfast meir en þá tilhugsun að „staðna í fræðunum“. Þess vegna rennur upp hátíð er mikils virtur vís- indamaður kastar fram nýstár- legri tilgátu sem bragð er að. Því var það hvalreki á fjörur ís- lenzkra fræða, þegar Jón pró- fessor Helgason birti í Einars- bók 1969 ritgerð sem dró í efa að Egill Skalla-Grímsson hefði sjálfur ort Höfuðlausn. Og þykja má illa sitja á fáfróðum leik- manni að bera brigður á það sem mætum foringja í fræðunum kann að detta í hug. Þó verður svo talið hér, að líkurnar til þess að Höfuðlausn sé réttilega eign- uð Agli sjálfum séu sterkari en svo, að einhver annar verði með vissu talinn höfundur hennar, jafnvel þótt svo gagnmerkur vís- indamaður sem Jón Helgason hafi fundið upp á að tína saman líkur til þess. Reyndar er því lík- ast, að fyrir prófessor Jóni hafi vakað að láta á það reyna, hversu langt mætti teygja þær líkur. Þannig virðist hann haga málflutningi sínum fremur en að bera á torg óyggjandi niður- stöðu. Hlytu menn ekki að efast um að Jóni Helgasyni væri fullkomin alvara að hafna afdráttarlausum vitnisburði Snorra Sturlusonar, og það á ekki traustara grund- velli en sögulegum stafsetning- arfræðum, þar sem allt gengur á misvíxl og hvað ruglar annað, stopul dæmi um ýmislegan rit- hátt og getgátur um framburð, misgengar málvenjur á ýmsum stað og tíma, sundurleit viðhorf og vinnubrögð ólíkra manna? Og fleira kemur til álita, svo sem orð kvæðisins „buðumk hilmir löð“, sem ættu að sýna fram á annan ganga mála en sagan sjálf grein- ir frá. Væntanlega hefur Egill gert ráð fyrir því, þegar hann orti kvæðið, að sér yrði leyft að flytja það konungi í fullum grið- um, sem hann af kurteisi kallar „löð“. Annars hefði hann varla farið að basla við að hnoða því saman, hvar og hvenær sem það gerðist. Á það hefur verið bent, að í Höfuðlausn sé lof það, sem á konung er borið, harla fátæklegt miðað við það sem tíðkaðist, ekk- ert sérstakt afrek sé tilgreint, engin tiltekin hetjudáð vegsöm- uð, almennt klingjandi orðagjálf- ur sé látið duga. Þetta hefur þótt mæla gegn því að kvæðið geti verið eftir Egil. Öðru máli gegni um Sonatorrek og Arinbjarnar- kviðu, bæði þau kvæði séu ort frá persónulegu viðhorfi, bundin mikilvægum staðreyndum, sem sýni að þau hljóti Egill að hafa ort sjálfur. Nokkuð er þetta undarleg ályktun. Það sem hér er bent á hlyti einmitt að styrkja tilkall Egils til Höfuðlausnar, ef þess væri þörf. Þar er hann ekki að tjá sárasta harm ævi sinnar, né heldur að mæra sinn hjartfólgn- asta vin, heldur af lífs nauðsyn að smjaðra fyrir skæðum haturs- manni sem hann fyrirlítur. Því er von að hann spari við sig skjall um frækilegar dáðir þessa kon- ungs, en kappkosti að komast af með kalda flugelda-skothríð í glæsilegum orðaglaumi. Sjálfur viðurkennir Jón Helga- son, að röksemdir þær sem hann tínir til, séu ekki óyggjandi. Þess var að vænta af svo vönduðum fræðimanni. Óvissunnar hefur Slettireka látið hefðina njóta, og þar með útgáfu Fornritafélags- ins og sjálfan Snorra Sturluson, sem fullum fetum kallar Egil höfund Höfuðlausnar, ekki að- eins í Egils sögu, skáldverki sem margur eignar Snorra, heldur einnig í Eddu, sem samin er sem fræðirit. Ljóst er að munnleg geymd þessa kvæðis hefur ekki verið einleit; enda ber elztu handritum nokkuð á milli. Því var von að til kæmu uppskriftir af Eglu sem slepptu Höfuðlausn, en segðu þó frá henni, og það því fremur að sagan getur þess, að þar sé á ferð tvítug drápa, sem