Morgunblaðið - 14.04.2002, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 14.04.2002, Qupperneq 50
DAGBÓK 50 SUNNUDAGUR 14. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Kannast einhver við Siv og Friðrik í Finnlandi ? KONA hafði samband við Velvakanda vegna pakka sem sendur var frá Finn- landi fyrir skömmu. Pakk- inn er merktur Árna Pétri Árnasyni, Þverbrekku 2, íbúð 302. Sendendur pakk- ans eru Siv og Friðrik í Finnlandi. Í pakkanum er dót til ungbarns. Foreldrar barnsins eru Kolbrún og Árni. Pakkinn var sendur á rangt heimilisfang og vill konan endilega koma hon- um á réttan stað. Kolbrún og Árni geta haft samband í síma 588-6838. Tapað/fundið Nokia 5110 tapaðist NOKIA 5110 með Talkorti tapaðist fyrir páska, sennil. í Kringlunni. Finnandi vin- saml. hafi samb. í s. 893- 5702. Jeppadekk úr Grafarvogi ÞÚ, sem sóttir jeppadekk í Hverafold 128, Reykjavík, um páskana, vinsamlegast hafðu samband í síma 822- 0557. Gleraugu töpuðust GLERAUGU í sifurlitaðri hálskeðju töpuðust mánu- dagskvöldið 8. apríl sl. við Skipholt 33 (Tónlistarskól- inn) eða Laugardalssund- laug. Upplýsingar í síma 699-7292. Alpahúfa í óskilum SVÖRT alpahúfa með deri fannst rétt hjá Blómavali. Uppl. í s. 553-3312 á kvöld- in. Poki tapaðist POKI gleymdist í eða við Kolaportið laugardaginn 6. apríl sl. Pokinn gæti hafa gleymst á rauða bekknum við útidyrnar eða á leið yfir götuna og út í bíl. Í pok- anum var útskorin fána- stöng og brauðfat á fæti. Upplýsingar gefur Mar- grét í síma 553-8237. Kvengleraugu í óskilum KVENGLERAUGU í gylltri umgjörð hafa verið í óskilum í Lífstykkjabúð- inni, Laugavegi 4, undan- farnar vikur. Eigandi getur haft samband í síma 551- 4473. Sérsmíðað silfur- armband tapaðist SÉRSMIÐAÐ silfurarm- band, alsett rauðum gran- atsteinum, tapaðist annan í páskum á gönguferð í kringum Tjörnina. Skilvís finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 552-6752 eða 861-7963. Dýrahald Fúsi er týndur FÚSI er 2 ára geldur fress, grár með hvíta fætur og kvið og hvarf frá Berg- staðastræti laugardaginn 6. apríl. Hann er með hvíta hálsól með tunnu með helstu upplýsingum um sig og sína. Fúsi er líka eyrna- merkur með tölunni 206. Hann er gæfur og svarar næstum hverjum sem er, sérstaklega ef sá hinn sami er nálægt mat. Ef þið hafið rekist á Fúsa einhvers staðar í Þingholt- unum eða hann er búinn að mjálma sig inn á ykkur, eða einhvern sem þið þekkið, hafið þá samband í síma 552-5319. Hans er sárt saknað. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is Víkverji skrifar... VÍKVERJI brosti út í annað þeg-ar hann las fréttatilkynningu frá Sölufélagi garðyrkjumanna í vik- unni. Tilkynningin hófst með þessum orðum: „Hér er frétt sem örugglega enginn fjölmiðill hefur áhuga á.“ Nú, nú. Líklega best að lesa ekki lengra! En forvitnin rak Víkverja áfram. Síðan sagði: „Meðfylgjandi eru upplýsingar sem SFG telur næsta öruggt að enginn fjölmiðill hafi áhuga á að birta. Þetta er dæmigerð „ekki-frétt“ og ráðleggur SFG hand- hafa þessa skeytis að lesa ekki lengra.“ Hvað er er um að vera, hugsaði Víkverji og las lengra: „Ef viðtakandi skyldi nú samt sem áður halda áfram að lesa, þá er tilefni þessarar „ekki- fréttar“ að upplýsa að aðgerðir til að lækka grænmetisverð virðast farnar að virka. Eins og það sé nú eitthvað merkilegt! Og þar sem sumir fjölmiðlar virð- ast fyrst og fremst hafa áhuga á fréttum um að grænmetisverð sé að HÆKKA, þá eigum við ekki von á að nokkur sála vilji heyra meira. En ef svo skyldi vera, þá skal hér upplýst að verð á agúrkum var LÆGST á Ís- landi í sjö löndum beggja vegna Atl- antshafsins í könnun sem SFG lét gera í gærdag.