Morgunblaðið - 24.04.2002, Side 2
FRÉTTIR
2 MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Fylgstu
með
nýjustu
fréttum
www.mbl.isValsstúlkur Reykjavíkurmeist-
arar eftir 2:1 tap fyrir KR / B1
Real Madrid vann orrustuna
í Barcelona / B1, B4
4 SÍÐUR
Sérblöð í dag
TÆPLEGA 4.000 unglingar þreyttu
samræmt próf í íslensku í gærmorgun
en það var það fyrsta í röðinni af
þeim fimm samræmdu prófum sem
þreytt verða að þessu sinni. Prófin
hafa reynst mörgum strembin í gegn-
um tíðina og þá borgar sig að vera
sem best undirbúinn. Í Háteigsskóla
sáu nokkrir krakkar sér þann kost
vænstan að leggjast út af í slökun síð-
ustu mínúturnar fyrir prófið í gær
enda vissara að vera fullur orku þeg-
ar tekist er á við textann á próf-
blaðinu. Þá er kannski tímanna tákn
að í upphafi prófs söfnuðu kennarar
saman farsímum nemenda, svo að
enginn yrði nú fyrir truflun meðan á
prófinu stæði.
Í dag er prófað í ensku og á föstu-
dag í náttúrufræði en í næstu viku
verður tekist á við stærðfræði og
dönsku.
Strembinn
prófatími hafinn
Morgunblaðið/Sverrir
HELGA Kress bókmenntafræð-
ingur skrifar grein í nýútkomið
tímarit Ritmenntar, sérútgáfu til-
einkaða aldarafmæli Halldórs
Laxness. Greinina kallar hún
Ilmanskóga betri landa, en und-
irtitillinn er: Um Halldór Lax-
ness í Nýja heiminum og vest-
urfaraminnið í verkum hans.
Í grein Helgu kemur fram að í
júníblaði Æskunnar árið 1916
hafi birst grein með yfirskriftinni
„Barnablaðið ’Sólskin’“, og er
höfundur „H. Guðjónsson frá
Laxnesi.“ Í grein Helgu segir
ennfremur: „Greinin er í bréfs-
formi og líklega það fyrsta sem
birtist eftir Halldór Laxness á
prenti. Með henni vill hann
kynna íslenskum börnum „Sól-
skin“, nýtt barnablað Lögbergs,
svo að „æskan á Íslandi kynnist
ofurlítið sínum litlu löndum – ís-
lenzku æskunni í Vesturheimi.““
Í grein sinni lýsir Helga Kress
efni greinar Halldórs og vænt-
ingum hans um samskipti ís-
lenskra og vestur-íslenskra
barna á þessum vettvangi. Helga
segir að til frekari „sönnunar“
því að greinarkorn Halldórs í
Æskunni hafi birst einhvern tím-
ann á allra fyrstu dögum júní-
mánaðar sé að það var endur-
prentað upp úr Æskunni í
Sólskini sem kom út í Winnipeg
29. júní 1916.
Pósturinn var 3–4 vikur á
leiðinni hið minnsta
Helga gerði könnun á því hve
langan tíma það tók að senda
póst milli Íslands og Winnipeg á
þessum árum, og samkvæmt
heimildum hennar tók það ekki
minna en 3–4 vikur, en oft var
pósturinn lengur á leiðinni vegna
stríðsins og flæktist þar að auki
víða.
Hún telur því útilokað að grein
sem birtist á Íslandi eftir 13.
júní, þ.e. þegar ljóðmæli Snæs
svinna birtust í Morgunblaðinu,
hafi getað náð til Winnipeg og
birst þar í blaði tveimur vikum
síðar.
Bréf til Sól-
skinsbarna
fyrst á prent?
SIGURÐUR G. Guðjónsson, for-
stjóri Norðurljósa, segir að þrátt
fyrir að skuldir Norðurljósa séu
miklar eigi fyrirtækið ekki í nein-
um vandræðum með að standa við
greiðslur á launum eða öðrum dag-
legum útgjöldum.
„Við eigum ekki í neinum vand-
ræðum með að greiða laun, launa-
tengd gjöld, lífeyrisiðgjöld eða
vörsluskatta. Fyrirtækið er í
hverjum mánuði með miklar tekjur
og á ekki í vandræðum með að
standa í skilum með þessi daglegu
útgjöld.
Það er hins vegar ekkert laun-
ungarmál að við skuldum mikið í
langtímaskuldum. Stór hluti þeirra
er gengistryggður og hluti verð-
tryggður. Þetta stóra sambankalán
sem við tókum hefur lækkað um
200 milljónir frá áramótum vegna
hagstæðrar gengisþróunar en
gengisþróun á síðasta ári var okk-
ur óhagstæð. Við erum að semja
við lánveitendur okkar um þessar
skuldir. Þær viðræður hafa staðið í
einni lotu frá 19. desember og ekki
er séð fyrir endann á þeim,“ sagði
Sigurður.
Ekki í vandræðum
með dagleg útgjöld
Sigurður G. Guðjónsson, forstjóri Norðurljósa
LÖGREGLUSTJÓRINN í Reykja-
vík hefur ákært þrjá menn fyrir
skjalafals en þeir framvísuðu fölsuð-
um húsbréfum að verðmæti rúmlega
44 milljónir króna hjá sex fjármála-
stofnunum og tókst að selja húsbréf
fyrir um 25 milljónir króna.
Málið var þingfest í Héraðsdómi
Reykjavíkur í gær og verður vænt-
anlega tekið fyrir 15. maí.
Mennirnir, sem eru tæplega þrí-
tugir, náðu í sameiningu að selja 36
fölsuð húsbréf. Nafnvirði bréfanna
var ein milljón króna en söluverð-
mæti rúmlega 44 milljónir.
Skv. ákæru var söluandvirðið lagt
inn á bankareikninga mannanna sem
þeir höfðu stofnað sérstaklega í
þessum tilgangi.
Glöggskyggnt starfsfólk áttaði sig
hins vegar á svikunum og lét lög-
reglu vita. Það varð til þess að menn-
irnir voru handteknir sama dag þeg-
ar þeir reyndu að taka út 10 milljónir
í bönkum í Reykjavík og Hafnarfirði.
Þeir höfðu þá í vörslu sinni 80 fölsuð
húsbréf í sama flokki og þeir höfðu
áður selt. Söluverðmæti allra bréf-
anna nam því rúmlega 140 milljónum
króna.
Ákært
fyrir um-
fangsmik-
ið hús-
bréfafals
KRÍAN er komin til landsins
þetta vorið, en til hennar sást
sunnudagsmorguninn hinn 21.
apríl í Austurfjörum í grennd við
Höfn í Hornafirði. Átta kríur
sáust saman í hóp en fyrr um
morguninn hafði sést til einnar
kríu.
Krían kemur nú til landsins á
svipuðum tíma og á síðasta ári,
en þá kom hún til landsins hinn
20. apríl.
Krían
er komin
Morgunblaðið/Ómar