Morgunblaðið - 23.04.2002, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 2002 C 33HeimiliFasteignir
BORGIR
VINDÁS - ÚTSÝNI
Björt og falleg 56,8 fm íbúð á 3ju hæð (efstu) í
litlu fjölbýli ásamt stæði í bílageymslu. Vönduð
gólfefni. Glæsilegt fjallaútsýni. Hús og sameign í
góðu ástandi. V. 8,5 m. 4775
KLAPPARSTÍGUR - LAUS
68 fm uppgerð íbúð á 3ju hæð í góðu steinhúsi
skammt frá Laugavegi. Nýjar innréttingar og
gólfefni. Áhv. húsbr. um 4 m. kr. V. 8,2 m. 4737
RAUÐÁS
Falleg og rúmgóð 85 fm íbúð á fyrstu hæð í litlu
fjölbýlishúsi með góðu austurútsýni. Hús og
íbúð í góðu ásigkomulagi. Íbúðin getur losnað
fljótlega. V. 10,7 m. 4660
SÍÐUMÚLI - EFSTA HÆÐ
Mjög vel innréttað skrifstofuhúsnæði, 240 fm
með 11 misstórum skrifstofuherbergjum, 2 sal-
erni, kaffistofa, tölvuherbergi o.fl. Mjög full-
komnar tölvulagnir. Til afhendingar fljótlega. Eft-
irsótt staðsetning. V. 25,0 m. 4671
SMIÐSBÚÐ - SKRIFSTOFU-
HÚSNÆÐI
Mjög snyrtilegt og fullinnréttað skrifstofuhús-
næði á annarri hæð, um 170 fm, með sérinn-
gangi. Húsnæðið skiptist í nokkur misstór skrif-
stofuherbergi, geymslu, eldhús og móttöku.
Góð gólfefni og ástand innréttinga er gott. Næg
bílastæði. V. 16,0 m. 4533
Til leigu
BÆJARLIND - VERSLUN
Til leigu gott 321,1 fm verslunarhúsnæði við
Bæjarlind 1-3 í Kópavogi. Þþrennar inngöngu-
dyr ásamt góðum lagerinnkeyrsludyrum. 4906
SUÐURLANDSBR. - LEIGA
Ca 150 fm húsnæði á jarðhæð í glæsilegu húsi.
Ýmsir nýtingarmöguleikar. Upplýsingar á skrif-
stofu. 4797
Fyrirtæki
HÁRGREIÐSLUSTOFA
Hárgreiðslustofa með góðri aðstöðu í nýlegu
húsnæði á áberandi stað í miðborginni. Hús-
næðið er nýtískulega innréttað og búið öllum
bestu tækjum. Gott verð. 4707
Sumarhús og lönd
SUMARBÚSTAÐALÓÐIR VIÐ
HVOLSVÖLL
Mjög vel staðsettar lóðir fyrir sumarbústaði rétt
við bakka Eystri Rangár. Svæðið er skipulagt og
annast seljandi um vegalagningu, vatnslögn og
gerð rotþróa. Lóðarstærð er frá 1,0 hektara.
Áhugaverð staðsetning. V. 0,490 m. 4095
Landsbyggðin
GLÆSILEGT HÚS - FERÐA-
ÞJÓNUSTA
Höfum til sölu glæsilegt hús rétt við Dalvík
ásamt búnaði fyrir starfsemina. Gott land er um-
hverfis húsið. Eignin er í mjög góðu ásigkomu-
lagi - hitaveita. Húsið er um 300 fm, auk þess
58 fm bílskúr. Hér er eign sem býður upp á
ýmsa notkunarmögulekia. 4786
GAUKSRIMI - SELFOSSI
Fallegt raðhús á einni hæð með bílskúr, alls um
140 fm. Í húsinu eru 3 svefnherbergi, góð stofa
og eldhús o.fl. Húsið er í góðu ásigkomulagi, ný
eldhúsinnrétting og bað endurnýjað og góð
gólfefni. V. 12,9 m. 4685
Atvinnuhúsnæði
KNARRARVOGUR
Gott verslunar og skrifstofuhúsnæði um 700 fm
við mikla umferðargötu. Húsnæðið er vel stað-
sett og góð bílastæði.Laust til afhendingar fljót-
lega. 4866
HÖFNIN - HAFNARFJ.
