Morgunblaðið - 23.01.2002, Side 32

Morgunblaðið - 23.01.2002, Side 32
MINNINGAR 32 MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ FRAMGANGA for- ystumanna Samfylk- ingarinnar í Hafnarfirði að undanförnu vegna fyrirhugaðs skipulags bryggjuhverfis í bæn- um vekur mikla furðu. Upphrópanir, slagorð og skammir einkenna málflutning þeirra, en minna fer fyrir rökum og málefnalegri gagn- rýni. Augljóst er að það styttist í kosningar og forysta Samfylkingar- innar er að leita sér að kosningamálum. Þótt ég beri hagsmuni þeirra ekki sérstaklega fyrir brjósti, verð ég þó að benda þeim á að ekki ná þeir árangri með þetta mál. Byggingaframkvæmdir á Norðurbakka verða enn ein skraut- fjöðrin í hatt meirihluta Sjálfstæðis- flokks og Framsóknarflokks í Hafn- arfirði. Á árinu 1998 lagði núverandi meiri- hluti Sjálfstæðisflokks og Framsókn- arflokks í bæjarstjórn Hafnarfjarðar til að fengið yrði ráðgjafafyrirtæki til að gera tillögur að heildarendurskoð- un miðbæjar Hafnarfjarðar. Breskir ráðgjafar sem til verksins voru valdir settu fram tillögur í lok árs 1999. Ný- endurskoðað deiliskipulag fyrir miðbæ Hafnarfjarðar byggist á hug- myndum um eflingu og uppbyggingu svæðisins sem settar voru fram í til- lögunum. Hugmyndir sem ráðgjaf- arnir höfðu þróað með bæjaryfirvöld- um um algerlega nýja uppbyggingu á norðurbakka hafnarinnar vöktu mikla athygli. Í tillögunum voru íbúð- ir á vesturhluta svæðisins, en nær miðbænum var lagt til að bjóða Listaháskóla Íslands aðstöðu undir skólann. Á meðan þær hugmyndir voru kynnt- ar og beðið var eftir ákvörðun stjórnar skól- ans, héldu bæjaryfir- völd að sér höndum með frekari skipulags- vinnu á svæðinu. Eins og landsmönnum er kunnugt, ákvað stjórn skólans að afþakka boð- ið eftir langan umhugs- unarfrest. Þá var næsti leikur að horfa til íbúða- uppbyggingar á megin- hluta reitsins. Bæjaryf- irvöld tóku upp viðræður við hina tvo lóðarhafana á svæðinu, um með hvaða hætti aðilar gætu unnið saman að uppbyggingu þess. Niðurstaðan var stofnun þróunarfélagsins Norð- urbakka ehf. sem er í eigu þessara þriggja aðila. Sá ágreiningur sem kristallast hefur í málflutningi minni- hlutans í bæjarstjórn Hafnarfjarðar um stofnun Norðurbakka ehf., ber glögg merki ólíkra skoðana meiri- og minnihluta um aðkomu fyrirtækja að verkefnum bæjarins. Í raun er þarna um grundvallaratriði að ræða, mun- inn á hugmyndafræði vinstri og hægri manna. Forsjá hins opinbera eða einkaframtak. Í mínum huga er engin spurning um að þróun íbúðar- svæða er vænlegri til árangurs í beinu samstarfi við atvinnulífið, líkt og þróun, bygging og rekstur skóla- mannvirkja í bænum með beinni þátttöku fyrirtækja með svokallaðri einkaframkvæmd. Bæjarfélagið á að skilgreina forsendur og kröfur og fela síðan atvinnulífinu í ríkara mæli að spreyta sig á verkefnunum. Á fundi skipulags- og umferðarnefndar Hafnarfjarðar 15. janúar síðastliðinn, var samþykkt tillaga þess efnis að fulltrúar nefndarinnar hefji formleg- ar viðræður við Norðurbakka ehf. um skipulagsvinnuna. Minnihlutinn í