Morgunblaðið - 19.03.2002, Síða 28

Morgunblaðið - 19.03.2002, Síða 28
28 C ÞRIÐJUDAGUR 19. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐHeimiliFasteignir Kári Fanndal Guðbrandsson, Sigrún Sigurpálsdóttir, lögg. fasteignasali. Raðhús - einbýlishús Holtsbúð - Gbæ Vorum að fá í einkasölu einbýlishús, steinhús, 134,7 fm og mjög stór tvö- faldur bílskúr. Húsið skiptist í stofu, sjónvarpshol, 4 svefnherbergi, eldhús, baðherbergi, þvottaherbergi o.fl. Mikið endurnýjað hús, m.a. loftaklæðningar og gólfefni, fallegt parket og náttúru- steinn. Arinn. Mjög góður garður. Frá- bær staður. Draumahús unga fólksins. Verð: 20 millj. Hörgslundur Mjög gott og fallegt einbýlishús á fínum stað! Húsið er 219,4 fm auk tvöfalds bílskúrs, 50,2 fm, og undir honum er jafnstór kjallari. Stór garðskáli. Mjög skemmtilega hannað og vandað hús. Góð lán. Verð: 23,8 millj. Eyktarsmári Gullfallegt og vand- að raðhús á þessum góða stað. Húsið er 140 fm með innbyggðum bílskúr. Ar- inn í stofu. Garður er ekki stór en allur afgirtur með skjólveggjum, fín útiað- staða. Þetta er aldeilis freistandi hús fyrir t.d. þá er vilja minnka við sig en samt vera í sérbýli. Verð: 21,3 millj. Hvassaberg 14229_1_1.jpg Einbýlishús, timburhús, 149 fm ásamt 43,8 fm bílskúr. Húsið er mjög gott og notalegt. 4 svefnherbergi. Sérlega rólegur staður. Möguleg skipti á t.d. 3ja-4ra herb. íbúð í Hafnarfirði, gjarnan með bílskúr. Atvinnuhúsnæði Snorrabraut Mjög gott 67 fm verslunarhúsnæði í ný- legu húsi. Laust á næstunni. Gott verð. S. 562 1200 F. 562 1251 2 herbergja 3 herbergja Álftamýri 3ja herbergja íbúð á 3. hæð í góðu húsi. Bílskúr. Suðursvalir. Verð: 11,3 millj. 4 herbergja og stærra Kvíholt - Hf. - laus Til sölu efri hæðin í þessu fallega húsi. Hæðin er 140 fm og 23 fm bílskúr. Skiptist í stofu, gott hol, svefnálmu með 4 svefnherbergjum og baðherbergi, eld- hús og innaf því þvottaherbergi, forstofu og snyrtingu. Björt, falleg íbúð. Frábært útsýni. Veðbandalaus. Verð: 15,5 millj. Hlíðar - ris 5-6 herbergja, 101,9 fm, risíbúð í 4-býl- ishúsi miðsvæðis í Hlíðunum. Íbúðin er 2 saml. stofur, 3 svefnherbergi í íbúðinni og 1 frammi á stigapallinum, eldhús, baðherbergi og gangur. Suðursvalir. Sérhiti. Góð íbúð. Víkurás 3ja herb. 85,2 fm íbúð á 2. hæð. Íbúðin er stofa, 2 góð svefnherb., eldhús, baðherb., hol og geymsla. Góðar suðursvalir. Stæði í bílageymslu fylgir. Góð íbúð. Húsið klætt. Góð lán. Verð: 11 millj. Hraunbær 2ja herb. 57,3 fm íbúð á 1. hæð í 3ja hæða blokk. Íbúðin er stofa, svefnherbergi, eld- hús, baðherbergi og gangur. Nýleg eldhúsinnrétting. Suðursvalir. Góð íbúð á mjög góðum stað. Öll þjón- usta, versl. og skóli í nágrenninu. Verð: 8,5 millj. SELJENDUR ATHUGIÐ! Okkur vantar allar stærðir og gerðir fasteigna á söluskrá. Ef þið eruð í söluhugleiðingum þá vinsamlega hafið samband. Reykjavík - Tröð, fasteignasala, er með til sölu eða leigu frá næstu áramótum timburhúsið Skólabrú 1, sem byggt var 1907 og er það 439 fermetrar að flatarmáli. Þetta er atvinnuhúsnæði nú en var byggt sem einbýlishús. Húsið er á þrem- ur hæðum, kjallari, hæð og ris. „Húsið er stórglæsilegt hvað varðar