“ Eftir að verð hafði verið tilgreint, þar sem m.a. kom fram að verð á ag- úrkum hafði verið langlægst á Ís- landi daginn áður, sagði: „Því miður fyrir suma fjölmiðla, sérstaklega fréttastofu ríkisútvarps- ins, bendir verðkönnunin til þess að beingreiðslur og niðurfelling vernd- artolla séu að svínvirka. Semsagt góð frétt um íslenska garðyrkju og þar með dæmigerð „ekki-frétt“. Vissulega hefði það ver- ið miklu betri og æsilegri frétt ef verð á agúrkum hefði verið hæst á Ís- landi. Væntanlega þarf fréttastofa ríkis- útvarpsins þá ekki lengur að halda úti sérstakri aukavakt sinna bestu fréttamanna, sem sólarhringum saman hafa leitað haukfránum aug- um að einhverju tortryggilegu í framkvæmd á beingreiðslunum. Sleitulaust hafa þeir staðið vaktina rauðeygðir og svefnlitlir og hvergi unnt sér hvíldar í leit að þeim. En nú eru beingreiðslurnar sem sagt fundnar – á diski neytenda. Við biðjum þá sem hafa lesið alla leið hingað innilega afsökunar á ónæðinu. Vinsamlega látið þetta ekki trufla ykkur frekar.“ Svo mörg voru þau orð. x x x EIN ER sú íþrótt sem virðist eigavaxandi vinsældum að fagna hérlendis. Hún er kölluð snocross, og sérstaklega skal tekið fram að hér er ekki um prentvillu að ræða. Snocross! Hvað þýðir þetta? Víkverji veit að það sem um ræðir eru snjósleðamenn sem þeysa um sérútbúna braut og hefur velt því fyrir sér hvort geti verið að íþróttin kallist snowcross á útlensku, og nafn- ið sem hér er notað sé því erlent orð með prentvillu eða hvort hugmynda- flug þeirra sem þarna ráða ferð hafi ekki verið nógu mikið til að finna eitt- hvert gott íslenskt orð. Eða er einhver önnur sáraeinföld skýring á þessu? Hvernig líst snocross-fólki á að tala um vélsleðarall, snjósleðarall eða sleðarall? Eða kannski bara snjórall? Á DÖGUNUM barst svo- hljóðandi óundirritað bréf í póstkassa íbúanna í Eskihlíð 16: „Íbúar Eskihlíð 16 – athugið. Þar sem við íbúar í næstu götum hér erum með stóra bíla, s.s. frá Orkuveitunni, G. Jón- assyni, GG og pláss er fyrir okkur þarna á lóð- inni frá tunnum að götu eruð þið beðin um að leggja ykkar bílum næst húsinu.“ Það hlýtur að teljast með ólíkindum ef fyr- irtæki úti í bæ ætla að fara að leggja undir sig bílastæði sem íbúar húsanna hafa einkarétt á og skammta þeim pláss fyrir sína bíla. Fróðlegt væri að fá að vita hvar þessi skrif eru sprottin og hvort bréfin eru send með vitund stjórnenda ofangreindra fyrirtækja. Íbúar í Eskihlíð 16, 16a og 16b hafa einkaafnot af lóðinni og atvinnutæki og bifreiðar þeim óvið- komandi eiga þar engan rétt. Ragnheiður Jónsdóttir, Eskihlíð 16. Íbúar í Eskihlíð 16 – athugið 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 LÁRÉTT: 1 samningar, 8 fataefni, 9 hugrekki, 10 litla tunnu, 11 tignarbragur, 13 fugl,15 niðja, 18 örlaga- gyðja, 21 kvendýr, 22 mannsnafns, 23 tortímdi, 24 illmennið. LÓÐRÉTT: 2 aukagjöf, 3 tákn, 4 sam- mála, 5 borðar allt, 6 bjartur, 7 varma, 12 fyr- irburður, 14 auðug, 15 flói, 16 sól, 17 vinna, 18 strítt hár, 19 furðu, 20 rök. