Morgunblaðið - 24.04.2002, Side 16
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
16 MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ
ALLS bárust 23 umsóknir um
styrk úr 19. júní sjóði Garða-
bæjar að þessu sinni, en um-
sóknarfrestur rann út fyrir
helgi. Frá þessu er greint á
heimasíðu Garðabæjar.
„Umsóknirnar eru mjög fjöl-
breyttar, þær koma frá ólíkum
íþróttagreinum og tengjast
íþróttaiðkun kvenna á öllum
aldri,“ segir á heimasíðunni.
Rúmlega ein milljón króna er
til úthlutunar að þessu sinni en
styrkirnir verða afhentir á
kvennahlaupsdaginn 16. júní
nk.
Umsóknirnar eru nú til um-
fjöllunar stjórnar 19. júní sjóðs-
ins.
23 umsóknir
um styrk úr
19. júní sjóði
Garðabær
SKÓLI Ísaks Jónssonar fagnar 75
ára afmæli sínu um þessar mundir. Í
dag, síðasta vetrardag, verður af því
tilefni opið hús í skólanum frá kl.
9:30. Vinum og velunnurum skólans
er boðið að koma og ganga um skól-
ann og fylgjast með kennslu í öllum
deildum.
Ísaksskóli 75 ára
Hlíðar
MIKIL hátíðarhöld standa yfir í
Mosfellsbæ þessa dagana í tilefni af
því að Halldór Laxness, sem ólst
upp á bænum Laxnesi í Mosfellsdal
og bjó síðar að Gljúfrasteini, hefði
orðið 100 ára í gær.
Var af því tilefni opnuð sýning í
Bókasafni Mosfellsbæjar þar sem
persónulegir munir fjölskyldunnar
á Gljúfrasteini og ljósmyndir úr
fórum safnsins eru til sýnis. Sýn-
ingin verður áfram opin á morgun
og föstudag og lýkur á laugardag.
Laxnessdagskrá verður í dag í
kaffihúsinu Álafoss föt bezt í Ála-
fosskvosinni og hefst hún kl. 20.
Á morgun, sumardaginn fyrsta,
verða gönguleiðir í Mosfellsdal
vígðar þar sem gengið verður frá
Gljúfrasteini undir leiðsögn Bjarka
Bjarnasonar. Rútuferðir verða frá
Hlégarði kl. 8:45 og hefst gangan
kl. 9:00. Þá verða opin hús í grunn-
og leikskólum bæjarins undir yf-
irskriftinni „Skáldið og sveitin“.
Börn á leikskólum bæjarins fögn-
uðu afmæli skáldsins í gær og héldu
afmælisveislu. Á leikskólanum
Huldubergi gæddu börnin sér á
kökum og kakói en leikskólabörn í
Mosfellsbæ hafa að undanförnu
verið að læra ljóð eftir Halldór Lax-
ness og unnið ýmis verkefni í
tengslum við Laxnesshátíðina.
Morgunblaðið/Þorkell
Börnin á leikskólanum Huldubergi héldu afmæli Halldórs Laxness há-
tíðlegt og voru með risaköku með ótal kertum.
Skáldið og
sveitin
Mosfellsbær
Í FRÉTTABRÉFI Orkuveitu
Reykjavíkur frá því í nóvember á
síðasta ári ritar Þorvaldur Stefán
Jónsson, verkefnastjóri Nýrra höf-
uðstöðva, grein þar sem hann segir
frá hugmyndum um að reka lítið
kaffihús (netkaffi) gegnt sýningar-
sal í vesturálmu nýrra höfuðstöðva
Orkuveitunnar á Réttarhálsi. „Þar
verður boðið upp á kaffi (Orku-
kaffi), te og ýmsa drykki, áfenga
sem óáfenga með ýmsu meðlæti,“
segir Þorvaldur í grein sinni. Guð-
mundur Þóroddsson, forstjóri
Orkuveitunnar, segir að ekki sé ætl-
unin að almennt verði áfengissala á
kaffihúsinu, sem er fyrst og fremst
ætlað starfsmönnum stofnunarinn-
ar og þeim sem eiga beint erindi við
stofnunina. Borgarfulltrúar Sjálf-
stæðisflokksins gagnrýndu á borg-
arstjórnarfundi í síðustu viku útboð
OR á líkamsræktarstöð í húsinu og
vöktu athygli á fyrirætlunum um
sölu vínveitinga og listagallerí.
„Þorvaldur rekur í fréttabréfinu
hugmyndir sínar um rekstur kaffi-
hússins, en engin formleg afstaða
var tekin til þeirra og þær því aldrei
samþykktar,“ segir Guðmundur.
