Morgunblaðið - 24.04.2002, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.04.2002, Blaðsíða 6
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Dorritt Moussaieff, unnusta hans, skoða sig um í Vetrarhöllinni í Pétursborg. Þau standa hér við annað af tveimur málverkum eftir Ítalann Leonardo da Vinci sem þar eru. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson OPINBER heimsókn Ólafs Ragnars Grímssonar til Rússlands snerist eingöngu um menningu og listir í gær. Forsetinn er staddur í Péturs- borg, þar sem opnuð var sýning um ævi og störf Halldórs Laxness í gærmorgun, daginn sem Nób- elsskáldið hefði orðið 100 ára, og tíminn eftir hádegi fór allur í að skoða Vetrarhöllina, þar sem er að finna eitthvert ótrúlegast listasafn í heiminum og Sumarhöll Katrínar miklu fyrir utan borgina, þar sem einnig er mikið af listaverkum til sýnis. Halldór Ásgrímsson utanrík- isráðherra ræddi í gær við fulltrúa rússneskra fyrirtækja, m.a. aðila í áliðnaði, sem hafa áhuga á að fjár- festa á Íslandi. Í Vetrarhöllinni á bökkum árinn- ar Neva er gríðarlegt safn lista- verka og sagan segir að það taki nokkur ár að ganga um safnið ef stoppa ætti um það bil hálfa mínútu við hvert listaverk. Þarna er m.a. að finna tvö málverk eftir Leon- ardo da Vinci, 25 myndir málaðar af Rembrandt, – og raunar stærsta safn verka hollenskra málara fyrir utan Holland: höggmynd eftir Michelangelo, nokkur málverk eft- ir Van Gogh, Cézanne og fleiri meistara. Í Sumarhöll Katrínar miklu er einnig mikið safn listaverka, en ekki síður gefur þar að líta þann gífurlega íburð sem einkenndi líf heldra fólks á þessum árum. Í gærkvöldi var síðan heimsótt ein þeirra halla sem Yusupov- fjölskyldan hélt til á sínum tíma, en Rasputin var einmitt myrtur í höll- inni sem íslenski hópurinn skoðaði í gær. Þar var svo boðið upp á sýn- ishorn rússneskra lista í einkaleik- húsi fjölskyldunnar; ballett, óp- erusöng og balalaika-spil sem vakti mikla hrifningu gestanna. Halldór Ásgímsson utanrík- isráðherra eyddi deginum í gær í fundarhöld með ýmsum aðilum í Pétursborg. „Við hittum, í fyrsta lagi, menn frá Russal sem hafa áhuga á að reisa súrálsverkmiðju fyrir norðan sem rætt var um við iðnaðarráðuneytið á sínum tíma. Þeir endurtóku þann áhuga sinn í dag og hafa líka áhuga á að koma að álveri á Austurlandi og vilja í reynd byrja með sem minnstan áfanga til að geta hafið fjárfest- ingu sem fyrst. Þeim finnst bygg- ing Kárahnjúkavirkjunar taka of langan tíma. Þeir hefðu viljað byrja með 120 þúsunda tonna áfanga og við munum koma þessu á framfæri við iðnaðarráðuneytið og nefndina sem sérstaklega var skipuð til að fjalla um þessi mál,“ sagði Halldór. Halldór sagði að Rússunum væri fullljóst að fulltrúar Alcoa hefðu verið á Íslandi. „Við skýrðum út að mikilvægt væri fyrir okkur að það gæti orðið sem fyrst af þessum framkvæmdum og að tímaáætlunin sem við höfðum samið um við Norsk Hydro hefði raskast. Um þetta er í sjálfu sér ekki annað að segja nú en þetta verður að metast af nefndinni sem skipuð var til að fjalla um þessi mál.“ Hafa áhuga á frekara samstarfi við Íslendinga Halldór og embættismenn úr ut- anríkisráðuneyti áttu, í öðru lagi, fund með efnahagsmálaráðuneyt- inu í Pétursborg um hugsanlegan samstarfsvettvang. „Þar kom skýrt fram að konsúlar okkar hér njóta mikils trausts, þeir Björgólfur Thor Björgólfsson og Magnús Þor- steinsson, og ekki síst vegna þess er áhugi fyrir því að vinna frekar með íslenskum aðilum. Björgúlfur og Magnús hafa verið að huga að tækifærum hér ásamt sendiráðinu í Moskvu og í því sambandi hefur einkum verið talað um fiskvinnslu, lyfjaiðnað, upplýsingaiðnað og jafnvel mjólkuriðnað og kjúklinga- iðnað ásamt ferðaþjónustu en við ákváðum að setja upp ráðstefnu milli Íslands og Pétursborgar, ann- aðhvort hér eða heima, þar sem farið yrði betur yfir þessi tæki- færi.