Morgunblaðið - 14.04.2002, Side 17

Morgunblaðið - 14.04.2002, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. APRÍL 2002 17 John Barsby, forseti breska blaða-mannasambandsins (NUJ),starfaði sem fréttamaður hjábreska ríkisútvarpinu, BBC, í 27 ár, bæði í útvarpi og sjón- varpi. Barsby, sem er einlægur tals- maður útvarps í almenningseigu, hyggst ræða um þýðingu þjóðarút- varps í almenningseign og mikilvægi þess í nútíma samfélagi, á málþinginu sem verður í Þjóðmenningarhúsinu og hefst kl. 14. Hann telur að með fjölmiðli í eigu almennings sé öllum tryggður að- gangur að gæðaefni. Auk þess að sinna forsetastarfi NUJ er Barsby annar tveggja sem veita forystu herferð sem Alþjóða- samband blaðamanna gengst fyrir, og hefur gert í tæpt ár, til varnar og stuðnings útvarpi í almenningseigu. „Við okkur blasa ýmis áhyggjuefni, sérstaklega í löndum sem gengið hafa í gegnum miklar breytingar upp á síð- kastið, til dæmis í fyrrverandi Sov- étríkjum. Þar hafa breytingar orðið í lýðræðisátt, en valdamenn eru samt sem áður ófúsir að sleppa hendinni af fjölmiðlunum. Mér er sagt að þetta sé ekki vandamálið á Íslandi, hér sé frekar um að ræða ágreining um fjár- mögnun og svo sé nokkur áhugi á að einkavæða ríkisútvarpið, en slíkt tel ég geta haft alvarlegar afleiðingar fyrir almenningsþjónustuna; vissu- lega er mjög dýrt að reka ríkisútvarp en það er ljóst í mínum huga að það verður almenningi ekki til framdrátt- ar ef slík þjónusta leggst af og ein- ungis verður útvarpað á fjárhagsleg- um forsendum. Í mínum huga er tilgangur þjóðarútvarps í almenn- ingseign sá að fræða og upplýsa og fjölmiðill sem sinnir slíku hlutverki verður að vera algjörlega óvilhallur; má ekki styðja stjórnmálaflokk eða lúta stjórn peningaafla.“ Barsby segir ýmis einkafyrirtæki í Bretlandi framleiða prýðilegt sjón- varpsefni og ánægjuleg tengsl séu á milli þeirra og ríkisfyrirtækisins. Einkafyrirtækin taki í sumum tilfell- um að sér almenningsþjónustu, til að mynda í fréttaflutningi, en hann nefn- ir að þegar gervihnattasjónvarp á í hlut þyki honum allt of mikið af að- keyptu, ódýru efni – til dæmis frá Ameríku – í dagskránni. „Þegar ódýrt, aðkeypt efni er farið að skipa svo veglegan sess í dag- skránni, hvar er þá skuldbindingin við fólkið? Þá er ekki lengur fyrst og fremst hugsað um að fræða og upp- lýsa og reyna að bæta líf fólksins.“ Breska ríkisútvarpið er þekkt af mjög vandaðri dagskrá og framleiðslu gæðaefnis en Barsby segir suma breska stjórnmálamenn á þeirri skoð- un, eins og starfsbræður þeirra ann- ars staðar, að ekki ætti að skylda fólk til greiðslu afnotagjalda. „Þá kæmu fleiri einkafyrirtæki inn á markaðinn og margir stjórnmálamenn álíta það ætíð best. Þeir vilja ekki að almenn- ingur sé skattlagður óbeint með af- notagjöldum; vilji fólk nota slíka þjón- ustu kaupi það sér einfaldlega aðgang að henni.“ Hann segir það hins vegar öruggt mál að slíkt yrði ekki til bóta og óttast að menntun og fræðsla af því tagi sem t.d. er boðið upp á í ríkum mæli hjá BBC yrði nær eingöngu fyr- ir þá ríku ef dregið yrði úr fræðsluefni og það sett á gervihnattastöðvarnar því sumir hefðu einfaldlega ekki efni á aðgangi að þeim. Einkafyrirtæki verði ætíð að hugsa fyrst og fremst um fjárhaginn og þá sé hætta á að gæðin minnki. „Ýmsir stjórnmálamenn telja það leiðina fram á veginn að fá sem flestar stöðvar og mikið framboð verði af bíó- myndum en ég spyr: Hvar eru þá gæðin? Í mínum huga er eitt hið mik- ilvægasta við þessa almenningsþjón- ustu að ekki þarf að hafa áhyggjur af áhorfi; hve margir horfa eða hlusta.