Morgunblaðið - 23.01.2002, Side 43

Morgunblaðið - 23.01.2002, Side 43
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 2002 43 Fasteigna- og skipasala Mikil eftirspurn. Átt þú réttu eignina? Óskum eftir öllum gerðum eigna á skrá. Beinn sími sölustjóra 551 7282, GSM 893 3985. Alltaf í sambandi. www.hibyliogskip.is. Traust í viðskiptum Val um dag- eða kvöldnám Innifalið alþjóðlegt próf sem gefur gráðuna: Microsoft Certified Professional. 108 kennslustundir, verð: 134.000 kr. MCP netumsjón Val um dag- eða kvöldnám, tvær annir í dagnámi eða þrjár í kvöldnámi Innifalin tvö alþjóðleg próf sem gefa gráðurnar: Sun Certified Java Programmer og Certified Delphi Programmer. 264 kennslustundir, verð: 273.000 kr. per önn í kvöldnámi (hver önn er sjálfstæð) Forritun og kerfisfræði Kerfis- og netumsjón / LINUX Tvær annir í kvöldnámi Innifalið alþjóðlegt próf sem gefur gráðuna: Linux+ Certified Professional. 540 kennslustundir, verð: 516.000 kr. Val um dag- og kvöldnámskeið Innifalið alþjóðlegt próf sem gefur gráðuna: Adobe Certified Photoshop Expert. 96 kennslustundir, verð: 109.000 kr. Photoshop ACE – Myndvinnsla hjá viðurkenndum skóla Hólshrauni 2 - 220 Hafnarfirði - Sími: 555 4980 Hlíðasmára 9 - 201 Kópavogi - Sími: 544 4500 Eyravegi 37 - 800 Selfossi - Sími: 482 3937 Póstfang: skoli@ntv.is - Veffang: www.ntv.is Alþjóðlegar prófgráður Reiknaðu út verð pr. kennslustund og gerðu verðsamanburð hjá þeim skólum sem bjóða upp á sambærilegt nám! Á öllum námskeiðunum er innifalið vandað innlent og erlent kennsluefni. Kennarar okkar hafa mikla reynslu og alþjóðlegar prófgráður. Upplýsingar og innritun í síma 555 4980, 544 4500 og ntv.is Gerðu verðsamanburð! Nám sem gefur Learning partner „TÍU ár eru liðin, í dag, 23. janúar, frá stofnun Yrkjusjóðsins en stofn- un hans á rætur að rekja til 60 ára afmælis forseta Íslands, Vigdísar Finnbogadóttur, árið 1990. Í tilefni afmælisins stóðu vinir og velunnar- ar Vigdísar að útgáfu og sölu á veg- legu afmælisriti sem bar nafnið Yrkja. Vinna og undirbúningur við útgáfu þess og sölu var gefinn. Að ósk Vigdísar var ágóðanum varið á þann hátt að stofnaður var sjóður, Yrkja – sjóður til handa íslenskri æsku til ræktunar landsins. Stofnfé sjóðsins var upphaflega tæpar 29 milljónir króna en er nú um 42 milljónir króna. Samkvæmt skipu- lagsskrá sjóðsins og að ósk Vigdís- ar er meginmarkmið sjóðsins að kosta trjáplöntun íslenskra skóla- barna á ári hverju, en tekjur sjóðs- ins eru vextir af stofnfé. Þá var þess einnig óskað að Skógræktarfélag Íslands færi með vörslu og hefði umsjón með framkvæmdum sjóðs- ins. Stjórn Yrkjusjóðsins, sem skipuð er 5 mönnum ásamt fulltrúa ís- lenskrar æsku, hélt sinn fyrsta stjórnarfund 23. janúar árið 1992. Hinn 10. apríl sama ár úthlutaði sjóðurinn í fyrsta skipti trjá- plöntum til 35 skóla sem sótt höfðu um úthlutun á 45 þúsund plöntum. Gróðursetning á fyrstu Yrkjuplönt- unum fór síðan fram skömmu síðar, eða 6. maí 1992 á Selfossi, með þátt- töku fjölda skólabarna úr grunn- skólunum. Þróun verkefnisins hef- ur verið ánægjuleg, en um eitt hundrað grunnskólar taka nú ár- lega þátt og milli 7 og 8 þúsund skólabörn vinna að gróðursetningu. Frá 1992 hafa yfir 370.000 plöntur verið gróðursettar á vegum Yrkju- verkefnisins, að megni til birki. Langflestir grunnskólar landsins, um 200 talsins, hafa einhvern tíma tekið þátt í verkefninu. Yrkjudag- urinn hefur víða orðið þungamiðja almennrar umhverfisfræðslu í skól- um. Núverandi stjórn Yrkjusjóðs- ins er þannig skipuð: Stjórnarfor- maður er Matthías Johannessen, skipaður af Vigdísi Finnbogadóttur, fulltrúi menntamálaráðuneytisins er Sig- ríður Anna Þórðardóttir, fulltrúi Skógræktarfélags Íslands er Magnús Jóhannesson, fulltrúi Kennarasambands Íslands er Guð- rún Ebba Ólafsdóttir, fulltrúi Skóg- ræktar ríkisins er Jón Loftsson og fulltrúi íslenskrar æsku er Þor- björg Sæmundsóttir,“ segir í frétta- tilkynningu frá Yrkjusjóðnum. Tíu ár frá stofnun Yrkjusjóðsins JÓGAKENNARAÞJÁLFUN hefst á vegum Yoga Studio helgina 1.