nefndinni lagðist gegn þeirri tillögu þó svo að ekki hafi komið fram fag- legur ágreiningur um málið. Í því ljósi er upphlaup Samfylkingarinnar í Hafnarfirði út af fyrirhuguðu bryggjuhverfi illskiljanlegt. Það er miður að ágreiningur um stofnun þróunarfélagsins skuli trufla fagleg störf skipulagsnefndar. Stefnt er að því að hefja hina eiginlegu skipulags- vinnu með samkeppni um svæðið, eins og fram kemur í samstarfssamn- ingi hluthafa Norðurbakka ehf. Það er mjög mikilvægt að undirbúningur að fyrirhugaðri samkeppni sé unninn í nánu sambandi við skipulagsstjóra og skipulagsnefnd. Sú undirbúnings- vinna og þær upplýsingar sem til eru, þurfa að skila sér inn í forsögn sam- keppninnar til þess að sem bestur ár- angur náist. Þegar ljóst verður í kjöl- far samkeppninnar hver heildar- stefnan í skipulaginu verður munu þessir aðilar í sameiningu þróa end- anlegt deiliskipulag með hagsmuni Hafnarfjarðar í öndvegi. Skipulag á Norðurbakka Sigurður Einarsson Bryggjuhverfi Það er miður, segir Sigurður Einarsson, að ágreiningur um stofnun þróunarfélags- ins skuli trufla fagleg störf skipulagsnefndar. Höfundur er formaður skipulags- og umferðarnefndar Hafnarfjarðar. UMRÆÐAN ✝ Jóhann Guð-mundsson fædd- ist á Eiði á Langa- nesi 14. janúar 1926. Hann lést á Heil- brigðisstofnun Sauð- árkróks 13. janúar síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Guð- mundur Jósepsson, f. 21.8. 1892, d. 3.12. 1966, verkamaður á Þórshöfn og síðar Akureyri, og Hólm- fríður Guðbrands- dóttir, f. 9.6. 1888, d. 18.9. 1980, húsmóðir. Systur Jóhanns eru: Steinunn Kristín, búsett á Akureyri; Aðal- björg, búsett á Akureyri; og Unn- ur Margrét, látin. Jóhann kvæntist 1.12. 1951 Ólöfu Sigtryggsdóttur, f. 6.2. 1932, d. 2.10. 1990, húsmóður og garðyrkjubónda. Hún var fædd og uppalin á Akureyri, dóttir hjónanna Sigtryggs Þorsteins- sonar, deildarstjóra hjá KEA og k.h. Sigurlínu Haraldsdóttur hús- móður. Dætur Jóhanns og Ólafar eru: Sigurlína, f. 17.4. 1952, starfsmaður við Íþróttamiðstöð- ina í Mosfellsbæ og á hún fimm börn; Hólmfríður, f. 7.6. 1954, sjúkraliði við Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks og á hún þrjú börn; Þorgerður Ásdís, f. 3.9. 1956, kennari í Norður-Noregi og á hún einn son; Ólöf María, f. 16.6. 1963, framleiðslustjóri fyrirtækis í Úkr- aínu, er nú búsett þar, á eina dóttur. Uppeldisdóttir Jó- hanns er Ellen Ósk Valdemarsdóttir, f. 1.1. 1980, nemandi. Jóhann ólst upp á Þórshöfn á Langa- nesi en fluttist til Akureyrar 1947 ásamt foreldrum sínum. Jóhann stundaði nám við Iðnskólann á Akureyri, lærði málaraiðn og lauk sveinsprófi í greininni 1953 og öðlaðist síðan meistararétt- indi. Jóhann og Ólöf fluttu að Brúnalaug í Eyjafjarðarsveit árið 1968 og stunduðu þar garðyrkju- störf þar til þau fluttu aftur til Akureyrar árið 1986. Jóhann tók þá upp sitt fyrra starf að fullu. Á Akureyri var Jóhann búsettur fram til 1991 en þá flyst hann á Sauðárkrók og bjó þar til dán- ardægurs. Útför Jóhanns fer fram frá Ak- ureyrarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Það