Við Lónsbraut eru til sölu eða leigu eining með 4
x 5 m innkeyrslud. Grunnflötur ca 145 fm plús
milliloft ca 35 fm Langt. lán gætu fylgt. V. 12,0
m. 3652
KRINGLAN - SALA - LEIGA
Vel staðsett 106,5 fm verslunarhúsnæði á
fyrstu hæð í Kringlunni. Húsnæðið getur af-
hendst við samning. 4893
HÓLMASLÓÐ
Höfum til sölu í þessu mikið endurnýjaða
húsi þrjár samliggjandi einingar á jarðhæð,
387,7 fm + 346,6 fm + 206,1 fm, samtals
940,4 fm að stærð. Góðir verslunargluggar
á gafli ásamt nokkrum innkeyrsludyrum.
Ennfremur er á 2. hæð 308,5 fm nýinnrétt-
að skrifstofurými. Selst saman eða hvert í
sínu lagi. 4916
KÁRSNESBRAUT
Húsnæðið er um 30 fm á jarðhæð með
góðri aðkomu frá götu. Húsnæðið er laust.
V. 3,2 m. 4661
BÁSBRYGGJA - BÍLSKÚR
Ný fullgerð 2ja herbergja 87 fm íbúð á
fyrstu hæð ásamt innbyggðum bílskúr.
Íbúðin er til afhendingar 1. apríl. V. 12,8 m.
4891
EIGNASKIPTAYFIRLÝSINGAR
eru lögboðnir skriflegir gerningar
eigenda fjöleignarhúss sem gerðir
eru á grundvelli fyrirmæla fjöleign-
arhúsalaga og geyma lýsingu á hús-
um og lóðum þeirra og mæla fyrir
um skiptingu þeirra í séreignir, sam-
eign allra og sameign sumra og
ákvarða hlutdeild hvers eigenda í
sameign.
Eignaskiptayfirlýsingar eru fyrst
og fremst til fyrir eigendur fjöleign-
arhúsa, þeim til hagsbóta og skýr-
ingarauka í skiptum þeirra sín á
milli.
Gera skal eignaskiptayfirlýsingu
fyrir öll fjöleignarhús, enda liggi
ekki fyrir þinglýstur fullnægjandi og
glöggur skiptasamningur.
Efni
Í fjöleignarhúsalögunum og reglu-
gerð um eignaskiptayfirlýsingar, út-
reikning hlutfallstalna o.fl. í fjöleign-
arhúsum eru ákvæði um efni
eignaskiptayfirlýsinga.
Þær skulu hafa að geyma m.a. al-
menna lýsingu á húsinu, lýsingu á
hverjum séreignarhluta, hver sé
hlutfallstala hvers séreignarhluta,
hvort séreignarhlutum fylgi réttur
til bílskúrs eða sérstakur réttur til
ákveðins bílastæðis, hvort séreign-
arhluta fylgi sérstakur réttur til
byggingar ofan á eða við hús eða á
lóð þess og greinargóð lýsing á allri
sameign hússins.
Undirritun
Eignaskiptayfirlýsing skal und-
irrituð af öllum eigendum ef í henni
felst yfirfærsla á eignarrétti, sér-
stakar kvaðir, afsal réttinda eða
frekari takmarkanir á eignarráðum
en leiðir af fyrirmælum fjöleign-
arhúsalaganna.
Hafi eignaskiptayfirlýsing hins
vegar eingöngu að geyma sam-
antekt, skráningu og skiptingu húss
í samræmi við þinglýstar heimildir
og útreikning á hlutfallstölum í sam-
ræmi við gildandi reglur þar að lút-
andi er ekki krafist undirritunar
allra eigenda viðkomandi húss.
Sé um að ræða hús þar sem eign-
arhlutar eru fleiri en sex nægir að
eignaskiptayfirlýsing sé undirrituð
af stjórn húsfélagsins en sé um að
ræða hús með færri en sex eign-
arhlutum nægir undirskrift einfalds
meirihluta, annað hvort miðað við
fjölda eða hlutfallstölur.
Þeir einir mega taka að sér gerð
eignaskiptayfirlýsinga sem fengið
hafa til þess sérstakt leyfi félags-
málaráðherra. Upplýsingar um
leyfishafa er að finna á heimasíðu
Húseigendafélagsins: www.huseig-
endafelagid.is.
Fyrir gerð eignaskiptayfirlýs-
ingar ber leyfishafa sanngjörn þókn-
un og skal fjárhæð þóknunar miðuð
við umfang verksins, þann tíma sem
það tekur og hversu vandasamt það
er. Jafnan skal samið um endur-
gjaldið fyrirfram sé þess kostur.
Komi upp ágreiningur um endur-
gjald geta aðilar skotið honum til
kærunefndar fjöleignarhúsamála
sem skal leita umsagnar viðkomandi
byggingarfulltrúa áður en hún lætur
álit í té.
