Morgunblaðið - 24.04.2002, Síða 14
FRÉTTIR
14 MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ
SIGURLAUG Regína F. Lamm
varði doktorsritgerð sína í músíkvís-
indum við Háskólann í Uppsölum í
Svíþjóð 24. nóvember 2001. Ritgerð-
in fjallar um upphaf opinberrar um-
ræðu um músík
og um upphaf tón-
leikahalds á Ís-
landi á tímum
sjálfstæðisbarátt-
unnar. Leiðbein-
andi Sigurlaugar
var dr. Erik Kjell-
berg, prófessor í
músíkvísindum
við Háskólann í
Uppsölum. Andmælandi var dr.
Heinrich W. Schwab, prófessor í
músíkvísindum við Kaupmannahafn-
arháskóla. Dómnefnd skipuðu dr.
Solfrid Söderlind, prófessor í list-
fræði við Háskólann í Uppsölum, dr.
Anders Carlsson, dósent í músíkvís-
indum við Háskólann í Gautaborg og
dr. Veturliði Óskarsson, lektor í ís-
lensku við Háskólann í Uppsölum.
Ritgerðin tekur mið af þeim þjóð-
félagslegu breytingum sem áttu sér
stað á Íslandi á 19. öld. Þær breyt-
ingar sem urðu í tónmennt og tónlist-
ariðkun á Íslandi á þessum tíma eru
settar í samband við þau menning-
arlegu tengsl sem Íslendingar höfðu
við umheiminn, sérstaklega við Dani,
þrátt fyrir langa sjálfstæðisbaráttu.
Í ritgerðinni eru fjögur megin-
atriði tekin fyrir: hugmyndir Íslend-
inga um tónlist á 19. öld; upphaf op-
inbers tónleikahalds svo og fyrstu
tónleikahúsin í Reykjavík; tónleikar í
Reykjavík á 40 ára tímabili, frá 1881
til 1920; umræður um tónlist í dag-
blöðum samtímans fram til 1920.
Rannsóknin sýnir m.a. fram á að
útbreiðsla á tónlistarþekkingu á Ís-
landi átti sér í fyrstu einkum stað í
margvíslegum ritum sem tengdust
hugmyndum upplýsingarinnar svo
sem ritum Magnúsar Stephensens,
Ara Sæmundsens og Péturs Guð-
johnsens. Reglubundið tónleikahald
á opinberum vettvangi í Reykjavík
hófst í byrjun níunda áratugar 19.
aldar og fóru langflestir tónleikar
fram í Bárunni við Tjörnina. Í upp-
hafi tímabilsins var mest um kór-
tónlist að ræða sem flutt var inn frá
útlöndum, einkum Mið-Evrópu og
Norðurlöndunum. Tónverk samin af
íslenskum tónskáldum, kórlög og
einsöngslög, komu fram í auknum
mæli eftir 1890. Á öðrum áratug 20.
aldarinnar voru einsöngstónleikar og
kammertónleikar orðnir fastur liður
í tónleikahaldi í Reykjavík, mest fyr-
ir tilkomu íslenskra og erlendra
söngvara og hljóðfæraleikara sem
höfðu hlotið sérmenntun á sviði tón-
listar. Í þeirri tónlistarumræðu sem
kom fram í dagblöðum í tengslum við
þá tónleika sem haldnir voru, voru
félagslegar og þjóðernislegar viðmið-
anir meira í hávegum hafðar en um-
fjöllun um þau tónverk sem flutt
voru. M.a. kemur þar fram mikilvægi
þess að fólk sækti tónleika og að
sungið væri á íslensku fremur en á
erlendum tungumálum.
Sigurlaug Regína lauk stúdents-
prófi frá Menntaskólanum við Sund
1981. Hún stundaði nám í þýsku við
Háskóla Íslands árið eftir og síðan
nám í tónmenntakennaradeild Tón-
listarskólans í Reykjavík þar sem
hún lauk tónmenntakennaraprófi
1985. Árið eftir hlaut hún styrk til
þýskunáms við Humboldt Univers-
ität í Austur-Berlín. 1986–1989 var
Sigurlaug í námi í músíkvísindum og
norrænum fræðum við Freie Uni-
versität í Vestur-Berlín. 1989–1990
starfaði hún í Íslenskri tónverkamið-
stöð í Reykjavík og hélt síðan til
Uppsala til frekari náms. Frá árinu
1999 hefur Sigurlaug verið fastráðin
hjá músíkforlaginu Warner/Chappell
Music Scandinavia AB í Stokkhólmi.
