Morgunblaðið - 23.01.2002, Qupperneq 42
42 MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100
Símbréf 569 1329 Netfang bref@mbl.is
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
VIÐ sem stöndum að þessum skrif-
um erum allir fyrrverandi starfs-
menn Áburðarverksmiðjunnar í
Gufunesi. Tveir af okkur voru
stofnendur starfsmannafélagsins
og unnu þarna í 40 ár, en sá þriðji í
29 ár. Allir áttum við það sameig-
inlegt að vera fullgildir meðlimir í
félaginu, greiddum af launum okkar
mánaðarlega vissa upphæð til
starfsmannafélagsins.
Samkvæmt reglugerð, sem félag-
ið setti sér, höfðu starfsmenn, sem
hættir voru störfum vegna aldurs,
fullan rétt í félaginu, en kosninga-
rétt höfðu þeir ekki. Félagið var
orðið stöndugt. Er það álit glöggra
manna að eignir þess hafi numið allt
að 20 milljónum með sumarbústöð-
um sem voru seldir á árinu sem leið.
Þegar við fréttum af sölu bústað-
anna fengum við lögfræðing Efling-
ar til að skrifa formanni félagsins
bréf, þar sem við fórum fram á hlut-
deild í eignum félagsins fyrir hönd
allra fyrrverandi starfsmanna.
Skiptingin átti að deilast eftir
vinnulengd hvers og eins og upp-
hæðin átti að leggjast inn á lífeyr-
issjóðsreikning viðkomandi. Þá
kom í ljós að búið var að breyta
reglugerð starfsmannafélagsins.
Fyrrverandi starfsmenn voru gerð-
ir réttlausir með öllu og eignarhluti
hvers og eins tekinn eignarnámi, en
nýir starfsmenn þurftu ekki að
vinna og borga í félagið nema í þrjá
mánuði til þess að fá sömu réttindi
og 40 ára starfsmenn höfðu áður.
Þegar spurt var hvers vegna
reglugerðinni var breytt voru svör-
in þau að það hefðu verið mikil
brögð að því að fyrrverandi starfs-
menn hefðu lánað bústaðinn öðrum
og miki ónæði hlotist af því. Við vit-
um ekki nein dæmi þess að slíkt
hafi gerst, en við spyrjum eindregið
á móti: Var nauðsynlegt að taka
eignarhluta fyrrverandi starfs-
manna eignarnámi? Var ekki nóg að
breyta úthlutunarreglum sumarbú-
staðanna þannig, að fyrrverandi
starfsmenn gætu ekki fengið bú-
staðina lánaða? Hvers vegna í
ósköpunum þurfti leigan á bústöð-
unum að koma niður á eignarhluta
fyrrverandi starfsmanna í félaginu?
Að okkar mati er hér um mjög
ósæmilegan gjörning að ræða og
ljótan. Það vita það allir í Áburð-
arverksmiðjunni og víðar að við
sem hættir erum að starfa þarna
höfum mátt búa við skertan lífeyr-
issjóð vegna óráðsíu þeirra sem
áttu að hugsa um lífeyrissjóðinn og
svo er ætlast til að við tökum þessu
áfalli sem sjálfsögðum hlut! Við
mótmælum þessu allir sem einn. Í
stað þess að skipta sjóðseigninni
milli starfsmanna eftir fjölda unn-
inna ára varð raunin sú að aðeins
50–60 starfsmenn fá u.þ.b. 310.000
kr. í sinn hlut eftir skiptinguna.
Þar sem við vorum búnir að hafa
samband við marga fyrrverandi fé-
laga okkar, sem voru á sama máli
og við, þótti okkur rétt að birta
þetta.
GUNNAR SIGURÐSSON,
Stóragerði 29, Reykjavík,
ÓSKAR ÓLAFSSON,
Álftamýri 58, Reykjavík,
HELGI VILHJÁLMSSON,
Gullengi 9, Reykjavík.
Áburðarverksmiðjan
og starfsmannafélagið
Frá Gunnari Sigurðssyni, Óskari
Ólafssyni og Helga Vilhjálmssyni:
ÉG VAR á sínum tíma andvígur
EES-samningnum, taldi að það væri
fyrsta skrefið í afsali á fullveldi og
síðar sjálfstæði landsins. Það er nú
að koma fram að þessi ótti var á
rökum reistur, menn vilja stíga
næsta skref og Halldór Ásgrímsson
fer fyrir þeim sem vilja hefja samn-
inga um inngöngu í Evrópusam-
bandið. Ég sannfærðist um að þessi
skoðun mín var og er rétt, er ég sá
grein Björgvins G. Sigurðssonar,
framkvæmdastjóra Samfylkingar-
innar, í Morgunblaðinu 18. janúar.
Þar segir hann að við inngöngu í
Evrópusambandið „myndum við
endurheimta að hluta það fullveldi
og stjórn á eigin málum sem glat-
aðist við gerð samningsins um Evr-
ópska efnahagssvæðið“. Ef þessi
staðhæfing er sönn, þá höfum við
illu heilli tapað hluta af fullveldinu
með EES-samningnum. Væri ekki
rökréttara að endurheimta fullveld-
ið með því að segja EES-samningn-
um upp? Er það ekki hugsunarvilla
(sem beitt var á sínum tíma varð-
andi EES-samninginn) að fullveld-
inu sé betur komið með því að færa
ákvarðanatökuna frá Reykjavík til
Brussel? Okkur sveitamönnunum
finnst rökréttara að færa ákvarð-
anatökuna og verkefnin að hluta frá
Reykjavík til sveitarfélaganna, eða
er það ekki með það í huga sem of-
urkapp er lagt á að sameina sveit-
arfélög? Önnur tilvitnun í grein
Björgvins G. Sigurðssonar, en hann
segir að eftir EES-samninginn „höf-
um við tekið við 80% af löggjöf okk-
ar frá ESB án þess að hafa neitt um
þá lagasetningu að segja“. Það var
einmitt þetta sem varað var við og í
þessu felst fullveldistapið. Lausnin
er samkvæmt skrifum Björgvins að
við inngöngu í sambandið „fengjum
við okkar fulltrúa á Evrópuþingið
og í stofnanir bandalagsins. Hefðum
bæði rödd og áhrif“. Eflaust væri
rödd okkar fámenna lands í norðri
lítilmegnug í þessu möppudýrasam-
félagi, og heldur vil ég heyra rödd
frjáls, óháðs og fullvalda ríkis úr
norðri í samfélagi allra þjóða heims.
En kann að vera að það freisti
margra að gerast fulltrúar á
Evrópuþingi og stofnunum Evrópu-
sambandsins?
BJARNI E. GUÐLEIFSSON,
náttúrufræðingur,
Möðruvöllum, Hörgárdal.
Er fullveldi
Íslands skert?
Frá Bjarna E. Guðleifssyni: