Morgunblaðið - 14.04.2002, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 14.04.2002, Blaðsíða 28
LISTIR 28 SUNNUDAGUR 14. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ NORÐLENSKIR tónlistarmenn leggja land undir fót um helgina og halda tónleika í Háskólabíói í dag kl. 16. Þar verða á ferðinni Sinfón- íuhljómsveit Norðurlands, Karla- kórinn Heimir undir stjórn Stefáns Gíslasonar og Óskar Pétursson, ásamt bræðrum sínum frá Álfta- gerði, alls liðlega 120 manns. Í Mosfellsbænum bætist Diddú í hópinn og öll hersingin ætlar síðan að storma í Háskólabíó og halda þar sannkallaðan vorfögnuð. Að- alstjórnandi er Guðmundur Óli Gunnarsson, en Sigrún Eðvalds- dóttir verður konsertmeistari. Á skírdag var haldin „tónaveisla“ í Íþróttahöllinni á Akureyri, þar sem þessir sömu listamenn komu fram. Höllin var þétt setin, en meðal gesta voru forseti Íslands, ráðherrar og ráðamenn. Tónleik- arnir lukkuðust vel, og að áeggjan þeirra sem heyrðu og annarra sem misstu af tónleikunum var ákveðið að gefa íbúum höfuðborgarsvæð- isins einnig tækifæri til að sitja slíka veislu. Óskar Pétursson segir að full ástæða hafi verið að leyfa höf- uðborgarbúum að njóta líka, enda hafi komið margar fyrirspurnir um það til þeirra. „Við erum bjartsýnir Norðlendingar, þannig að við ákváðum strax að láta slag standa. Þetta er heilmikið fyrirtæki með þennan fjölda tónlistarmanna, en það mun vonandi ganga allt vel.“ Á efnisskránni eru íslensk og er- lend lög. Í upphafi flytja hljóm- sveitin og karlakórinn Finlandiu eftir Sibelius. Kórinn tekur einnig undir með Óskari í Ökuljóðinu kunna, sem Stefán Íslandi gerði vinsælt á sínum tíma. Lög við ljóð Davíðs Stefánssonar frá Fagra- skógi fylgja og þá Hamraborgin. Diddú syngur kossavísur, Il Bacio, eða kossinn eftir Arditi og síðan Mein Herr Marquis úr Leðurblök- unni eftir Lehár. Heimismenn syngja með hljómsveitinni Píla- grímakórinn úr Tannhäuser eftir Wagner og Óskar lýkur fyrri hluta tónleikanna með Napólíljóðinu Co- re’ngrato, sem Cardillo samdi fyrir Caruso á sínum tíma. Giuseppe Verdi á flest verkin í síðari hluta tónleikanna, þar sem Diddú og Óskar syngja aríur og dúetta úr óperunum Rigoletto og La Trav- iata. Hljómsveitin leikur forleikinn að óperunni Nabucco og Heim- ismenn syngja með hljómsveitinni Steðjakórinn úr Il trovatore Fleiri tónskáld koma reyndar við sögu, því Diddú syngur Mattinata eftir Leoncavallo og Óskar Una furtiva lagrima úr Ástardrykknum eftir Donizetti. Tónleikunum lýkur með Mansöng eftir Sigmund Romberg, í flutningi Óskars, Heimismanna og hljómsveitarinnar. Mikið að gera Álftagerðisbræður og karlakór- inn Heimir njóta mikilla vinsælda, og segir Óskar að það sé stans- laust verið að biðja þá bræður að syngja hér og þar. „Í vetur hefur þetta verið ansi mikið og stundum oftar en tvisvar á dag að fólk er að bera víurnar í okkur. Það er getur þó verið erfitt að koma því við að syngja svona mikið og satt að segja er það umdeilanlegt hvort maður hafi tíma til að sinna ann- arri vinnu. Þetta verður æ tíma- frekara; og ég er alveg á kafi upp fyrir haus. Ég þykist þó vera vél- virki ennþá.