Eiginmaður Sigurlaugar er Steff-
en Lamm verkfræðingur. Dóttir
þeirra er Birta Marlen. Foreldrar
Sigurlaugar eru Ásdís Jónasdóttir
og Friðþjófur Max Karlsson við-
skiptafræðingur.
Doktor
í músík-
vísindum
HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest úrskurð Hér-
aðsdóms Reykjavíkur um að karlmaður sæti
gæsluvarðhaldi til 27. maí fyrir fjölda fjársvika-
og skjalafalsmála sem hann er bendlaður við.
Er hann m.a. grunaður um að hafa í janúar og
febrúar í 12 skipti svikið út farsíma og fylgi-
hluti í verslunum Landsíma Íslands alls að
verðmæti 834.827 krónur sem hann lét skuld-
færa heimildarlaust í viðskiptareikninga fyr-
irtækja.
Lögreglan í Reykjavík taldi miklar líkur á
því að maðurinn myndi halda áfram brotum
sínum ef hann héldi óskertu frelsi. Lögreglan
handtók hann í síðustu viku vegna gruns um
fjársvik og skjalafals hinn 8. apríl. Þann dag
kom maðurinn inn í verslun Landsíma Íslands í
Smáralind og sveik út farsíma að andvirði
50.460 krónur, að hluta til með tékka sem hann
hafði falsað undirskrift á. Maðurinn sótti m.a.
um tékkareikning hjá Sparisjóði Reykjavíkur
og nágrennis í Álfabakka í nafni annars manns
og fékk tékkhefti og debetkort auk þess sem
hann framvísaði víxileyðublaði til tryggingar á
heimild til yfirdráttar 500.000 króna á reikning-
inn. Hafði maðurinn falsað undirskrift tveggja
manna.
Þá er maðurinn grunaður um að hafa stofnað
til reikningsviðskipta við fyrirtækið Sindra-Stál
og á tímabilinu frá 14. janúar til 28. febrúar
tekið út í reikninginn verkfæri að verðmæti
423.846 krónur þrátt fyrir að hann sé með öllu
eignalaus og ógjaldfær. Í febrúar tók maðurinn
bíl á leigu hjá bílaleigunni Avis í nafni annars
manns fyrir hönd fyrirtækisins Rolf Johansen
& Co. og falsaði leigusamninginn. Í febrúar
stofnaði hann til reikningsviðskipta við Þór í
Ármúla og framvísaði til tryggingar væntanleg-
um viðskiptum víxileyðublaði með fölsuðum
undirskriftum.
Reynslulausnin reyndist ekki vel
Í febrúarlok sveik maðurinn út vörur hjá
fjórum verslunum Húsasmiðjunnar að verð-
mæti 352.537 krónur með því að láta skuldfæra
andvirði varanna heimildarlaust í viðskipta-
reikning teiknistofu hjá Húsasmiðjunni. Í febr-
úar reyndi maðurinn í félagi við annan mann að
svíkja skjávarpa og myndavél, samtals að verð-
mæti 572.912 krónur, út hjá verslun Nýherja
en vörurnar pöntuðu þeir í nafni Rolfs Johan-
sens & Co.
Loks er maðurinn grunaður um að hafa ekið
undir áhrifum áfengis og deyfandi lyfja og
valdið þannig tjóni. Manninum var veitt
reynslulausn um mitt síðasta ár. Hann hefur
viðurkennt aðild sína að allmörgum brotum
sem flest voru framin á þessu ári.
Bendlaður við fjölda fjár-
svika- og skjalafalsmála
Fékk reynslu-
lausn í fyrra
VEIÐIMENN voru almennt að fá lítið um síðustu
helgi, víða var rennt, en skilyrði voru ekki sem
best og lítið að hafa.
Þannig stóðu margir vaktina um helgina í Þing-
vallavatni og var víða reynt, í Lambhaga, á Öf-
ugsnáða og víða í þjóðgarðinum en veiði var lítil. Á
sama tíma voru menn í Soginu, m.a. í Ásgarði og á
Torfastöðum, en lítið aflaðist og hvassviðri var til
trafala.
Þá er veiði hafin á Hrauni í Ölfusi og einn ábú-
enda á Hrauni sagði veiði litla enn sem komið er,
aðeins nokkrir niðurgöngufiskar. „Hér glæðist
veiðin yfirleitt og er hvað best um og upp úr maí,
þannig að við bíðum bara róleg,“ sagði landeigand-
inn.