“ En má þá ekki spyrja á móti hvers vegna ætti að bjóða upp á slíka „gæðadagskrá“ ef meirihluti fólks hefur ekki áhuga á henni? „Það er einmitt dæmigerður mál- flutningur þeirra sem ekki vilja leggja nægilega mikla vinnu, hæfileika og peninga í að reka góða almennings- þjónustu og vilja heldur einkavæða starfsemina.“ Barsby segir þrýsting frá einkafyr- irtækjum sífellt aukast um að sjá um fjölmiðlunina og annað sem hann hafi áhyggjur af, t.d. hjá BBC, sé að jafn- framt því að notast sé við nýjustu tækni aukist það að blaðamaðurinn fari sjálfur á vettvang með myndavél- ina; „hann á að mynda og ritstýra efn- inu þegar heim er komið, auk þess að sinna starfi sínu sem blaðamaður. Í mínum huga er ljóst að blaðamennsk- an verður ekki eins góð þegar við- komandi þarf að einbeita sér að svo mörgum hlutum í einu. Mér sem blaðamanni er blaðamennskan efst í huga; okkar hlutverk er að spyrja, rannsaka. En þegar sami maður þarf að hafa áhyggjur af myndatökunni, hljóðinu og hvernig efninu er raðað saman minnka gæði allra þessara þátta. Blaðamaðurinn er fulltrúi al- mennings og spyr spurninga fyrir hann, og ef viðkomandi getur ekki fylgst vel með, hlustað, spurt réttu spurninganna og sinnt rannsóknum, þá bitnar það á okkur öllum.“ Hvað um Bandaríkin? þar eru einkareknar stöðvar í miklum mæli. „Já, og líttu bara á gæði mikils hluta þess efnis sem sent er út... Stóru stöðvarnar, CNN og fleiri, bjóða vita- skuld upp á góðar fréttir að mörgu leyti en mér finnst gæðin engu að síð- ur ekki þau sömu og hjá þjóðarút- varpi í almenningseigu. Sú hætta er alltaf fyrir hendi þegar einkarekstur er annars vegar – ég tek fram að ég hefur engar sannanir fyrir neinu slíku – en óhjákvæmilegt er að sú hætta er ætíð fyrir hendi að á einhverjum tímapunkti komi þrýstingur á frétta- stofu frá auglýsendum eða styrktar- aðilum; líki þeim ekki einhver sér- stakur blaðamaður eða hafi þeir gert eitthvað sem telst fréttnæmt en þeir eru ekki ánægðir með.“ Barsby segir lykilatriði að venju- legt fólk skynji ekki hættuna af því að missa almenningsútvarp. „Miðillinn er alltaf fyrir hendi og fólk áttar sig ekki á því fyrr en svo er ekki lengur. Þá verður spurt: Hvers vegna? Fólk er hins vegar ekki endilega að sýna tilfinningar sínar áður.“ Og þegar einu sinni verði búið að leggja niður almenningsþjónustu á þessu sviði, hræðist hann að ómögu- legt verði að snúa til baka. Enginn viti hvað átt hafi fyrr en misst hafi. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur Morgunblaðið/Árni Sæberg John Barsby, forseti breska blaðamannasambandsins. Bandalag íslenskra listamanna stendur fyrir mál- þingi um menningarhlutverk Ríkisútvarpsins í dag. Skapti Hallgrímsson ræddi við John Barsby, forseta breska blaðamannasambandsins, einn þeirra sem tala í dag í Þjóðmenningarhúsinu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.