Morgunblaðið - 23.04.2002, Page 40

Morgunblaðið - 23.04.2002, Page 40
40 C ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐHeimiliFasteignir Hamraborg 12, Kópavogi, sími 564 1500, fax 554 2030. Jóhann Hálfdánarson, Vilhjálmur Einarsson, löggiltir fasteigna- og skipasalar 564 1500 20 ára EIGNABORG FASTEIGNASALA SJÁ NÁNAR OG FLEIRI EIGNIR Á NETINU WWW.EIGNABORG.IS/— VANTAR EINBÝLISHÚS Höfum fjársterka kaupendur að 2ja og 3ja herbergja íbúðum í Kópavogi. Höfum fjársterkan kaupanda að einbýli á einni hæð í Kópavogi eða Garðabæ. EINBÝLISHÚS Sunnubraut 202 fm einbýli á einni hæð með innbyggðum bílskúr. Hús á mjög eftirsóttum stað við sjávargötu. Álfhólsvegur 152 fm nýendurbyggt einb. á tveimur hæðum. 5 svefnh. 41 fm bíl- skúr, einkas. V. 18,0 m. Langabrekka 257 fm einbýli á tveim- ur hæðum, góð innr. í eldh. 4 svh. Á jarðh. er 2ja herb. ósamþykkt íbúð, 43 fm bílskúr, mikið útsýni. Vatnsendablettur 98 fm einbýli, hæð og ris, nýleg innrétting í eldhúsi, búið er að endurnýja húsið töluvert, laust í júlí. RAÐHÚS OG PARHÚS Starengi Glæsilegt 150 fm endaraðhús á einni hæð, mjög fallegar innréttingar, gegnheilt parket, 21 fm bílskúr, einkasala. (958) Bræðratunga 124 fm raðhús á tveimur hæðum, 3 svefnh. Laust fljótl.Áhv. 3,0 m. byggsj. Einkasala. V. 16,3 m. (944) Fjarðarsel 147 fm mikið endurnýjað endaraðhús, 4 svefnh. 24 fm bílskúr. (929) 2JA TIL 4RA HERB. ÍBÚÐIR Gnoðavogur 77 fm 3ja herb. enda- íbúð á 2. hæð, laus strax, einkas. Reynihvammur 2ja herb. neðri hæð með sérinng. í tvíbýli. Afh. fullfrágengið að utan án málningar og tilbúið til innréttingar. Til afh. strax. NÝBYGGINGAR Jónsgeisli 215,7 fm raðhús á tveimur hæðum, bílskúr. Gauksás - Hf. 205 fm raðhús og 26 fm bílskúr. Skjólsalir 153 fm raðhús og 30 fm bíl- skúr. Suðursalir 235 fm raðhús og 30 fm bíl- skúr. ATVINNUHÚSNÆÐI Smiðjuvegur Mjög bjart og gott at- vinnuhúsnæði með stórum innkeyrslu- dyrum, samtals 518 fm. Búið er að innrétta í húsnæðinu skrifstofu, kaffistofu, verk- stjóraherbergi, snyrtingu og milliloft. Skútuvogur Mjög gott skrifstofu-/lag- erhúsnæði, alls 341 fm, þar af eru skrifstof- ur um 80 fm. Hentar sérlega vel fyrir heild- sölur. Pósthússtræti 13 Um 240 fm á 2. hæð, 9 herbergi, lagnir fyrir tölvur, rúm- góður fundarsalur, skjalageymsla, laust strax. SUMARHÚSALÓÐIR Sumarhúsalóðir við Skorra- dalsvatn. Allar nánari uppl. og teikningar á skrifstofu og á www.eignaborg.is. GAUKSÁS - RAÐHÚS Glæsilegt raðhús á tveimur hæðum með innbyggðum bíl- skúr alls 234 fm. Sérlega vandað vel hann- að hús, tilbúið til afhendingar. Hús sem býður upp á mikla möguleika og hægt að skoða fullbúið hús. Mjög gott fermetra- verð. Verð 14,9 m.kr. Teikningar og upp- lýsingar á skrifstofu og á staðnum. ÓLAFSGEISLI EINBÝLI. Hús sem eru 205 fm og 185 fm. Sérstaklega skemmti- lega hönnuð hús með innbyggðum bíl- skúr. Upplýsingar og teikningar á skrif- stofu. Verð 16,8-19,4 m. kr. MARÍUBAUGUR - SÉRHÆÐIR -TENGI- HÚS Mjög glæsilegar sérhæðir 120 fm í þriggja hæða tengihúsum á góðum útsýn- isstað í Grafarholti. Tilbúnar til innréttinga eða tilbúnar án gólfefna. Til afhendingar strax eða fljótlega. Allar upplýsingar á skrifstofu. KLUKKUBERG - HAFNARFIRÐI Á annarri hæð, glæsileg 4ra herb. íbúð á tveim hæðum alls 104,3 fm. Vandaðar inn- réttingar og gott parket á gólfum. Sérinn- gangur, glæsilegt útsýni og gott ytra um- hverfi. Verð 12,9 m. kr. ÞÓRUFELL - REYKJAVÍK Mjög góð og rúmgóð íbúð 80 fm. Íbúðin er öll í mjög góðu standi, öll sameign mjög góð, hús gott að utan og allt ytra umhverfi mjög gott. Glæsilegt útsýni. Verð 9,8 m. kr. www.hibyliogskip.is Vegna góðrar sölu vantar okkur allar gerðir eigna á söluskrá. Eftirspurn eftir öllum gerðum eigna. Ekkert skoðunar- eða skráningargjald. HELLULÖGÐ svæði eru með dýr- ari garðframkvæmdum og því vel þess virði að vanda til verksins. Hellur eru varanlegt efni sem gefa möguleika á að vera með hituð göngusvæði sem alltaf eru laus við hálku og ís. Algengir fletir til að helluleggja eru innkeyrslan, bílaplanið, aðkom- an að húsinu, stígarnir í garðinum og svokölluð dvalarsvæði, þar sem grillað er, borðað, leikið eða legið í sólbaði. Hellulagnir og sólarlanda- ferðir Hellulögn á bílastæði fyrir fram- an hús kostar álíka mikið og utan- landsferð fyrir fjölskylduna. Þess vegna er þessari framkvæmd oft frestað og annað látið ganga fyrir. Hjá flestum eru þó takmörk fyrir því hversu lengi þeir eru tilbúnir að láta rykið og óhreinindin af bíla- planinu berast inn í húsið og eitt sumarið kemur að því að hellulögn- in fær forgang. Hellur eru þó ekki eina yfirborðsefnið sem hægt er að nota á innkeyrsluna en önnur nothæf efni eru steinsteypa, möl og malbik. Öll hafa þau kosti og galla, svo sem hvað varðar hagkvæmni og end- ingu. Hellur eru dýrar, en mögulegt er að spara með því að nota þær með steypu eða malbiki. Til þess að það borgi sig þarf svæðið að vera stórt, því annars getur frágangur orðið flókinn og þar af leiðandi mjög dýr. Séu hellur notaðar eingöngu hafa þær nokkra augljósa kosti. Hellu- lagðir fletir eru mjög slitsterkir og má mæla endingartímann í áratug- um. Viðhald á hellulögn er aðgengi- legt vegna þess að hellur má taka upp og leggja aftur með sama útliti. Ef leki verður er auðvelt að komast að hita- eða vatnslögnum undir hellulögn og endurleggja má svo hellurnar þannig að engar skemmd- ir sjáist. Ef um steypu eða malbik er að ræða þarf að saga í efnið og leggja nýtt í sárið. Þetta getur verið mjög áberandi, einkum þar sem gamla efnið mætir því nýja. Ef einhverjir eru óheppnir með vinnubrögð við hellulögn er hægt að laga lögnina á tiltölulega einfaldan hátt. Illa unnin hellulögnin er þá tekin upp, und- irlagið endurbætt og sömu hellurn- ar lagðar aftur – en í þetta sinn á faglegan hátt. Framkvæmdaáætlun Sama gildir um hellulagnir og aðrar framkvæmdir í garðinum, að því nákvæmari sem fram- kvæmdaáætlun er því meiri líkur eru á því að verkið heppnist vel. Með framkvæmdaáætlun er meðal annars átt við ákvarðanir um hellu- tegundir, hvar í garðinum þær njóta sín best og í hvaða formum og munstrum á að leggja þær. Til þess að móta slíka áætlun er hægt að merkja útlínur svæðanna í garðinum, sem til greina kemur að helluleggja, með hælum eða öðrum merkjum og taka þannig ákvarð- anir á staðnum. Aðrar leiðir eru til dæmis að teikna svæðin inn á bygg- ingarnefndarteikningu hússins með einföldum strikum, að fá tillögur hjá helluframleiðendum, sem sumir hverjir hafa boðið upp á ráðgjöf varðandi útlit og munstur, eða að fá nákvæma teikningu hjá landslags- arkitekt. Einnig hafa nokkrir kvöldskólar og námsflokkar á höfuðborg- arsvæðinu haldið námskeið í skipu- lagi og hönnun garða. Til eru er- lendar bækur sem gefa marg- víslegar hugmyndir um hvernig fallegar hellulagnir geta litið