Morgunblaðið - 19.03.2002, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. MARS 2002 C 33HeimiliFasteignir
STEINÁS GARÐABÆ
Glæsilegt nýtt 174 fm einbýlishús auk
42,4 fm bílskúrs alls 216,4 fm á einni hæð.
Húsið er í smíðum og ekki fullbúið en
íbúðarhæft. 4 góð svefnherbergi öll með
fataskápum, borðstofa, stofa, glæsilegt
fullfrágengið flísalagt baðherbergi. Stór
bílskúr með flísalagt gólf. tilv. 4127-14
SELÁS - FRÁBÆRT ÚTSÝNI
Glæsilegt nýtt framúrstefnuhús 183 fm á
tveimur hæðum auk 49,3 fm tvöfalds bíl-
skúrs. Innréttingar eru allar sérsmíðaðar
mjög nýtískulegar og vandaðar. Gólfefni
eru náttúruflísar og gegnheilt parket. Mikil
lofthæð á efri hæð, stórar svalir. Útsýni er
frábært yfir Elliðaárdalinn. Áhv. 8,5 millj.
Verð 35 millj. tilv. 30600-1
SÉRHÆÐIR
RAUÐALÆKUR - SÉRHÆÐ M.
BÍLSKÚR
Mjög skemmtileg 129,3 fm efri sérhæð í
fallegu þríbýlishúsi. Tvær samliggjandi
stofur, 2 stór svefnherbergi, stórt eldhús,
baðherb. með glugga, stórt hol. Möguleiki
á nýtingu á hluta í risi. Bílskúr 28 fm. Laus
strax. Verð 16,3 millj. tilv. 31911-1
4RA - 5 HERB.
BARÐASTAÐIR - LYFTUHÚS
Mjög góð fullfrágengin vönduð ný 119 fm
íbúð á annarri hæð í lyftuhúsi, 3 góð her-
bergi og stór stofa, þvottahús innan íbúð-
ar. Verð 14,3 áhv. ca 8,3 tilv. 30022-1
DÚFNAHÓLAR - LYFTA Góð 4ra
herb. 103 fm íbúð á 6. hæð í góðu lyftu-
húsi með frábæru útsýni yfir Reykjavíkur-
borg. Yfirbyggðar svalir og hús klætt að
utan. Áhv. 4,7 millj. Verð 11,9 millj. tilv.
31435-1
ENGJASEL - MEÐ BÍLSKÝLI
4ra-5 herb mjög góð íbúð á 1. hæð ásamt
stæði í lokuðu bílskýli. Stór stofa, góðar
innréttingar, parket. Tengi f. þvottavél og
þurrkarar á baði. Húsið klætt. Verðlauna-
lóð . Verð 12,9 millj. tilv 27303-1
SÓLHEIMAR-ÚTSÝNI
Einstaklega góð 123,4 fm 5 herb. endaí-
búð á 8. hæð í Sólheimum í mjög góðu
lyftuhúsi, auk 24,6 fm bílskúrs. Samliggj-
andi skiptanlegar stofur með parketi. Þrjú
svefnherbergi. Eldhús með endurn. innr.
Suðursvalir. Mjög góð sameign. Frábært
útsýni. tilv. 30375-1
3 HERBERGJA
HRÍSATEIGUR - TVÆR ÍBÚÐIR
- BÍLSK.
Tvær góðar 3ja herbergja íbúðir í þessu
húsi auk bílskúrs. Íbúðirnar eru 68 og 69
fm og geta selst sitt í hvoru lagi eða húsið
allt og bílskúrinn. Íbúðin á jarðhæð er öll
nýstandsett. Stór lóð. Laust fljótlega. Allar
frekari uppl. á skrifstofu. tilv. 28809-1
VESTURBERG - ÚTSÝNI 3ja her-
bergja 86 fm íbúð á efstu hæð í mjög
góðu fjölbýli. Parket á allri íbúðinni, góðar
innréttingar, stórar vestursvalir. Frábært
útsýni. tilv.31214-1
HJALLABRAUT HAFNARFIRÐI
Mjög góð 94,2 fm 3ja herb. íbúð á 3. hæð
í nýviðgerðu fjölbýli. Stór stofa, tvö góð
svefnherbergi, stórt eldhús, gott baðher-
bergi og þvottaherbergi í íbúð. Parket.
