Morgunblaðið - 19.03.2002, Side 27
nefnd hvort hún gæti hugsað sér að
hafa þægilega stóla, líkt og bíóstóla,
í staðinn fyrir kirkjubekki. Þetta
þótti nokkuð róttæk hugmynd og
töluvert langt frá hinum hefðbundnu
kirkjubekkjum sem á sínum tíma
voru hannaðir með það í huga að
spara pláss og ekki síður til að halda
kirkjugestum vakandi. En Benjamín
hafði eldra fólk m.a. í huga, en það er
sá hópur sem mest sækir kirkju, og
hann vildi ekki að það þyrfti að
standa upp til að hleypa fólki
framhjá. Einnig vildi hann að rúmt
aðgengi yrði fyrir hjólastóla. „Fólki
á að líða vel í sætunum og þeir eiga
ekki að fæla fólk frá því að koma í
kirkjuna. Það er hlutverk prestsins
að halda því vakandi.“ Sóknarnefnd
féllst á hugmyndir Benjamíns um
stóla og niðurstaðan varð sú að pant-
aðir voru stólar frá Ítalíu. Fyrirtæk-
ið sem framleiddi stólana tók stólana
síðar sem dæmi um hvað þeir hefðu
best gert, í kynningarbæklingi fyrir
fyrirtækið. Benjamín segir að
ánægjulegt hafi verið að vinna með
sóknarnefnd og bygginganefnd, því
þau voru sátt við að fara ekki endi-
lega troðnar slóðir og tilbúin að
hlusta á allt sem gæti orðið til góðs.
„Við ræddum m.a. um hljómburð, en
ég hafði miðað við að lögun kirkju-
skipsins yrði þannig að hljómburður
yrði sæmilegur. Hátalari var síðan
settur undir annan hvern stól og
hljóðkerfið stillt mjög lágt með örlít-
illi seinkun þannig að myndaði eins
konar bakhljóð. Hámarksómtími
fyrir talað orð er u.þ.b. ein og hálf
sekúnda, en við vildum hafa lengri
ómtíma fyrir orgelið, eða tvær sek-
úndur. Sé ómtíminn lengri verður
óþægilegt að hlusta á talað orð og
eru þess dæmi í kirkjum hér í
Reykjavík að ómtíminn sé hafður
allt að fjórar sekúndur, en þá heyrist
hið talað orð mjög illa. En við vildum
sem sagt að bæði tónlist og talað orð
fengju notið sín og því var ákveðið
að fara þessa millileið og þetta tókst
vel.“
Heildarsvipur
Til að ná heildarsvip á innviði
kirkjunnar var ákveðið að Benjamín
hannaði einnig altarið, ræðupúltið
og uppistöður fyrir skírnarfontinn.
Altarið var hannað úr sams konar
viði og orgelið og rimlarnir í þakinu.
Útkoman varð nett og einfalt fríst-
andandi altari. Benjamín bar það
undir séra Þorberg Kristjánsson,
sem þá var sóknarprestur Digrnaes-
sóknar, hvort færa mætti altarið að-
eins fram á gólfið, en samkvæmt
gamalli hefð átti altarið að vera upp
að vegg tengsl milli kórs og altaris
yrðu ekki rofin með því að ganga þar
á milli. Yngri menn hafa ýtt þessum
hugmyndum til hliðar og sögðu að
Guð væri alls staðar og því væri ekk-
ert að óttast þótt þetta samband
væri rofið. Séra Þorbergur Krist-
jánsson aðhylltist gömlu kenninguna
sjálfur, en sagði að hann hefði skiln-
ing á túlkun yngri manna og þar sem
hann ætti ekki mörg ár eftir sem
sóknarprestur vildi hann að altarið
yrði gert eftir hugmyndum þeirra
sem taka ættu við, og varð það úr.
Kirkja með reisn
Kirkjan stendur í halla og því
fannst Benjamín nauðsynlegt að
hafa bygginguna háa og öfluga svo
hún hefði til að bera reisn og yrði
sýnilegri. Efnisval utanhúss dregur
athyglina að kirkjuskipinu og skerp-
ir andstæður bygginganna tveggja.
Veggir kirkjuskipsins eru klæddir
með áberandi lituðum; gljáfægðum
steinflögum, þakið úr kopar, en
þjónustubyggingarnar eru múrhúð-
aðar. Aðaldyrnar snúa í norður og
eru í skjóli fyrir vestanátt, en kirkj-
an snýr í norður og suður. Digra-
neskirkja tekur 340 manns í sæti, en
í hliðarbyggingunum eru m.a. safn-
aðarsalur, kennslustofur, skrif-
stofur, búningsherbergi, geymslur
og fleira.
Herra Sigurbjörn Einarsson bisk-
up tók fyrstu skóflustunguna að
Digraneskirkju 27. mars 1993 og var
kirkjan vígð 25. september 1994.
Frá fyrsta degi hefur Digranes-
kirkja verið söfnuði sínum gott skjól,
bæði til trúariðkana og til fé-
lagsstarfs, og er traustur fulltrúi
þeirra trúarlegu tákna sem hún er
ofin úr.
gudlaug@mbl.is
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. MARS 2002 C 27HeimiliFasteignir
! ! " # $
%
& ! %''( ) $!
!
" # $
%&
'
(
"(
$
)*
"
*&&& + " #+
#,
(
-&
%,-( &%$ ! ! !.& #"
#.
'
/
-01' ! 2& .
& /( .& 0 1 $. # ! /
'
# %.& & &# !
3(. ,
4'0 1
%! & , &%$ !.& , ( !+
2$.$ /
5 6
1'
"7 0
3* 4 $ +
6
&
# ! + 35 +
%%
'
0
(-8
(
9
! :& .
& ! % 6(7 ! !)$ ;.'
,
' /
5 1' .
8 &$$ # ! '
+
&
7(
( (.'
" 1'
6' (
"( 6' ' <
&
#( -
' 56( 0,
1 $ 6(0 .
,
=
'
" ' '
& !& & +
#
"
9:&;&4 %
4.
!
5
% (-0 &%$ ! ! $* >
?@@ 8*A/
5 1'
0
%,-( &%$ ! ! 1#&%$#"
#.
'
/
5 1' ! 2& .
%'6 &%$ ! ! +! #/
(.'
%! & ! !4 & !
, ,
/
' % ! &% !07
# " ' '
&$ )% &
%2
,
(
)
' B
0
'
7 .& ( 7 * .&
4<$+ $ =
# " #.
#.
'
(
"(
1 ' $<& + !.& +
.
!!# ! 1* '
! .
C
D -2&%
1'
% 1>)
!
(" *E-& .
3?@A: BBC8" DB"
& ?<.
$&/
1#&%$ ' / + ,-00''
$&.)
Stálborð og stólar sem eru til sölu hjá Fríðu frænku og kostar allt saman
20 þúsund kr.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Stálborð
Alltaf á þriðjudögum
Þetta er Kosmosvog, bresk að ætt-
erni og vegur hún allt að tíu kíló-
grömmum. Diskarnir eru úr kopar
og kostar gripurinn 7.500 kr. í Fríðu
frænku.
Gamla
vogin