Morgunblaðið - 24.04.2002, Page 4

Morgunblaðið - 24.04.2002, Page 4
FRÉTTIR 4 MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S E D D 1 75 64 04 /2 00 1 fiekktustu sögupersónur Halldórs Laxness, eins og Bjartur, Salka Valka og Ólafur Kára son, eru meira lifandi í íslensku fljó›lífi en margur sá sem er af holdi og bló›i. Í flessari forvitnilegu bók varpar Gunnar Kristjáns - son á flær n‡ju ljósi me› flví a› s‡na fram á hvernig kristin trúar heimspeki birtist í skáld - verkum Halldórs og setur mark sitt á persónusköpunina. Fjallræ›ufólki› DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra og Gerhard Schröder, kanzlari Þýzkalands, opnuðu við hátíðlega athöfn í Haus der Berliner Fest- spiele í Berlín í gær, íslenzku menningarhátíðina „Island hoch“ sem mun standa yfir fram á sunnudag. Schröder tók sér hlé frá undirbúningi kosningastefnu- skrár þýzka jafnaðarmannaflokks- ins SPD [þingkosningar fara fram í Þýzkalandi í september] og öðr- um önnum til að taka þátt í opnun hátíðarinnar og eiga viðræður við hinn íslenzka starfsbróður sinn. „Við urðum að takmarka okkur því tíminn var skammur og engin vandamál við að etja í samskiptum þjóðanna; þau eru eins og bezt verður á kosið,“ sagði Davíð Odds- son í samtali við Morgunblaðið að loknum viðræðum þeirra. Af póli- tískum málum hefði væntanlegur vorfundur NATO-ríkjanna sem fram fer í Reykjavík um miðjan maí og stækkunaráform NATO borið hæst. Ekki hefði gefizt tími til að ræða Evrópumálin sér- staklega. Schröder hefði m.a. skýrt sér frá því sem í sambandi við NATO hefði komið út úr við- ræðum hans við Vladimír Pútín Rússlandsforseta, en sá síðast- nefndi var fyrir skemmstu í op- inberri heimsókn í Þýzkalandi. Þeir hefðu farið yfir möguleika einstakra umsóknarríkja um að fá inngöngu í NATO í næstu stækk- unarlotu, og hvernig Rússar væru hafðir með í ráðum. Að sögn Davíðs hefðu enn- fremur hin óvæntu úrslit fyrri um- ferðar forsetakosninganna í Frakklandi og viðbrögðin við þeim borið á góma. „Þá ræddum við líka um heima og geima á vinsam- legum nótum, eins og eðlilegt er. Við erum búnir að hittast oft og orðnir góðir vinir,“ sagði Davíð. Menningarhátíðin „Island hoch“ stendur yfir í Berlín til 26. apríl. Um er ræða íslenzka menning- arhátíð þar sem kynntar verða bókmenntir, kvikmyndir og tónlist af ýmsu tagi og með ýmsum hætti. Að hátíðinni standa aðallega Steidl-forlagið í Göttingen, Sendi- ráð Íslands í Berlín, Berliner Fest- spiele, Kvikmyndasjóður Íslands, kvikmyndadreifingarfyrirtækið Amuse, Bókmenntakynning- arsjóður, Literarisches Collo- quium og Arena-sýningarhúsið. Hauptstadt-Kulturfond ásamt þýzka utanríkisráðuneytinu styrk- ir hátíðina fjárhagslega. Helztu tilefni hátíðarinnar eru í fyrsta lagi að um þessar mundir eru 50 frá því stofnað var til form- legra stjórnmálasamskipta milli Lýðveldisins Íslands og Sam- bandslýðveldisins Þýzkalands. Þessara tímamóta verður minnzt með ýmsum hætti bæði í Þýzka- landi og á Íslandi, en „Island hoch“-hátíðin er einn stærsti við- burðurinn sem haldinn er af þessu tilefni. Hins vegar er tilefnið 100 ára afmæli Halldórs Kiljans Lax- ness, en á vegum Steidl-forlagsins er nú nýkomin út heildarútgáfa á verkum Nóbelsskáldsins í þýzkri þýðingu. Þessara tímamóta er einnig minnzt með sérstakri sýn- ingu um ævi og störf skáldsins í sameiginlega húsi Norrænu sendi- ráðanna. Ísland á traustan og góðan vin í Þýzkalandi Í opnunarávarpi sínu í gær minntist Davíð Oddsson bæði arf- leifðar Halldórs Laxness og þess hve menningarsamskipti Íslands og Þýzkalands hefðu verið góð og náin á liðnum öldum og áratugum. Og á þeim 50 árum formlegra stjórnmálasamskipta, sem nú sé hægt að líta til baka til, hafi það ítrekað sýnt sig hve traustan og góðan vin Ísland eigi í Þýzkalandi. Schröder lét þess í sínum ávarps- orðum sérstaklega getið hve hin ríka bókmenntahefð á Íslandi hefði alið heiminum mörg góð skáld og rithöfunda í gegnum tíð- ina – „og geri enn“. Minntist Schröder einnig á að íslenzki for- sætisráðherrann væri sjálfur „sönnun kenningarinnar um hin sérstöku tengsl Íslands og bók- menntanna,“ en í Þýzkalandi er nú nýútkomin þýðing á smásagna- safninu „Nokkrir góðir dagar án Guðnýjar“ og fór kanzlarinn lof- samlegum orðum um bókina. Dav- íð mun lesa upp úr bókinni í bóka- búð í Berlín í dag. Ræddu málefni Atlants- hafsbandalagsins á fundi Reuters Vel fór á með Davíð Oddssyni