út. Nokkrar slíkar má finna í bóka- söfnum, bókabúðum eða í gegnum veraldarvefinn. Fyrir þá sem vilja hanna sínar lagnir sjálfir gildir sú meginregla að leita fyrst eftir góðum upplýs- ingum og er eindregið mælt með því að teikna upp hellulögnina áður en nokkrar framkvæmdir hefjast. Það auðveldar samskipti við jarð- vegsverktaka, hellulagningarmenn og ekki síst meðeigendur að garð- inum, t.d. makann. Einfalt er að nota bygging- arnefndarteikningu hússins, en hún er yfirleitt í kvarðanum einn á móti hundrað (1 cm á blaðinu er 1 m í garðinum). Ofan á þá teikningu má líma gegnsæjan eða hálfgegnsæjan pappír og teikna hellulagnirnar á hann. Til þess að framkvæmdin megi heppnast sem allra best er mælt með að góður tími sé tekinn í þessa vinnu og jafnvel að teiknaðar séu upp fleiri en ein tillaga þannig að velja megi þá bestu úr. Form, litir og tíska í hellulögnum Mikið úrval er af hellum sem nota má í garðinn, mismunandi stærðir, lögun og litir. Algengt er nú að valdar séu smáar hellur sem raðað er í mynstur. Litaðar hellur eru einnig að verða algengari, en með þeim er hægt að mynda sam- spil við liti og form í húsinu og um- hverfinu. Fjórir litir eru algengastir, grár (venjulegur steypulitur), dökkgrár (stundum kallaður svartur), rauður og brúnn. Grár og dökkgrár eru hefðbundnir litir steypu og malbiks hér á landi, sem alltaf er hægt að nota og vera viss um að þeir skeri sig ekki úr. Rauði liturinn er vandmeðfarnari og máli skiptir að hann sé hluti af samspili húss og umhverfis. Brúni liturinn er nokkuð þægilegur í með- förum því að hann er að finna í jarðvegi og gróðri, auk þess sem viður í girðingum og gluggum húsa getur myndað skemmtilegt samspil við hann. Reynslan sýnir einnig að brúnar hellur dökkna enn meir þegar þær eldast og passa þá vel á flestum stöðum. Þær hellur, sem nú eru helst í tísku, líkja eftir útliti tilhöggvinna náttúrusteina eins og grágrýtis, graníts eða sandsteins. Til að líkja eftir harðari efnunum eins og gran- íti eru hellurnar „tromlaðar“, sem þýðar að margar hellur eru settar í stóra tunnu (tromlu) sem er snúið þangað til þær hafa veðrað yf- irbragð. Til að líkja eftir veðruðum sandsteini er form steypumótsins haft þannig í laginu að mjúkar rák- ir komi í yfirborð hellnanna. Form og munstur Með þeirri tækni sem nota má við að saga og höggva hellurnar er mögulegt að útbúa ýmiss konar form og munstur. Þessi form geta tekið mið af útliti hússins og þannig er heildarsamspil húss og garðs aukið. Einnig geta hlutföll í hurðum og gluggum, auk bogaþaka, þrí- hyrndra glugga eða annarra sterkra útlitseinkenna, geta gefið tóninn fyrir munstur í hellulögnum. Ef mismunandi form eru notuð á svæði í garðinum má gefa hverju einstöku svæði sinn sérstaka stíl líkt og þegar herbergi eru máluð í mismunandi litum. Síðan eru ólíkar tegundir af blómstrandi runnum settar við hvert svæði líkt og þau listaverk og málverk sem hengja má á veggi. Á þennan hátt byrjar það ævin- týrasvæði, sem garður er, að taka á sig svip. Með mismunandi formum í hellulögn má gefa hverju einstöku svæði sinn stíl. Hellulögð svæði eru ómissandi hluti af nútímagarði Ef tekið er mið af útliti hússins í hellulögn má auka heildarsamspil byggingar og umhverfis. Gróður og garðar eftir Björn Jóhannsson landslags- arkitekt/landslagsarkitekt@lands- lagsarkitekt.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.