Morgunblaðið - 19.03.2002, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. MARS 2002 C 31HeimiliFasteignir
skoðana var afar stirt á milli þess-
arra tveggja heiðursmanna.
Brugðið var á það ráð að séra Jens
Pálsson í Görðum keypti jörðina á
sínu nafni árið 1897. Sagt er að
prestur hafi haft mikið samviskubit
yfir því að fara á bak við Tryggva
bankastjóra. Jörðin var síðan leigð
þar til Skúli gat flutt að vestan.
Prentsmiðjuvélarnar voru með í
för suður og þeim komið fyrir á
Bessastöðum á meðan fjölskyldan
bjó þar.
Heimilisbragur
Skúli og Theodóra fluttu í nýja
húsið í Vonarstræti 12 haustið 1908.
Húsið var mjög veglegt á þeirra tíma
vísu. Theódóra hafði ekki unað hag
sínum á Bessastöðum og var um-
skiptunum fegin. Segir sagan að hún
hafi orðið vör við reimleika á staðn-
um eins og margir fleiri sem þar hafa
búið. Prentsmiðjan var flutt frá
Bessastöðum í Vonarstrætið í út-
byggingu sem hafði verið reist þar í
þeim tilgangi. Í ævisögu Skúla Thor-
oddsen kemur fram að sumir hátt-
settir borgarar höfðu miklar áhyggj-
ur af frjálsræði barnahóps
Thoroddsenhjónanna, sem var mun
meira en flestra jafnaldra þeirra. En
stefna hjónanna var sú að gera börn-
in að sjálfstæðum einstaklingum. Þó
að miklar hrakspár væru í gangi með
uppeldi systkinhópsins og ýmsum of-
byði frjálsræðið, sýndi sig fljótlega
að þær rættust ekki. Fastar venjur
voru á heimilinu eins og matmáls-
tímar og að enginn fór út að leika sér
fyrr en hann eða hún hafði lokið við
heimalærdóminn, það sá frú Theo-
dóra um.
Mikill gestagangur var í Vonar-
stræti 12, fólk kom að hitta hjónin og
börnin áttu marga vini. Húsbóndinn
á heimilinu sat við
skriftir daglangt.
Hann reis snemma úr
rekkju að morgni
dags og gekk til náða
um tíuleytið á kvöld-
in. Skúli notaði nef-
tóbak og sagt var að
hann hefði blandað
það með koníaki, en
ekki notað áfengi á
annan máta. Tóbakið
hafði hann einnig til
þess að þerra blek,
dreifði því yfir ný-
skrifaða örkina. Skrif
hans birtust aðallega
í Þjóðviljanum sem var prentaður í
prentsmiðjunni í útbyggingunni
norðan við húsið. Í kjallaranum var
prentvélin og pappírsgeymsla sem
einnig var notuð fyrir ljósmyndaher-
bergi þar sem ljósmyndarar fram-
kölluðu myndir sínar. Gólfið í kjall-
aranum var steypt og styrkt með 15
cm þykkri ásteypu undir prentvél-
inni. Setjarasalurinn var á hæðinni
og var lyfta á milli hæðar og kjallara
sem hífð var með handafli.
Skúli Thoroddsen sat á Alþingi í
aldarfjórðung, ásamt erilsömum
þingstörfum rak hann verslun á Ísa-
firði. Eins og gefur auga leið hafði
hann gott starfsfólk til þess að sjá
um reksturinn. Áður en Skúli lést,
aðfaranótt 21. maí 1916, hafði hann
selt prentsmiðjuna sem var flutt á
Laugaveg 32 A og einnig verslunar-
reksturinn á Ísafirði. Skúli Thorodd-
sen varð aðeins 57 ára. Ekkjan seldi
húsið ári eftir en bjó þar áfram með
börnum sínum sem þá voru ekki far-
in að heiman, til ársins 1930. Húsið
keypti frændi hjónanna, Þórður
Bjarnason kaupmaður, fæddur 2.
febrúar 1871 að Reykhólum.
Húsið að Vonarstræti 12 var
lengst af notað til íbúðar. Nokkru
eftir að prentsmiðjan flutti úr út-
byggingunni var gerð þar íbúð. Í
íbúaskrá frá árinu 1910 er þar að
finna sautján manns á tveimur heim-
ilum. Á heimili Skúla og Theodóru
eru talin tíu af börnum þeirra, tvær
vinnukonur og ein vetrarstúlka, tveir
prentarar, Þórhallur Bjarnason og
Haraldur Einarsson, einnig Guð-
björg Jafetsdóttir, fædd 1856. Hún
var oftast kölluð Bauja og var fóstra
barnanna, ráðskona á heimilinu og
mikil vinkona Theodóru. Á hinu
heimilinu bjuggu fjórar konur, tvær
þeirra voru kennslukonur, Ingibjörg
Brands og frænka Theodóru Elín
Matthíasdóttir (dóttir Matthíasar
Jochumssonar) þar var einnig Helga
Thorlacius forstöðukona og vinnu-
konan Guðrún Snjólfsdóttir.
