Vísir - 30.04.1980, Blaðsíða 9

Vísir - 30.04.1980, Blaðsíða 9
„Mestu skiptir hver forsetinn er af sjálfum sér, að hann hafi tii aO bera menntun og þekkingu, skapstyrk og dómgreind, orðsnilld og glæsimennsku og aöra góða mannkosti. Með þaö i huga göngum við til forsetakjörs I sumar”, segir Gunnar Stefánsson i þessari grein. VISIR Miövikudagur 30. april 1980 K» •**“ % * æ£,íssíEw‘“** * aö forseti sé „veislustjóri þjóö- arinnar”. Slikt er þó engin minnkun enda meðal annars hlutverk forseta aö bregöa viröulegum og menningarleg- um svip yfir hátiöarstundir þjóöarinnar. Annars hygg ég aö hlutverki forsetans hafi ekki verið betur lýst en i útvarpser- indi sem Hákon heitinn Guö- mundsson borgardómari flutti fyrir tólf árum. Þaö birtist i Timanum 16. júni 1968 og væri ástæöa til aö endurprenta þaö nú. Hákon sagöi: „Forsetastaö- an hér á landi er fyrst og fremst tignarstaöa. Viö ýmis tækifæri kemur hann fram sem fulltrúi þjóöarinnar og skilur sig þar og þá frá fulltrúum ákveöinna stétta eöa stjórnmálaflokka. Hann stendur utan og ofan viö dægurþrasiö og pólitisk og efna- hagsleg átök innan þjóölifsins. Hann er tákn sjálfstæörar og fullvalda þjóöar — einingartákn þeirra óliku og marghverfu þátta sem þjóöarheildin er ofin úr. En jafnframt er hann þó eins konar öryggisvörður stjórnar- farsins, sem getur látið til sin taka þegar sérstakar aöstæöur skapast, og einstakar aflstöövar stjórnkerfisins gegna ekki hlut- verki sinu eöa ef þaö veröur i heild óstarfhæft”. I þessu ljósi eiga menn aö velja forsetann, fyrirsvars- mann pjóöarheildarinnar, ein- ingartákn og fulltrúa lands- manna sem beint geti hugum þeirra aö sameiginlegum mark- miöum. Viö hljótum aö treysta þjóökjörnum stjórnmálafor- ingjum til aö hindra slikt upp- lausnarástand og öngþveiti á löggjafarsamkomunni aö for- seti þurfi aö beita neyöarvaldi sinu. Slikt myndi rýra virðingu þingsins stórlega og má þaö þó aö margra dómi ekki viö aö setja ofan. En jafnvel þótt svo færi aö forseti yröi aö láta til sin taka meö þeim hætti er eftir að svara þeirri spurningu hvers konar maður stæöi þar best aö vigi til aö beita forsetavaldi af sanngirn-r': Umsvifam ikill stjórnmálamaður, reyndur diplómat, lipur embættismaöur eöa maöur sem staöiö heföi utan valdakerfisins, til aö mynda virtur menningarfrömuöur likt og núverandi forseti. Mestu skiptir hver forsetinn er af sjálf- um sér, að hann hafi til aö bera menntun og þekkingu, skap- styrk og dómgreind, orösnilld og glæsimennsku og aöra góöa mannkosti. Meö þaö i huga göngum viö til forsetakjörs i sumar. Magnús Bjarnfreðsson skrifar um forsetakosningarnar I VIsi 25. april: „Veislustjóri — eöa hvað?” Greinin er ekki samin tii að mæla með ákveðnum frambjóðanda aö séö verði en henni er greinilega beint GEGN ákveönum frambjóðanda sem ýmsum stendur stuggur af hve mikinn hljómgrunn hefur fengið. Magnús segist vilja láta I ljós „undrun yfir þvi hvað menn viröast ætla að kjósa.Ég fæ ekki betur séð en þjóðin sé að fara að kjósa sér veislustjóra”, segir hann og bætir við: „Jafnvel frambjóðendur til forsetaembættis reyna aö fullvissa kjósendur um að persónulegar skoðanir þeirra og llfsvið- horf muni engu skipta ef þeir fá þann virðingarsess sem keppt er aö”. Þessu siöasta er greinilega beint til Vigdisar Finnbogadóttur vegna svara hennar við spurningum Morgunblaðsins á dögunum. Af hálfu biaðsins var mest kapp á það lagt að þýfga frambjóöendur um skoðanir þeirra I umdeiidum þjóðmáium, einkum utanrikismálum, rétt eins og forsetastaðan veiti mönnum færi á að