“ Halldór sagði vitaskuld ekki ljóst hvort eitthvað yrði af þeim við- skiptahugmyndum sem ræddar voru. „Það er eins og gengur með allt; ekki er hægt að segja á þessu stigi hvort af einhverju verður en hér eru ýmis tækifæri og ef okkur tekst að ljúka við tvískött- unarsamninginn við Rússa og samning um vernd fjárfestinga, og þær tollalækkanir, sérstaklega á sjávarafurðum sem tengjast aðild þeirra að Alþjóðaviðskiptastofn- uninni, WTO. Vonast er til að þeir geti orðið aðilar að WTO á næsta ári, 2003, og við höfum stutt það. Pútín [forseti Rússlands] leggur áherslu á að Rússland verði full- gildur aðili að alþjóðlegum við- skiptum, hér er verið að einkavæða mörg fyrirtæki til að koma á sam- keppni og við að stórauka sam- vinnu við ESB, og það er ljóst að samvinna Íslands og Rússlands í framtíðinni byggist á því að við séum aðilar að öllum mörkuðum, ekki síst Evrópusamstarfinu,“ sagði Halldór Ásgrímsson utanrík- isráðherra við Morgunblaðið. Forseti Íslands og fylgdarlið skoðuðu Vetrarhöllina í Pétursborg Utanríkis- ráðherra ræddi við fjárfesta í áliðnaði Pétursborg. Morgunblaðið. FRÉTTIR 6 MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ JÓN Kristjánsson heilbrigðisráð- herra segist sammála því sem kemur fram í stjórnsýsluendurskoðun Rík- isendurskoðunar, að skilgreina þurfi betur hlutverk sjúkraþjálfunar í heilbrigðiskerfinu svo að slíkt hlut- verk haldist í hendur við opinber markmið í heilbrigðismálum. Heil- brigðisráðherra segir að í ráðuneyt- inu sé unnið að þessum málum af fullum krafti og muni reglugerð, sem sett verður í kjölfar laga um breyt- ingu á lögum um almannatryggingar sem liggur fyrir Alþingi, endur- spegla þá afstöðu, ef frumvarpið verður samþykkt. „Ég er sammála því að það [hlut- verkið] þurfi að vera sem best skil- greint, en ég er almennt þeirrar skoðunar að hlutverk sjúkraþjálfun- ar sé mjög mikið í heilbrigðiskerfinu og fari vaxandi,“ segir Jón. Umrædd lagabreyting miðar að því að fella út ákvæði 33. gr. al- mannatryggingalaga þess efnis að veita skuli styrki til sjúkraþjálfunar vegna afleiðinga alvarlegra sjúk- dóma eða slysa en í reglugerðinni verður kveðið á um hvaða tilfelli skuli endurgreidd. Sjúkraþjálfarar á ríkis- stofnunum greiði leigu Í skýrslu Ríkisendurskoðunar er vakin athygli á því að sjúkraþjálfar- ar á stofnunum ríkisins greiði mun lægra hlutfall af rekstrarkostnaði fyrir aðstöðu sína en sjálfstætt starf- andi sjúkraþjálfarar. Eru dæmi um að sjúkraþjálfarar á vegum ríkisins greiði ekkert fyrir aðstöðuna. Þrátt fyrir þetta sé greiðsla Trygginga- stofnunar til þeirra sem þessa að- stöðu hafa sú sama og til þeirra sem reka sjálfir sínar eigin sjúkraþjálf- unarstofur. „Sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfarar kærðu þetta til sam- keppnisstofnunar sem taldi ekki ástæðu til aðgerða út frá samkeppn- issjónarmiðum,“ segir Jón. „Hins vegar er ég þeirrar skoðunar að meginreglan eigi að vera sú að menn greiði leigu,“ segir Jón og segir það vera stefnu ráðuneytisins hvað þetta varðar en segir aðspurður að þessi afstaða verði ekki bundin í umrædda reglugerð. Skilgreina þarf betur hlutverk sjúkraþjálfunar Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra um skýrslu Ríkisendurskoðunar SIGLINGASTOFNUN Ís- lands er að taka í notkun nýtt tölvukerfi fyrir skipaskrá og lögskráningu sjómanna og verður af þeim sökum lokað fyrir breytingar þar að lútandi í tölvukerfinu frá kvöldinu í kvöld og fram til mánudagsins 29. apríl