Theodóra Thoroddsen lést 23.
febrúar 1954. Hún bjó þá hjá Sigurði
syni sínum. Árið 1966 kaupir ríkis-
sjóður eignina, eftir það voru í hús-
inu skrifstofur. Árið 1979 voru all-
miklar framkvæmdir við húsið. Að
utan var skipt um járn, bæði á veggj-
um og þaki. Brandveggurinn var
kominn með sprungur og talsverð
vinna að gera við hann. Gluggar sem
eru upphaflegir voru kíttaðir og við-
gerðir þar sem þurfti og málaðir. Að
innan var pappír og strigi á veggjum
endurnýjaður og síðan veggfóðrað
með pappírsveggfóðri. Hurðir í hús-
inu voru gerðar upp og lakkaðar.
Húsið er byggt áður en vatns- og raf-
magnsveitan komu. Það er eftirtekt-
arverð sú mikla framsýni Skúla að
hann lét leggja raflagnir í húsið og
frárennslisrör við byggingu þess.
Fyrstu árin voru útikamrar við hús-
ið. Upphaflegu raflagnirnar voru
notaðar fyrir lagnir frá bruna- og
öðrum viðvörunarkerfum sem sett
voru í húsið þegar ný raflögn var
sett.
Fyrir embætti húsameistara rík-
isins sá Björn Kristleifsson arkitekt
um framkvæmdir við húsið. Húsið er
með reisulegustu húsum í borginni
frá þessum tíma. Það er mjög upp-
runalegt. Gluggar eru margra faga
og mikil prýði að kvisti á þaki og
gluggakvisti við hliðina. Í þessu húsi
skrifaði Theodóra sögur, ljóð og þul-
ur sem hún er þekkt fyrir og hafa lif-
að með þjóðinni fram á þennan dag.
Fyrir nokkrum árum komu upp
raddir um að flytja húsið en af því
varð ekki. Vonandi fær það að standa
í friði á sínum stað um ókomin ár.
Heimildir: B-skjöl varðveitt á Borg-
arskjalasafni, brunavirðingar, íbúaskrár,
ævisaga Skúla Thoroddsen, ævisaga Sig-
urðar Thoroddsen og viðtöl við afkom-
endur Theodóru og Skúla Thoroddsen.
Theodora ThoroddsenSkúli Thoroddsen
Thoroddsen-systkinin: Sigurður verkfræðingur og alþingismaður, Kristín yf-
irhjúkrunarkona og skólastjóri Hjúkrunarkvennaskólans, Sverrir bankafulltrúi,
María kona Haraldar Jónssonar læknis, Katrín læknir og alþingismaður, Guð-
mundur læknir og prófessor, skólastjóri Ljósmæðraskólans, rektor Háskóla Ís-
lands, Bolli borgarverkfræðingur, Unnur kona Halldórs Georgs Stefánssonar
læknis, Ragnhildur kona Pálma Hannessonar rekstors Menntaskólans í Reykja-
vík, Þorvaldur iðnverkamaður í Ameríku. Skúli yfirdómslögmaður og alþing-
ismaður og Jón lögfræðingur og skáld, voru báðir látnir er mynd þessi var tekin.
Bragi Björnsson
lögmaður og
löggiltur fast-
eignasali
Úlfar Þ. Davíðsson
sölustjóri
Börkur Hrafnsson
lögmaður
HATÚN 6A
SÍMI 5 12 12 12
www.foss.is
Netfang: foss@foss.is
FASTEIGNASALA
ATVINNUHÚSNÆÐI
HAFNARFJÖRÐUR – GLÆSILEGT Til
sölu eða leigu í miðbæ Hafnarfjarðar stórglæsi-
legt húsnæði með frábæru útsýni yfir höfnina í
góðu lyftuhúsi. Lyklar og allar nánari upplýs-
ingar á skrifstofu.
NÝBYGGINGAR
KIRKJUSTÉTT - GRAFARHOLT Falleg
raðhús alls 193,3 fm á tveimur hæðum á góðum
stað í Grafarholtinu. Stutt verður í alla þjónustu
og skóla. Húsin afhent fullbúin að utan en fok-
held að innan og lóð grófjöfnuð. Húsin eru tilbú-
in til afhendingar. Verð. 15,5–15,8 m. Nánari
uppl. og teikn. á skrifstofu.
EINBÝLISHÚS
ELLIÐAVATN – STÓRGLÆSILEGT
Erum með á sölu einbýlishús í algerum sérflokki
við Elliðavatn. Húsið er 278,4 fm á þremur pöll-
um. Allar innréttingar einstaklega glæsilegar.
Húsið er hannað af arkitektinum Steve Christer.
ÞINGHOLT Glæsilegt 133 fm nýuppgert ein-
býlishús á Lokastíg. Húsið er á þremur hæðum,
furugólfborð eru á annarri og þriðju hæð, flísar
á fyrstu hæð. Eignin er öll nýendurgerð. Eign
sem vert er að skoða. Verð 17,9 millj.