setur minninu skilmála um form. Hvað skal þá sagt um höfund Höfuðlausnar, þegar öllu er á botninn hvolft? Skal hún eignuð Agli Skalla-Grímssyni sjálfum eða einhverjum öðrum? Það eitt, að slíkur fræðahöfðingi sem Jón prófessor Helgason efast, hlýtur að vekja vomur í fóhorni und- irritaðs og hans líka. Af rök- semdum Jóns Helgasonar virðist ein öðrum sterkari, enda svo áleitin að hún hlýtur að vinna bug á makindum fullvissunnar, jafnvel þótt Jón Helgason bendi sjálfur á veilu hennar. Þessi rök- semd er fólgin í gerð eins bók- stafs í einu orði. Traustleik hennar verður hver og einn að meta sem þar hyggur að með gát. Hér skal það að lokum ítrekað, að fyrir höfundi Slettireku vakti það eitt að glöggva merkingu þeirra fornu vísna sem þar er um fjallað, en ekki að rekast í fað- erni þeirra. Helgi Hálfdanarson Höfundur FYRR í vetur var haldinn fundur á Ísa- firði um bætta um- gengni við fiskistofn- ana við Ísland. Þar var færeyska leiðin í fisk- veiðistjórnun að nokkru leyti kynnt og um hana fjallað. Fund- urinn var haldinn í framhaldi af miklum umræðum um fisk- veiðistjórnun undan- farin misseri þar sem stóru orðin hafa sjaldn- ast verið spöruð. Í slíkri umræðu hefur aðeins lítill hluti nokk- urt upplýsingagildi og er það eðlilegt. Það hafa hins vegar verið gerðar miklar tilraunir til þess að draga fram efnisþætti sem skipta máli og ættu að geta aðstoðað einstaklinga við að komast að vitrænni niðurstöðu um hvernig þessum málum verði best háttað. Þannig efndi sjávarútvegs- ráðherra til vel heppnaðs fyrir- spurnaþings um starfsemi Hafrann- sóknastofnunar, endurskoðunarnefnd um stjórnun fiskveiða hefur skilað áliti, auðlinda- nefndin einnig og ýmis félög hafa efnt til funda og umræðna um þessi mál. Ef reynt er að draga heildarályktun af því hverju þessi umræða hefur skilað hygg ég að hana megi draga saman í þrennt. Í fyrsta lagi er kerfið okkar – afla- markskerfið – ekki gallalaust. Í öðru lagi hefur ekki með neinum rökum, sem halda, verið bent á annað betra kerfi. Í þriðja lagi virð- ist það vera forsenda þeirra sem vilja breyt- ingar að ekki eigi að taka mark á Hafrann- sóknastofnun. Lærdómur Mikilvægt er að sátt náist á meðal þjóðarinnar um stjórnun fiskveiða. Margir fullyrða að aldrei náist sátt um aflamarkskerfið. Spyrja má hvort eitthvert kerfi sé til sem meiri sátt mun nást um. Gott væri ef einhver gæti með rökum bent á slíkt kerfi. Færeyska leiðin er nefnd. Á Ísafjarð- arfundinum kom ýmislegt fram um færeyska kerfið. Í fyrsta lagi að sóknarmarkið var tekið upp í Fær- eyjum í kjölfar mikillar efnahags- lægðar sem olli því að öll nýleg og seljanleg skip höfðu verið seld úr landi. Flotinn hafði minnkað og elst og var að verulegu leyti úr sér geng- inn, þegar farið var að stýra með sóknartakmörkunum. Í öðru lagi kom fram að skip og bátar hafa leyfi til þess að fiska í 100 til 200 daga á ári, sem varla þætti viðunandi úthald hér á landi (á fundinum voru tveir frummælendur frá Færeyjum og hafði bátur annars þeirra leyfi til þess að róa í 98 daga og 8 skip hins höfðu leyfi til þess að fiska í 201 dag hvert á ári). Þessu til viðbótar gilda ýmsar og flóknar svæðatakmarkanir. Veiðar Færeyinga eru samt verulega umfram ráðleggingar fiskifræðinga. Enda segja Færeyingar að engin ástæða sé til þess að taka mark á fiskifræðingum – og eru þar sammála mörgum íslenskum gagnrýnendum aflamarkskerfisins. Færeyingar ákveða til og með fjölda sóknardaga á