Morgunblaðið - 23.01.2002, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 23.01.2002, Blaðsíða 33
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 2002 33 Það má segja að afi hafi haft græna fingur í orðsins fyllstu merkingu. Öll árin í Brúnalaug man ég ekki eftir honum öðruvísi en tómata- grænum á fingrunum eftir tómata- plönturnar. Síðar meir, þegar hann stússaðist með pottaplönturnar sín- ar, voru fingurnir ekki lengur græn- ir en plönturnar uxu og döfnuðu sem aldrei fyrr. Það lá fyrir afa að hlúa að og fá allt til að dafna. Þessi ár í sveitinni voru mikils virði, að fá að alast upp með afa og ömmu alltaf til staðar. Þegar við fluttum síðan til Ak- ureyrar voru aðstæður breyttar. Þegar ég hugsa tilbaka til þess tíma man ég bara eftir afa í málning- argallanum, alltaf að vinna. Þó gaf hann sér alltaf tíma fyrir okkur smáfólkið. Ég man líka að það var mikilvægt fyrir afa að fylgjast vel með boltanum, fréttum og veðri. Ef svo bar við var bæði hlustað á út- varpið og horft á sjónvarpið á sama tíma, af engu máttti missa. Þegar amma dó árið 1990 fluttum við bæði til Sauðárkróks. Það tók Eyfirðinginn og Norður-Þingeying- inn góða stund að melta skagfirska sveitaloftið. Þó held ég að þar höf- um við átt okkar bestu stundir. Það fór líka svo að afi undi hag sínum vel, hann kynntist mörgu góðu fólki á Króknum. Afi var áhugasamur um allt sem börn hans og barnabörn tóku sér fyrir hendur. Mér var hann stoð og stytta í mínu námi, áhugasamur um það sem ég var að lesa og naut þess kannski í fyrsta skipti að hafa næg- an tíma til að lesa og grúska. Afi var ekki bara afi, hann var mér faðir og vinur. Við afa gat ég rætt flest mál, hann hafði jafnan skoðun á öllu hvort heldur það voru íþróttir, stjórnmál eða félagsvísindi. Við vor- um ekki alltaf á sama máli og oft voru líflegar umræður. Afi var mað- ur sinnar kynslóðar og það eru for- réttindi að hafa fengið með sér í veganesti þann vísdóm sem hann hafði að gefa af sinni eigin lífs- reynslu. Leiðin frá litlum torfbæ á Langanesi að Víðigrundinni á Króknum var ef til vill löng en hann gleymdi aldrei æskuslóðum sínum né uppruna. Ég er þakklát fyrir árin með afa og allt það góða sem hann gaf af sér. Allar góðar minningar um afa minn munu fylgja mér, hjálpa mér og styrkja. Ég veit að afi er hvíld- inni feginn. Elsku afi, Guð geymi þig. Ellen Ósk. Það var fyrir rétt um 30 árum að ég kynntist tengdaforeldrum mín- um. Síðan þá hafa leiðir okkar legið saman að miklu leyti. Jóhann og Ólöf bjuggu á Brúnalaug í Eyjafirði þegar ég kom inn í fjölskylduna og stunduðu þau ylhúsarækt og garð- rækt. Það var oft mikil vinna, sérstak- lega á sumrin, og var vinnudagurinn langur. Jóhann var sjálfmenntaður í garðyrkjunni, lærði af reynslunni, af sigrum og ósigrum í gróðurhúsun- um. Þetta var tímabil í ævi hans sem hann naut virkilega vel, þrátt fyrir að það hafi oft verið erfitt. Jóhann var málarameistari og starfaði við það áður en hann settist að í Brúnalaug. Þegar minna var um að vera í gróðurhúsunum á veturna tók hann að sér verkefni í málning- unni, og eftir að ég gerðist nemi í málaraiðn, tók hann mig oft með, sérstaklega í verkum í sveitinni. Þetta voru mjög