Flóð og drulla
Austar, í Geirlandsá, töldu menn um helgina
ekki taka því að setja saman og sátu og spiluðu
brids á meðan áin fyllti dalinn í æsilegu hlaupi,
kolmórauð á lit. Þar hefur raunar lítið veiðst að
undanförnu og varla verið bókaður fiskur síðan 7.
apríl að sögn veiðimanna. Aðeins milli 30 og 40
fiskar hafa verið veiddir, flestir fyrsta daginn.
Gott í Skógá
Veiði hófst nýlega í Skógá, eða nánar tiltekið í
Skógtjörn, en ekki er veitt í ánni í vorveiðinni. Að
sögn Ásgeirs Ásmundssonar leigutaka veiddust 60
bleikjur fyrsta hálfa daginn. Lítið er veitt í miðri
viku, en helgarnar eru umsetnar og veiði góð.
Mest var þetta tveggja punda bleikja, en Ásgeir
sagði mun vænni fiska vera þarna einnig og bara
tímaspursmál hvenær 4–6 punda bleikjurnar gæfu
sig.
Morgunblaðið/Golli
Vorveiðin stendur sem hæst og hér sést veiðimaður landa vænum silungi í Tangavatni í Landsveit.
neitað því að hann hafi dregið sér
fé og sagt kæruna tilefnislausa
með öllu. Þá hafi hann ekki skuld-
sett skólana umfram heimildir.
Of mikið og of dýrt
Maðurinn var skólastjóri Rafiðn-
aðarskólans og Viðskipta- og tölvu-
skólans sem eru að fullu í eigu raf-
iðnaðarmanna. Hann var einnig
skólastjóri Margmiðlunarskólans
sem er í eigu Rafiðnaðarskólans og
Prenttæknistofnunar, auk þess
sem hann gegndi fleiri trúnaðar-
störfum fyrir rafiðnaðarmenn.
Skólakerfi rafiðnaðarmanna velti
um 500 milljónum á síðasta ári en
þá voru um 40-50 manns í fullu
RANNSÓKN lögreglunnar í
Reykjavík á málum fyrrverandi
framkvæmdastjóra skólakerfis raf-
iðnaðarins miðar að sögn lögreglu
vel, en hann var í vetur kærður
fyrir tugmilljóna fjárdrátt úr sjóð-
um skólanna.
Skólastjóranum hafði þá verið
sagt upp störfum eftir að í ljós kom
mikil fjármálaóreiða hjá þeim
stofnunum í skólakerfinu sem voru
undir hans stjórn. Skuldir skólanna
munu nema um 900 milljónum
króna en eignirnar eru metnar á
um 600 milljónir. Tillögur um leiðir
út úr vandanum verða lagðar fyrir
stjórn skólanna innan tíðar.
Skólastjórinn fyrrverandi hefur
starfi og álíka fjöldi var í hluta-
störfum.
Ekki náðist í Guðmund Gunn-
arsson, formann Rafiðnaðarsam-
bands Íslands, RSÍ, í gær, en hann
er staddur erlendis. Í grein sem
ber titilinn „Umræður um skóla-
málin á Sambandsstjórnarfundi
RSÍ 2002,“ segir Guðmundur m.a.
að stefnt sé að því að starfsemi
Rafiðnaðarskólans verði óbreytt en
leitað verði til annarra um að koma
að öðrum rekstri. Þá segir hann að
því hafi verið haldið fram að fé hafi
verið sólundað í skólakerfinu. Þetta
sé að sumu leyti rétt. Fest hafi
verið kaup á of miklum og of dýr-
um kennslubúnaði, húsnæðið
stærra en þörf krefur og innrétt-
ingar óþarflega veglegar. Þá hafi
stjórnarmenn skólanna fengið vill-
andi upplýsingar um rekstrarstöðu
skólanna og stjórnandi þeirra farið
út í fjárfestingar og framkvæmdir
sem ekki voru heimildir fyrir. „En
vel búið og innréttað skólahús
ásamt miklum búnaði er þarna og
eru mikil verðmæti, það má segja
að búið sé að tækjavæða skólana
fram í tímann. Það má færa rök
fyrir því að fært hafi verið of mikið
fjármagn til félagsmanna í gegnum
skólakerfið, með því að námskeiðs-
gjöld hafa verið of lág og fámenn-
um námskeiðum ekki aflýst,“ segir
í greininni.
Rannsókn lögreglu á málum fyrrverandi skólastjóra miðar vel
Skuldir skóla rafiðnaðar-
ins um 900 milljónir króna
ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN?
Víðast hvar er dræm veiði