Vísir - 17.05.1980, Side 31

Vísir - 17.05.1980, Side 31
Laugardagur 17. mal 1980 31 Verölaunahafarnir viö athöfnina I Höföa. Frá vinstri: Arni Blandon, GuBbjörg Þórisdóttir og Páll H. Jónsson. (Visism BG). VERBLAUN ANNAÐ ARIfi f RÖÐ FYRIR RESTU RARNARÖKINA I gær var úthlutaö verölaun- um Fræösluráös Reykjavikur- borgar fyrir bestu frumsömdu og þýddu barnabækur ársins 1979. Fyrir bestu frumsömdu skáldsöguna hlaut verölaunin Páll H. Jónsson fyrir bók sina Agnarögn. Þetta er annaö áriö I röð, sem Páll fær þessi verö- laun. Fyrir bestu þýddu barna- bókina fengu verölaun hjónin Arni Blandon og Guöbjörg Þór- isdóttir, en þau þýddu bókina —I föðurleit — eftir hollenska rit- höfundinn Jan Terlouw. Báöar þessar bækur voru gefnar út af Bókaútgáfunni Iöunni. Ms BLÚMARðSIR A AKUREYRI Næstkomandi sunnudag, 18. maf, frumsýnir Leikklúbburinn Saga á Akureyri leikrit Ólafs Hauks Simonarsonar, „Blóma- rósir”. Leikstjóri erSólveig Halldórsdóttir, en búningana geröi Valgeröur Bergsdóttir. Höfundurinn endurskrifaöi verulegan hluta leiksins sér- staklega fyrir klúbbinn. Leik- klúbburinn Saga er áhugaleik- hús ungs fólks á Akureyri og var stofnaöur I ársbyrjun 1976. Hef- ur hann aö jafnaöi tekiö fyrir eitt verk árlega siöan. Sýningin veröur í Samkomuhúsinu á Akureyri og hefst klukkan 20.30. A myndinni eru þær Guörún Guömundsdóttir og Helga Sig- riöur Þórsdóttir i hlutverkum sihnum. HMB, — Akureyri Hawaii-stúlka í Víslsbíói Ha wai-stúlkan heitir kvik- myndin, sem sýnd veröur i VIsis- bió i dag, laugardag. Þetta er gamanmynd i litum og meö is- lenskum texta. Sýningin hefst kl. 15 f Hafnarbió. Afmæli Slglufjarðar Siglfiröingar halda aö venju hátfölegt afmæli kaupátaöarins þann 20. mal. Fjölbreytt dagskrá verður um kvöldiö I Bfóhúsinu f tilefni dagsins. Þar koma fram, meðal annarra, Jóhann Hannes- son, menntaskólakennari, og Þórarinn Eldjárn, skáld. Auk þess veröur þar kórsöngur, lúðra- sveit og fleira. 1 sambandi viö af- mæliö veröur opnuö málverka- sýning Gylfa Ægissonar f dag, laugardag, og veröur hún opin fram yfir afmæliö. RJ-Siglufiröi/ATA Vigdís með kynnlngarfund á Hótel Sðgu Stuöningsmenn Vigdisar Finn- bogadóttur héldu almennan kynningarfund á Hótel Sögu aö kvöldi uppstigningardags og var hiisfyllir á fundinum. Jónas Jónsson búnaöarmála- stjóri stýröi fundinum en Þór MagnUsson þjóöminjavöröur greindi frá undirbúningsstarfi á vegum stuöningsmanna Vigdfsar. Kom þar fram aö I undirbúningi er aö gefa Ut blaö stuönings- manna Vigdlsar sem nefnist „Þjóöin kýs”. Kemur fyrsta tölu- blaö Ut eftir fáeina daga. Þá.flutti Vigdfs Finnbogadóttir ávarp og lýsti ástæöum þess aö hún gaf kost á sér, sem og viö- horfi slnu til forsetaembættisins. Einnig svaraöi hún fyrirspurnum fundargesta. HR Johanns Hafsiein minnsl ð Aihingi Jón Helgason forseti sameinabs þings minntist á þingfundi f gær andláts Jóhanns Hafsteins fyrr- verandi alþingismanns og ráö- herra, en hann andaðist aöfara- mótt uppstigningadags, 64 ára aö aldri. 