Lögþinginu, sem undirstrikar póli- tískt vægi ákvörðunarinnar á kostn- að þess vísindalega. Ég á bágt með að trúa að þær forsendur, sem slíkt kerfi byggist á, verði óumdeildar hér á landi og einnig að framkvæmd slíks kerfis verði án mótmæla. Góður fundur Fundurinn á Ísafirði var fróðlegur og gagnlegur. Hann var haldinn á heppilegum tíma. Við þurfum að kynnast betur því kerfi sem Færey- ingar nota við fiskveiðistjórnun, en fyrirfram bind ég litlar vonir við að við höfum þar uppgötvað kerfi sem allsherjar sátt mun ríkja um hér á landi. Ég hef einnig mínar efasemdir um að slíkt kerfi myndi reynast okk- ur vel. Með því er ég þó ekkert að tjá mig um hversu vel það kemur til með að reynast Færeyingum til lengdar. Pétur Bjarnason Höfundur er framkvæmdastjóri Fiskifélags Íslands. Kvótinn Mikilvægt er, segir Pétur Bjarnason, að sátt náist meðal þjóðarinnar um stjórnun fiskveiða. Gagnlegur fundur NÚ NÝLEGA var samþykkt í borgarráði tillaga frá stjórn ÍTR um að flytja starfsemi Hins hússins úr gamla Geysishúsinu við Aðal- stræti í húsnæði sem gjarnan er nefnt gamla löggustöðin og er í Pósthússtræti 5. For- saga málsins er sú að á árinu 2000 gerðu borg- aryfirvöld samning við Minjavernd um varð- veislu gömlu húsanna við Vesturgötu. Síðan hafa staðið yfir um- fangsmiklar endurbæt- ur á húsunum og er ætlunin að hefja miklar viðgerðir á Geysishúsi á allra næstu mánuðum. Minjavernd hyggst síðan nýta hluta húsnæðisins fyrir eigin starfsemi en einnig leigja það út til annarra aðila. Í ljósi þessa reyndist nauðsynlegt að finna Hinu húsinu nýtt og hentugt húsnæði í miðborg Reykjavíkur. Hitt húsið var opnað árið 1991 eft- ir að hugmyndin um tómstundaað- stöðu fyrir ungt fólk á aldrinum 16– 25 ára hafði legið hjá ÍTR um nokk- urt skeið. Í fyrstu var Hitt húsið í gamla Þórskaffi í Brautarholti og var að mestu rekið sem skemmtistaður og tóm- stundaheimili fyrir ungt fólk. Fljótlega kom í ljós að ungt fólk vildi að- stöðu fyrir innihalds- ríkari og uppbyggilegri starfsemi á sviði lista, menningar og fræðslu og var starfseminni þá breytt. Árið 1995 var hún flutt í gamla Geys- ishúsið við Vesturgötu þar sem Hitt húsið hef- ur starfað af miklum krafti og þróast í sann- kallaða menningar- og upplýsinga- miðstöð þar sem ungu fólki býðst að- staða til ýmiss konar félagsstarfsemi. Þangað geta þau einnig sótt margvíslega aðstoð og ráðgjöf. Þess má geta að í Hinu hús- inu fer fram tómstundastarf með ungu fötluðu fólki og er það hið eina sinnar tegundar á höfðuborgarsvæð- inu. Þar hafa framhaldsskólanemar einnig aðstöðu fyrir félagsstarf sitt, ungt AA fólk sækir þar fundi, stór hópur nýrra Íslendinga kemur þar saman, og þar er rekið gallerí og kakóbar svo eitthvað sé nefnt. Framtíðin Með flutningum í Pósthússtrætið gefst Hinu húsinu tækifæri til þess að festa sig í sessi í miðborg Reykja- víkur og efla þar enn frekar jákvætt og skapandi starf ungs fólks. Þannig felur þetta nýja framtíðarhúsnæði í sér mikla möguleika á stefnumótun starfsins til lengri tíma, og enn markvissari uppbyggingu til fram- tíðar. Hitt húsið í gömlu löggustöðina Steinunn V. Óskarsdóttir Tómstundastarf Með flutningnum í Pósthússtrætið, segir Steinunn Valdís Ósk- arsdóttir, gefst Hinu húsinu tækifæri til að festa sig í sessi í mið- borg Reykjavíkur. Höfundur er borgarfulltrúi. Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is lím og fúguefni

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.