skemmtilegir tímar og margar góðar minningar frá þessum árum. Jóhann var góður fagmaður, sérfræðingur í öllu þessu gamla, og tileinkaði sér nýjungar, en þó með töluverðri varúð. Árið 1986 seldi Jóhann Brúnalaug og flutti til Akureyrar. Hóf hann þá málningarstörf að nýju hjá Stefáni og Birni, sem reyndust honum ein- staklega vel. Tengdamóðir mín, Ólöf Sig- tryggsdóttir, lést árið 1990, langt um aldur fram, og þá urðu þáttaskil í lífi Jóhanns. Hann fluttist búferl- um árið eftir til Sauðárkróks og bjó þar til dauðadags. Á Króknum eign- aðist Jóhann nýja vini og kunningja, og kunni hann einstaklega vel við sig í Skagafirði. Við störfuðum tölu- vert saman meðan honum entist heilsa og alltaf var gott að leita til hans ef einhver vandamál steðjuðu að. Í þessum fáu fátæklegu línum er hratt hlaupið yfir sögu, en það er með miklum söknuði sem ég kveð góðan vin og félaga, frábæran tengdaföður, sem reyndist mér ein- staklega vel. Minningarnar um hann og allar okkar góðu stundir munu lifa áfram. Þórarinn Sveinn Thorlacíus. Í dag kveðjum við afa okkar, Jó- hann Guðmundsson. Þegar við sitj- um og rifjum upp minningar okkar um afa þá koma fyrst upp árin í sveitinni. Fyrstu sjö ár ævi okkar áttum við heima í Brúnalaug þar sem við nutum návistar hans alla daga. Afi var alltaf rólegur og þol- inmóður við okkur og leyfði okkur að elta sig á röndum í gróðurhús- unum. Við munum ennþá eftir lykt- inni af vínberjunum sem við stálum og bragðinu af tómötunum og gúrk- unum sem við stýfðum úr hnefa. Að- eins einu sinni munum við eftir því að hann hafi verið okkur reiður. Það var þegar við og Ellen slitum upp allar páskaliljurnar hennar ömmu rétt fyrir páska. Þá flúðum við í fel- ur og dauðskömmuðumst okkar, en afi var fljótur að fyrirgefa okkur það. Þegar afi og amma flytja til Ak- ureyrar, og við til Sauðárkróks, þá byrjuðu rútuferðirnar milli staða. Það var alltaf svo gott að koma til ömmu og afa, þau gáfu svo mikið af sér sem er okkur afar mikils virði í dag. Þegar við erum tíu ára deyr amma og afi flytur til okkar á Krók- inn. Afi var alltaf mjög áhugasamur um það sem við vorum að gera og vildi fylgjast vel með hvernig okkur gekk í vinnu, námi og hvernig litlu langafabörnin hefðu það. Afi var mjög ljúfur, skemmtilegur og mikill gleðimaður og átti það til að lyfta glasi með okkur og þá var oft gaman. Í haust veiktist afi og fór þróttur hans dvínandi. Við erum þakklátar fyrir að hafa átt góð jól og áramót með honum eins og alltaf. Á gaml- árskvöld var það greinilegt að það var meira af vilja en mætti að hann beið miðnættis til að faðma okkur og óska gleðilegs nýs árs. En svona var afi. Hvíl í friði, elsku afi. Jóhanna og Theodóra. Elsku bróðir, ég get varla trúað því að þú sért farinn, við sem erum búin að vera svo miklir vinir alla okkar ævi. Minningarnar streyma fram. Til dæmis öll kvöldin sem við spiluðum bridge og allar ferðirnar sem við fórum saman á skemmtanir á árum áður. Það var yndislega gaman, þú varst alltaf svo kátur og skemmtilegur. Oft fórum við í heim- sókn til ykkar Ólafar inn á Brúna- laug og það var spilað og spjallað fram á nótt. Þetta eru ógleyman- legar stundir. Við ætluðum að fara saman til Þórshafnar næsta sumar og heim- sækja æskuslóðirnar, en örlögin ætluðu okkur annað. Við syrgjum þig sárt, en minningin um þig lifir, kæri bróðir og vinur. