Morgunblaðið - 19.03.2002, Page 32

Morgunblaðið - 19.03.2002, Page 32
32 C ÞRIÐJUDAGUR 19. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐHeimiliFasteignir GARÐATORG Garðatorg 7 - Garðabæwww.gardatorg.is Guðmundína Ragnarsdóttir hdl. og lögg. fast.sali Þórhallur Guðjónsson sölumaður Sigurður Tyrfingsson sölumaður EIGNAMIÐLUN  545 0800 Hörgslundur - GBÆ. Mjög gott samt. 241 fm einbýli m/tvöf. bílsk. á ró- legum og góðum stað í neðri lundum. Húsið sem er teiknað af Kjartani Svenssyni er mjög skemmtilega hannað. Stórar stofur, 4 svefnherb. blómaskáli. Stór og fallegur garður. Gott hús. SÚLUNES - GBÆ. Nýk. í sölu mjög glæsilegt um 200 fm einbýli m. 43,5 fm bílskúr. Sérlega vandað og rúmgott hús með fallegum innréttingum og tækkjum. 1500 fm eingarlóð. Stór verönd og hellulagt upphitað plan. TJALDANES - GBÆ - LAUST Glæsilegt um 300 fm einb. með tvöf. bílsk. á frá- bærum stað á Arnarnesinu. Gott útsýni og fallegur og vel hirtur garður. Húsið er laust. Gott tækifæri fyri vandláta ÞRASTARNES - GBÆ. Nýkomið í sölu gott samtals um 450 fm einbýli á frábærri 2000 fm lóð yst á Arnarnesinu. Húsið er að grunnfleti 200 fm og er ein íb á efri hæð og tvær á þeirri neðri. 55 fm bílskúr. Húsið stendur innst í botlanga. SPÓAÁS - Hfj. Stórglæsilegt 215,2 fm með 47,7 fm innb. bílsk. Sérsmíðaðar iinnréttingar og allt einstaklega vand- að. Frábær staðsetning. Um er að ræða einstaklega glæsilegt og tæknilegt hús. Sjón er sögu ríkari. HOLTÁS-GBÆ. Mjög glæsilegt 155,8 fm auk 49 fm tvöfalds bíl- skúrs. Stórt eldhús með fallegum innréttingum. Frá- bær staðsetning rétt við hraunjaðarinn og útsýni yf- ir allt frá Keili til Esju. Rað- og parhús BREKKUBYGGÐ - GBÆ Nýkomið í einkas. lítið raðhús (75,8 fm) á mjög góðum og eftirsóttum stað í Garðabænum. Mjög gott aðgengi, lítill garður. Laus strax. KJARRMÓAR - GBÆ. M/bílsk. Vorum að fá í sölu snoturt ítið raðhús. 2-3 svefn- herb. Verönd í garði. Mjög góður 30 fm bílsk. há hurð. Verð 14.6 milj. KRÓKAMÝRI - GBÆ Nýk. í sölu 106 fm tíl. parhús. 3 svefnherb. Hús á skólsælum stað í nálægð við alla þjónustu. Stutt í skóla og þíróttir. Verð 15 milj. KLAUSTURHVAMMUR - HFJ. m/auka íb. Mjö gott 306 fm raðh. með innb. bílkskúr. Um er að ræða mjög gott hús á frábærum stað, mikið útsýni (Keilir, Snæfellsjökull). Möguleiki á aukaíb. á neðstu hæð með sérinngang. KLETTABERG - HFJ. Mjög glæsilegt 219,6 fm parhús með innb. stórum bílskúr. Sérsmíðaðar maghony innréttingar og hurð- ir. Flísar á gólfum neðri hæðar. Stórar suður svalir og frábært útsýni til suðurs. Stutt í þjónustu og skóli í stuttu göngufæri. Glæsliegt hús í alla staði. 