innréttingar og allir við- haldsþættir til fyrirmyndar. Húsið er í B-friðun,“ sagði Böðvar Reyn- isson hjá Tröð. „Kjallarinn og 1. hæðin er 158,3 fermetrar og risið er 122,4 fer- metrar, en það er undir súð. Þrír inngangar eru í húsið, tveir á 1. hæð og einn í kjallara. Inngang- urinn í kjallarann er á bakhlið hússins. Kjallarinn skiptist í opið rými, eldhús, bar og þrjú salerni, eitt fyrir starfsmenn og hin fyrir gesti. Keramikflísar eru á gólfum salarins, hvítar flísar á salernum en dúkur á eldhúsi. Lofthæð er um 2,3 m. Gluggar eu litlir en með opnanlegum fögum. Tröppur liggja inn af salnum upp á 1. hæð hússins en þar er veitingasalurinn, aðal eldhúsið, stór góð forstofa og Kristjánsstofa sem er gamla augn- læknastofa Kristjáns Sveinssonar augnlæknis, heiðursborgara Reykjavíkur á sinni tíð. Aðal inngangur hússins er á þessari hæð og snýr hann út að Skólabrúnni eða í suður, einnig er inngangur norðan megin inn í eld- hús. Fallegt mahogny mosaik parket er á allri hæðinni nema á eldhúsinu, þar er dúkur á gólfi, það er ekki mjög stórt en nýtist vel. Allar „græjur“ eru til staðar þar. Lofthæð er um þrír metrar. Gluggar eru allan hringinn. Frá forstofunni liggja tröppur upp á þriðju hæð, þar er „koníakstofan“. Þar eru dökkar viðarfjalir á gólf- um, góð lofthæð er upp í mæni en hluti hæðarinnar er undir súð, þakhallinn er þó nokkur þannig að hæðin nýtist mjög vel þrátt fyrir að vera undir súð. Hæðin er skráð 122,4 fm. Hæðin er rétt eins og hinar hæðirnar, mjög opin, skiptist í sal með bar, lítið starfsmanna- rými og þrjú salerni, eitt fyrir starfsmenn og tvö fyrir gesti,“ sagði Böðvar. Að sögn Bjarna Marteinssonar arkitekts, sem er eigandi hússins ásamt eiginkonu sinni Guðborgu Kristjánsdóttur, hefur húsinu Skólabrú 1 verið breytt nokkuð. „Risið var áður stúkað niður í 9 lít- il herbergi og geymslur. En við opnuðum þetta allt saman og inn- réttuðum þarna teiknistofu í til- tölulega opnu rými,“ segir Bjarni. Við fórum svo í að innrétta kjall- arann 1988, þar sem áður hafði verið lítt nothæft geymslupláss. Við dýpkuðum kjallarann að hluta til og þar var innréttuð veitingaað- staða sem var síðan opnuð 1. mars 1989 er bjórinn var leyfður. Sam- fara þessu var farið í að lagfæra miðhæðina. Segja má að hún hafi verið öllu endurnýjuð en í þeim stíl sem hún var upphaflega. Opnað var þó á milli herbergja og rými sameinuð en byggingarefni voru þau sömu og þau sem notuð voru upphaflega. Steyptar voru upp nýjar tröppur sunnanmegin og inngangi breytt. Teiknistofan er nú flutt á Háteigs- veg 3 en rýmið í risinu var sam- einað veitingarekstri á Skólabrú 1. Þá var settur nýr stigi á milli hæða til að tengja saman veit- ingastofuna og risið. Gjörbylt hef- ur verið öllu umhverfi í kringum húsið og nýlega hefur verið sam- einað allt undir einn hatt í rekstri í húsinu og í framhaldi af því var settur stigi niður í veitingaaðstöð- una þannig að innangengt er bæði í kjallara og ris. Sömu rekstrarað- ilar hafa verið frá upphafi með veitingarekstur í húsinu.