Morgunblaðið - 24.04.2002, Síða 8
FRÉTTIR
8 MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ
afsláttur
20-40%
eldavélar
flvottavélar
flurrkarar
frystikistur o.fl.
122 cm á hæ›
Ver› á›ur 46.995 kr.
Ver› nú 33.995 kr.
Sími 525 3000 • www.husa.is
Raftækjadagar
ÞURRKARI
Tricity Bendix, 5kg
Ver› á›ur 39.900 kr.
Ver› nú 27.990 kr.
Ver› á›ur 4.395 kr.
Ver› nú 2.595 kr.
ÞVOTTAVÉL
Tricity Bendix, 1000 snúninga
Ver› á›ur 65.995 kr.
Ver› nú 48.990 kr.
Amica
KÆLISKÁPUR
BRAU‹RIST
Moulinex
KÆLIR/FRYSTIR
Electrolux
200 cm á hæ›, 3 ára ábyrg›.
Ver› á›ur 99.990 kr.
Ver› nú 79.920 kr.
Íslenskur fimleikadómari á Evrópumóti
Dómararegl-
urnar eru
frekar flóknar
Evrópumeistaramót-ið í áhaldafimleik-um kvenna er ný-
afstaðið og um þessar
mundir er keppni í karla-
flokki að hefjast. Mótin
eru bæði haldin í Grikk-
landi og líta Grikkir á
þau sem mikilvægan
hlekk í skipulagslegum
undirbúningi fyrir Ól-
ympíuleikana sem fram-
undan eru í landinu.
Berglind Pétursdóttir
fimleikadómari var óvænt
boðin af alþjóða fimleika-
sambandinu til starfa
sem einn af aðaldómurum
mótsins. Þetta er í fyrsta
sinn sem Íslendingur
hlýtur slíka upphefð.
Berglind, sem var marg-
faldur Íslandsmeistari í
fimleikum á árum áður,
svaraði nokkrum spurningum
Morgunblaðsins við heimkom-
una frá Grikklandi nú í viku-
byrjun.
– Hver var aðdragandi þess
að þér var boðið út sem að-
aldómari?
„Eftir hverja Ólympíuleika er
haldið alþjóðlegt dómaranám-
skeið í fimleikum. Eftir það
námskeið eru dómarar valdir í
ákveðna flokka eftir frammi-
stöðu þeirra á námskeiðinu og
reynslu þeirra af alþjóðlegum
mótum. Í efsta flokkinn komust
26 dómarar og ég var þar á með-
al. Við val á yfirdómurum á al-
þjóðleg mót er tekið mið af
þessu námskeiði. Evrópusam-
bandið í fimleikum bauð mér að
vera yfirdómari á Evrópumótinu
í Patras á Grikklandi sem haldið
var í síðustu viku.“
– Ert þú fyrsti íslenski alþjóð-
legi fimleikadómarinn?
„Ég er sú fyrsta frá Íslandi
sem fór á alþjóðlegt dómara-
námskeið sem haldið er fyrir öll
fimleikasamböndin í heiminum,
en það var 1984. Við erum
nokkrar sem erum með þessi
réttindi í dag, en bara tvær sem
höfum haft réttindi svona lengi.
En ég er líklega með mestu
reynsluna af dómarastarfinu því
ég hef haft tækifæri til að dæma
á þó nokkrum stórum mótum er-
lendis.“
– Æfingar í áhaldafimleikum
virðast vera flólkin fyrirbæri, er
þetta ekki vandasamt verkefni?
„Til að vera dómari í fimleik-
um er tekið próf á fjögurra ára
fresti, bæði bóklegt og verklegt.
Dómarareglurnar í fimleikum
eru jú frekar flóknar. Við dóm-
gæslu er öll æfingin táknuð, þ.e.
hraðrituð. Það er tákn fyrir
hverja æfingu og það eru jú ansi
margar æfingarnar sem eru til.
Svo þarf að vera í æfingu til að
greina æfingarnar, geta táknað
þær jafnóðum og jafn-
framt tekið frádrátt
fyrir framkvæmd.“
– Láta keppendur
og þjálfarar í ljósi
óánægju með dóm-
gæslu í fimleikum líkt og í bolta-
íþróttum?
„Jú, það kemur fyrir að sett
er út á störf dómaranna. En ein
af reglunum í fimleikum er að
þjálfarar mega ekki ræða við
dómarana á meðan á mótinu
stendur. Hægt er að gefa þjálf-
ara gula eða rauða spjaldið og
reka þá af keppnissvæðinu.“
– Eru störf fimleikadómara
oft og iðulega umdeild?
„Þau geta verið það. Sem
dæmi má nefna frá Evrópu-
mótinu í úrslitum á gólfi. Þar
var einn keppandinn sem steig
út fyrir gólfflötinn og línudóm-
arinn gaf honum frádrátt. Þá
var púað á hann og honum send-
ur tónninn af þjálfurum. Það
getur verið erfitt að standa und-
ir því þó svo að dómgæslan hafi
verið rétt. Dómgæsla í fimleik-
um er oft mat dómaranna á
ákveðnum atriðum og þá má jú
deila um hvað hafi verið hæfi-
lega mikill frádráttur.“
– Nú er keppt eftir nýjum
reglum, hvernig klárar fimleika-
fólkið sig af þeim?
„Nýju reglurnar eru talsvert
erfiðari en þær sem voru áður.
Það þurfa að vera mun erfiðari
æfingar til að fá góða einkunn.
En erlendis er fimleikafólkið
fljótt að aðlaga sig og einkunn-
irnar fara strax hækkandi þó
svo að reglurnar hafi bara verið
í gildi í rúmt ár. Í byrjun var
talað um að þessar reglur gætu
dugað í allt að átta ár áður en
einkunnaskalinn yrði sprengdur
en það stefnir í að það verði
fyrr.“
– Hvernig stóðu íslensku
stúlkurnar sig í Grikklandi, hvar
standa þær miðað við aðra og
hvað þarf til að betri
árangur náist?
„Íslensku keppend-
urnir stóðu sig með
prýði. Þær skiluðu
sínum æfingum nokk-
uð vel og fengu þau stig sem við
var að búast. Til að fá hærri ein-
kunnir þurfa þær að hafa fleiri
erfiðleikaæfingar inni í æfingum
sínum. Við eigum efnilegar fim-
leikastúlkur, en til að þær geti
náð meiri árangri þarf að standa
betur að þeim.“
– Eru fleiri alþjóðlegir dóm-
arar á leiðinni héðan?
„Ekki svo að ég viti til en það
er aldrei að vita hvað verður.
Berglind Pétursdóttir
Berglind Pétursdóttir fæddist
24. október 1962, fæðingarstaður
Reykjavík. Hún útskrifaðist stúd-
ent frá Menntaskólanum við
Hamrahlíð 1982 og lauk síðan
námi í sjúkraþjálfun frá Háskóla
Íslands 1992. Berglind stundaði
fimleika í Íþróttafélaginu Gerplu
og ballett í Listdansskóla Þjóð-
leikhússins. Hún er margfaldur
Íslandsmeistari í áhaldafim-
leikum. Auk þess að vera fim-
leikadómari, starfar hún sem
sjúkraþjálfari og fimleikaþjálfari
hjá Gróttu á Seltjarnarnesi.
Nýjar reglur
og erfiðari
æfingar
Hvað eru 20 þúsund millur á milli vina ef það getur stuðlað að því að Kára takist að þróa
lyf til að koma í veg fyrir svona rugling í sjálfstæðisgenunum?