Morgunblaðið - 14.04.2002, Síða 58

Morgunblaðið - 14.04.2002, Síða 58
FÓLK Í FRÉTTUM 58 SUNNUDAGUR 14. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ Í MÍNUM huga eru ævintýri venjulega hetjusögur þar sem lítil- magninn sigrast á ofurefli og hlýtur kóngsríkið í kjölfarið eða eitthvað í þá áttina. Að sjálfsögðu er hér um frekar þrönga tilraun til skilgrein- ingar að ræða enda byggist hún ein- göngu á þeirri tilfinningu sem ég hef fyrir þessu söguformi. Ævintýri eru mörg og mismunandi en samt er ein- hver þráður sem tengir þau svo kirfi- lega saman að oftast er auðvelt að flokka sögur í ævintýri og ekki æv- intýri. Skáldjöfrar fortíðarinnar hafa gefið okkur ofgnótt af ævintýra- og fantasíusögum sem hægt er að nota sem viðmið um hvernig best sé að hreyfa pennann innan þess ramma sem ævintýraformið býður upp á. Höfundar Rose, þeir Smith og Vess, hafa sótt vel í klassísk stef ævintýrisins. Takið efniviðinn; dreka, myndarlega vígamenn, smá- gerðar hetjur, sverðaglamur, galdra- karla, ást, svik og draumráðningar og blandið saman í potti (helst svona stórum messingpotti á hlóðum), látið malla og viti menn; útkoman er splunkuný saga sem byggist á eld- gömlum grunni. Rose er konungs- dóttir í Vesturdal sem er heimur út af fyrir sig, einhvers staðar austan við sól og sunnan við mána. Í þessum heimi hafa draumar mun meira vægi en í þeim sem við byggjum og Rose hefur sérstaka hæfileika á því sviði. Draumauga hennar er mjög sterkt eins og kennari hennar í fræðunum segir. Rose mun þegar fram líða stundir taka við stjórnartaumunum í konungsríkinu þrátt fyrir að hún eigi eldri systur sem á tilkall til tignar- innar. Sú hefur hins vegar ekki þá til- finningu fyrir draumum sem er nauðsynleg fyrir stjórnendur í Vest- urdal að hafa. Það fellur því í skaut hinar ungu Rose að takast á við hinn forna og illa engisprettuguð sem er að losna úr læðingi eftir að hafa verið í dvala frá upphafi vega. Vilji hans og hlutverk felst í því að riðla jafnvægi Draumsins en við það mun Vestur- dalur farast. Smith hefur getið sér gott orð fyr- ir myndasöguseríuna Bone sem hann hefur gefið út síðustu 10 árin og Rose er eins konar inngangur að þeirri sögu. Sú gríðarlega reynsla sem hann hefur af þessum fantasíu- heimi skín í gegn í Rose. Söguper- sónurnar leika í höndum hans og hann gefur þeim sterkari rödd og persónuleika en maður á að venjast í myndasögum. Á fáeinum blaðsíðum skapar hann töfraheim sem erfitt verður fyrir aðra höfunda að toppa. Teikningar Charles Vess eru gríðar- lega nákvæmar og skýrir það hvers vegna myndasöguframleiðsla hans er jafn lítil og raun ber vitni en það er þess virði þegar hann loks gefur eitt- hvað frá sér eins og í þessu tilfelli. Bakgrunnar myndanna eru unnir af mikilli alúð sem er sérlega mikilvægt í sögum af þessari ævintýragerð. Hann notar þá tækni að láta 1–2 myndir á hverri síðu ,,blæða“ út fyrir rammann sem gerir þær stærri og dýpri en ella. Þetta eru myndir sem þurfa mikið pláss og sígild ramma- uppsetningin hefði orðið nokkuð hamlandi. Litanotkun er þó á köflum ívið mikil og hefði myrkara litaval jafnvel