Morgunblaðið - 19.03.2002, Qupperneq 1
Senn líður að skilum á skatta-
skýrslum.
Þriðjudagur
19. mars 2002
Prentsmiðja
Morgunblaðsinsblað C
Verð
við allra hæfi
Þúsundir fasteigna af öllum stærðum og öllum gerðum alls staðar á landinu
Guðshús
íKópavogi
Rætt við Benjamín
Magnússon arkitekt
um hönnun Digra-
neskirkju26
Geisladiska-
safnarar
Tónlistin skipar stór-
an sess í lífi þeirra og
tekur mikið pláss á
heimilinu29
Þeim þykir gott
að búa í mið-
bænum þótt þar
geti stundum ver-
ið ónæðissamt2
TÖLUVERÐ hreyfing hefur verið
á fasteignamarkaðnum á Austur-
Héraði og gott fasteignaverð. Mest
er eftirspurnin eftir meðalstórum
einbýlishúsum, en parhúsaíbúðir
eru einnig vinsælar og þær haldast
vel í verði. Þessi eftirspurn eftir
íbúðarhúsnæði gerir það að verk-
um að þörfin fyrir nýbyggingar á
markaðnum hefur verið mikil og
ásókn í íbúðalóðir á Austur-Héraði
í hlutfalli við það. Hálft annað ár er
liðið frá því 27 íbúðarlóðir, fyrir
einbýlishús, parhús og raðhús,
voru teknar í notkun á nýju íbúð-
arsvæði við Litluskóga og Keldu-
skóga á Egilsstöðum. Öllum þess-
um lóðum var strax úthlutað til
byggingaraðila, en nokkrar skiluðu
sér þó inn aftur. Fyrsta húsið við
Litluskóga reis fyrir nokkru síðan
og framkvæmdir standa yfir á
fleiri lóðum innan þessa nýja svæð-
is.
Björn Hafþór Guðmundsson,
bæjarstjóri Austur-Héraðs, segir
að eftirspurnin eftir íbúðarlóðum
undanfarnar vikur hafi verið tals-
vert meiri en skipulagsyfirvöld á
Austur-Héraði áttu von á og stað-
an geti því breyst mikið á stuttum
tíma. Hann segir að stór bygginga-
fyrirtæki af höfuðborgarsvæðinu
hafi sýnt áhuga á að byggja ný
íbúðarsvæði frá grunni, en enn hafi
ekki verið tekin ákvörðun þar að
lútandi. Björn Hafþór segir að svo
virðist sem fólk sé almennt bjart-
sýnt og hafi töluverðar væntingar í
sambandi við fyrirhugaða stóriðju
og virkjanir á Austurlandi. Það
megi líta á Egilsstaði sem eins-
konar miðstöð samgangna fyrir
byggðakjarnana á Austfjörðum, og
fólk bindur einnig vonir við jákvæð
áhrif ákvörðunar um beint flug á
milli Egilsstaða og Þýskalands á
sumri komanda.
Í dag eru 16 lóðir lausar til
byggingar einbýlis- eða raðhúsa í
sveitarfélaginu og fyrir liggja um-
sóknir um tæplega þriðjung þeirra.
Þá eru ekki hafnar framkvæmdir á
11 lóðum sem úthlutað var tvö síð-
astliðin ár og þar á meðal er ein
fjölbýlishúsalóð.
Verið er að leggja lokahönd á
gerð nýs aðalskipulags fyrir Aust-
ur-Hérað og vinna við deiliskipulag
nýrra íbúarsvæða hefst á þessu ári.
Fasteignamarkaðurinn
líflegur á Egilsstöðum
Framkvæmdir á nýju íbúðarsvæði við Litluskóga á Egilsstöðum.
Ljósmynd/Mats Wibe Lund
Mikill uppgangur er í fasteignasölu á Egilsstöðum og eftirspurn eftir íbúðarlóðum hefur verið meiri en skipulagsyfirvöld á Austur-Héraði áttu von á.
FASTEIGNAMATI ríkisins bár-
ust um 13.000 athugasemdir
á síðasta ári vegna endurmats
brunabóta- eða fast-
eignamats. Ekki er séð fyrir
endann á afgreiðslu allra
þeirra athugasemda, en nú
hafa um 2.500 þeirra hlotið
fullnaðarafgreiðslu, segir
Haukur Ingibergsson, forstjóri
Fasteignamats ríkisins. Um
9.000 mál eru í vinnslu í formi
upplýsingasöfnunar, en þegar
nægjanlegar upplýsingar liggja
fyrir verður felldur úrskurður.
Hjá þeim sem sendu inn form-
legar athugasemdir fyrir 15.
september gildir gamla matið
þar til úrskurður liggur fyrir.
Gamla
matið gildir
Skattframtal
)'"(&!"(
& & '*
%&(
'*"
! "##"
+%,*-*
%-""%&
&$%&.
/01
2$"$-3
4.
5%&&&6(
!&
7!(*(8
%7!(*(8
(
$
2%'!'#9
&%'"!*'&'"&
:%&-$&%'"9;;;($!('&
:&' -"<=>>? !"(
!"(
!"(
!"(
@
(
(>
( %
"## "##"
-<=?
( ( (
&
"##
"##"
A<&( ""
'(
!
!
!
!
#
")
!)
"*
>>
Búsetuval