þegar nýtt tölvukerfi leysir þau eldri af hólmi. „Útgerðaraðilar sem þurfa að lögskrá eða fá útgefin skips- skjöl eru vinsamlegast beðnir um að gera það miðvikudaginn 24. apríl eða mánudaginn 29. apríl. Ef nauðsynlegt reynist að lögskrá eða fá útgefin skips- skjöl föstudaginn 26. apríl eru menn beðnir um að hafa sam- band við Siglingastofnun Ís- lands sem gera mun nauðsyn- legar ráðstafanir. Allar nánari upplýsingar eru veittar hjá Siglingastofnun Íslands í síma 560 0000,“ segir í tilkynningu frá Siglingastofnun. Nýtt tölvu- kerfi fyrir skipaskrá og lög- skráningu ÖSSUR Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, segist enn vera þeirrar skoðunar að uppbygging lyfjaþróunarfyrirtækis á Íslandi sé mjög áhugaverð, þótt vissulega sé mikil áhætta í því fólgin að veita 20 milljarða króna ríkisábyrgð til handa Íslenskri erfðagreiningu. Össur segir skoðanir innan síns flokks vera skipt- ar til frumvarps um ríkisábyrgðina og að við fyrirhugaða atkvæða- greiðslu á Alþingi í dag muni hann sitja hjá. Ekki sé tekin flokksleg af- staða til málsins en Samfylkingin muni þó ekki beita málþófi til að koma í veg fyrir að frumvarpið verði afgreitt á síðasta degi þingsins. Össur hefur ásamt Jóhönnu Sig- urðardóttur, samflokkskonu sinni í minnihluta efnahags- og viðskipta- nefndar Alþingis, skilað séráliti þar sem fram kemur ákveðin gagnrýni á ríkisábyrgðina. Við aðra umræðu á Alþingi í gær um ríkisábyrgðarfrum- varpið mælti Jóhanna fyrir nefndar- áliti þeirra Össurar og sagðist hún ætla að greiða atkvæði gegn frum- varpinu. Í Morgunblaðinu 10. apríl sl. var haft eftir Össuri að hann legðist ekki gegn málinu og ætlaði að styðja að Ís- lensk erfðagreining fengi ríkis- ábyrgðina þó að því fylgdi ákveðin áhætta. Við fyrstu umræðu um frum- varp fjármálaráðherra um ríkis- ábyrgðina sagði Össur meðal annars: „Auðvitað er það svo að þetta mál þarf að skoða vel og brjóta til mergj- ar en ég vil segja það alveg skýrt að á þessu stigi er málið þannig vaxið að Samfylkingin mun ekki bregða fæti fyrir afgreiðslu þess.“ Áhættumat liggur ekki fyrir Spurður hvort afstaða hans til málsins hefði breyst á undanförnum dögum sagði Össur við Morgunblaðið í gær svo ekki vera í grundvallarat- riðum. „Þetta mál hefur orðið því um- deildara í okkar hópi sem menn hafa skoðað það betur. Fá mál hafa menn brotið til mergjar eins og þetta. Til að hægt sé að taka áhættu verða menn að vita í hverju hún felst, hversu mikil hún er og hafa mat á áhættunni. Ég hef mikla trú á Íslenskri erfðagrein- ingu og mikla trú á þessari nýju tækni. En ég er samferða þeim fé- lögum mínum sem ætla að sitja hjá við afgreiðslu þessa máls, vegna þess grundvallaratriðis að áhættumat liggur ekki fyrir. Verkefnið er sann- arlega spennandi, menn vilja taka áhættu til að byggja upp stóriðju á sviði þekkingariðnaðar en það er mjög erfitt ef menn vita ekki hver áhættan er,“ sagði Össur. Össur Skarphéðinsson um frumvarp um ríkisábyrgð til handa ÍE Ætlar að sitja hjá við at- kvæðagreiðslu VEGAGERÐIN hefur ákveðið að gera tilraun með veitingu viður- kenningar fyrir gerð vegamann- virkja, landmótun og frágang. Fram kemur í nýju tölublaði Vegamála að til álita komi fullgerð umferðarmannvirki og landmót- unarverkefni sem lokið hafi verið á árabilinu 1999–2001, en tilgang- urinn sé að efla vitund um útlit og frágang mannvirkja meðal starfs- manna og verktaka Vegagerðar- innar og stuðla að umræðu þar um. Staðið verður þannig að til- nefningum að hver umhverfis- nefnd tilnefnir 2–5 mannvirki úr sínu umdæmi og skal rökstyðja tilnefninguna. Viðurkenning fyr- ir vegamannvirki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.