Morgunblaðið - 14.04.2002, Side 23
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. APRÍL 2002 23
Hverjum nýtist námið?
MBA námið er ætlað stjórnendum og sérfræðingum með háskóla-
próf sem vilja í framtíðinni takast á við krefjandi stjórnunarstörf. Um
er að ræða viðskipta- og stjórnunarnám fyrir þá sem vilja bæta við
sig þekkingu á rekstri, en um leið kynnast því sérstaklega hvernig
standa ber að stjórnun mannauðs. Námið er hægt að stunda
samhliða vinnu.
Við bjóðum þér á opinn kynningarfund um MBA
námið þriðjudaginn 16. apríl kl. 17:15
í Háskólanum í Reykjavík.
Á fundinum verður fjallað um framtíðaráhrif mannauðsstjórnunar
á íslenskt atvinnulíf, kynntar nýjar hugmyndir um stefnumiðaða
mannauðsstjórnun og gerð nánari grein fyrir fyrirkomulagi
námsins.
Alþjóðlegur hópur sérfræðinga
Meðal leiðbeinenda eru fremstu sérfræðingar á sviði viðskipta og
stjórnunar með áralanga reynslu úr atvinnulífinu og hinu akademíska
umhverfi. Þessi hópur sérfræðinga gerir Háskólanum í Reykjavík
kleift að bjóða fræðslu sem stenst alþjóðlegan samanburð.
www.ru.is/hrm
Fólkið á bakvið námið er m.a.:
Dr. Ásta Bjarnadóttir,
forstöðumaður námsins og
lektor við viðskiptadeild HR
Kennslugrein: Mönnun og starfsmannaval
Dr. Rich Arvey,
prófessor við University of Minnesota
Kennslugrein: Mannleg hegðun á vinnustöðum
Bjarni Snæbjörn Jónsson, MBA,
ráðgjafi hjá IMG og aðjúnkt við HR
Kennslugrein: Stefnumótun fyrirtækja
Dr. Joe Pons,
fyrrverandi yfirmaður MBA náms við
IESE í Barcelóna og ráðgjafi
Kennslugrein: Markaðsfræði
Ragnar Þórir Guðgeirsson, cand. oecon,
framkvæmdastjóri KPMG ráðgjafar
Kennslugrein: Reikningshald
Dr. Finnur Oddsson,
lektor við viðskiptadeild HR
Kennslugrein: Frammistöðustjórnun
Dr. Raymond Richardson,
prófessor við London School of Economics
Kennslugrein: Laun og umbun
Halla Tómasdóttir, MIM,
lektor við viðskiptadeild HR
Kennslugrein: Breytingastjórnun
Nánari upplýsingar veitir:
María K. Gylfadóttir
Verkefnastjóri MBA náms
Gsm: 820 6262
Tölvupóstfang: maria@ru.is
H
á
sk
ó
li
n
n
í
R
e
y
k
ja
v
ík
•
S
S
•
0
4
/2
0
0
2
MBA nám með áherslu á mannauðsstjórnun
Dr. Ásta Bjarnadóttir Dr. Finnur Oddsson Halla Tómasdóttir, MIM
„Lærðu af þeim sem eru fremst
á sínu sviði“
„NORRÆNT LÝÐRÆÐI 2020“ er
yfirskrift þemaráðstefnu Norð-
urlandaráðs sem hefst á mánudag í
Reykjavík. Þetta er í fyrsta skipti
sem árlega þemaráðstefna Norð-
urlandaráðs fer fram á Íslandi. Mun
meiri þátttaka er á ráðstefnunni en
skipuleggjendur hennar gerðu ráð
fyrir, alls munu um 350 manns
sækja ráðstefnuna, þar af um 300
erlendir gestir.
Á ráðstefnunni, sem mun standa í
tvo daga og fram fer á Grand Hótel
í Reykjavík, verður einkum leitast
við að varpa ljósi á framtíðarsýn
norrænnar lýðræðisþróunar, en á
þessu ári eru fimmtíu ár síðan
Norðulandaráð var stofnað. Þema-
ráðstefnan er stærsti viðburðurinn
sem af er afmælisárinu og á blaða-
mannafundi þar sem þemaráð-
stefnan var kynnt í gær sagði Ísólf-
ur Gylfi Pálmason, formaður
Íslandsdeildar Norðurlandaráðs,
ráðstefnuna marka upphaf hátíð-
arhalda vegna afmælisins.