4ra herb FÍFULIND - KÓP. Glæsileg íbúð á tveimur hæðum. Íbúðin er með tveimur rúmgóðum herbergjum. Uppi er falleg stofa með gengheilu olíubornu parketti. Glæsilegt eldhús með fallegri hvítri innréttingu. Verð kr. 15.5 milj. 3ja herb. FURUGRUND - KÓP. 3-4 herbergja 87,7 fm íbúð með aukaherbergi. Rúmgóð stofa og 2 svenherbergi bað flísar í hólf og gólf. Verð 11,9 milj. 2ja herb. FURUGRUND - KÓP 2-3 herbergja íbúð með aukaherb. Góð staðsett- ing, stutt í alla þjónustu. Verð 9.8 mill. Penthouse FUNALIND - KÓP. Glæsileg 151 fm íbúð á 2 hæðum. Stórar stofur með útgengi á suður svalir. Efri hæð er með sjón- varps og húsbóndaherbergi. Eldhús er með maha- gony innréttingum . Gólfefni: Mahagony parket er á öllum gólfum nema eldhúsi . Glæsileg eign. Verð 16.9 milj. Einbýli ÁSBÚÐ - GBÆ Mjög gott einbýli samt. 202.8 fm með 43 fm bílsk. 4 svefnherb., rúmgóð sólstofa, sauna og góður bíl- skúr. Góður og vel ræktaður garður. Verð 19.7 milj. FAXATÚN - GBÆ. Gott samttals 192,7 fm einbýli. 4 svefnherb, 3 stof- ur góður bílskúr og fallegur og vel ræktaður garð- ur. Hús með mikla möguleika. HOLTSBÚÐ - GBÆ. m/aukaíb. Mjög gott 253,9 fm tvílyft einbýli á góðum stað. Á neðri hæð er m.a. aukaíbúð. Stór og fallegur garð- ur. LINDARFLÖT - GBÆ Mjög gott um 140 fm hús auk bílskúrs á allra besta stað á Flötunum. Mikið endurnýjað. Fallegt hús á friðsælum stað. Stutt í skóla. ÞRASTARLUNDUR - GBÆ. Mjög gott samtals 199,6 fm einbýli á góðum stað í Garðabænum. 4 svefnherb., parket á gólfum og fallegar innréttngar. Gott og vel umgengið hús. Fallegur ræktaður garður. Verð 22. mij. Atvinnuhúsnæði FJÁRFESTINGARTÆKIFÆRI Atvinnuhúsnæði með 4 íbúðum og um 300 fm samtals um 570 fm Gott tækifæri til fjáfestingar. SUÐURHRAUN - TIL LEIGU. Mjög gottt 404 fm iðnaðarhúsn. á frábærum stað í Hrauninu í Garðabæ. (Hafnarfirði) 4. m. inn- keyrsludyr. Mjög bjart og gott húsn. Gott hellu- lagt plan og greið aðkoma. Miklir mögul. hér. Mjög gott leiguverð. KRÓKHÁLS - 105 fm Mjög gott 105 fm atvinnuhúsnæði á þessum góða stað. Innkeyrsluhurð og 5 metra lofthæð. ASKALIND - KÓP. Vorum að fá til sölu mjög vel staðsett samtals 902 fm á tveimur hæðum auk möguleika á millilofti á efri hæð. Skiptanlegt í smærri einingar. Að- keyrsla að báðum hæðum. Mjög traustbyggt hús. VAGNHÖFÐI - 165 fm Mjög gott 165 fm húsnæði á einni hæð með góðri innkeyrsludyr. Vinnusalur, kaffistofa og skrifstofa. Gott útipláss og mögul. á viðbyggingu. GARÐABÆR SALA / LEIGA Stórglæsilegt 532 fm verslunar og skrifstofuhús- næði. Grunnflötur 425,4 og efri hæð 106,6 fm Þetta er hús í algjörum sérflokki. Mikið gler bæði í þaki og í sólstofum. Skiptanlegt í smærri eingar. Miklir möguleikar hér. Nýbyggingar TUNGUÁS - GBÆ. 2. aukaíb. Fallegt 220,7 fm einb, auk 38,7 fm bílskúr. Húsið er á tveimur hæðum og er mögulegt að hafa tvær íb. á neðri hæð. Húsið skilast rúmlega fokhelt að inn- an (einagrað o.f.) og tilb. að utan. SKJÓLSALIR - KÓP Glæsileg 182,6 fm raðhús með innb. 29 fm bílsk. 4 svefnherb, gott þvottah og geymsla. Mjög vel skipul. hús. Húsin eru á tveimur hæðum og skilast fullbúin að utan en fokheld að innan. SVÖLUHRAUN - HFJ. Mjög skemmtilegt 190 fm einbýli á einni hæð með tvöf. bílskúr. Frábærlega hannað hús í grónu og góðu hverfi. Fokhelt að inann og fullbúið að utan. LERKIÁS - GBÆ. / eitt hús eftir Mjög vel staðsett raðhús í nýja hverfinu í Garða- bænum. Um að ræða 141.1 fm hús. m/innb. bílsk. Húsið er á einni hæð og er tilbúið til afhendingar, fullbúið að utan og fokhelt að innan. Gott verð. KLETTÁS - GBÆ. Tvöf. bíls Frábær 190 fm raðhús á tveimur hæðum með tvö- földum bílskúr. 