1 ræöu sinni vék Jón Helgason aö störfum Jóhanns Hafsteins. Kom þar fram aö hann var fyrst kosinn á þing 1946 sem þingmaöur Reykvfkinga og sat hann óslitiö á Alþingi til vors 1978 er hann dró sig I hlé eöa alls 35 þing. Þá varö hann fyrst ráöherra 1961 og slðan forsætisráöherra 1970-71. -HR Franskir tónieikar Frönsk tónlist, franskur stjórn- andi og franskur einleikari — þaö má meö sanni segja aö franskur andi svifi yfir Háskólablói I dag! Sinfónluhljómsveit islands heldur tónleika þar kl. 14 og eru þetta áskriftartónleikar þeir, sem féllu niöur þ. 11. okt. 1979. Hljómsveitarstjórinn Jean- Pierre Jacquillat hefur stjórnaö fjölda hljómsveita I Bandarlkjun- um og Evrópu og hefur m.a. verið einn af aöalstjórnendum Orchestre de Paris. Hann hefur veriö ráöinn aöalstjórnandi Sinfónfuhljómsveitarinnar næstu 3 árin. Einleikarinn Pascal Rogé er fæddur áriö 1951 og hann hefur veriö aö læra og spila á planó siöan hann var 4 ára gamall. Hann hefur leikiö inn á fjöldann allan af hljómpltöum, spilaö meö mörgum helztu hljómsveitum heims og haidiö einleikstónleika. Rogé vann fyrstu verðlaun I Marquerite Jong-Jacques Thibaud keppninni I Parfs og einnig I Georges Enescu keppn- inni I Bukarest. Verkin sem flutt veröa eru þessi: Tombeau de Couperin, Sonatina, Pavane, Planókonsert fyrir vinstri hönd og Bolero — öll eftir Ravel. MS SLYS A SIGLUFIRfll Mjög haröur árekstur varö á Siglufiröi á uppstigningardag. Tveir bilar rákust saman á horni Túngötu og Eyrargötu um klukk- an 18. Ein stúlka slasaöist, svo aö flytja varö hana á sjúkrahús. Báöir bilarnir eru mikiö skemmdir og töldu sjónarvottar merkilegt aö ekki skyldu veröa frekari slys á mönnum. Annar bfllinn var frá Siglufiröi en hinn frá Akureyri. RJ-Siglufriöi/—ATA Verðlaunamynd á 3-bíóí Krakkar sem ætla á 3-bIó á sunnudag, geta notiö góös af tékknesku kvikmyndadögunum, sem nú standa yfir I Háskólabfó, þvl þar veröur sýnd teiknimyndin KRABAT frá Tékkóslóvakfu. Myndin segir frá Krabat, fátæk- um strák, sem á flakki sfnu kem- ur aö dularfullri myllu. Þar lærir hann galdra, veröur skotinn I stelpu og lendir I bardaga viö galdrameistarann. Myndin fékk verölaun sem bezta barnamyndin áriö 1978 I Teheran — af öllum stööum! Sýningin hefst eins og fyrr sagöi kl. 3 og tekur 74 mlnút- ur. Ms Lykur sludents- próli í llðlulelk Unnur Pálsdóttir fyrsti nem- andinn sem lýkur burtfaraprófi frá Tónlistarskólanum I Keflavik á tónlistarbraut til stúdentsprófs, heldur burtfararprófstónleika I dag kl. 18 I Keflavlkurkirkju. Unnur lýkur áttunda stigi I fiöluleik jafnframt stúdentsprófi frá Fjölbrautarskóla Suöurnesja, en kennari hennar hefur verið 'Arni Arinbjarnarson. A tónleikunum I dag annast Ragnheiöur Skúladóttir undir- leik, en öllum er heimill aögangur aö tónleikunum. -HR Unnur Páisdóttir LJOSMYNDAÞJONUSTAN S.F. LAUGAVEGI178 REYKJAVIK

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.