Morgunblaðið - 19.03.2002, Qupperneq 26
Morgunblaðið/Golli
Bylgjurnar í lofti kirkjuskipsins eiga að minna á öldur hafsins.
D
IGRANESKIRKJA er ein
þriggja kirkna í Kópa-
vogi. Hún stendur mót
suðri í hlíðum Kópavogs
og er umhverfisprýði. Benjamín
Magnússon arkitekt hannaði kirkj-
una en hann sótti hugmyndirnar í
sinn eigin trúarlega reynsluheim.
Þegar hann var við nám hafði hann
skoðað margar kirkjubyggingar víðs
vegar um Evrópu, bæði miðalda-
kirkjur og kirkjur með nútímalegra
sniði og smám saman mótaðist hjá
honum ákveðið viðhorf til kirkjunn-
ar; sambland af ímynd íslenskrar
kirkju og hvernig hún hefur þróast,
og ímynd erlenda kirkna.
„Þegar ég stóð frammi fyrir því
verkefni að hanna Digraneskirkju
hafði ég enga fyrirfram mótaða hug-
mynd um hvernig hún ætti að vera.
En þegar ég skoðaði í huga mér fann
ég að ég vildi nálgast verkefnið út
frá mínum eigin reynsluheimi og út
frá minni lífssýn til kirkjunnar, eins
og ég hef upplifað hana allt frá gyð-
ingdómi til þess trúarlega reynslu-
heims sem við eigum í dag. Kirkju-
legar tilvitnanir, bæði í bókmenntum
og listum, hafa iðulega verið sóttar
til Gamla og Nýja testamentisins og
lífssýn mín til kirkjunnar hefur mót-
ast að einhverju leyti af því. Kirkjur
geta verið margvíslegar, t.d. geta
þær bara verið kirkjuskip, en þær
geta einnig verið með þjónustubygg-
ingum, eins og tíðkast sérstaklega í
stærri söfnuðum í dag. Ég skoðaði
verkefnið með hliðsjón af því hlut-
verki sem það átti að þjóna. Smám
saman mótaðist ákveðið líkingamál
hjá mér sem ég sótti í Biblíuna. Ég
vildi hafa tvenns konar hús, annars
vegar kirkjuskipið sjálft, en hins
vegar þjónustubyggingarnar utan
um líkt og kirkjuskipið væri umvafið
lægri byggingum.“
Tveir heimar sameinaðir
Benjamín segir að hann hafi séð
kirkjur fyrri alda fyrir sér sem
griðastað og skjól þar sem fólk leit-
aði hælis þegar hætta steðjaði að.
„Gömlu kirkjubyggingarnar og
klaustrin stóðu hátt þar sem þær
sæjust víða að, gjarna á kletti sem
var góð undirstaða fyrir öfluga mið-
aldabyggingu. Önnur byggð dreifð-
ist síðan út frá þessum voldugu
byggingum. Kirkjurnar voru háar
og áberandi, en klaustrin voru aftur
á móti lágar en traustar byggingar
með litlum og mjóum gluggum sem
hleyptu lítilli birtu inn. Ég vildi
flétta þetta tvennt saman, traust-
vekjandi lága umgjörð sem túlka
mátti sem hið ytra og sýnilega, en
þar fyrir innan væri fíngerðari
bygging, kirkjuskipið sjálft. Þessi
hugmynd þróaðist svo hjá mér í þá
átt að ég sá fyrir mér bát á hvolfi –
Örkina hans Nóa. Þá vildi ég sjá upp
í böndin og þannig var hugmyndin
að þakinu komin. Skip, fiskur og
veiðimaður eru þekkt tákn í krist-
inni trú og ég nota þau sem þak yfir
kirkjuna. Bylgjurnar í þakinu eiga
að tákna öldur hafsins og þær
mynda klæðningu neðan í kirkjuloft-
inu. Ég risti upp kjölinn, sýni böndin
áfram í gegnum gluggann og bjó til
þakglugga eftir endilögnum kilinum
