Morgunblaðið - 14.04.2002, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 14.04.2002, Qupperneq 6
FRÉTTIR 6 SUNNUDAGUR 14. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ VIKAN7/4 –13/4 ERLENT INNLENT  DAVÍÐ Oddsson for- sætisráðherra hitti Kjell Magne Bondevik, norskan starfsbróður sinn, í Osló á föstudag þar sem þeir gerðu hvor öðrum grein fyrir stöðunni í Evrópu- málum í heimalöndum sín- um. Þeir voru sammála um að aðild að Evrópusam- bandinu væri ekki ekki á dagskrá hjá löndunum tveimur.  HÆSTIRÉTTUR telur, ólíkt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, að innflutn- ingur, varsla og sala am- fetamíns hafi verið refsi- verð á átta mánaða tímabili í fyrra og aðeins heimil lyfsölum.Vegna mistaka var ekki merkt við amfetamín sem fíkniefni á bannlista, þetta var leið- rétt í nýrri reglugerð í mars sl.  ÍSLENSK stjórnvöld sendu harðorða yfirlýs- ingu til ísraelskra stjórn- valda á miðvikudag þar sem skorað var á Ísraela að draga herlið sitt án tafar á brott af sjálfstjórn- arsvæðum Palest- ínumanna.  RÚMLEGA eitt þúsund manns sótti útifund á Aust- urvelli á þriðjudag þar sem hernaðaraðgerðum Ísraela í garð Palestínu var mót- mælt.  SÁÁ hefur að beiðni Landlæknis látið embætt- inu í té nöfn fimm lækna sem eru sagðir hafa ávísað miklu magni af morfíni til fíkla sem leitað hafa með- ferðar. Yfirlæknir SÁÁ segir misnotkun á morfíni hafa færst í vöxt síðustu ár. ÍE fái allt að 20 millj- arða króna ríkisábyrgð RÍKISSTJÓRNIN hefur lagt fram frumvarp á Alþingi sem heimilar fjár- málaráðherra að ábyrgjast útgáfu skuldabréfa að fjárhæð allt að 20 millj- örðum íslenskra króna vegna fjár- mögnunar Íslenskrar erfðagreiningar ehf. á lyfjaþróunarfyrirtæki sem stefnt er að að verði á Íslandi. Gert er ráð fyrir að 250–300 ný störf geti skapast hér á landi innan tveggja til þriggja ára ef fyrirætlanir fyrirtæk- isins ganga eftir. Ýmis fjármálafyrirtæki og aðilar vinnumarkaðarins hafa gagnrýnt þess- ar fyrirætlanir, segja áhættuna mikla og að aðgerðin feli í sér mismunun gagnvart öðrum fyrirtækjum. Lyfjaþróun hefur farið fram á hlið- stæða ríkisábyrgð og hafa Norðurljós einnig óskað eftir ríkisábyrgð. Þjóðhagsstofnun verði lögð niður RÍKISSTJÓRNIN hefur lagt fram frumvarp sem miðast að því að Þjóð- hagsstofnun verði lögð niður og verkefni hennar flytjist til skyldra sviða í fjár- málaráðuneytinu og Hagstofu Íslands. ASÍ er ætlað aukið hlutverk á sviði efna- hagsmála í kjölfar breytinganna og segir Ari Edwald, framkvæmdastjóri Sam- taka atvinnulífsins, mikilvægt að jafn- ræðis verði gætt, njóti hagræn starfsemi ASÍ opinberra styrkja. Bygging tónlistar- og ráðstefnuhúss SAMNINGUR um byggingu tónlistar- húss og ráðstefnumiðstöðvar var und- irritaður af fulltrúum ríkisins og Reykjavíkurborgar á fimmtudag. Áætl- aður kostnaður við byggingu hússins er tæpir 6 milljarðar. Miðað við áætlaðan byggingartíma verður húsið í fyrsta lagi tekið í notkun í lok ársins 2006. Fundi Powells og Arafats frestað SEX Ísraelar biðu bana og meira en áttatíu særðust þegar ung palestínsk kona fyrirfór sér með sprengju í mið- borg Jerúsalem á föstudag. Atburður- inn varð til þess að Colin Powell, utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, frestaði fyrirhuguðum fundi sínum með Yasser Arafat, leiðtoga Pal- estínumanna, sem halda átti í gær, laugardag. Banda- ríkjamenn munu hafa gefið Arafat sólarhrings frest til að fordæma árásina. Vopnuð samtök, sem tengjast Fatah- hreyfingu Arafats, lýstu árásinni á hendur sér. Ísraelsher sagði á föstudag að mikið mannfall hefði orðið í árás Ísraelshers á bæinn Jenín á Vesturbakkanum. Á annað hundrað Palestínumanna hefði fallið og hundruð særst. Ísraelsher vís- aði hins vegar á bug fullyrðingum um að herinn hefði varpað líkum fallinna Palestínumanna í fjöldagrafir. Palestínskir embættismenn saka einnig Ísraelsher um að hafa tekið Pal- estínumenn af lífi án dóms og laga í flóttamannabúðum í Jenín og óskuðu eftir því að Sameinuðu þjóðirnar hæfu rannsókn á málinu. Óháðir aðilar hafa ekki staðfest þessar ásakanir. Ísraelar segjast hafa handtekið um 4.200 Palestínumenn á sjálfstjórnar- svæðunum frá því að hernaðurinn hófst 29. mars og gert þúsundir vopna upptækar. 28 ísraelskir hermenn hafa fallið í hernaðinum. Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði á föstudag að ástandið á sjálfstjórnarsvæðum Pal- estínumanna væri svo alvarlegt að ekki væri lengur hægt að fresta því að senda þangað alþjóðlegt herlið til að stilla til friðar og skapa svigrúm fyrir friðarviðræður. Colin Powell  HUGO Chavez, forseti Venesúela, lét af embætti á föstudag vegna þrýst- ings frá hernum eftir götuóeirðir í Caracas þar sem a.m.k. ellefu manns létu lífið. Pedro Carmona, sem tók við embættinu til bráðabirgða, sagði að boð- að yrði til forsetakosninga innan árs.  ALÞJÓÐLEGUR og varanlegur glæpadómstóll varð að veruleika á föstu- dag þegar tíu ríki stað- festu sáttmála Sameinuðu þjóðanna um stofnun dóm- stólsins. Þar með hafði til- skilinn fjöldi ríkja staðfest sáttmálann. Mannréttinda- samtök fögnuðu tíðind- unum og lýstu þeim sem stærsta skrefinu fram á við í mannréttindamálum síðan mannréttinda- yfirlýsing SÞ var staðfest fyrir meira en 50 árum.  A.M.K. fjórir menn biðu bana í sprengju- tilræði í Afganistan á mánudag þegar reynt var að myrða varnarmálaráð- herra landsins, Moham- med Fahim. Dagblað, sem gefið er út á arabísku í Bretlandi, sagði að hryðjuverkasamtökin al- Qaeda hefðu lýst tilræðinu á hendur sér.  AFTÖKUR til fullnæg- ingar dauðadómum ríf- lega tvöfölduðust í heim- inum í fyrra og er meginástæðan mikil fjölg- un líflátsdóma í Kína, að sögn Amnesty Int- ernational á þriðjudag. A.m.k. 3.048 manns voru teknir af lífi, þar af 2.468 í Kína. ÞEIR brjóta gangstéttarhellur á líkama sínum, teygja sig og toga á alla kanta, standa á tveimur fingrum og berjast af mikilli fimi. Þeir eru hópur kínverskra munka sem kallast Shaolin og eru vænt- anlegir til Íslands 11. maí. Hóp- urinn mun halda tvær sýningar á sjónleik sínum, sem hvarvetna hefur hlotið mikla hylli, í Laug- ardalshöllinni. Í 1500 ár hafa Shaolin munk- arnir ræktað líkama og sál í klaustri sínu í Henan héraði í Kína. Þar hafa þeir lagt stund á bardagalist og sérhæfðir her- menn þeirra einbeitt sér að vörn- um klaustursins fyrir þeim sem vildu koma munkunum fyrir katt- arnef og sölsa undir sig glæsilegt klaustrið. Þar hafa þeir lagt stund á hugleiðslu í anda Búdda auk þess sem þeir hafa þróað Kung Fu-bardagalistina