“ Í bókinni Kvosin segir um Skólabrú 1: „Lóðin var áður hluti af lóðinni Pósthússtræti 13–15, sem Jónas Jónassen landlæknir keypti árið 1887. Hann seldi mestan hluta lóð- arinnar aftur en hélt eftir vestasta hluta hennar. Þar lét hann reisa hús árið 1907 handa dóttur sinni Soffíu og manni hennar, Eggerti Claessen málflutningsmanni. Húsið, sem enn stendur, er ein- lyft timburhús á hlöðnum kjallara, portbyggt og með háu risi. Það er byggt eftir teikningum Einars Er- lendssonar húsameistara. Það er járnklætt grindarhús og ber nokk- urn keim af sveitserhúsunum svo- kölluðu, byggt sem einbýlishús. Á suðvesturhorni og á suðurhlið eru útskot, karnapar, en norðvestur- og suðausturhorn eru sneidd. Á vesturgafli eru svalir. Húsiðnu hefur verið lítið breytt frá upphafi en þó var settur kvistur á suð- urhlið þess árið 1925. Kristján Sveinsson keypti húsið 1943. Hann hafði þar læknastofu frá 1933 til dauðadags árið 1985. Í æviminningum Kristjáns Sveinssonar segir frá tildrögum þess að hann hóf starfsemi og keypti þetta hús af Soffíu dóttur Jóanssens. Þau skildu hún og Egg- ert Claessen og bjó hún áfram í húsinu en leigði út hluta þess. Hún leigði Kristjáni Sveinssyni. „Hinn 1. desember árið 1932 opna ég síðan auglækningastofu mína í þessu húsi. Og þar hefur hún verið síðan – í fimmtíu ár. Hinn 28. nóvember 1943 deyr Soffía, og þá á að selja húsið. Ég kunni vel við mig þarna og hafði farnast þar vel. Svo það verður úr að við Jónas bróðir (Sveinsson læknir) ákveðum að kaupa húsið. Við bjóðum 300 þúsund krónur í það – en því tilboði er hafnað og húsið sett á uppboð. Tómas Jónsson bæjarritari bauð í það fyrir hönd bæjarins. En þeg- ar hann var kominn upp í 85 þús- und, ja, þá komu ekki fleiri boð. Menn hugsuðu sem svo, að gagns- laust væri að bjóða í á móti bæn- um. Litlu seinna hitti ég Kristjáns Kristjánsson bæjarfógeta og minn- ist á það við hann, að mér þyki sal- an á húsinu ætla að verða allein- kennileg. Þá segir hann: „Ja, ykkar tilboð getur staðið enn, ef þið viljið.“ Svo útkoman varð sú, að við Jónas bróðir fengum húsið. Litlu seinna keypti ég hlut Jónasar – og hef átt húsið einn síðan. Það leið ekki að löngu, þar til margt manna leitaði til mín. Já, biðstofan var oft sneisafull.“ Ki- stján hafði fyrir sið að hleypa fólki inn til sín í hópum og það voru orð að sönnu að mikil aðsókn væri að læknastofu hans. Gunnlaugur Briem segir svo frá: „ Eitt sinn var faðir minn að ganga framhjá Dómkirkjunni. Þá hittir hann kunningja sinn, sem segir: „Hvern ætli sé verið að jarða þarna?“ og bendir á lækningstofu Kristjáns. Þá var biðstofan orðin svo full, að fólkið stóð í hnapp úti á tröpp- unum.“ Þess má geta að í um- ræðunni er að koma fyrir minn- ismerki um Kristján Sveinsson augnlækni og heiðursborgara Reykjavíkurborgar. Skólabrú 1 Kristján Sveinsson á augnlæknastofu sinni. Skólabrú 1 er timburhús sem byggt var árið 1907. Húsið er 439 fermetrar að flatarmáli , á þremur hæðum, kjallari, hæð og ris. KETILL úr stáli frá Eva Trio, kostar 7.080 kr. með 20% af- slætti. Úr stáli FLÓRENZ-SÓFARNIR eru framleiddir af Öndvegi og hægt að fá þá eftir máli og í ýmsum útfærslum og með mörgum gerðum áklæðis. Flórenz

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.