4 svefnherb. góðar stofur ofl. Góð- ur tvöf. jeppaskúr. Um er að ræða tvö endahús og tvö miðju hús. Skilast í vor fullbúin að utan og fok- held að innan. KRÍUÁS - HFJ. Mjög skemmtileg tvö 217,3 fm milliraðhús ásamt 29,3 fm bílsk. samt. 246,6 fm Mjög gott skipulag. Húsin skilast fullbúin að utan og fokheld að innan. Verð 13,3 milj. LERKIÁS - GB. Vorum að fá til sölu 180 fm raðhús á tveimur hæð- um. Vel skipulögð hús og gott útsýni. 4 svefnherb. og góðar svalir. Skilast fokheld í vor eða lengra komin. GBÆ - LÓÐ M/SÖKLUM Til sölu lóð, sökklar og teiknngar af glæsilegu ein- býli á mjög góðum stað í Ásahverfi í Garðabæ. Teikningar á skrifstofu Garðatorgs. GRENIÁS - GBÆ. Nýkomið í sölu 192 fm parhús í nýja hverfinu í Garðabæ. 4 svefnherb. mikið útsýni yfir Reykjanes og Álftanes. Falleg hús með mikla möguleika í hverfi sem á eftir að verða það eftirsóttasta á höf- uðborgarsvæðinu. MIKIL SALA Í GARÐABÆ VANTAR ALLAR TEGUNDIR EIGNA Á SKRÁ gardatorg@gardatorg.is ÞAÐ voru mikil viðbrigði aðkoma úr kuldanum á gamlahólmanum og í vorið á Ítal-íu, þó lítill tími gæfist til að njóta þess. Þekktasta kennileiti stórborg- arinnar Mílanó, sem er í norð- anverðum Pódalnum, er frægasta ópera heims, Scala. En borgin er ekki síður ein helsta stoð ítalsks atvinni- lífs, þar er geysiöflugur iðnaður sem og víða á Norður-Ítalíu. Á tveggja ára fresti safnast til Míl- anó lagnamenn til að skoða eina stærstu lagnasýningu Evrópu, sem á máli þarlendra nefnist „Mostra Conv- egno Expocomfort“og að þessi sinni stóð hún opin fyrir gesti og gangandi 5. – 9. mars. Þó gengið væri um sýninguna í tvo daga frá morgni til kvölds tókst ekki að komast um hana alla, svo nauðsyn- legt var að velja og hafna. Langflestir sýnendur voru frá Ítal- íu,. en þó voru mörg fyrirtæki frá ná- lægum löndum svo sem Sviss, Aust- urríki og Þýskalandi mætt á staðinn, einnig frá fjarlægari löndum svo sem Kína, en þar er gífurleg þróun í fram- leiðslu á hverskonar iðnaðarvarningi. Í því stóra landi er augljóslega ekki verið að þróa nýjar vörur, engin ástæða til að finna upp hjólið, ventl- arnir og tengin eru nákvæmlega eins og framleidd hafa verið lengi í Evr- ópu. Þetta minnir svolítið á Japani fyrir nokkrum áratugum, en þeir létu ekki sjá sig á þessari sýningu. Mikið í lagt Ítalir hafa verið í stöðugri framþró- un í framleiðslu á lagnavörum, sem hafa batnað mikið á síðustu tuttugu árum. Þar áður þótti það ekki par fínt að bjóða ítalska renniloka, en nú er öldin önnur, það er gæðavara í boði. Það er mikið lagt í slíkar sýningar sem þessa „Mostra“, mismikið þó. Sum fyrirtæki, eða þau stærstu, ganga reyndar svo langt að jafnvel fæla þau gesti frá með gauragangi og látum. Dansflokkar fáklæddra meyja þöndu sig á pöllum við ærandi músik hjá tveimur sýnendum og ungar stúlkur voru greinilega taldar hafa aðdráttarafl á sýningarpöllum