sómt sér betur til að halda takti við söguframvinduna. Eitt er það atriði í bókinni sem sýnir mér hversu vanafast atferli það er að lesa myndasögur og hversu truflandi minnstu frávik geta verið. Ég var langt kominn með lesturinn þegar ég áttaði mig á því hvað það var sem stuðaði. Orðabelgirnir sem Vess notar eru hálfgegnsæir þannig að glittir í bakgrunninn. Venjulega er um að ræða heilhvíta fleti sem standa aðskildir frá myndmálinu og er samruninn hér því meiri en gerist og gengur. Ég er ekki sérlega hrifin af þessari útfærslu en það að ég skuli nenna að eyða púðri í jafn veigalítið atriði segir kannski mest um hversu frambærileg sagan í heild sinni er. Köttur úti í mýri, setti upp á sér stýri, úti er ævintýri. MYNDASAGA VIKUNNAR Rós án þyrna Myndasaga vikunnar er Rose eftir Jeff Smith og Charles Vess. Cartoon Books gefur út, 2002. Bókin fæst í mynda- söguversluninni Nexus. heimirs@mbl.is Heimir Snorrason Rose á nálum. Þessi mynd er dæmi um þá „blæðitækni“ sem Vess notar í myndum sínum. EINN vinsælasti poppdúett allra tíma, Pet Shop Boys frá Bretlandi, snýr nú aftur með plötuna Release, sem mun vera áttunda hljóðvers- skífan þeirra. Á plötunni kveður við nokkuð nýjan tón, en þann sem aðdáendur hafa átt að venjast, en sérlegur aðstoðarkokkur á plöt- unni er enginn annar en gítar- gúrúinn Johnny Marr en hann er vitaskuld þekktastur fyrir að hafa verið leiðtogi Smiths sálugu ásamt Morrissey. Platan er því prýdd poppuðum þriggja gripa hljómum í meiri mæli en fyrr, og dregið úr danssveiflunni að sama skapi. Leið- ir Marr og Pet Shop hafa reyndar legið saman áður, en þeir unnu saman að laginu frábæra „Getting Away With It“ ásamt Bernard Sumner, í gegnum sveit Marrs og Sumner, Electronic, árið 1991. En að Pet Shop Boys séu búnir að gefa út nýja plötu er ekki meg- inástæða þessara skrifa. Þannig er að dúóið hefur nú opinberlega sagt yfirmenn sína hjá útgáfufyrirtæk- inu EMI vera fífl. Ástæðan fyrir stóryrðunum liggur aðallega í „Cary-klúðrinu“ en fyrirtækið greiddi söngkonunni Mariuh Carey sem kunnugt er tæplega 4 millj- arða íslenskra króna, í „starfsloka- samning“ en söngkonan sein- heppna hafði áður gert samning við fyrirtækið upp á 7 milljarða. Carey lenti svo í sálrænum krögg- um og ekki bætti úr skák er mynd- in Glitter og samnefnd plata flopp- uðu feitt, listrænt séð svo og sölulega. Í síðasta mánuði var og 1800 manns, sem starfa í verk- smiðjum fyr- irtækisins, sagt upp störfum. „Fífl í hæstu stöðum hjá E.M.I. borga sjálfum sér milljónir og gera djarfa samninga við listamenn eins og Mariuh Carey sem falla svo flatt á nefið, og þeir neyðast til að borga þeim him- inháar fjárhæðir er þeir svo hverfa á braut,“ sagði Chris Lowe, annar helmingur dúettsins. Þeir félagar, Lowe og Neil Tennant segja EMI hafa eyðilagt fyrir nýju plötunni þeirra vegna þessa. „Þeir (hjá EMI) hafa alltaf verið ömurlegir er að kynningarmálum kemur,“ sagði Lowe ennfremur. Pet Shop Boys skamma forkólfa EMI „Þeir eru fífl!“ Það veður eng- inn yfir Pet Shop Boys! Sérblað alla sunnudag

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.