Morgunblaðið - 14.04.2002, Qupperneq 64

Morgunblaðið - 14.04.2002, Qupperneq 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 14. APRÍL 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. f í t o n / s í a www.bi.is Þú fellur aldrei á tíma í útgjaldadreifingu Búnaðarbankans ur, hafi átt sér stað við íslensk stjórn- völd um mögulega þátttöku fyrirtækisins í stóriðjuframkvæmd- um á Íslandi. „Við verðum bara að bíða og sjá til hvers þessar viðræður leiða. Við ger- um okkur grein fyrir því að málið er mjög mikilvægt fyrir Íslendinga. Ef þessar viðræður komast á alvarlegt stig munum við verja meiri tíma til að skýra okkar afstöðu. Á þessu stigi eru þetta aðeins könnunarviðræður,“ seg- ir Jake Siewert, aðstoðarforstjóri upplýsingamála hjá Alcoa. Fyrirtækið er hið stærsta í áliðnaði í heiminum með árlega framleiðslu- getu upp á 3,2 milljónir tonna af áli. Alcoa var stofnað í Pittsburgh í Bandaríkjunum um miðjan níunda áratug 19. aldar. Fyrirtækið er með 350 verksmiðjur í 38 löndum, m.a. á nokkrum stöðum í Evrópu, og hjá því starfa um 129 þúsund manns. Velta TALSMAÐUR bandaríska álfyrir- tækisins Alcoa segir í samtali við Morgunblaðið að óformlegar viðræð- ur, nokkurs konar könnunarviðræð- Alcoa á síðasta ári nam 23 milljörðum Bandaríkjadala eða um 2.300 millj- örðum íslenskra króna. Nýlega var tilkynnt um afkomu fyrsta fjórðungs þessa árs, sem var hagnaður upp á tæpar 218 milljónir dala, eða um 22 milljarða króna. Það er nokkru minna en eftir sama tíma í fyrra þegar hagn- aðurinn nam um 40 milljörðum ís- lenskra króna. Finnur Ingólfsson, seðlabanka- stjóri og formaður viðræðunefndar sem iðnaðarráðherra skipaði nýlega í stóriðjumálum, segir að hvorki hann né aðrir í nefndinni hafi sett sig í sam- band við talsmenn Alcoa. Hann viti þó af því að fulltrúi stjórnvalda hafi verið í sambandi við álfyrirtækið. Finnur segist hafa fengið vitneskju um að áhugi kunni að vera fyrir hendi hjá Alcoa. „Formlegar viðræður við Alcoa eru hins vegar ekki hafnar. Menn þurfa að nálgast hver annan til að geta fundið einhverja snertifleti og hvort virkileg- ur áhugi sé fyrir hendi. Vafalítið verð- ur þetta gert á næstunni. Ef áhuginn er til staðar hjá Alcoa er sannarlega vel þess virði að skoða þann aðila nán- ar, ekki síst í ljósi þess hve öflugt fyr- irtækið er,“ segir Finnur. Hann segir að fyrsta verkefni við- ræðunefndarinnar sé að forvitnast um hvaða áherslur álfyrirtæki eins og Alcoa hafi. Finna þurfi út hvort áherslur fyrirtækisins séu enn þær að kaupa upp önnur fyrirtæki í áliðnaði, eða hvort áherslurnar séu að breytast í þá átt að byggja upp ný álver. „Þessi álheimur er frekar lítill, menn vita vel hver af öðrum og einnig að hér er vel skilgreint álverkefni til staðar. Ýmsir aðilar hafa haft sam- band við okkur að undanförnu til að lýsa yfir áhuga á stóriðjuframkvæmd- um hér,“ segir Finnur. Könnunarviðræður milli stjórnvalda og Alcoa FJÖLDI fólks lagði leið sína út í Gróttu á fjölskyldudegi í gærmorg- un. Börn og fullorðnir nutu nátt- úrufegurðar og boðið var