RAÐHÚS
BÁSBRYGGJA – ÚTSÝNI Mjög gott ca
207 fm raðhús á þremur hæðum á frábærum
stað í Bryggjuhverfi. Húsið stendur við sjávar-
bakkann og er með glæsilegu útsýni. Rúmgóður
innbyggður bílskúr. Tilboð óskast.
SÉRHÆÐ
SÓLHEIMAR – ÚTSÝNI Rúmgóð og björt
sérhæð með miklu útsýni yfir Laugardalinn. Þrjú
góð svefnherbergi, stofa og sólstofa. Rúmgott
eldhús. Flísalagðar svalir. Verð 14,5 millj.
4RA-5 HERBERGJA
VESTURBÆR – BRÁVALLAGATA
Rúmgóð rúmlega 90 fm íbúð í góðu steinhúsi á
vinsælum stað í Vesturbænum. Tvær samliggj-
andi stofur og tvö góð svefnherbergi. Verð 11,5
millj.
KÓPAVOGUR – LÆKJASMÁRI Mjög
góð íbúð á tveimur hæðum á þessum vinsæla
stað í Kópavoginum. Sérstæði í bílskýli fylgir
eigninni. Sérinngangur. Verð 15,9 millj.
LEIFSGATA – MIÐBÆR Björt og falleg
fjögurra herbergja íbúð á jarðhæð. Nýlegt og
fallegt eldhús. Flísalagt baðherbergi. Nýtt park-
et. Góður garður. Góð eign á góðum stað. Verð
10,5 m.
3JA HERBERGJA
BÁRUGATA – HÆÐ Góð hæð í einstak-
lega fallegu steinhúsi á þessum vinsæla stað.
Hátt til lofts og björt. Nýlegt rafmagn og pípu-
lögn. Parket og flísar á gólfum. Verð 12,9 millj.
ATVINNUHÚSNÆÐI TIL LEIGU EÐA SÖLU
TIL LEIGU EÐA SÖLU HÚSNÆÐI Á HELSTU
VERSLUNARSVÆÐUM BORGARINNAR
KNARRARVOGUR Vorum að fá í sölu gott ca 670 fm verslunar- og skrifstofu-
húsnæði við Knarrarvog í Reykjavík.
GRAFARVOGUR Til sölu blandað glæsilegt skrifstofu- og lagerhúsnæði við
Fossaleyni. Stærð húss er rúmlega 2.100 fm.
FAXAFEN Til leigu við Faxafen um 700 fm, hagstæð leiga.
HLÍÐARSMÁRI 2000 fm þar af 1000 á verslunarhæð. Verð 1200 og 1400 kr. pr.
fm.
VATNAGARÐAR Gott atvinnuhúsnæði 945,8 fm. Húsnæðið er á tveimur hæð-
um. Húsið var tekið í gegn að innan fyrir u.þ.b. tveim árum. Mikið útsýni til Esjunn-
ar. Gæti vel hentað sem lager- og skrifstofuhúsnæði. Tvennar aðkeyrsludyr eru á
framhlið. Símkerfi ásamt tölvu- og raflögnum getur fylgt. Húsnæðið er laust nú
þegar. Góð lán geta fylgt með. Tilboð.
VIÐ LAUGAVEG 800 fm á 1. og 2. hæð og í kjallara. Hagstæð leiga.
GRAFARVOGUR Skrifstofu- og þjónusturými 2150 fm. Meðalverð 1000 kr. pr.
fm.
SKÓLAVÖRÐUSTÍGUR Til sölu glæsilegt rúmlega 300 fm atvinnuhúsnæði,
miklir möguleikar. Frekari upplýsingar á skrifstofu.
HVERAFOLD - ÁHV. BYGGSJ. CA
5,6 M. Góð ca 90 fm íbúð á 2. hæð í góðri vel
staðsettri blokk, glæsilegt útsýni. Þvottahús í
íbúð. Parket og flísar á gólfum. Verð 11,9 millj.
2JA HERBERGJA
BREIÐHOLT – HÓLAR Óvenju rúmgóð og
vel skipulögð tveggja herbergja íbúð í góðu húsi
í snyrtilegu hverfi. Verð 8,2 millj.
MIÐBÆR – LAUGAVEGUR Mjög góð
tveggja herbergja risíbúð í bakhúsi við Lauga-
veginn. Spónaparket á gólfum. Íbúðinni er hag-
anlega fyrir komið og hver fermetri nýttur til
hins ýtrasta. Verð 6,8 millj.
Magnús I. Erlingsson
lögmaður
Fasteignasalan Foss er flutt í nýtt húsnæði í Hátúni 6a (Fönix-húsið)
VANTAR
VEGNA MIKILLAR SÖLU VANTAR OKKUR ALLAR
GERÐIR EIGNA Á SKRÁ
FASTEIGNASALAN
FOSS ER FLUTT Í
NÝTT HÚSNÆÐI
Í HÁTÚNI 6A
(FÖNIX-HÚSIÐ)