Morgunblaðið - 14.04.2002, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 14.04.2002, Qupperneq 56
FÓLK Í FRÉTTUM 56 SUNNUDAGUR 14. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ SJÖ ÁR eru liðin síðan Jean-Jacques Cadet, sem kallarsig J-Live, var getið sem efni-legs rappara og skömmu eftir það kom út fyrsta smáskífa hans, Longevity, sem sannaði að hann var meira en efnilegur, en J-Live var þá nítján ára. Skífan var aðeins gefin út á vínyl en seldist þó í ríflega 13.000 eintökum sem þykir harla gott. Ári síðar kom út næsta smáskífa, Braggin’ Writes, sem seldist enn betur og kom honum á útgáfusamn- ing en það sem gerðist í framhaldi af því hefði líkastil sett flesta út af sporinu. 1997 var J-Live nánast tilbúinn með fyrstu breiðskífuna sem RawShack hugðist gefa út og átti að heita Timeless. Áður en af því varð lenti honum svo saman við útgefandann að hætt var við útgáf- una og honum neitað um að fá upp- tökurnar til að reyna að koma plöt- unni út hjá öðru fyrirtæki. Hann þurfti því að taka plötuna upp á nýtt, nú fyrir fyrirtækið Pay Day, og nýtt nafn á skífunni var The Best Part. Að þessu sinni náði hann að ljúka við plötuna en daginn eftir að kynningareintök voru send til blaða- manna fór Pay Day á hausinn. Sjóræningjaplatínuplata Við tók stríð J-Live við að fá upp- tökurnar í hendurnar og á meðan því stóð bárust einhver af kynning- areintökunum til óprúttinna og ekki leið á löngu að fleiri en ein sjóræn- ingjaútgáfa var komin á markað. Svo rammt kvað að útgáfunni að menn herma að hundruð þúsunda eintaka hafi selst af henni um heim allan þótt sú tala verði aldrei að fullu ljós og flækir málið að margar af útgáfunum eru með lögum hans endurunnum að einhverju eða öllu leyti. Í viðtali fyrir skemmstu sagði J-Live frá því að sjóræningjaútgáf- urnar hefðu náð platínusölu á neð- anjarðarmarkaði, en sagðist ekki viss um hvaða viðurkenningu hann fengi fyrir. The Best Part kom á endanum út fyrir skemmstu og J-Live segist vonast til þess að einhverjir sem keyptu sjóræningjaútgáfu plöt- unnar eigi eftir að fá sér löglegt ein- tak enda sé hún nokkuð breytt og mun betri. Hann hefur reyndar forðast að gagnrýna þá sem dreifðu plötunni ólöglega og einnig þá sem keyptu hana, bendir á að flestir hafi gert það í góðri trú. „Ef fólk kunni svo að meta það sem ég er að gera að það var til í að brjóta lögin til að komast yfir plötu sem var ófáanleg annars þá er það hið besta mál, ég er þakklátur fyrir það.“ Ort um 11.9. 2001 Þegar útgáfa af The Best Part komst í uppnám hætti J-Live í tón- listinni um tíma og sneri sér að kennslu, en hann var einmitt nýbú- inn með kennaranám þegar hann byrjaði tónlistarferilinn. Hann hætti þó ekki að semja tónlist og á síðasta ári tók hann upp þráðinn, samdi við nýja útgáfu og byrjaði að leggja drög að nýrri plötu, All of the Above, sem kom út í byrjun mán- aðarins og hefur þegar fengið frá- bæra dóma. Lögin á plötunni eru flest fyrirtak og einna sterkast lagið Satisfied sem tekur fyrir atburðina 11. sept- ember síðastliðinn. Ólíkt svo mörg- um öðrum veltir J-Live sér ekki upp úr tilfinningasemi og þjóðern- isrembu á skífunni heldur bendir hann á að þrátt fyrir allt tal um breyttan heim séu menn enn að glíma við sömu vandamálin heima fyrir. „Það kom vitanlega ekki á óvart að mönnum skyldi verða tíð- trætt um 9/11 í tónlist eftir atburð- inn, en ef menn ætla að nota hann sem rímnaskraut eða til að berja sér á brjóst í innihaldslausu monti er verið að sóa tækifæri til að fá fólk til að hugsa um veruleikann sem blasir við okkur á hverjum degi. Þrátt fyr- ir hörmungarnar í New York erum við enn svartir, þrátt fyrir stríðs- átök erum við enn fátækir og ómenntaðir, við megum ekki gleyma því hvað gerir okkur lífið óbæri- legt.