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Þín systir, Aðalbjörg. Elsku frændi. Þegar þú hringdir í mig fyrir jólin og sagðir mér að þú værir orðinn lasinn og myndir ekki ná þér aftur vildi ég ekki trúa þér, hélt að ég hefði nægan tíma til þess að heimsækja þig. En nú ertu farinn frá okkur og kominn á betri stað, nú veit ég að þér líður vel. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta, þá sælt er að vita af því. Þú laus er úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sig.) Þín systurdóttir, Ester. Það eru tæplega 30 ár síðan ég kynntist Jóhanni Guðmundssyni málarameistara, föður bestu vin- konu minnar. Á þeim tíma bjó Jó- hann ásamt konu sinni Ólöfu í Brúnalaug í Eyjafjarðarsveit. Að koma í Brúnalaug var alltaf tilhlökkunarefni fyrir mig og börnin mín. Það var einhver ævintýraljómi sem myndaðist þegar keyrt var nið- ur brekkuna. Gróðurhúsin þar sem grænmeti var ræktað og ekki síður blómin hennar Ólöfu, túlípanar, páskaliljur og að ógleymdum sum- arblómunum. Jóhann var oft á tíð- um í gróðurhúsinu að sýna okkur af- raksturinn og leyfa okkur að smakka á grænmetinu og ekki vant- aði kræsingarnar hennar Ólafar í eldhúsinu. Jói eins og hann var kallaður hafði mjög notalega nærveru. Hann vildi vita hvernig allt gekk hjá mér og mínum, sem gerði það að verkum að það var svo gaman að tala við hann um lífið og tilveruna. Hann hafði gaman af ættfræði og ekki leið á löngu þar til við komumst að því að bæði vorum við ættuð frá Langa- nesi og værum skyld. Ég gleymi því ekki þegar ég kom í sveitina til þeirra hjóna á haustin og veðrið var þungbært eins og það var oft á þessum tíma, þá gekk hann á milli glugga og horfði í allar áttir og sagði, nú er hann að skella á og þegar ég skrifa þetta þá brosi ég og fæ pínu tár í augun eins og þetta hafi gerst í gær. Alltaf þegar slæmt veður er í að- sigi og ég lít út og sé snjókomu eða storm kem ég til með að hugsa til Jóa í Brúnalaug. Veðrið skipti hann miklu máli og dásamlegt var að sjá hvernig hann velti þessu fyrir sér og hvernig ég hef smitast af þessu í gegnum árin. Í byrjun árs 1976 var haldið þorrablót í sveitinni og allir áttu að mæta sama hvernig veður og vindar væru og ekki mátti mig og bóndann minn vanta. Við fórum snemma dags í sveitina því veðurútlit var ekki gott, en við komumst þangað loksins um kvöldið. Jói var svo ánægður að sjá okkur því nú átti bara eftir að setja þorramatinn í trog og halda af stað í þorrablótið. Þegar hér var við sögu komið var veðrið orðið ansi slæmt en Jói ætl- aði að koma okkur vinkonunum á ballið. Hann gerði sér lítið fyrir og bar okkur upp brekkuna, reyndar í sitt hvoru lagi, því hann ætlaði að dansa við okkur. Ég skil ekki enn þann daginn í dag hvernig hann kom mér upp, hann tók mig undir handarkrikann og bar mig síðasta spölin. Þetta þorrablót er í raun eina þorrablótið sem mér finnst ég hafa farið á. Síðan eru margar notalegar stundir sem ég hef haft með Jóa sem ég varðveiti í mínum huga. Í síðasta skipti sem ég sá hann, var á Sauðarkrók