Carl Bildt meðal fyrirlesara
Á ráðstefnunni verður fjallað um
norræna velferðarríkið og lýðræði,
norræn lýðræðisgildi í hnatt-
væddum heimi, áhrif fjölmenningar
á lýðræðið og hvernig aðkomu ný-
búa að stjórnkerfi og stjórnsýslu á
Norðurlöndum er háttað. Carl
Bildt, fyrrum forsætisráðherra Sví-
þjóðar og sérlegur erindreki Sam-
einuðu þjóðanna í málefnum Kos-
ovo-héraðs 1999–2001, mun halda
erindi um hlutverk Norðurlandanna
sem fyrirmynd nýrra lýðræðisríkja
og Russel Johnston lávarður, for-
maður Alþjóðalýðræðismálastofn-
unarinnar og fráfarandi forseti
Evrópuráðsþingsins, mun ræða
mannréttindi og lýðræði. Ólafur
Ragnar Grímsson, forseti Íslands,
ræðir framtíðarsýn norrænnar lýð-
ræðisþróunar, Guðmund Hernes,
yfirmaður menntamálastofnunar
UNESCO, fjallar um lýðræði og
skipulag stofnana og Suvi-Anne
Siimes, ráðherra í ríkisstjórn Finn-
lands, mun halda erindi um virkt
lýðræði. Þá mun Marianne Jelved,
fyrrum efnahagsmálaráðherra í
ríkisstjórn Danmerkur, ræða svæð-
isbundið samstarf og lýðræði án
landamæra.
350 manns koma,
bjuggust við 150
Áætlað er að um 350 manns sæki
ráðstefnuna, þar af um 130 þing-
menn frá Íslandi, Danmörku, Nor-
egi, Svíþjóð og Finnlandi, auk þing-
manna frá Færeyjum, Grænlandi og
Álandseyjum. Einnig munu þing-
menn frá Eystrarsaltslöndunum
sækja ráðstefnuna auk fulltrúa frá
Rússlandi og víðar. Sigríður Jó-
hannesdóttir, varaformaður Ís-
landsdeildar Norðurlandaráðs, seg-
ir þátttöku erlendra gesta koma
mjög á óvart. „Það eru bara 87
þingmenn í Norðurlandaráði og við
héldum að það kæmu kannski tveir
til þrír tugir í viðbót, en að það
kæmi allur þessi gríðarlegi hópur
kemur okkur á óvart. Það kemur
stór hópur t.d. frá Evrópusamband-
inu sem við áttum ekki von á,“ segir
Sigríður. Hún segir að þessa miklu
þátttöku megi þakka því að efni
ráðstefnunnar sé áríðandi og mik-
ilvægt í dag, auk þess sem vel hafi
tekist til með val á fyrirlesurum.
„Þetta er áhugavert fólk og hefur
verið tekið eftir því sem það segir
svo það er kannski þess vegna sem
er svona gríðarleg aðsókn. Við héld-
um kannski að gestirnir yrðu um
150,“ segir Sigríður.
Ísólfur Gylfi segist ekki telja að
svo margir hafi sótt þemaráðstefnu
Norðurlandaráðs til þessa þó oft
hafi áhugaverð efni verið þar til
umræðu. „Um leið og við kynnum
svona spennandi mál er þetta mikil
landkynning,“ segir Ísólfur Gylfi og
segir Sigríður Stefánsdóttir sem sér
um kynningarmál fyrir ráðstefnuna
að á þriðja tug blaðamanna muni
koma á ráðstefnuna.
Þemaráðstefna Norðurlandaráðs
Morgunblaðið/Sverrir
Ísólfur Gylfi Pálmason, formaður Íslandsdeildar Norðurlandaráðs, og
Sigríður Jóhannesdóttir varaformaður ásamt Stígi Stefánssyni, ritara
deildarinnar, og Andra Lútherssyni alþjóðaritara.
Mun meiri þátttaka
en gert var ráð fyrir