Morgunblaðið - 23.04.2002, Síða 26

Morgunblaðið - 23.04.2002, Síða 26
26 C ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐHeimiliFasteignir U PPBYGGINGIN í Sala- hverfi í Kópvogi fer ekki fram hjá neinum, sem ekur þar um. Byggðin einkennist af töluverðri fjölbreytni, bæði fjölbýli og sérbýli, en skipulag hverfisins gerir ráð fyrir þéttri byggð. Samt er þess ríkulega gætt að hafa þar opin svæði. Það er margt sem gerir Sala- hverfi eftirsóknarvert. Hverfið stendur hátt í suður- og suðvest- urhalla með miklu útsýni bæði út á Kópavog og til suðvesturs út á Reykjanesskagann. Um leið er hverfið í skjóli fyrir norðanátt og vegna hallans snýr það mjög vel við sólu. Gróður ætti því að dafna vel. Stutt er í skemmtileg útivistar- svæði á Rjúpnahæð og í grennd við Vatnsenda og í hverfinu verður góður golfvöllur en einnig íþrótta- svæði með íþróttahúsi og sundlaug. Mikill kraftur hefur verið í upp- byggingu Salahverfis. Öllum lóðum hefur verið úthlutað og hvarvetna blasa nýbyggingarnar við. Sumar eru fullkláraðar og íbúarnir fluttir inn. Aðrar eru enn í byggingu, mis- jafnlega langt komnar. Alls er gert ráð fyrir um 1.000 íbúðum í hverfinu og að um 3.000 manns muni búa í hverfinu full- byggðu. Í hverfinu verða grunn- skóli, tveir leikskólar, gæzluvöllur og heilsugæzla, sem hafa ýmist þegar verið tekin í notkun eða eru langt komin. Fullkláraðar íbúðir við Blásali Eitt þeirra byggingarfyrirtækja, sem haslað hafa sér völl í Sala- hverfi, er Byggingarfélagið Viðar ehf. en stofnandi þess var Viðar Daníelsson byggingarmeistari. Áð- ur hefur þetta fyrirtæki einnig lát- ið mikið til sín taka annars staðar í Kópavogi og byggt þar mörg fjöl- býlishús m. a. í Smárahverfi. Í Salahverfi fékk fyrirtækið út- hlutað 4,6 hekturum af óskipulögðu svæði, sem það síðan lét skipu- leggja, annaðist þar alla gatnagerð og byggði svo öll hús á svæðinu. Við Blásali 22 stendur nú nánast fullbúið tólf hæða fjölbýlishús, sem fyrirtækið hefur byggt og er með 46 íbúðum. Í húsinu eru tvær 13 manna lyftur, sem ganga frá kjall- ara og upp á efstu hæð. Arkitekt hússins er Orri Árnason. Fjórar íbúðir eru á öllum hæðum nema á 1. hæð og í kjallara. Þessar íbúðir verða tilbúnar til afhend- ingar 24. maí nk. Þær eru af fjór- um stærðum, 4ra herb. íbúðir, sem eru 125 ferm., 3ja herb. íbúðir, sem eru ýmist 93 ferm. eða 100 ferm. og loks 2ja herb. íbúðir, sem eru 78 ferm. Verð á þessum íbúðum er mis- munandi, frá 12,5 millj. kr. þær minnstu og upp í tæpar 20 millj. kr. þær stærstu. Verðið fer ekki bara eftir stærð heldur líka eftir staðsetningu, en mestu útsýnis- íbúðirnar eru dýrastar eðli málsins samkvæmt. Töluvert er í þetta hús lagt en það er einangrað með steinull og klætt með lituðu áli á grind. „Þessi utanhússklæðning er nánast við- haldsfrí,“ segir Þorgils Arason, byggingaverkfræðingur og fram- kvæmdastjóri Viðars ehf. Hljóðeinangrun á milli íbúða er mun meiri en venjan er. „Á síðustu tíu árum höfum við byggt um 500 íbúðir og kynnzt vaxandi óskum fóks um meiri hljóðeinangrun,“ segir Þorgils. „Til þess að koma til móts við þessar óskir var ákveðið að byggja fjölbýlishús við Blásali 22 og annað við 24 með sérstöku tilliti til hljóðvistar í íbúðunum. Þannig er 20 cm þykk plata á milli hæða og ofan á hana kemur 5 cm einangrun og síðan þar ofan á 5 cm ílögn, sem slitin er frá öllum steyptum veggjum með sérstökum plastlistum. Heildarþykkt gólfa er því 30 cm. Á milli allra íbúða eru svo allir veggir 25 cm þykkir, en algengast er, að þeir séu 20 cm. Einnig eru allar íbúðirnar með lokaðri for- stofu. Það á að deyfa hljóð, sem kemur að utan frá sameigninni.“ „Þetta er mikið útsýnishús,“ heldur Þorgils áfram. „Snæfellsjök- ull sést t. d. úr íbúðunum jafnt á jarðhæð sem á tólftu hæð. Íbúð- irnar eru líka skipulagðar með til- liti til útsýnisins þannig, að hver einasta íbúð nái útsýni í suðvestur og fái sól í suður. Þar af leiðandi eru íbúðirnar svolítið ílangar með gangi og svefnálmu.