upp á kaffi og rjómavöfflur í setrinu. Morgunblaðið/Golli Nutu úti- verunnar í Gróttu TIL AÐ bregðast við minnkandi sölu, sem fyrirtækið telur að stafi einna helst af síaukinni ólöglegri fjölföldun á tónlist, hyggst plötufyr- irtækið Skífan læsa geisladiskum sem það gefur út svo að ekki sé hægt að spila þá í tölvum og þá ekki hægt að afrita þá. Einnig hyggst Skífan lækka verð á nýjum og ný- legum geisladiskum um allt að 9%. Í sameiginlegri tilkynningu að- standenda Norðurljósa, sem eiga Skífuna, fulltrúa Samtaka flytjenda og hljómplötuframleiðenda og Sam- taka tónskálda og eigenda flutnings- réttar kemur fram að þetta sé gert til að bregðast við síaukinni ólög- legri fjölföldun, en í tilkynningunni kemur fram að samkvæmt upplýs- ingum frá alþjóðasamtökum hljóm- plötufyrirtækja sé einn diskur brenndur fyrir hvern disk sem seld- ur er. Í tilkynningunni segir og að geng- isþróun íslensku krónunnar síðustu vikur hafi veitt ákveðið svigrúm til verðlækkunar, en auk þess vilji fyr- irtækið leggja sitt af mörkum til að sporna gegn verðbólgu. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins hyggjast aðrar íslenskar útgáfur hafa sama háttinn á og þannig verða útgáfur Smekkleysu varðar á sama hátt og einnig stefnir Edda útgáfa & miðlun að því að læsa sínum útgáfudiskum. Skífan ætlar að læsa öll- um geisla- diskum  Brugðist við/11 TÆPLEGA þrítugur Íslendingur, Börkur Hrafn Víðisson, lést í mót- orhjólaslysi í bænum Puket í suður- hluta Taílands sl. þriðjudag. Hann var einn á ferð að kvöldi til á mót- orhjóli er hann missti stjórn á því og hafnaði á ljósastaur. Talið er að hann hafi látist samstundis. Börkur Hrafn var nýkominn til Taílands ásamt ís- lenskum félaga sínum er slysið varð. Hann var búsettur og við nám í Danmörku, en hann fæddist þar í landi 27. nóvember árið 1972. Börk- ur Hrafn var ókvæntur og barnlaus. Lést í mótor- hjólaslysi í Taílandi Börkur Hrafn Víðisson Minnst atvinnuleysi mælist á Vestfjörðum ATVINNULEYSI í marsmánuði síðastliðnum jafngilti 2,7% af áætlun Þjóðhagsstofnunar um mannafla á vinnumarkaði. Alls voru 77.445 at- vinnuleysisdagar skráðir í mánuðin- um á landinu öllu, sem jafngilda því að 3.692 manns hafi að meðaltali ver- ið á atvinnuleysisskrá. Samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun hefur atvinnu- lausum í heild fjölgað um 3,8% að meðaltali frá febrúarmánuði, en um 83,4% frá marsmánuði 2001. Tekið er fram að þá hafi atvinnuleysi verið með minnsta móti. Atvinnuleysi er nú mest á Norður- landi eystra 3,2%, höfuðborgarsvæð- inu 2,8% og Austurlandi 2,7% en minnst á Vestfjörðum 1,5%. 63% atvinnulausra í mars höfðu verið atvinnulaus í þrjá mánuði eða skemur, en 15% höfðu verið atvinnu- laus í yfir sex mánuði. Vinnumálastofnun telur líklegt að atvinnuleysið breytist lítið í apríl og verði á bilinu 2,5%–2,8%. Framboð af lausum störfum í lok mars hefur aukist. Alls voru 225 laus störf hjá vinnumiðlunum í lok mars- mánaðar en 167 störf í lok febrúar. ♦ ♦ ♦
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.