Verð 10,9 millj. tilv.29624-1
Í SMÍÐUM
SÚLUHÖFÐI - PARHÚS Glæsi-
legt parhús 152,5 fm auk 37,2 fm bílskúrs
alls 189,7 fm, allt á einni hæð. Húsið af-
hendist fullbúið að utan en fokhelt að inn-
an. 3 svefnherbergi, vinnuherbergi og
björt stofa. Afhendist strax. verð 14,8
millj. 4127-6
ATVINNUHÚSNÆÐI
BÆJARFLÖT - LAUST FLJÓT-
LEGA 100 fm mjög glæsilegt iðnaðar-
húsnæði með mikilli lofthæð og stórum
innkeyrsludyrum, auk um 30 fm millilofts.
Allt frágengið, malbikuð bílastæði. Laust
fljótlega. Verð 10,9 millj. tilv. 29094-1
TIL LEIGU
ELDSHÖFÐI - MIKIL LOFT-
HÆÐ
Til leigu u.þ.b. 330 fm mjög gott iðnaðar-
eða lagerhúsnæði með stórum innkeyrslu-
dyrum og lofthæð um 9 m. Möguleiki á að
setja milliloft að hluta eða allt. Stór malbik-
uð lóð. Laust 1.4.02. tilv 18247-3
ELDSHÖFÐI - 165 FM Til leigu
u.þ.b. 165 fm iðn.húsn. á jarðhæð. Stórar
innkeyrsludyr og hátt til lofts. Húsnæðið er
einn stór salur, í enda er wc og kaffistofa.
Gott plan fyrir utan. Tilv.18247-4
HLÍÐARSMÁRI 19 - VIÐ
SMÁRALIND
Til leigu 400 fm mjög bjart og gott verslun-
arhúsnæði á jarðhæð í sama húsi og
Sparisjóður Kópavogs. Húsnæðið leigist í
einingum frá um 100 fm. Mikið auglýsinga-
gildi. Til afhendingar strax. tilv. 15599-2
VIÐARHÖFÐI
Mjög gott iðnaðarhúsnæði með stórum
innkeyrsludyrum. Húsnæðið skiptist í
u.þ.b. 230 fm sal og u.þ.b. 100 fm vandað
skrifstofuhúnæði. tilv.31216-1
STÆRRI EIGNIR
HRYGGJASEL - 2 ÍBÚÐIR
Mjög vandað 272 fm einbýlishús, kjallari
og tvær hæðir, auk 54,6 fm tvöfalds bíl-
skúrs. Í kjallara er mjög góð 2ja herbergja
íbúð auk geymslurýmis. Á 1. hæð eru
meðal annars stórt eldhús, stórar stofur
og sjónvarpsherbergi. Á 2. hæð eru 4 góð
svefnherbergi og baðherbergi. Tvöfaldur
stór bílskúr. Verð 26,0 millj. tilv.31428-1
NAUSTABRYGGJA - RAÐHÚS
Þrjú ný raðhús á þessum sérstaka stað al-
veg við sjóinn. Hús u.þ.b. 230 fm og bíl-
skúrar 36-40 fm. Húsin afhendast fullfrá-
gengin að utan. en tilbúin til innréttinga að
innan. tilv. 16017-1
BRÚNASTAÐIR - RAÐHÚS
Mjög vel skipulagt 131 fm raðhús á einni
hæð, þar af er 21,5 fm bílskúr. Í húsinu er
m.a. 3 góð svefnherb., sjónvarpshol, stór
stofa, gott eldhús með sprautulakkaðri
innréttingu og borðkrók. Húsið er nær full-
búið. Verð 17,5 millj. tilv.31220-1
Suðurlandsbraut 54 - við Faxafen - 108 Reykjavík
Sími 568 2444 - Fax 568 2446
INGILEIFUR EINARSSON, löggiltur fasteignasali.
ÞÓRÐUR JÓNSSON SÖLUM., SJÖFN ÓLAFSDÓTTIR SKJALAGERÐ,
MARÍA ÞÓRARINSDÓTTIR.
BARÐASTAÐIR - RAÐHÚS
GLÆSILEGT, FOKHELT, STEINSTEYPT RAÐHÚS Á TVEIMUR HÆÐUM M.
TVÖFÖLDUM INNBYGGÐUM BÍLSKÚR, ALLS 225,6 FM. Húsið afhendist fullfrá-
gengið að utan, en í fokh. ástandi að innan, steinað að utan með kvarsi. 4 stór
svefnherbergi, stofa og borðstofa með frábæru útsýni. Verð frá 15,5 millj.