forsætisráðherra og Gerhard Schröder, kanzlara Þýzkalands, er þeir hittust í Berlín í gær við hátíðlega opnun íslenzku menningarhátíðarinnar „Island hoch“. Berlín. Morgunblaðið. Davíð Oddsson forsætisráðherra og Gerhard Schröder, kanzlari Þýzkalands, opnuðu íslenzka menningarhátíð í Berlín í gær Reyna að misnota góð- mennsku kirkjunnar BISKUPSSTOFU hafa borist gylliboð frá Afríku þar sem þjóðkirkjunni er lofað gulli og grænum skógum. Þessum boð- um er ekki tekið enda talið víst að um hreina og klára fjárplógs- starfsemi sé að ræða. Svona boð hafa verið algeng í viðskiptalíf- inu undanfarin misseri. Séra Sigurður Árni Þórðar- son segir að fjöldi bréfa berist söfnuðum og kirkjum um allan heim frá óprúttnum aðilum sem reyni að misnota sér góð- mennsku kirkjunnar. Þessi bréf koma aðallega frá Nígeríu og öðrum löndum Vest- ur-Afríku. Annars vegar er um að ræða hjálparbeiðni sem engin leið er að ganga úr skugga um hvort sé sönn eða ósönn. Er fólki bent á að leita hjálpar hjá söfn- uðum í viðkomandi landi. Hins vegar er reynt að fá söfnuði til að taka þátt í peninga- þvætti. Fyrir skömmu kom slíkt bréf frá Afríkuríki þar sem þjóð- kirkjunni var lofað milljónum króna. Fyrst þurfti aðeins að senda peninga til að stofna reikninga en síðan myndu pen- ingar flæða í sjóði kirkjunnar. „Þetta átti að leysa öll vanda- mál þjóðkirkjunnar. Þetta voru milljónir dollara sem átti að senda yfir, sem einhver ríkur aðili ætlaði að gefa íslensku þjóðkirkjunni.“ Upplýsingar á Netinu Sr. Sigurður sagði greinilegt að menn notfærðu sér Netið til að afla sér upplýsinga um heim- ilisföng og sendu síðan bréf eða tölvupóst á viðkomandi. „Þessir skömmustu aðilar vita sem svo að það má lengi reyna góð- mennskuna í kirkjunni. Þeir vita að við erum veik fyrir gæsku- verkum og þess vegna reyna þeir þessa leið,“ sagði hann. Svo rammt hefur kveðið að þessu að Ismael Noko, fram- kvæmdastjóri Lútherska heimssambandsins, hefur sent aðildarkirkjum bréf og varað við slíku. Hann beinir því til kirkna og söfnuða að vísa slíkum bréf- um til lögreglu. Sr. Sigurður Árni segist engin dæmi þekkja um að íslenskur söfnuður hafi tapað fé vegna slíkra bréfa. Gylliboð hafa borist frá Afríku sveiflan var yfir 20 prósent. Það gerði það að verkum að við vorum með 1.800 milljóna gengistap á síð- asta ári. Það er stóra skýringin í þessu.“ Hagnaður á fyrsta fjórðungi þessa árs Aðspurður hvort Orkuveitan muni bregðast við þessu á einhvern hátt segir Guðmundur lítið hægt að gera varðandi gengið. Hins vegar bendir hann á að um 900 milljóna króna hagnaður hafi verið á rekstri fyrirtækisins á fyrstu þremur mán- RÚMLEGA 500 milljóna króna tap varð á rekstri Orkuveitu Reykjavík- ur í fyrra samkvæmt bráðabirgða- ársreikningum miðað við tæplega 400 milljóna króna hagnað árið áð- ur. Forstjóri fyrirtækisins segir skýringuna liggja í gengissveiflum á síðasta ári. Guðmundur Þóroddsson, forstjóri Orkuveitunnar, segir tapið nema um 530 milljónum króna. „Þetta eru fyrst og fremst gengissveiflur. Það var hagnaður árið áður þegar geng- issveiflur voru litlar en síðan komu þessi ósköp í fyrra þegar gengis- uðum þessa árs og því sé ekki útlit fyrir að tapreksturinn muni halda áfram svo lengi sem gengi er hag- stætt. Að sögn Guðmundar eru þó ekki bara slæmar fréttir fólgnar í árs- reikningunum. „Hagnaður fyrir af- skriftir og fjármagnskostnað eykst úr 3,5 milljörðum í 3,6 milljarða og eigið fé Orkuveitunnar jókst líka um einn milljarð á síðasta ári,“ seg- ir hann. „Það er ákveðin reiknings- skilavenja, þar sem gengistapið er gjaldfært, sem gerir það að verkum að það hefur svona sterk áhrif.“ Orkuveitan tapaði 530 milljónum á síðasta ári Að sögn lögreglunnar á Sauðár- króki hvolfdist nánast úr öllum rækjukörunum þegar bíllinn fór útaf. Vaskir björgunarsveitarmenn voru fengnir til aðstoðar og mokuðu þeir rækjunni aftur upp í körin. Fisk- VÖRUFLUTNINGABÍLL sem flutti 26 tonn af rækju fór á hliðina við Norðurárbrú í Norðurárdal snemma í gærmorgun. Bíllinn er tal- inn nánast ónýtur en ökumaður slapp með skrámu á höfði. matsmenn munu væntanlega leggja mat á hvort rækjan sé hæf til vinnslu. Flutningabíllinn var að mæta öðrum bíl þegar hann fór út af en ekkert liggur fyrir um orsakir þess að bíl- stjórinn missti stjórn á honum. Vöruflutningabifreið á hliðina með 26 tonn af rækju

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.