til að kalla niður birtu. Grunnlögun
kirkjuskipsins varð því eins og báts-
skel í laginu með gleri í mæni og
stafni. Þjónustubyggingar sá ég fyr-
ir mér eins og varnarmúr utan um
kirkjuskipið sjálft og höfðaði til
gömlu íslensku kirknanna með sín-
um þykku torfveggjum, en þar fyrir
innan kom nett og fíngert þak kirkj-
unnar. Með þessu fannst mér ég
tvinna saman tvo heima, þann gamla
og hinn nýja.“
Þegar þessar hugmyndir voru
mótaðar fór Benjamín að velta fyrir
sér innviðum kirkjunnar. Hann sá
fyrir sér súlnagöng, sem minntu á
súlur í evrópskum miðaldakirkju-
byggingum og fyrst yrði gengið
gegnum súlnapar og síðan komið að
stórum og voldugum dyrum í and-
dyrinu. Þaðan yrði gengið í gegnum
annað súlnapar sem héldi uppi svöl-
um. Til að magna upp áhrifin við inn-
komu í sjálfa kirkjuna lækkaði hann
loftið vísvitandi niður við inngang-
inn, en þegar inn í sjálft kirkjuskipið
kemur opnast kirkjan í öllum sínum
mikilfengleik.
Kórinn hluti af athöfninni
Innra skipulagið var auðveldur
eftirleikur eftir að Benjamín hafði
mótað kirkjubygginguna. Að hafa
kórinn á svölum fyrir aftan söfnuð-
inn fannst honum arfur frá gömlum
tíma þegar kórinn átti að syngja í
gegnum söfnuðinn í átt að altarinu
til að fá söfnuðinn til að taka undir.
Við kaþólskar guðsþjónustur syngur
söfnuðurinn með kórnum eða sér
jafnvel alveg um sönginn, en sú er
ekki raunin við íslenskar guðsþjón-
ustur. Því vildi Benjamín hafa kór-
inn til hliðar svo söfnuðurinn gæti
séð kórinn, orgelið og allt annað sem
fram fer í kirkjunni við guðsþjón-
ustur og aðrar athafnir. „Mér fannst
mikilvægt að mynda þessa umgjörð
um kórinn og annað starf í kirkjunni
því allt er þetta hluti af athöfninni
sem fer þarna fram. Stundum koma
fram barnakórar eða annað tónlist-
arfólk sem kirkjugestir vilja sjá. Ég
vildi líka að vel rúmt yrði í kringum
altarið og gráturnar til að gefa meira
svigrúm til athafna. Þá fannst mér
nauðsynlegt að í kirkjunni væri röð
og regla. Ég vildi að það yrði ákveð-
inn aðdragandi að innkomu í kirkj-
una, en síðan yrði gengið beint að
altarinu. Fyrst ég hafði tök á því að
raða allri starfseminni umhverfis
kirkjuskipið sjálft gat ég ráðið hvar
presturinn, og t.d. fermingarbörnin,
koma inn. Mér fannst að presturinn
ætti ekki að þurfa að ganga sömu
leið inn og kirkjugestirnir, ég vildi
að hann gæti komið beint frá skrúð-
húsinu og sem næst altarinu.“
Benjamín bar það undir safnaðar-
Digraneskirkja – hönnuð
úr táknmáli kristninnar
Digraneskirkja uppljómuð.
Einfalt og glæsilegt.
Ítölsku stólarnir eru þægilegir og fallegir.
Orgelið er mikil listasmíð, en Björgvin Tómasson hannaði það og smíðaði.
Táknmál trúarinnar getur
birst í ótal myndum.
Guðlaug Sigurðardóttir
ræddi við Benjamín
Magnússon arkitekt um
hönnun Digraneskirkju,
en hugmyndirnar sótti
hann í trúarlegan
reynsluheim sinn.
26 C ÞRIÐJUDAGUR 19. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐHeimiliFasteignir