Morgunblaðið - 14.04.2002, Síða 8

Morgunblaðið - 14.04.2002, Síða 8
FRÉTTIR 8 SUNNUDAGUR 14. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ Borgarbúar eru ekki hátt skrifaðir hjá frambjóðendum R-listans sem líkja þeim við mýs og hýbýlum þeirra við músarholur. Ráðstefna um fjármál aldraðra Vilja vekja til umhugsunar NK. ÞRIÐJUDAGverður haldin ráð-stefna um fjármál eldri borgara sem er mál- efni sem varðar æ fleiri, enda fjölgar öldruðum og í margri umræðunni hefur mátt heyra að margir eft- irlaunaþegar eigi erfitt með að ná endum saman. Í forsvari fyrir ráðstefnuna er Ásgeir Jóhannesson, fyrrum stofnandi og for- maður Sunnuhlíðarsam- takanna til áratuga. Hann svaraði nokkrum spurn- ingum Morgunblaðsins á dögunum. Hverjir standa fyrir ráð- stefnunni, hvar verður hún haldin og hvenær? „Það er Búnaðarbanki Íslands hf sem stendur fyr- ir ráðstefnunni um fjármál eldri borgara hér á landi á Hótel Sögu, Súlnasal, þriðjudag- inn 16. apríl og hefst ráðstefnan klukkan 13.30 og henni lýkur klukkan 17.“ Hverjar verða helstu áherslurn- ar? „Áhersla verður lögð á að ná til sem flestra eldri borgara og fjalla sérstaklega um fjármál þeirra sem eru að komast á lífeyrisaldur eða eru á þeim aldri nú þegar. Gerð verður grein fyrir viðhorfum stjórnvalda til þessa málaflokks og fjallað um eignir og tekjur lífeyr- isþega, skattlagningu þeirra og tekjutengingar. Sagt verður frá sérstakri þjónustu Búnaðarbank- ans í formi svonefnds eignalífeyris og horft til framtíðar varðandi breytingu á aldursskiptingu þjóð- arinnar sem og hvaða áhrif snemmtekinn lífeyrir hefur á ráð- stöfunarfé viðkokmandi fólks. Loks verður fjallað um breytingar á kerfi almannatrygginga og hvaða áhrif þróun þess hefur á fjármál eldri borgara. Einnig verður birt niðurstaða af skoðana- könnun meðal eldriborgara.“ Hver er tilurð ráðstefnunnar og að hverju er stefnt með henni? „Tilurð þessarar ráðstefnu er sú, að alltof lítið hefur verið fjallað í víðu samhengi um fjármál eldri borgara og þeirra kynslóða sem þau snerta. Á ári aldraðra 1999 komu mál þessi til nokkurrar um- ræðu og þá gerði Búnaðarbanki Íslands hf. sérstakt átak til að auka þjónustu sína við þennan ald- urshóp með því að bjóða upp á svo- nefndan eignalífeyri fyrir lífeyris- þega 65 ára og eldri, en þar er annars vegar um að ræða að við- komandi geti átt sparifé sitt á óbundinni sparisjóðsbók með hæstu vöxtum slíkra bóka á mark- aði, og hins vegar að þeir sem ekki eiga sparifé og þarfnast aukins ráðstöfunarfjár sér til framfæris geti breytt fasteign sinni í lífeyri, svonefndan fasteignalífeyri, sem greiðist út t.d. mánaðarlega eða í einstökum stórum greiðslum ef fólk þarf fé til viðhalds fasteign- inni eða bílakaupa. Ekki þarf að greiða vexti eða afborganir af slík- um lánum fyrr en við eigendaskipti að fast- eigninni. Fyrir þetta framtak fékk Búnaðar- bankinn sérstaka við- urkenningu fram- kvæmdanefndar árs aldraðra og heilbrigðis- og tryggingarráðu- neytisins. Með ráðstefnunni er stefnt að því að vekja núverandi og verð- andi lífeyrisþega til umhugsunar um stöðu sína og fjármálalega möguleika á efri árum jafnframt því sem þeir eru upplýstir um margskonar valmöguleika og hvattir til sjálfsákvörðunar um að njóta lífsins á efri árum eins og hver og einn telur sér best henta miðað við heilsu og afkomumögu- leika.“ Er þetta málefni í einhvers kon- ar lamasessi hér á landi? „Það er nú ekki hægt að segja að svo sé, en það hefur verið allt of lítil umræða almennt um þessi mál og þau hafa blandast of mikið sam- an að mínu mati við margs konar önnur hagsmunamál eldri borgara svo sem þörf fyrir hjúkrunarrými, húsnæðismál, lyfjamál og atvinnu- mál. En ég held að ástæðan fyrir lítilli umræðu sé að málið er býsna flókið og margslungið vegna margs konar tekjutenginga og skattlagningar og því fáir sem hafa þessi mál alveg á hreinu.“ Hvernig er fjárhagsstaða aldr- aðra hér á landi? „Fjárhagsstaðan er tvíþætt. Annars vegar er um tekjur að ræða og hins vegar eignir. Tekjur hjá stórum hópi þessa fólks eru mjög rýrar, sem stafar af því að al- mennir lífeyrissjóðir tóku ekki til starfa fyrr en eftir 1970 og á átt- unda áratugnum brunnu þeir upp í mikilli verðbólgu. Það er ekki fyrr en eftir 1980 sem þeir fara að efl- ast eftir að verðtryggingin kom til. Um 40% allra lífeyrisþega virðast hafa innan við 40 þúsund krónur í lífeyrissjóðstekjur á mánuði og sumir þeirra jafnvel innan við eitt þúsund krónur.“ Hvernig hugsið þið ykkur að koma efni ráð- stefnunnar út til aldr- aðra, þ.e.. þeirra sem ekki sitja ráðstefnuna? „Gert er ráð fyrir að birta frá- sagnir af því helsta sem fram kem- ur á ráðstefnunni í fjölmiðlum og í prentuðu máli eða á annan að- gengilegan hátt fyrir almenning. Þess er vænst að sem flestir eldri borgarar láti sjá sig á þessari ráð- stefnu því hún er haldin þeim til fróðleiks og stuðnings við val þeirra á afkomumöguleikum á efri árum.“ Ásgeir Jóhannesson  Ásgeir Jóhannesson er fæddur á Húsavík 2. nóvember 1931. Samvinnuskólapróf 1952. Starf- aði hjá Kaupfélaginu Dagsbrún Ólafsvík 1952–59 og hjá Inn- kaupastofnun ríkisins 1952– 1993. Forstjóri hennar í 28 ár. Einn stofnenda Sunnuhlíð- arsamtakanna í Kópavogi og for- maður þeirra fyrstu 20 árin. Eft- ir að hafa komist á lífeyrisaldur hefur hann unnið margskonar ráðgjafastörf, m.a. varðandi mál- efni aldraðra. Maki er Sæunn Sveinsdóttir og börnin þrjú eru Sigríður Berglind, Lárus Sig- urður og Þór Heiðar. Stór hópur aldraðra með rýrar tekjur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.