Þinglýsing
Eignaskiptayfirlýsingum skal
þinglýst að fenginni staðfestingu
byggingarfulltrúa. Þinglýsing fer
fram hjá embætti sýslumanns í því
umdæmi sem viðkomandi eign er.
Það er gert að skilyrði þinglýs-
ingar eignaryfirfærslu í fjöleign-
arhúsi að eignaskiptayfirlýsing liggi
fyrir og að eignayfirfærslan sé í
samræmi við hana. Sýslumönnum
ber því að vísa frá afsölum eigna þar
sem ófullnægjandi eða engar eigna-
skiptayfirlýsingar eru til.
Séu gerðar breytingar á fjöleign-
arhúsi eða innbyrðis eignatilfærslur
sem breyta eða raska eignaskipta-
yfirlýsingu og eignarhlutföllum
skulu eigendur án ástæðulauss
dráttar gera nýja eignaskipta-
yfirlýsingu og láta þinglýsa henni.
Mat á því hvort eldri fyrirliggj-
andi skiptagerningar séu fullnægj-
andi og hvort þörf sé á nýrri eigna-
skiptayfirlýsingu skal byggt á
hagsmunum, þörfum og forsendum
eigenda og eðli og tilgangi slíkra
gerninga samkvæmt fjöleign-
arhúsalögum og þeim eignarrétt-
arsjónarmiðum og lagaviðhorfum
sem búa að baki þeim.
Sé fyrir hendi þinglýstur skipta-
gerningur, sem tilgreinir a.m.k. sér-
eignir og hlutfallstölur þeirra í sam-
eign og ekki fer augljóslega í bága
við ófrávíkjanleg ákvæði fjöleign-
arhúsalaga og eigendur vilja hafa
áfram til grundvallar í skiptum sín-
um, er ekki þörf á að gera nýja
eignaskiptayfirlýsingu meðan ekki
kemur fram formleg krafa frá ein-
hverjum eigenda þar af leiðandi.
Hins vegar getur sérhver eigandi,
sem telur gildandi hlutfallstölur fyr-
ir hús sitt rangar eða fyrirliggjandi
skiptasamning ófullnægjandi eða
rangan að öðru leyti, krafist þess að
ný eignaskiptayfirlýsing verði gerð í
samræmi við fyrir mæli fjöleign-
arhúsalaganna og reglugerðar um
eignaskiptayfirlýsingar.
Sameiginleg ákvörðun
eigenda
Það er meginregla í fjöleign-
arhúsalögunum að allir hlutaðeig-
andi eigendur eiga óskoraðan rétt á
að eiga og taka þátt í öllum ákvörð-
unum er varða sameign húss, bæði
innan húss og utan og sameiginleg
málefni sem snerta hana beint og
óbeint. Þetta á einnig við þegar tek-
in er ákvörðun um að láta gera nýja
eignaskiptayfirlýsingu fyrir fjöleign-
arhús.
Taka verður ákvörðun um slíkt á
löglega boðuðum fundi og nægir
samþykki einfalds meirihluta eig-
enda nema um sé að ræða breyt-
ingar á þinglýstri eignaskipta-
yfirlýsingu og hlutfallstölum, þá þarf
samþykki allra eigenda.
Sé ákvörðun tekin án samráðs við
aðra eigendur eða þeim ekki gefinn
kostur á að taka þátt í ákvarð-
anatöku getur eigandi krafist þess
að framkvæmd samkvæmt ákvörð-
uninni verði stöðvuð og neitað að
taka þátt í kostnaði þangað til að
lögleg ákvörðun hefur verið tekin.
Þess ber þó að geta að hér er um
lögboðna skyldu að ræða sem hvílir
á hverjum og einum eiganda og því
gilda ekki alveg sömu sjónarmið og
þegar tekin er ákvörðun um að fara
til dæmis í þakviðgerðir eða aðrar
framkvæmdir.
Sé ekki til fullnægjandi skipta-
samningur fyrir fjöleignarhús getur
hver og einn eigandi krafist þess að
slíkur samningur verði gerður.
Ákvörðun sem tekin er á fundi um
að ekki skuli gera nýja eignaskipta-
yfirlýsingu er andstæð lögum og því
óskuldbindandi.
Eignaskiptayfirlýsingar
Hús og lög
eftir Elísabetu Sigurðardóttur,
hdl, lögfræðing Húseigenda-
félagsins/huso2@islandia.is
Teikning/Brian Pilkington