er komið að hinstu kveðju. Burtu er gengin stoð mín og stytta; faðir minn, trúnaðarvinur og félagi er látinn. Margs er að minnast, margt að þakka, söknuðurinn er sár. Það er aldrei sársaukalaust að kveðja. Elsku faðir minn, hvíl þú í friði við hlið maka þíns, í sólskini við fjörðinn ykkar, undir stjörnubliki. Þorgerður Ásdís. Elsku frændi. Þegar sérstakur vinur og náinn ættingi fellur frá, af- hjúpast einna berlegast hversu orð- in sem við vildum nota til þess að votta viðkomandi virðingu okkar og þökk, eru fjarri því að geta túlkað það sem við vildum segja. Þó eru til í móðurmálinu okkar mörg dýrmæt, fágæt, falleg, hlý og ástúðleg orð, sem við höldum dags daglega að muni duga okkur fullkomlega vel í öllum aðstæðum, og yfirleitt erum við þess fullviss að okkur muni aldr- ei skorta orð á hinni ástkæru ís- lensku tungu. Það sé að minnsta kosti eitt sem sé ábyggilegt. Svo- leiðis hugsum við mörg og þannig var einnig um mig, þannig hugsaði ég. Nú verð ég hins vegar að játa að ég á í nokkrum vanda. Mig vantar orð. Mig vantar orð til þess að geta kvatt þig með, eins og ég vildi, í ást og þökk, elsku frændi minn, vegna þess að fyrir mér varst þú alveg ein- stakur maður og sérstakur vinur. Og þú varst ekki aðeins einstakur maður og sérstakur vinur minn í mínum huga, heldur voru tengsl okkar miklu nánari og innilegri en það. Þú varst einnig bróðir minn, því ég var alinn upp hjá foreldrum þínum, foreldrum okkar, móður- ömmu minni og móður þinni, Hólm- fríði Guðbrandsdóttur og móðurafa mínum og föður þínum, Guðmundi Jósefssyni. Og ekki aðeins það, heldur varst þú einnig fósturfaðir minn um árabil. Þú gekkst mér eig- inlega í föðurstað þegar ég var agn- arlítill drengur og ég sé nú, við leið- arlok, að þau tengsl okkar hafa aldrei rofnað, þótt ég verði að játa að þau voru mér alla tíð svo eðlileg að það rennur upp fyrir mér fyrst núna, þegar þú hefur kvatt okkur, að þú umfaðmaðir mig sem son þinn allt til hinstu stundar. Þannig varð ég sem sagt fóstursonur þinn strax á fyrstu æviárum mínum í innbæn- um, eða í fjörunni, eins og syðsti bæjarhlutinn á Akureyri var jafnan kallaður. Einnig vorum við frændur afar nánir vinir. Ég gat talað við þig um allt sem ég átti bágt með að nefna við aðra og alltaf fór ég vitrari af þínum fundi. Þú hafðir eitthvert sérstakt lag á að leiða mér fyrir sjónir allt það sem máli skipti í það og það sinnið, og ævinlega var það einmitt það eitt sem ég þurfti mest á að halda á hverjum tíma. Á góðri stund gátum við svo setið saman tveir og brosað og spjallað um alla heima og geima og gleymt okkur gersamlega í kátlegum umræðum um svo fjöldamargt óvenjulegt. Þú miðlaðir mér þá oft af þinni sér- stöku lífsreynslu og mildu afstöðu til manna og málleysingja, af þeirri alúð og blíðu góðsemi, sem ég hef ekki kynnst hjá nokkrum öðrum. Alveg frá því ég var agnarlítill snáði og fór að geta hjalað eitthvað, hef ég kallað þig frænda. Frændi, það varst þú. Ég veit vel að þér þótti alla tíð mjög vænt um þessa nafngift ,,frændi“ og ef það kom fyr- ir mig að kalla til þín með skírn- arnafni, Jóhann eða jafnvel Jói, þá varstu ekki alveg viss um að það væri ég sem væri að tala til þín, og það skildist ekki almennilega fyrr en ég leiðrétti mig og sagði: ,,Frændi, ætlaði ég að segja.