–3. febrúar. „Kennari er Ásmundur Gunn- laugsson. Þjálfunin hentar ekki að- eins þeim sem vilja gerast jógakenn- arar heldur er hún einnig öflugt sjálfsþekkingar- og þroskanámskeið og hentar t.d. fólki sem er í vinnu með einstaklingum eða hópum,“ seg- ir í fréttatilkynningu. Allar nánari upplýsingar er að finna á heimasíð- unni www.yogastudio.is. Jógakennara- þjálfun HINN 21. janúar sl. á milli kl. 11.30 og 11.50 var ekið á svartan Ford Mustang þar sem hann stóð kyrr og mannlaus við Skeifuna 15. Sá sem það gerði fór af vettvangi án þess að tilkynna tjónið. Því er hann eða aðrir sem geta gefið frekari upplýsingar beðnir að snúa sér til umferðardeild- ar lögreglunnar í Reykjavík. Lýst eftir vitnum KEPPNIN framreiðslunemi og matreiðslunemi ársins 2001 var haldin í Hótel- og matvælaskól- anum í Kópavogi sunnudaginn 20. janúar. Sigurvegarar keppninnar verða fulltrúar Íslands í Norrænu nemakeppninni sem fer fram í 21. sinn 12.–14. apríl í Helsinki, Finnlandi. Sigurvegararnir að þessu sinni voru eftirfarandi: Í framreiðslu, Ingvar Rafn Þor- valdsson, nemi á Hótel Holti, og Snæbjörn Árnason, nemi á Hótel Sögu. Í matreiðslu sigruðu Daníel Ingi Jóhannsson, nemi í Perlunni, og Sigurður Rúnar Ásgeirsson, nemi á Hótel Sögu. Þjálfarar þeirra verða Smári Sæbjörnsson, kokkur í Listacafé í Listhúsinu, ásamt Evu Þorsteins- dóttur, framreiðslumanni á Hótel Holti. Aðstandendur keppninnar eru Samtök ferðaþjónustunnar, Félag framreiðslumanna og Félag mat- reiðslumanna og sá fræðsluráð hótel- og matvælagreina um framkvæmd hennar, segir í fréttatilkynningu. Framreiðslu- og matreiðslunemar 2001 Frá vinstri: Smári V. Sæbjörnsson þjálfari, Daníel Ingi Jóhannsson, Sigurður Rúnar Ásgeirsson, Snæbjörn Árnason, Ingvar Rafn Þorvalds- son og Eva Þorsteinsdóttir þjálfari. ÁRNAMESSA – Málþing verður haldið í Þjóðarbókhlöðu á bóndadag, föstudaginn 25. janúar, kl. 13.30–17, um stöðu og möguleika þjóðhátta- fræða á Íslandi og þorrablót verður haldið um kvöldið. Fundarstjóri er Þór Magnússon, fv. þjóðminjavörð- ur. Í tilefni af þessu hefur færeysk- um þjóðháttafræðingi, dr. Jóan Pauli Joensen, verið boðið hingað með stuðningi Minningarsjóðs Ásu Wright. Málþingið er haldið af Félagi þjóð- fræðinga, Félagi íslenskra safn- manna og safna og Þjóðminjasafni Íslands til heiðurs Árna Björnssyni þjóðháttafræðingi sem varð 70 ára 16. janúar sl. Erindi halda Margrét Hallgríms- dóttir, Þórður Tómasson, Jóan Pauli Joensen, Árni Björnsson, Hallgerð- ur Gísladóttir og Terry Gunnell. Guðni Franzson og Tatu Kant- omaa leika á klarinett og harmoniku. Kaffiveitingar. Málþingið er öllum opið og aðgangur er ókeypis, segir í fréttatilkynningu. Árnamessa – mál- þing um þjóðhættiÁRSHÁTÍÐ HK með mexíkósku ívafi verður haldin laugardaginn 26. janúar í Digranesi. Húsið opnað kl. 19. Miðasala í Digranesi til 24. jan- úar, miðaverð 3.900 kr. Handknattleiksmaður HK verður valinn og knattspyrnumaður HK heiðraður, stjórnarmenn og foreldr- ar heiðraðir, íþróttamaður HK val- inn. Veislustjóri verður Magnús Scheving, Helga Braga skemmtir, Ísak og Helga sýna dansatriði. Six- ties leikur fyrir dansi. Miðaverð eftir kl. 23.55 verður 1.000 kr. Aldurstakmark er 20 ár, segir í fréttatilkynningu. Árshátíð HK INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri heldur erindi á vegum stjórnmálafræðiskorar Háskóla Ís- lands fimmtudaginn 24. janúar í Odda, stofu 201, frá kl. 12.05–13. Allir velkomnir. Borgarstjóri ræðir lífsgæði og samkeppni

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.