“ Óskar segir velgengnina þó ánægjulega en gerir ekki mikið úr spurningunni um það hverju vel- gengnin sæti. „Ég hef nú svosum oft spekúlerað í því. Ætli þetta sé ekki bara það að við tökum okkur ekkert of hátíðlega, reynum að vera frekar léttir á bárunni og allt- af við sjálfir. Ætli við hljótum ekki líka að vera bara nokkuð skemmti- legir, en annars er það ekki mitt að segja til um þetta. Við erum al- þýðumenn og ómenntaðir svosum, og kannski finnur fólk sjálft sig í okkur þess vegna. Annars veit ég ekkert um þetta, ja, nema við syngjum kannski svona vel. Ég hallast nú að því að við hljótum að gera það, úr því alltaf er verið að biðja okkur um það.“ Það verða ekki fleiri svo ósanngjarnar spurn- ingar lagðar fyrir Óskar Pétursson. Hann er á leið út úr dyrum að syngja, og svo að syngja meir áður en hann kemur í bæinn til að syngja fyrir íbúa höfuðborgarinnar. Tónleikarnir í Háskólabíói hefj- ast sem fyrr segir í dag kl. 16. Við erum alþýðumenn Morgunblaðið/Kristján Álftagerðisbræður, Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, Karlakórinn Heimir og Diddú syngja í Háskólabíói. Norðlensk tónaveisla í Háskólabíói Bíósalur Mír, Vatnsstíg 10 Kvik- mynd eftir Tarkovskís frá árinu 1966 verður sýnd kl. 15. Í myndinni er sagt frá helgimyndamálara, sem uppi var á sextándu öld. Þetta var önnur kvikmynd hins kunna rúss- neska kvikmyndaleikstjóra Andrei Tarkovskís, en með henni hlaut hann heimsfrægð og margvíslega við- urkenningu, m.a. gullverðlaun á al- þjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Can- nes í Frakklandi. Myndin er með enskum texta. Að- gangur er ókeypis. Víðistaðakirkja, Hafnarfirði Karlakórinn Lóuþrælar og Sönghóp- urinn Sandlóur úr Húnaþingi vestra halda tónleika kl. 16. Söngstjóri er Ólöf Pálsdóttir og undirleikarar El- inborg Sigurgeirsdóttir, Þorvaldur Pálsson og Þorvarður Guðmunds- son. Á efnisskránni eru innlend og erlend lög. Aðgangseyrir er 1.500 kr. Kórarnir vinna nú að upptöku til út- gáfu hljómdisks, sem væntanlegur er á markaðinn á þessu ári. Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14 Vortónleikar Breiðfirðingakórsins og Símakórsins verða kl. 17. Í DAG HLÖÐVER Sigurðsson tenórsöngv- ari og Antonía Hevesi píanóleikari halda tónleika í Salnum annað kvöld, mánudags- kvöld, kl. 20. Þau munu flytja ís- lensk sönglög eft- ir Karl O. Run- ólfsson, Sigfús Halldórsson, Sig- valda Kaldalóns og Sveinbjörn Sveinbjörnsson og óperuaríur og sönglög eftir V. Bellini, G. Donizetti, G. Fauré, U. Giordano og F. Schubert. Hlöðver hefur stundað nám hjá Antoníu við Tónlistarskóla Siglu- fjarðar síðan á haustmánuðum 1995. Antonia býr á Siglufirði þar sem hún er organisti og kórstjóri við Siglufjarðarkirkju. Þá kennir hún á píanó, söng, hljómfræðigreinar o.fl. við Tónlistarskóla Siglufjarðar. Tenórsöngv- ari í Salnum Hlöðver Sigurðsson blómum bætt Fjölgun útgáfudaga í apríl og maí Pantið tímanlega! Sími: 569 1111. Netfang: augl@mbl.is Ma›ur getur alltaf á sig Nú fá auglýsendur fleiri tækifæri til að ná til lesenda Morgunblaðsins þar sem útgáfudögum verður fjölgað í apríl og maí. Dagarnir sem bætast við: Apríl Maí föstudagurinn 26. apríl, fimmtudagurinn 2. maí, föstudagurinn 10. maí og þriðjudagurinn 21. maí. 26 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 27 28 29 30 M Þ M F F L S 2 10 21 1 3 4 5 6 7 8 9 11 12 13 14 15 16 17 24 31 18 19 20 22 29 23 30 25 26 27 28 M Þ M F F L S
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.