Morgunblaðið - 14.04.2002, Side 48

Morgunblaðið - 14.04.2002, Side 48
48 SUNNUDAGUR 14. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Í BRÉFI til blaðsins 4. apríl sl. gagn- rýnir Ægir Ágústsson kjallaragrein mína í DV 26. mars sl., en þar hvatti ég til þess að efla baráttuna gegn inn- göngu í ESB, sérstaklega í ljósi ný- legrar skoðanakönnunar Gallup sem bendir til að meiri hluti Íslendinga sé hlynntur aðild. Furðar hann sig á að Ragnar (ég) tali „af miklu harðfylgi um andstöðu sína gagnvart samn- ingsviðræðum um inngöngu í ESB“. „Við hvað er maðurinn hræddur?“ spyr Ægir. Málið er einfalt. „Samn- ingaviðræður“ sem Ægir talar um fara ekki fram nema Ísland sæki um inngöngu. Og auðvitað berjumst við andstæðingar inngöngunnar gegn því að Ísland sæki um inngöngu. Um slíkt sækir engin þjóð í hálfkæringi eða án þess að ótvíræður hugur fylgi máli. Þar fyrir utan mundi slík umsókn fela í sér stefnuyfirlýsingu sem leiddi til þess að viðskipti og efnahagslíf tækju í enn ríkara mæli mið að því að við værum að fara þarna inn. Þjóðin gæti þannig staðið frammi fyrir gerðum hlut í ýmsum málum, og erfiðara að snúa til baka. Vissulega er sá möguleiki fyrir hendi að fella samninginn í þjóðarat- kvæðagreiðslu, eins og Norðmenn hafa gert í tvígang, þvert oní samn- inga sem valdhafar í Noregi stóðu að. Við andstæðingar inngöngu erum ekki hræddir við þá baráttu. Við telj- um bara öruggast að efla hana, sem mest við megum, og sem fyrst. Einhliða áróður fyrir innlimun Áróðurinn fyrir inngöngunni hefur lævíslega byggður upp af ESB-sinn- um. Þjóðin á að græða svo óskaplega mikið á þessu, í beinhörðum pening- um. Stuðningsmönnum hefur þó ekki tekist að sýna fram á þetta í opinni umræðu. Og þegar þeim er bent á að greiðslurnar sem við munum þurfa að borga inn í ESB verði hærri en styrk- irnir sem við fáum þaðan, verða þeir orðlausir. Við munum fá góðar tilskip- anir um gagnlegar lagasetningar, segja ESB-menn. En þegar þeir eru spurðir af hverju við getum ekki bara sett þessi lög sjálf hér og nú, vefst þeim tunga um tönn. Ægir telur að það væri miklu „gróðavænlegra“ að taka upp evruna, stöðugleiki mundi aukast. Við bendum á að óstöðugleiki í efnahagsmálum sé fyrst og fremst heimatilbúinn, og við þurfum að breyta stjórnarstefnunni. Við höfum hins vegar engin tæki til að bregðast við óstöðugleika ESB sjálfs eða til- skipunum frá ESB, eftir inngöngu í það. Röksemdir ESB-manna fyrir inn- göngu standast hvergi gagnrýni and- stæðinganna. Þess vegna er áróður ESB-manna fyrst og fremst slagorð. Þeir reyna að hræða fólk með tali um einangrun. Af hverju gerum við ekki eins og allir hinir, segja þeir. Eða, það er bara íhaldsstefna og torfkofastefna að vera á móti inngöngunni eins og kemur fram hjá Ægi. Málflutningur um raunveruleg áhrif innlimunar og skuldbindingar sem henni fylgja kemur nánast aldrei fyrir hjá ESB- sinnum. Baráttumenn fyrir inngöngu, eins og Össur Skarphéðinsson og Halldór Ásgrímsson, vonast til að með stöðugu nuddi og slagorðum eins og þessum hér að framan, bresti þjóð- ina smám saman sjálfstraust til að trúa á eigið sjálfræði. Hins vegar þora þeir aldrei að segja það beint, að þeir vilji inn. Slíkt mundi nefnilega gera umræðuna skýrari um meginatriði málsins. Slíka umræðu þola þeir ekki. Aukið lýðræði í staðinn fyrir ESB-skrifræði Aðalatriði málsins er ekki samning- ar við ESB um nokkrar krónur til eða frá. Slíkir samningar mega sín lítils þegar við erum búin að afsala okkur sjálfstæðum rétti til að gera alþjóð- lega viðskipta- eða fiskveiðistjórnun- arsamninga. Það er heldur ekkert lýðræði innan ESB. Stóru ríkin móta stefnuna í innbyrðis átökum og makki. Smæð íslensku þjóðarinnar er ekki röksemd fyrir inngöngu, eins og Ægir virðist telja. Einmitt vegna smæðarinnar og sérstöðunnar er mikilvægt að Íslendingar fari sjálfir með stjórn hagsmunamála sinna. Eflum ákvörðunarrétt íslensku þjóðarinnar í eigin málum, eflum lýð- ræðið. Ekki bara til að verjast er- lendri ásælni. Ekki síður til að verjast því að íslenskir fjármála- og stjórn- málamenn framselji réttindi almenn- ings fyrir eigin hagsmuni. RAGNAR STEFÁNSSON, jarðskjálftafræðingur. ESB – Eflum andstöðuna Frá Ragnari Stefánsyni: ÖÐRU hverju stilli ég á Omega sjón- varpsstöðina til þess að hlusta á við- horf þeirra sem þar ráða ríkjum. Margt gott og uppbyggilegt má þar stundum heyra en eitt er það sem hefur vakið með mér hrylling og það er umfjöllun þessara manna um Ísr- aelsríki og ráðamenn þar. Ef ég skil þá rétt þá eiga kristnir menn að standa fast við bakið á Sharon stríðs- herra Ísraelsríkis vegna þess að hann sé leiðtogi útvalinnar þjóðar. Það er óhugnanlegt að sjónvarpsstöð sem segist starfa á kristnum for- sendum skuli lýsa yfir stuðningi við baráttu þessa manns sem eins og all- ir vita stóð á bak við hin óhugnanlegu ódæðisverk í flóttamannabúðunum í Líbanon á sínum tíma þar sem konur og börn voru myrt með köldu blóði. Og óhugnanlegt er það að réttlæta stríðglæpi vegna þess að þeir eru framdir af þessari þjóð en ekki ein- hverri annarri. Sú grimmd sem Ísr- aelsmenn hafa sýnt óbreyttum borg- urum í hinum sorglegu átökum verður ekki réttlætt með því að verið sé að verjast hryðjuverkamönnum. Saklaust fólk á ekki að líða fyrir slíkt. Hin merka saga Ísraelsþjóðarinnar gefur þeim að sjálfssögðu engin rétt- indi umfram aðrar þjóðir. Allt sem Kristur kenndi og boðaði beinist jú gegn þeirri mannfyrirlitningu sem felst í slíkum viðhorfum um yfirburði einnar þjóðar á kostnað annarrar. Það er ástæða til þess að hvetja þessa predikara Omegasjónvarpsins til þess að snúa sér að einhverju öðru en umfjöllun um málefni Miðaustur- landa. Þeirra framlag er ekki til þess fallið að laða fram hugarfar friðar og réttlætis, þvert á móti kalla slík við- horf sem þessi á meira blóð og hatur. Faðir fyrirgef þeim… ( Lúkas 23:34). EINAR EYJÓLFSSON, fríkirkjuprestur í Hafnarfirði. Omegasjónvarpið og Sharon Frá Einari Eyjólfssyni:

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.