“ Lært af verkum annarra J-Live nýtur mikillar virðingar fyrir rímnasnilld sína, en hann seg- ist hafa lært mikið af því að rýna í annarra verk, að greina texta ann- arra rímnamanna, leysa lyklaðar setningar og finna tilvísunum stað. Hann segist reyna að hafa sína texta jafn fjölsnærða og merking- arríka og þeirra listamanna sem hann hélt upp á til þess að víkka sjóndeildarhring þeirra sem á hann hlusta. Hann segist hafa fengið ágætan tíma til að semja rímur eftir að útgáfa á The Best Part fór í vask- inn, því hann réð sig sem kennari í unglingaskóla í Brooklyn eins og áð- ur er getið. „Ég lærði ekki síður af því en krakkarnir,“ segir hann, „því ég kynntist væntanlegum áheyr- endum einkar vel af því að sitja með þeim í kennslustofu, grínast við þá og reyna að kenna þeim ensku og sögu. Það hjálpaði mér síðan ekki síður til að vera ferskur í anda, missa ekki samband við barnið í sjálfum mér.“ J-Live segist hafa kynnst því meðal nemenda sinna að rappið sé orðið miklu meira mál fyrir ung- menni en það var fyrir hann og fé- laga hans þegar hann var unglingur sjálfur. „Þegar við vorum að byrja að kveðast á var það til gamans gert og þótt menn hafi keppt sín á milli var það góðlátleg keppni. Núorðið eru menn varla byrjaðir að klambra saman rímum að þeir telja að þeir séu klárir í plötugerð. Fyrir vikið geta fæstir af þeim sem mest ber á í rappheiminum í dag skrifað al- mennilegar rímur, rímur sem fela í sér einhvern boðskap og einhverja hugsun.“ Breytt vinnubrögð J-Live gerði samning við smáfyr- irtæki, Coup d’État, sem stofnað var fyrir skemmstu af forðum starfsmönnum og eigendum Raw- kus, Asphodel, 75 Ark, Polygram og K7, en Coup d’État gefur einmitt All of the Above út. Hann segir tím- ana breytta frá því er menn gerðu þá aðeins samning við smáfyrirtæki að þeir áttu ekki séns á að komast að hjá þeim stóru. „Nú byrja menn á því að semja við smáfyrirtæki því þar er þekking og skilningur fyrir hendi á starfi listamannsins. Stór- fyrirtækin eru öll að leita að popp- urum og eina markmiðið er að skila sem mestum arði, en smáfyrirtækin vilja vinna með listamönnum. Mögu- leikarnir til að kynna tónlistina eru líka margfalt meiri eftir að Netið kom til sögunnar og segja má að það sé orðinn aðalvettvangur umræðu og kynninga á hiphoptónlist. Fyrir vikið skiptir ekki eins miklu máli að semja við risafyrirtæki sem á millj- ónir til að eyða í markaðssetningu.“ J-Live segir að reynslan af The Best Part hafi orðið til þess að hann breytti til í vinnslu plötunnar, und- irbjó sig vel en byrjaði ekki að taka upp fyrr en seint á síðasta ári til að tryggja að ekkert læki út. Þeir sem handfjatla All of the Above taka strax eftir því að ekki er bara að J-Live semji lög og texta, heldur er hann líka liðtækur í plötu- skrámi og reyndar hóf hann ferilinn sem plötusnúður og þótti ekki síðri á því sviði en í textaspunanum. „Ég valdi aftur á móti að halda mig við rappið því það er svo dýrt að vera plötusnúður, en til þess að semja rímur þarf ekkert nema blað og blýant.“ Tónlist á sunnudegi Árni Matthíasson Fórnarlamb sjóræningja Sem betur fer er fátítt að menn séu eins óheppnir í útgáfumálum og bandaríski rímnasnillingurinn J-Live. Hann sendi frá sér breiðskífuna All of the Above í byrjun mánaðarins.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.