Morgunblaðið - 24.04.2002, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.04.2002, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isValsstúlkur Reykjavíkurmeist- arar eftir 2:1 tap fyrir KR / B1 Real Madrid vann orrustuna í Barcelona / B1, B4 4 SÍÐUR Sérblöð í dag TÆPLEGA 4.000 unglingar þreyttu samræmt próf í íslensku í gærmorgun en það var það fyrsta í röðinni af þeim fimm samræmdu prófum sem þreytt verða að þessu sinni. Prófin hafa reynst mörgum strembin í gegn- um tíðina og þá borgar sig að vera sem best undirbúinn. Í Háteigsskóla sáu nokkrir krakkar sér þann kost vænstan að leggjast út af í slökun síð- ustu mínúturnar fyrir prófið í gær enda vissara að vera fullur orku þeg- ar tekist er á við textann á próf- blaðinu. Þá er kannski tímanna tákn að í upphafi prófs söfnuðu kennarar saman farsímum nemenda, svo að enginn yrði nú fyrir truflun meðan á prófinu stæði. Í dag er prófað í ensku og á föstu- dag í náttúrufræði en í næstu viku verður tekist á við stærðfræði og dönsku. Strembinn prófatími hafinn Morgunblaðið/Sverrir HELGA Kress bókmenntafræð- ingur skrifar grein í nýútkomið tímarit Ritmenntar, sérútgáfu til- einkaða aldarafmæli Halldórs Laxness. Greinina kallar hún Ilmanskóga betri landa, en und- irtitillinn er: Um Halldór Lax- ness í Nýja heiminum og vest- urfaraminnið í verkum hans. Í grein Helgu kemur fram að í júníblaði Æskunnar árið 1916 hafi birst grein með yfirskriftinni „Barnablaðið ’Sólskin’“, og er höfundur „H. Guðjónsson frá Laxnesi.“ Í grein Helgu segir ennfremur: „Greinin er í bréfs- formi og líklega það fyrsta sem birtist eftir Halldór Laxness á prenti. Með henni vill hann kynna íslenskum börnum „Sól- skin“, nýtt barnablað Lögbergs, svo að „æskan á Íslandi kynnist ofurlítið sínum litlu löndum – ís- lenzku æskunni í Vesturheimi.““ Í grein sinni lýsir Helga Kress efni greinar Halldórs og vænt- ingum hans um samskipti ís- lenskra og vestur-íslenskra barna á þessum vettvangi. Helga segir að til frekari „sönnunar“ því að greinarkorn Halldórs í Æskunni hafi birst einhvern tím- ann á allra fyrstu dögum júní- mánaðar sé að það var endur- prentað upp úr Æskunni í Sólskini sem kom út í Winnipeg 29. júní 1916. Pósturinn var 3–4 vikur á leiðinni hið minnsta Helga gerði könnun á því hve langan tíma það tók að senda póst milli Íslands og Winnipeg á þessum árum, og samkvæmt heimildum hennar tók það ekki minna en 3–4 vikur, en oft var pósturinn lengur á leiðinni vegna stríðsins og flæktist þar að auki víða. Hún telur því útilokað að grein sem birtist á Íslandi eftir 13. júní, þ.e. þegar ljóðmæli Snæs svinna birtust í Morgunblaðinu, hafi getað náð til Winnipeg og birst þar í blaði tveimur vikum síðar. Bréf til Sól- skinsbarna fyrst á prent? SIGURÐUR G. Guðjónsson, for- stjóri Norðurljósa, segir að þrátt fyrir að skuldir Norðurljósa séu miklar eigi fyrirtækið ekki í nein- um vandræðum með að standa við greiðslur á launum eða öðrum dag- legum útgjöldum. „Við eigum ekki í neinum vand- ræðum með að greiða laun, launa- tengd gjöld, lífeyrisiðgjöld eða vörsluskatta. Fyrirtækið er í hverjum mánuði með miklar tekjur og á ekki í vandræðum með að standa í skilum með þessi daglegu útgjöld. Það er hins vegar ekkert laun- ungarmál að við skuldum mikið í langtímaskuldum. Stór hluti þeirra er gengistryggður og hluti verð- tryggður. Þetta stóra sambankalán sem við tókum hefur lækkað um 200 milljónir frá áramótum vegna hagstæðrar gengisþróunar en gengisþróun á síðasta ári var okk- ur óhagstæð. Við erum að semja við lánveitendur okkar um þessar skuldir. Þær viðræður hafa staðið í einni lotu frá 19. desember og ekki er séð fyrir endann á þeim,“ sagði Sigurður. Ekki í vandræðum með dagleg útgjöld Sigurður G. Guðjónsson, forstjóri Norðurljósa LÖGREGLUSTJÓRINN í Reykja- vík hefur ákært þrjá menn fyrir skjalafals en þeir framvísuðu fölsuð- um húsbréfum að verðmæti rúmlega 44 milljónir króna hjá sex fjármála- stofnunum og tókst að selja húsbréf fyrir um 25 milljónir króna. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær og verður vænt- anlega tekið fyrir 15. maí. Mennirnir, sem eru tæplega þrí- tugir, náðu í sameiningu að selja 36 fölsuð húsbréf. Nafnvirði bréfanna var ein milljón króna en söluverð- mæti rúmlega 44 milljónir. Skv. ákæru var söluandvirðið lagt inn á bankareikninga mannanna sem þeir höfðu stofnað sérstaklega í þessum tilgangi. Glöggskyggnt starfsfólk áttaði sig hins vegar á svikunum og lét lög- reglu vita. Það varð til þess að menn- irnir voru handteknir sama dag þeg- ar þeir reyndu að taka út 10 milljónir í bönkum í Reykjavík og Hafnarfirði. Þeir höfðu þá í vörslu sinni 80 fölsuð húsbréf í sama flokki og þeir höfðu áður selt. Söluverðmæti allra bréf- anna nam því rúmlega 140 milljónum króna. Ákært fyrir um- fangsmik- ið hús- bréfafals KRÍAN er komin til landsins þetta vorið, en til hennar sást sunnudagsmorguninn hinn 21. apríl í Austurfjörum í grennd við Höfn í Hornafirði. Átta kríur sáust saman í hóp en fyrr um morguninn hafði sést til einnar kríu. Krían kemur nú til landsins á svipuðum tíma og á síðasta ári, en þá kom hún til landsins hinn 20. apríl. Krían er komin Morgunblaðið/Ómar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.