“ Svona inngróið var þetta ákall mitt í þig og reyndar í okkur báða. Elsku frændi minn. Það er komið að leiðarlokum hér í þessu jarðlífi. Þú verður nú lagður til hinstu hvíld- ar við hlið þinnar góðu eiginkonu Ólafar Sigtryggsdóttur, sem farin er á undan þér fyrir allnokkrum ár- um. Ég á þér, og sannarlega ykkur hjónunum báðum, fjöldamargt að þakka og það er margs góðs að minnast. Ég mun sakna þín mjög og aðskilnaðurinn er sár. En ég trúi því líka að við eigum eftir að hittast aft- ur, þegar þar að kemur og réttlætið eitt nær að ríkja í alheimi. Svona auðtrúa er ég nú enn frændi minn. Elsku frændi. Farðu vel og hafðu heila þökk fyrir allt og allt. Þinn fóstursonur, bróðir, vinur og frændi, Örn Bjarnason. Nú kveð ég minn kæra afa og uppeldisföður. Ég er honum afar þakklát fyrir allt sem hann hefur gefið mér, fyrir að hafa leitt mig í gegnum allt líf mitt hingað til. Það var lán að eiga afa að, hann hafði alltaf tíma til að setjast niður og spjalla. Fyrstu ár ævi minnar bjó ég hjá afa og ömmu í sveitinni. Það var oft margt um manninn í Brúnalaug og alltaf mikið að gera. Það var samt alltaf tími fyrir okkur börnin, sem ólumst upp í þeirri trú að tómatar og gúrkur væru ókeypis af trjánum og að það væri bara að bjarga sér. JÓHANN GUÐMUNDSSON SAGAN endurtekur sig. Verðbólga hefur tekið óvænt og verulegt flug. Óvænt þó af því helst, að menn gátu illa leyft sér þá raunsæju forspá, að framlengdar og yfirdrifnar kaup- hækkanir myndu leiða til gengislækkunar og hún aftur til hækkunar verðlags að réttu hlut- falli við kostnaðarþátt gengisins. Verðbólgu átti að hemja með því að stýra eftirspurn, draga úr fjárstreymi lánakerf- is og láta tekjur hins op- inbera nægja vel fyrir útgjöldum. En þá kemur hið fé- lagslega samhengi til skjalanna með rekistefnu launþegahreyfingar yfir því, að fyrri ofþandir launasamningar leiti útrásar í verðhækkunum og skili ekki hækkun raunlauna samkvæmt tilætlun kjarasamninga. Sem oft áður gerir launþegahreyfingin sig með þessu að algildum fulltrúa almenn- ings, ekki aðeins að því er áhrærir verðkjör atvinnulífsins gagnvart neytendum, heldur einnig samskipti einstaklinganna við samfélag sitt, og beitir til þess hótun um að láta annars allt fara í verra. Við þetta er margt að athuga, bæði fræðilega og pólitískt. Verðbólgu- valdar af tvennum toga rekast á, og valds- og samningssvið meginaðila samfélagsins lenda í spennu innbyrð- is mótsagnar. Verðlagsþáttur opin- berra þjónustugjalda er hér í sviðs- ljósinu. Það er rökrétt að því er tekur til sölu við fullu verði frá t.d. veitu- kerfum. Á hinn bóginn eru þjónustu- gjöld heilbrigðis- og menntakerfa ekki eiginlegt verð gæðanna, heldur túlka skiptingu kostnaðar milli þess, sem einstaklingurinn greiðir sem slíkur beint eða um leiðir skatta- og tilfærslukerfa. Skipulagsbreyting