til hins ýtrasta sem varð til þess að þeir komust af í hundruð ára. Nú hafa sumir þeirra hins vegar hafið hringför um heiminn með sýn- ingu þar sem kunnátta þeirra í bardagalistinni fær að njóta sín til fullnustu. Sýna tvisvar í Laugardalshöll „Sýningin er magnað samspil ljósa og ótrúlegrar fimi þessara munka,“ segir Helgi Björnsson, sem tekið hefur að sér kynningu sýningarinnar hér á landi. „Sýn- ingin er í senn leiksýning með söguþræði þar sem munkarnir berjast við ill öfl og sýning á ótrúlegri fimi þeirra í bardaga- listum og ýmsum fjöllistar- atriðum.“ Með samspili tónlistar, ljósa og úthugsaðra bardagaatriða er í sýningunni sögð saga klausturs Shaolin munkanna í gegnum hundruð ára. Tvær sýningar verða í Laug- ardalshöllinni 11. maí næstkom- andi og fer forsala miða fram í verslunum Símans. Nánari upp- lýsingar um Shaolin munkana og sýninguna er að finna á slóðinni www.wheeloflife.co.uk. Hópur kínverskra munka heldur fjöllistasýningu hér Leika listir með líkamanum OLÍUVERÐ lækkaði almennt um 10 dollara á tonnið á föstudag en framan af degi hafði hráolían lækkað um einn og hálfan til tvo dollara tonnið. Miklar sveiflur hafa verið á verðinu alla vikuna og þær héldu áfram á föstudag, en þá fór verðið mjög hratt niður vegna mikilla væntinga um að útskipun verði kom- in í eðlilegt horf í Venezuela strax eftir helgi. Magnús Ásgeirsson, yfirmaður innkaupadeildar Olíufélagsins/ ESSO, segir að verðið sé á niðurleið vegna þess að menn séu að vonast til þess að 40 olíuskip, sem bíði lestunar við Venezuela, fái lestun, en haft sé eftir ráðandi mönnum þar að allt verði komið í eðlilegt horf á mánu- dag og þá verði byrjað að skipa út. Þegar verðið fer hratt niður fer það gjarnan venjulega eitthvað uppávið aftur, þegar til lengri tíma er litið. Magnús segir að nú sé horft fram á stöðugra olíuverð og nægi- legt framboð, en mjög miklu máli skipti að nægilegt framboð sé frá Venezuela inn á Bandaríkjamarkað vegna þess að Venezuelamenn séu stærstu birgjar Bandaríkjanna og fjórðu stærstu olíuframleiðendur heims. Allar truflanir á Bandaríkja- markaði hafi strax áhrif á Evrópu- markað, því þá verði farið að flytja olíu frá Evrópu til Bandaríkjanna. Viss léttir Hráolíuverðið fór upp í um 28 doll- ara tonnið í byrjun mánaðarins, en hefur lækkað síðan niður í um 25 dollara. OPEC-löndin framleiða um 21,7 milljónir tunna af olíu á dag og að sögn Magnúsar má gera ráð fyrir að hráolíuverðið verði 23 til 25 doll- arar fyrir tunnuna, þegar til lengri tíma sé litið, og í kjölfarið lækki verð á öðrum olíutegundum, en bensín og gasolía lækkuðu um 10 dollara á tímabili í gær. Spurður um áhrif þessa á olíuverð hér á landi segir hann að miklar hækkanir að und- anförnu hafi skaðað en gera megi því skóna að þessar lækkanir skili sér með tímanum. Ástandið nú sé viss léttir því framan af viku hafi verið óttast að olíukreppa væri í aðsigi. Líkja mætti stöðunni á olíumörkuð- um í vikunni við það að vera í rússí- bana en nú sé mönnum létt, því talið sé að betri tímar séu framundan. „Venezuela hefur verið eins og suðu- pottur en það er eins og það sé að losna um einhverja stíflu,“ segir hann. Heimsmarkaðsverð á olíu lækkar á ný
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.