innan um rör, krana og dælur. Flestar voru þær barnungar og að holdafari, nán- ast að falli komnar vegna ófeiti, þó tókst þeim mörgum að hafa klæð- isgopa sína svo naumt skorna að þeir virtust vera að springa á saumum. Búast má við ef þær hefðu verið borg- firskar hefðu forðagæslumenn í þeirri sveit látið málið til sín taka og mætt á staðinn með mál og vikt og kannað fóðrun og ásetning. Ekki virðast Ítalir almennt leggja hart að sér við tungumálanám, en virðast kunna sína ítölsku svo að orð- in streyma úr munni þeirra af mikilli mælsku. Þatta var einnig hægt að heyra þegar farið var um með rútum eða leigubílum. Þvílík mælska. Óneit- anlega varð manni hugsað til ýmissa þeirra er stjórna hávaða- og kjafta- þáttum í útvarpi hér heima. Þar er oft erfitt að heyra hvort við- komandi ætlar að takast að koma út úr sér óbrenglaðri setningu og þá eft- ir „sko“ „hérna“, ef ekki jafnvel „ha og uss og pú og kannski og sei, sei“. Oft varð uppi fótur og fit ef spurt var hvort viðkomandi kynni ensku, þá upphófst leit að honum eða henni sem gæti bjargað sér á því máli og þeir hinir sömu voru oft æði umsetnir. Hver er þróunin í lagnamálum? Það er líklega kominn tími til að snúa sér að efninu og því erindi sem var ástæða þess að vera skyndilega við Scala dyr, en sýningarsvæði er nánast inn í miðri borginni. Í stuttu máli er augljóst að það lagnaefni sem er í mikilli sókn nú er álplastið, eða álpexið sem það er oft- ast kallað, þó ekki sé alltaf um pex- plast að ræða við gerð þessara röra. Plaströr úr margskonar efnum voru að sjálfsögðu fyrirferðarmikil, fram- leiðsla þeirra er geysilega fjölbreytt bæði að efni og stærðum. Hinsvegar virðist það kerfi sem margir bjuggust við að yrði mjög ríkjandi, rör-í-rör kerfið, á undanhaldi, það voru fáir sem sýndu slík kerfi. Þrykkt tengi eru mikið framleidd, en þó er viss þróun í áttina að nota skrúfaðar tengingar, þó á þunn- veggja rörum sé. Snittuðu tengin og rörin sáust þarna þó þau hafi verið á hröðu und- anhaldi og það fáránlegasta sem sást á sýningunni er frá framleiðendum slíkra röra. Tveir slíkir sýnendur sýndu rör og tengi þannig breytt að í tengjunum var ekki skrúfgangur heldur tvær pakkningar, tengingu einfaldlega smeygt upp á rörið og þrykkt. Rökræðum frá Íslendingi og ábendingum um að ef slíkur tengi- máti væri notaður gætu rör og tengi verið miklu þynnri þegar ekki þyrfti að snitta og sama efni notað í þrefalt fleiri metra og tengihluta, var tekið með þunga. Þegar hér var komið um- ræðu misstu Ítalir yfirleitt síðustu kunnáttu sína í öðrum málum en móðurmálinu, hristu höfuðið og mælskan hvarf. En látum lokið í bili, en sagt verður frá fleiru síðar meir. Í Mílanó er fleira að sjá en Scala Lagnafréttir eftir Sigurð Grétar Guðmundsson pípulagningameistara/ sigg@simnet.is Rörin og tengin jafnefnismikil og þykk, aðeins pakkningar og þrykking í staðinn fyrir snittun og skrúfun. Þessi flúraði tyrkneski pottofn mundi sóma sér vel víða í Þingholtunum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.