Tilv.-19808-15
FROSTAFOLD - BÍLSKÚR - ÚTSÝNI
Falleg 6 herb. 158 fm íbúð á tveimur
hæðum í mjög góðu 6 íbúða húsi, ásamt
25 fm bílskúr. 4 góð svefnherb. möguleiki
á 5. Góð stofa, stórt sjónvarpshol,
þvottaherb. og baðherbergi. Gríðastórar
suðursvalir, Frábært útsýni. Verð 17,9
millj. Tilv.-30483-1
asbyrgi@asbyrgi.is www.asbyrgi.is
MYNDIR á veggjum og fjöl-
skyldumyndir setja gjarnan mikinn
svip á heimili fólks og þær eru líka
mikilvægar á veggjum fyrirtækja og
stofnana.
Innrömmun Sigurjóns Fákafeni 11
hefur rammað inn myndir af ýmsu
tagi sl. 25 ár.
„Við keyptum fyrirtækið fyrir sex
árum og þá var það komið hingað
inn í Fákafen, en það var starfrækt
áður á ýmsum stöðum á liðnum ár-
um,“ segir Ragnheiður Torfadóttir
sem er annar eigenda að Inn-
römmun Sigurjóns. Hinn er maður
hennar Sigurður Kristinn Finnsson.
En höfðu þau unnið við inn-
römmun áður en þau slógu til og
keyptu þessa starfsemi?
„Nei, en maðurinn minn er hús-
gagnasmiður og hafði unnið mörg
ár við smíði í Þjóðleikhúsinu,“ svar-
ar Ragnheiður.
Gamlir kjólar og
gallabuxur rammaðar inn
Er mikið að gera í innrömmun
mynda?
„Já, hér eru reyndar ekki bara
rammaðar inn myndir, allt mögulegt
sem tengist ungbörnum er rammað
inn hér, svo sem skór, skírnarkjólar,
gamlir kjólar eða fallegar gallabuxur
eða eitthvað sem tengist minn-
ingum um börn.
Við vorum að auka starfsemina
um síðustu áramót og opnuðum þá
sal þar sem við höfum á veggjum
málverk sem við seljum.
Þessi málverk eru eftir ýmsa
listamenn. Svo erum við tekin til
við að flytja inn platta til að hafa á
veggjum eftir kanadískan lista-
mann, Sid Dickens, þeir eru úr tré
og steyptir í gips.
Plastaðar myndir
endast betur en hinar
Í hverju er mest að gera hjá ykk-
ur?
„Það er innrömmun. Við erum
með margskonar lista til sölu utan
um myndir, bæði fyrir málverk og
alls kyns listaverk, teikningar og
fjölskyldumyndir. Við gerum einnig
mikið af því að líma upp ljósmyndir
á „foam“, sem er mjúkt efni en
samt nægilegt hart fyrir myndir.
Límt er í vacumpressu og kostur er
að það er hægt að plasta yfir mynd-
irnar. Myndir verða fyrir út-
fjólubláum geislum sem gerir þær
forgengilegri, plastaðar myndir
endast betur.“
„Hvaða listaefni eru vinsælust?
„Gylltir listar eru alltaf vinsæl-
astir og algengastir, bæði utan um
myndir og spegla, en við seljum
spegla hér af ýmsum stærðum og
gerðum – allt eftir óskum við-
skiptavinarins.“
Hvernig myndir er mest komið
með í innrömmun?
„Mest er komið með listaverk af
ýmsu tagi. Í flestum tilvikum eru
sérstakir rammar notaðir fyrir olíu-
málverk, dýpri en fyrir aðrar mynd-
ir. “
Hvernig gler er best að nota?
„Tveggja millimetra gler er mest
notað, við eru bæði með venjulegt
gler og matt gler en það venjulega
er vinsælla. Við römmum einnig inn
óskaplega mikið af útsaumuðum
myndum. Bæði í ramma og á blind-
ramma.“
Hvað er blindrammi?
„Það er rammi sem efnið er
strekkt utan um. Slíkir rammar eru
mikið notaðir bæði til að strekkja á
olíumálverk og útsaum.“
Ramma inn myndir,
útsaum og minjagripi
Morgunblaðið/Kristinn
Innrömmun Sigurjóns býður m.a. upp á spegla eins og hver vill hafa þá.
Ragnheiður Torfadóttir
Hjá Innrömmun má fá málverk eftir yngri sem eldri listmálara.