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 fýlda, 4 frísk, 7 rjóls, 8 notar, 9 agg, 11 ilin, 13 hani, 14 æðina, 15 sver, 17 mjór, 20 kal, 22 ásinn, 23 eir- um, 24 molar, 25 tuska. Lóðrétt: 1 ferli, 2 ljómi, 3 ansa, 4 fang, 5 ístra, 6 kerfi, 10 geiga, 12 nær, 13 ham,15 skálm, 16 erill, 18 jarls, 19 romsa, 20 knýr, 21 lekt. K r o s s g á t a Skipin Reykjavíkurhöfn: Ak- ureyrin og Selfoss koma í dag. Þerney fer í dag. Dettifoss kemur á morgun, Selfoss fer á morgun. Hafnarfjarðarhöfn: Sel- foss og Polar Amaroq koma á morgun. Mannamót Aflagrandi 40. Á morg- un kl. 9 vinnustofa og leikfimi, kl. 13 vinnu- stofa, kl. 14 spilavist. Búnaðarbankinn verður á þriðjud. kl. 10.15. Árskógar 4. Á morgun kl. 9 opin handa- vinnustofan, kl. 10.15 leikfimi, kl. 11 boccia, kl. 13.30–16.30 opin smíða- stofan/útskurður, kl. 13.30 félagsvist, kl. 16 myndlist. Allar upplýs- ingar í s. 535 2700. Bólstaðarhlíð 43. Á morgun kl. 9–16 handa- vinna, kl. 9–12 búta- saumur, kl. 10–17 fóta- aðgerð, kl. 10 samveru- stund, kl. 13.30–14.30 söngur við píanóið, kl. 13–16 bútasaumur. Eldri borgarar, Kjal- arnesi og Kjós. Fé- lagsstarfið á Hlaðhömr- um er á þriðju- og fimmtudögum kl. 13– 16.30, spil og föndur. Lesklúbbur kl. 15.30 á fimmtud. Jóga á föstud. kl. 11. Kóræfingar hjá Vorboðum, kór eldri borgara í Mosfellsbæ, á Hlaðhömrum, fimmtud. kl. 17–19. Púttkennsla í íþróttahúsinu kl. 11 á sunnud. Uppl. hjá Svan- hildi í s. 586 8014 kl. 13– 16. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist í Gullsmára 13 á mánud. kl. 20.30. Fótaaðgerða- stofan opin frá kl. 10. Skrifstofan Gullsmára 9 er opin á morgun kl. 16.30–18, s. 554 1226. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Á morgun kl. 8 böðun, kl. 9 fótaaðgerð og myndlist, kl. 9.30 hjúkrunarfræðingur á staðnum, kl. 10 versl- unin opin, kl. 11.10 leik- fimi, kl. 13 föndur og handavinna, kl. 13.30 enska, framhald. Félagsstarfið, Dalbraut 18–20. Á morgun kl. 9 böðun og hárgreiðslu- stofan opin. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ. Þriðjud. 16. apríl kl. 13.30 spilað í Kirkjuhvoli og vinnu- stofurnar opnar, tré- skurður, málun, ker- amik og postulín. Félagsvist í Kirkjuhvoli 23. apríl kl. 19.30. Upp- skerudagar – sýningar á tómstundastarfi vetr- arins 22.– 24. apríl kl. 14–18. Fjölbreyttar sýn- ingar og skemmti- dagskrá. Kaffiveitingar. Garðaberg, ný fé- lagsmiðstöð á Garða- torgi, opið kl. 13–17. Kaffiveitingar. Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Á morg- un félagsvist kl 13.30, púttæfingar í Bæjar- útgerð kl 10–11.30. Þriðjud. brids nýir spil- arar velkomnir. Saumur undir leiðsögn og frjáls handavinna kl. 13.30. Spænskukennsla kl 16.30. Skoðunarferð að Kleifarvatni miðvikud. 17. apríl, lagt af stað frá Hraunseli kl. 13, kaffi í Kænunni í lok ferðar. Skráning í Hraunseli, s. 555 0142. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Kaffistofan opin virka daga frá kl. 10–13. Kaffi, blöðin og matur í hádegi. Sunnud. Félagsvist kl. 13. Dans- leikur kl. 20, Caprí-tríó leikur fyrir dansi. Mánud: Brids kl. 13, Danskennsla kl. 19 fyrir framhald og byrjendur kl. 20.30. Þriðjud: Skák kl. 13 og alkort spilað kl. 13.30. Miðvikud: Göngu-Hrólfar fara í göngu frá Hlemmi kl. 9.45. Söngvaka kl. 20.45, umsjón Sig- urbjörg Hólmgríms- dóttir. Farin verður skoðunarferð um Reykjavík á vegum Fræðslunefndar FEB miðvikud. 17. apríl, brottför frá Ásgarði, Glæsibæ, kl. 13.30. Skráning á skrifstofu FEB. Ferðakynning á innanlandsferðum fé- lagsins sumarið 2002 ásamt myndasýningu úr eldri ferðum verður í Ásgarði, Glæsibæ, föstud. 