ráða þeim til lykta að viid sinni. En Vlgdis benti réttilega á að einkaskoöanir forsetans i slikum efnum komi embættinu ekki viö. Forseti hlýtur umfram allt aö viröa lýðræöislegar leikreglur. Þjóðkjörið þing markar stefnuna og óhugsandi að forseti risi gegn þeirri stefnumótun hver sem per- sónuleg afstaða hans kann að vera. Við siöasta forsetakjör var mjög reynt aö gera frambjóðanda tortryggiiegan vegna skoðana hans á utanrikismálum. Það tókst ekki þá og mun mistakast nú. neðanmóls Valdsvið forseta Magnús leggur á þaö þunga áherslu hve forseta sé fengiö mikiö vald samkvæmt stjórnar- skrá. Raunar draga ýmsar greinar stjórnarskrár mjög úr þvi. En hann hefur þó vald til aö skjóta málum til þjóöaratkvæö- is meö þvi aö neita aö staöfesta lög og stjórnarathafnir. Þjóöfé- lagsþróun hefur öll veriö i þá átt aö likur á aö til valdbeitingar forsetans komi minnka stööugt. 1 opnu og fjölvirku lýöræöis- þjóöfélagi nútímans, meö dreiföu ákvöröunarvaldi, er raunar þverstæöukennt aö ætla einum kjörnum embættismanni úrslitaráö. Þess vegna má ekki leggja of mikið upp úr öryggisá- kvæöi stjórnarskrárinnar um frestandi neitunarvald forseta. Magnús segir aö forseti geti „alfariö hafnaö” bráöabirgöa- lögum. Þaö hef ég ekki heyrt eöa séö fyrr I umræöu um vald forseta og visa til lögspakari manna en viö Magnús erum aö gera grein fyrir því. — En al- menn{ má segja um frestunar- vald forseta aö varla er unnt að hugsa sér að þvi verði nokkru sinni beitt. Þvl aöeins kæmi þaö til aö forseti hefði rökstudda á- stæöu til aö ætla aö meirihluti þjóðarinnar sé andvígur meiri- hluta þjóökjörins þings i stór- máli. A timum opinnar umræöu, vaxandi áhrifa fjölmiöla og til- tölulega greiðra samgangna al- mennings og stjórnvalda má slikt heita óhugsandi. Mundi ekki almenningsálit hafa knúiö þingiö til aö breyta afstööu sinni áöur en máliö lenti á boröi for- seta? Stjórnarmyndunarvaldið Magnús bendir á aö forsetinn fari einhliða meö vald til stjórn- armyndunar. 1 þeim efnum hafa myndast ákveönar venjur. 1 í; *H-sSs5s3£ • Gunnar Stefánsson gerir hér að umtalsefni grein Magnúsar Bjarn- freðssonar í Vísi á föstu- daginn var um forseta- kosningarnar og forseta- embættið og er á önd- verðum meiði við Magnús um margtaf því, sem þar var sagt. —- m— I lésSssíSsSs Fyrsti forseti lýöveldisins var sem kunnugt er umdeildur fyrir hvernig hann hélt á þessu valdi. öröugt ætla ég hins vegar að færa aö þvl rök aö óeölilega hafi veriö staöiö aö stjórnarmynd- unum I tiö núverandi forseta. Þar hefur oftast verið leitaö fyrst til þess flokks sem mest jók fylgi sitt I kosningum og siö- an til annarra flokka eftir stærö. Forsetinn hefur i hendi sér aö mynda utanþingsstjórn ef hvorki gengur né rekur. Sliku valdi hefur ekki þurft aö beita frá lýðveldisstofnun. En tilvist þess er þýöingarmikil og i ljósi reynslunnar veröur aö ætla aö hún dugi sem aðhald fyrir þing- ið. Forseti getur sett stjórn- málaflokkum frest til stjórn- armyndunar en hótaö utan- þingsstjórn aö öðrum kosti. Slik hótun hlýtur aö duga áfram eins og hún hefur gert síöustu ára- tugi. Veislustjóri — einingartákn Magnúsi finnst lööurmannlegt i*l 1*1 i* »1 _ 1*1 ám* "GES&\\ 83s*=ssíí»»i U?;£í,» I i XæSSsSs&, \&HgSZSu * í£SSm> ’Sím!*— 4gS. V' íWSCÍS- I tgttíA sss*sss,'iC* 5sft-3sSutí »1 IsasrtSlsi SsfelssgiíV’ ssmess * %**í.m»mmmm*Ti—i 25» ”Zmm»'* Grein Magnúsar Bjarnfreðssonar sem bar yfirskriftina „Veislustjóri eða hvaö” og birt var I Visi á föstudaginn. HLUTVERK FORSETANS

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.