til að hnika mörkunum þar á milli þarf ekki að breyta lífskjörum neyt- enda á heildina litið, og þaðan af síður einhliða til hins verra. Þessi gjöld eru því í raun réttri ekki hæf til að ganga inn í eiginlega verðlagsvísitölu, þótt þau geti verið hluti lauslega skilgreindra beinna neysluútgjalda. Full verðkjör neytenda í slíkum viðskiptum verða ekki fundin, nema skattkjör þeirra séu einnig tekin inn í dæm- ið, sem er ógerlegt í samhengi einstakra vöru- eða þjón- ustutegunda, enda ekki aðrir skattar teknir inn í vísitöluna en fasttengdir ákveðnum vöru- og þjónustutegund- um. Hugtakaruglingur þessi er ekki neitt ómerkilegt smámál til fræði- legrar hártogunar, heldur alvarlegt áhyggjuefni varðandi færi og tök stjórnvalda á að koma fram jákvæðri þróun opinberra þjónustukerfa, þar sem kallað yrði til frumkvæðis og krafta einstaklinga og samtaka í stað opinberrar einokunar. Með því að hneppa opinber þjónustugjöld í spennitreyju verðbólguþjarks er ver- ið að hindra stjórnvöld í að koma fram jákvæðri og lýðræðislegri stefnu til bættrar aðlögunar þörfum almennings. Hvort slíkar umbreyt- ingar eru á döfinni og með hvaða rök- um, er efni annarrar umræðu, sem nú er í töluverðum gangi, en verður ekki frekar um fjallað hér. Togstreitan milli verðbólguvarna eftir leiðum fjármála- og peninga- stjórnar eða tekju- og verðlagssátt- mála meginaðila samfélagsins, svo- kallaðrar þjóðarsáttar, er gömul plága, sem oft hefur hleypt upp stefnu verðbólguhjöðnunar. Fjár- stjórnarleiðin er miklu frjálslegri, sveigjanlegri og lýðræðislegri í raun, en þjóðarsáttarleiðin hneigist til að njörva allt í fastar skorður og stefna í höft, sem drepa framtak í dróma. Fjárstjórnarleiðin opnar þannig fyrir framfaraöflin og verður því til lengd- ar hagstæðari öllum almenningi. Eft- ir stendur þó að tryggja og sýna fram á fullan framgang viðskiptasiðferðis og félagslegs réttlætis innan gerlegra marka. Launþegaforustan gerði því vel í að huga grannt að takmörkunum sín- um í hagsmunagæslunni. Eðlilegt er, að hún knýi á um, að skattaumbætur beinist meira að launafólki en orðið er, með því að lækka jaðarskatta til aukins framboðs vinnuafls og fyrir- byggja fátæktargildrur. Játa ber þó, að umbæturnar til þessa beinast að því að auka atvinnuumsvifin út á við, í stað þess að þurfa að þenja innlenda eftirspurn og setja opinberan fjárhag á hvolf með endurvakningu verð- bólgu frá þeirri hlið. Að fengnu því, sem fáanlegt er með þjarki við stjórn- völd, þótt ekki nái alveg settu marki, getur forustan hins vegar ekki verið þekkt fyrir að sleppa óraunhæfri kröfugerð lausri og þar með verð- bólgunni. Hún getur ekki vitnað til eigin hreyfingar sem blinds og villts náttúruafls, heldur hlýtur hún að taka mið af fyrirsjáanlegum afleið- ingum gjörða sinna. Verðbólga og opinber þjónustugjöld Bjarni Bragi Jónsson Kjörin Þjónustugjöld heil- brigðis- og mennta- kerfa, segir Bjarni Bragi Jónsson, eru ekki eiginlegt verð gæðanna. Höfundur er hagfræðingur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.