19. apríl kl. 16. Kynnir Sigurður Krist- insson ásamt öðrum leiðsögumönnum fyr- irhugaðra ferða. Sögu- slóðir á Snæfellsnesi og þjóðgarðurinn Snæ- fellsjökull, 3 daga ferð 6.–8. maí, gisting á Snjófelli á Arnarstapa, leiðsögn Valgarð Run- ólfsson. Skráning hafin á skrifstofu FEB. Silf- urlínan er opin á mánu- dögum og mið- vikudögum frá kl. 10–12 fh. í síma 588-2111. Skrifstofa félagsins er flutt að Faxafeni 12, sama símanúmer og áð- ur. Félagsstarfið er áfram í Ásgarði, Glæsibæ. Upplýsingar á skrifstofu FEB. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Opið alla sunnud. frá kl. 14–16 blöðin og kaffi. Á morg- un kl. 9–16.30 opin vinnustofa, handavinna og föndur, kl. 9–13 hár- greiðsla, kl. 14 fé- lagsvist. Félagsstarfið, Furu- gerði 1. Á morgun kl. 9 aðstoð við böðun, alm. handavinna og bók- band, kl. 10.15 leikfimi kl. 14 sagan. Gerðuberg, félagsstarf. Í dag kl. 13–16 mynda- listarsýning Braga Þórs Guðjónssonar opin, listamaðurinn á staðn- um. Veitingar í „Kaffi Bergi“. Á morgun kl. 9– 16.30 vinnustofur opnar frá hádegi, spilasalur opinn, kl. 14 kóræfing, kl. 15.30 dans. Fimmtud. 20. apríl kl. 13. fé- lagsvist í samstarfi við Hólabrekkuskóla. Allir velkomnir. Laugard. 20. apríl kl. 16 tónleikar Gerðubergskórsins í Fella- og Hólakirkju. Nánar kynnt síðar. Upplýsingar um starf- semina á staðnum og í s. 575 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Á morgun kl. 9 handa- vinna, kl. 9.30 gler- og postulínsmálun, kl. 11 hæg leikfimi, kl. 13 lom- ber og skák, kl. 17.15 kórinn, kl. 20 skapandi skrif. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9 vefnaður, kl. 9.05 leikfimi, kl. 9.55 ró- leg stólaleikfimi, kl. 13 brids, kl. 20.30 fé- lagsvist. Hraunbær 105. Á morg- un kl. 9 perlusaumur, postulínsmálun og kortagerð, kl. 10 bæna- stund, kl. 13 hárgreiðsla. Hvassaleiti 56–58. Á morgun kl. 9 böðun og föndur, kl. 10 boccia, kl. 13 frjáls spilamennska, kl. 13.30 gönguferð. Fótaaðgerð, hársnyrt- ing. Allir velkomnir. Norðurbrún 1. Á morg- un kl. 10 ganga, kl. 9 fótaaðgerð. Félagsstarf- ið er opið öllum aldurs- hópum, allir velkomnir. Vesturgata 7. Á morgun kl. 9–16 fótaaðgerðir og hárgreiðsla, kl. 9.15 handavinna, kl. 10 boccia, kl. 12.15–13.15 danskennsla, kl. 13 kór- æfing. Tískusýning verður föstud. 19. apríl kl. 14. Sýndur verður dömufatnaður í vor- og sumarlínunni. Að lokinni sýningu verður dansað við lagaval Sigvalda, kaffiveitingar, allir vel- komnir. Vitatorg. Á morgun kl. 9 smíði og hárgreiðsla, kl. 9.30 bókband, búta- saumur og morgun- stund, kl. 10 fótaaðgerð- ir og sund, kl. 13 hand- mennt, glerbræðsla, leikfimi og spilað. Kirkjustarf aldraðra, Digraneskirkju. Opið hús á þriðjud. kl. 11. Leikfimi, matur, helgi- stund og fleira. Gullsmárabrids. Eldri borgarar spila brids íGullsmára 13 alla mánu- og fimmtud. Skráning kl. 12.45. Spil hefst kl. 13. Bridsdeild FEBK í Gullsmára. Háteigskirkja, eldri borgarar, mánud. fé- lagsvist kl. 13–15, kaffi. Kristniboðsfélag karla. Fundur í kristniboðs- salnum, Háaleitisbraut 58-60, mánud. 15. apríl kl. 20. Kristín Bjarna- dóttir sér um fund- arefni. Allir velkomnir. Öldungaráð Hauka. Fundur verður miðviku- d. 17. apríl kl. 20 á Ás- völlum. Fjölmennið. Í dag er sunnudagur 14. apríl, 104. dagur ársins 2002. Tíbúrtíusmessa Orð dagsins: Deiglan er fyrir silfrið og bræðsluofninn fyrir gullið, en Drottinn prófar hjörtun. (Orðskv. 17, 3.)
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.