í stúdentsveislu hjá Fríðu vinkonu þar sem barna- börn hans Ellen, Jóhanna og Theo- dóra voru að útskrifast. Þar var stoltur afi sem ég hitti í fallegum fötum, virðulegur og hlýr að vanda. Hann tók utan um mig, tók í hönd- ina á mér þéttingsfast en það var einkenni Jóa. Það er handtak hans sem segir margt um hlýhug hans og trausta vináttu, sem ég veit að hann átti. Hafðu þökk fyrir allt. Þorbjörg Traustadóttir. ✝ Anna FanneyKristinsdóttir fæddist í Reykjavík 17. júlí 1924. Hún lést á sjúkraheimilinu Sølunden í Kaup- mannahöfn 5. desem- ber síðastliðinn. Anna Fanney var elst af átta börnum hjónanna Karólínu Ágústínu Jósepsdótt- ur og Kristins Hall- dórs Kristjánssonar. Systkini hennar eru: Ágústa Karolína (Buddy), f. 13. okt. 1926; Alfreð leigubílstjóri, f. 13. okt. 1927, d. 24. feb. 1988; Krist- ján Karl, f. 3. júní 1929, fórst með togaranum Max Pemberton í jan- úar 1944; Gunnar verkfræðingur, f. 1. nóv. 1930, d. 27. ágúst 2000; Jósep bifvélavirki, f. 3. ágúst 1932; Jónína saumakona, f. 30. nóv. 1934; og Þorfinnur Kristinn, f. 19. feb. 1938, d. 21. apríl 1938. Árið 1943 giftist Anna Torfa Benediktssyni vélvirkja, en þau skildu árið 1971. Þau eiga 6 börn: Kristján Karl bifreiðastjóri, f. 26. jan. 1944; Hörður söngvaskáld, f. 4. sept. 1945; Hjördís saumakona, f. 7. okt. 1946; Benedikt Már matreiðslumaður, f. 22. des. 1948; Magdalena trygg- ingarfulltrúi, f. 13. sept. 1950; og Krist- inn Örn kerfisfræð- ingur, f. 11. apríl 1960. Anna lauk þjóns- námi frá Veitinga- og þjónustu- skólanum í Reykjavík. Árið 1971 fluttist hún til Kaupmannahafnar þar sem hún síðan bjó til dauða- dags. Bálför Önnu fór fram í Kaup- mannahöfn 13. desember síðast- liðinn. Minningarathöfn um hana verður í dag í Fossvogskapellu og hefst athöfnin klukkan 15 en að henni lokinni verður jarðsett í Fossvogskirkjugarði. Fyrir sex árum kom hún móðir mín í sína síðustu heimsókn til Ís- lands. Hún var þá sannfærð um að hún ætti skammt eftir lifað og vildi kveðja landið, vini og ætttingja á sinn hátt. Hún reyndist hafa rétt fyrir sér því skömmu seinna tók heilsu hennar, sem ekki var of mikil fyrir, að hraka verulega. Hún fékk endanlega að sofna hinn 5. desember síðastliðinn og losna undan þeim skelfilegu kvölum og eymd sem höfðu einkennt líf hennar undanfar- in ár. En þrátt fyrir að ég hafi átt von á dauða hennar daglega í tæpt ár hafði dauðinn það lag á að koma mér á óvart. Ég var á leiðinni til hennar til að eyða jólum með henni enn eina ferðina en kom þess í stað til að mæta við bálför hennar. Þannig er dauðinn, hann biður aldrei aðra um leyfi. Mín huggun og annarra er að loks fékk hún það sem hún þráði orðið mest; að sofna og þurfa ekki að vakna aftur. Þegar ég frétti andlát hennar varð mér hugsað til orða sem hún hafði sagt við mig eitt sinn þeg- ar við ræddum dauðann; að ég ætti að hafa eitt hugfast að sá harmur sem fylgdi dauða hennar, eða pabba, yrði léttbærari ef ég skildi að rétt- látara væri að börn fylgdu foreldr- um til grafar en öfugt. Samskipti mín við foreldra mína hafa alla tíð verið náin, svo lánsamur hef ég verið, og fyrir það er ég þakk- látur því þau hafa reynst mér vel í alla staði. Þeirra leiðir skildi