“ Pípulögn verður rör í rör kerfi, sem leggst í hljóðeinangrunarlagið og allt heitt vatn er forhitað í hús- inu. Hellulögn við inngang verður með snjóbræðslu og lóðin verður að öðru leyti hellulögð, tyrfð og plöntur settar niður. Í bílageymslunni eru 54 stæði, þar af 30 til sölu fyrir Blásali 22. Þessi bílageymsla er sameiginleg með fjölbýlishúsi við hliðina, sem er við Blásali 24 og Viðar ehf. byggði fyrir Búmenn. Íbúðirnar þar hafa þegar verið teknar í notk- un. Þvottaaðstaða er í bílageymsl- unni, sem er upphituð og einangruð með lýsingu, loftræstingu og úðara. Innangengt er svo í lyftu í Blásali 22 og 24. Stæði í bílageymslu eru seld sér og kosta 1,6 millj. kr. Innréttingar í íbúðunum eru spónlagðar með mahóní og baðinn- rétting er hvítlökkuð með plast- lagðri borðplötu. Innihurðir eru hefðbundnar og spónlagðar með maghóní. Meira líf að færast í markaðinn Sala á íbúðum í Blásölum 22 hófst í janúar og nú eru 13 þeirra þegar seldar. „Sala var fremur treg framan af, en nú hefur mun meira líf færzt í markaðinn,“ segir Íris Hall, sölustjóri hjá Viðari ehf., en þessar íbúðir eru til sölu hjá fimm fasteignasölum. „Það er mikið um fyrirspurnir og margir, sem koma og skoða,“ segir Íris. „Sem dæmi um áhuga fóks má nefna, að eina helgina fór fram sölukynning á þessum íbúðum með tilstilli fasteignasölu Brynjólfs Jónssonar og þá komu um fimm hundruð manns til þess að skoða þessar íbúðir. Fasteignasalan Eignanaust sýndi aðra helgi og þá komu um 300 manns. Margt af þessu fólki var eldra fólk eða fólk komið yfir miðjan aldur.“ „Mér finnst komin meiri bjart- sýni í fólk,“ heldur Íris áfram. „Af- föll af húsbréfunum hafa lækkað og verðbólgan er á undanhaldi. Allar horfur eru á að rauðu strikin svo- kölluðu muni halda og framundan sé stöðugleiki í þjóðfélaginu. Efna- hagsástandið er greinilega að jafna sig. Þetta er til þess fallið að auka bjartsýni hjá fólki. Óvissan var meiri fyrr í vetur og afföllin af húsbréfum urðu óeðlilega mikil. Sennilega hefur orðið til nokkur uppsöfnuð eftirspurn í þeirri sölutregðu, sem þá sagði til sín og þessi eftirspurn er að koma fram núna. Það er án efa til staðar mikil undirliggjandi eftirspurn eins og sagt er og síðustu mannfjöldatölur benda ótvírætt til þess, að fólki heldur áfram að fjölga á höfuð- borgarsvæðinu með ekki minni hraða en áður. Þetta hefur sín áhrif á eftirspurnina eftir íbúðarhús- næði, því að allir þurfa þak yfir höfuðið.“ „Það er mikill ávinningur af ný- samþykktum lögum um fast- eignasölu,“ sagði Íris Hall enn- fremur, en hún stefnir að því að fá löggildingu sem fasteignasali. „Til þessa hafa réttarreglur um kaup og sölu á fasteignum byggst á dómapraxis og gömlu lögunum um lausafjárkaup frá 1922. Þetta leiddi Mikið útsýni einkennir nýjar íbúðir við Blásali Uppbygging Salahverfis í Kópavogi hefur verið ótrúlega hröð og alls staðar blasa nýbygging- arnar við. Magnús Sig- urðsson kynnti sér nýjar íbúðir byggingarfyrirtæk- isins Viðars ehf. í Sala- hverfi. Morgunblaðið/Þorkell Frá vinstri: Guðmundur Sigurbjörnsson byggingarstjóri, Viðar Daníelsson, forstjóri Byggingarfélagsins Viðars ehf., Íris Hall sölustjóri, Orri Árnason, arkitekt og hönnuður hússins, og Þorgils Arason, framkvæmdastjóri Viðars ehf. Morgunblaðið/Þorkell Við Lómasali 6–8 í Salahverfi er Viðar ehf. með í byggingu fimm hæða fjölbýlishús með 24 íbúðum. Þessar íbúðir verða 3ja eða 4ra herbergja, ýmist 100 eða 120 ferm. að stærð og allar með stæði í bílageymslu. Þessi mynd er af hönnuðum hússins og byggingarstjóra með húsið í baksýn. Frá vinstri: Jorge G. Enrigues, Cao Millán, Gunnar Einarsson bygging- arstjóri, Kristinn Ragnarsson arkitekt og Carlos N. Gonzalez. Útlendingarnir eru allir arkitektar frá Mexíkó. Geysimikið útsýni er frá fjölbýlishúsinu Blásali Við Blásali 22 stendur nú nánast fullbúið tólf h irnar verða afhentar 24. maí nk. Húsið til hæg

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.