og það reyndist engum í fjölskyldunni létt- bært. En það var staðreynd sem ekki varð haggað. En það breytti engu um ást mína til þeirra eða samskipti okkar á milli. Og stærsta gjöfin sem foreldrar mínir gáfu mér í fimm- tugsafmælisgjöf var að þau hittust og sættust. Slík gjöf er dýrmætari en allir lífsins morgnar. Í minningum mínum um móður mína eru greinileg kaflaskipti. Móð- ir mín sem bjó á Íslandi og móðir mín sem bjó í Danmörku. Ein og sama konan við ólíkar ytri aðstæður sem hafa auðvitað veruleg áhrif á skapgerð og lífsmáta. Á Íslandi var hún húsmóðirin og eiginkonan sem alltaf var börnum sínum og manni til staðar, vakandi og sofandi. Hún hafði snemma hafið störf í þjónustugeiranum. Var lengi starfandi á Hressingarskálanum og þegar flest börn hennar voru orðin stálpuð dreif hún sig í nám í Veit- inga- og þjónustuskóla Íslands og lauk því. Meðfram því námi vann hún sem barþjónn í Hábæ og eftir námið, og síðustu tvö árin sem hún bjó á Íslandi, sá hún um veitinga- söluna á Umferðarmiðstöðinni í Reykjavík. En óljósir draumar drógu hana burt til annars lands og til borgar sem hún hafði alla tíð tengst sterk- um böndum vegna ættartengsla, Kaupmannahafnar. Fyrstu árin þar í borg vann hún sem þjónn en svo fór heilsan að gefa sig. En það kom ekki í veg fyrir að hún sinnti áhugamáli sínu sem var að ferðast og skoða heiminn. Það var hennar líf og yndi. Ég veit að það minnist hennar margur Íslendingurinn sem kom til Kaupmannahafnar og kynntist gest- risni hennar og ljúfmennsku. Á heimili hennar var oft margt um manninn og vel á móti fólki tekið. Hún lagði mikið á sig til að hjálpa löndum sínum m.a. um húsnæði. Það voru eftirminnileg árin sem við bjuggum á Pederskramsgade 16 d. Þangað flutti móðir mín fyrst árið 1972 og skömmu seinna tók hún við starfi húsvarðar. Þetta varð til þess að þangað flutti önnur systir mín, síðan ég og eftir það bættust Íslend- ingarnir við nánast í búntum og var þar oft ansi fjörlegt uns yfir lauk og allir þurftu að flytja þegar húsið var rifið vegna breytingarstefnu borg- aryfirvalda árið 1982. Glaðværð, gestrisni, félagslyndi, kímni og mikil hlýja voru sterk ein- kenni í skapgerð hennar. Íslenska konan í Kaupmannahöfn, barónessan, sem kenndi sig við Bar- ónsstíg og gekk alltaf með blævæng er fallin frá. Hún var móðir mín og góður vinur í blíðu og stríðu. Hún reyndist einnig öðru fólki vel því hún bjó yfir þeirri mildi og gæsku sem mæður einar búa yfir. Mildi sem á sér enga vörn og sem er svo yfir- gengileg í einfeldni sinni að hún lam- ar alla andstöðu. Hennar orð voru að kærleikurinn kasti engum skugga og setji engum skilyrði. Blessuð sé minning hennar. Hörður. ANNA FANNEY KRISTINSDÓTTIR EIGI minningargrein að birt- ast á útfarardegi (eða í sunnudagsblaði ef útför er á mánudegi), er skilafrestur sem hér segir: Í sunnudags- og þriðjudagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstu- dag. Í miðvikudags-, fimmtu- dags-, föstudags- og laugar- dagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birting- ardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skila- frests. Skilafrestur minningar- greina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.