„Almennt verður ekki boðið áfengi
á Kaffíhúsinu. Það verður aðeins
opið á daginn og þá verður ekki
veitt vín. En það má hugsa sér að
þegar eitthvað er um að vera í hús-
inu á kvöldin verði undir ákveðnum
kringumstæðum veitt áfengi.“
Hugsanlega einstaka
listasýningar
Í húsinu verður sýningarsalur
sem að sögn Guðmundar er hugs-
aður sem aðstaða til að kynna tækni
og sögu stofnunarinnar en ekki sem
listagallerí. „Þó mætti hugsa sér að
þar yrðu settar upp einstaka lista-
sýningar, en sýningarsalurinn yrði
ekki rekinn sem listagallerí.“
Útboð á rekstri líkamsræktar-
stöðvar í húsinu stendur yfir og
rennur frestur til að bjóða í rekst-
urinn út á næstu dögum, að sögn
Guðmundar. „Aðstaða til líkams-
ræktar eins og hún kemur til með
að verða í nýja húsinu er minni í
fermetrum talið en samanlögð lík-
amsræktaraðstaða veitnanna var
fyrir sameiningu,“ segir Guðmund-
ur. „Eini munurinn í tengslum við
líkamsræktina nú og frá því sem áð-
ur var er að við ætlum ekki að
kaupa tækin í salinn sjálfir og ekki
reka hann, heldur bjóða öðrum að
sjá um það. Líkamsræktarstöðin
verður því á sama grunni og aðrar
svipaðar stöðvar.“
Guðmundur segir að starfsmenn
muni því kaupa kort í stöðina vilji
þeir æfa þar, en Orkuveitan mun
halda áfram að styrkja starfsmenn
sína til líkamsræktar, „þeir geta þá
valið hvort þeir noti styrkinn til
kaupa á aðgangskortum í stöðinni í
húsinu eða annars staðar“. Guð-
mundur sagði að starfsemin yrði
undir rekstraraðilum komin og
reiknaði með að hún yrði öllum op-
in, ekki eingöngu starfsmönnum
OR.
Ráðgert er að starfsemi Orku-
veitunnar flytji í nýja húsnæðið í
haust, en hönnuðir hússins eru arki-
tektarnir Ingimundur Sveinsson og
Ögmundur Skarphéðinsson.
Nýjar höfuðstöðvar OR
Morgunblaðið/Kristinn
Ráðgert er að starfsemi Orkuveitunnar flytji í nýja húsnæðið við Rétt-
arháls í haust, en hönnuðir hússins eru arkitektarnir Ingimundur
Sveinsson og Ögmundur Skarphéðinsson.
Hugmyndir um
vínveitingar aldr-
ei samþykktar
Ártúnshöfði
„MÁLIÐ hefur verið kostnaðarsamt
og mikill tími hefur farið í að sinna
því. Ég mun nú ræða næstu skref við
lögmann minn, Jón Steinar Gunn-
laugsson. Ég hef alla tíð haft útrétta
sáttarhönd, en ég undrast viðbrögð
borgaryfirvalda,“ segir Hrafn Gunn-
laugsson leikstjóri um niðurstöður
Úrskurðarnefndar skipulags- og
byggingamála sem fela í sér ógildingu
ákvörðunar borgarráðs að fella út
byggingarreit fyrir vinnustofu á
Laugarnestanga 65, þar sem heimili
Hrafns stendur. „Ég hélt að málið
yrði leyst í vinsemd, en svo virðist
ekki vera. Fjórum dögum eftir að úr-
skurðurinn var kveðinn upp voru
komnir hingað embættismenn frá
borginni og gerðu athugasemdir við
hluti sem koma málinu ekkert við.“
Aðdragandinn langur
Forsaga málsins er sú að árið 1990
var unnið deiliskipulag fyrir Laugar-
nestangann. „Í þeirri tillögu var gert
ráð fyrir viðbyggingum fyrir vinnu-
stofur við hús númer 62 og 65,“ segir
Hrafn. „Íbúar beggja húsanna létu
síðan teikna vinnustofur. Þá kom
ábending frá borgarminjaverði að við
húsið mitt væri að finna mannvistar-
lög.“ Borgarminjavörður benti svo á
annan stað fyrir byggingarreitinn,
sunnan hússins. „Þetta var samþykkt
í skipulagsnefnd. Ég hafði engar
fregnir af því að þetta var ekki stað-
fest af borgarráði, sem er lögformlegt
atriði. Ég var ekkert að velta því fyrir
mér, enda kann ég ekki á stjórnsýslu-
kerfið.“
Því lét Hrafn öðru sinni teikna
vinnustofu. „Ég hafði af þessu tölu-
verðan kostnað, en ég vildi koma til
móts við borgaryfirvöld. Þegar teikn-
ingarnar voru tilbúnar og ég sótti um
leyfi til að byggja, barst mér bréf frá
borgarskipulagi varðandi afmörkun
lóðarinnar. Þá sé ég að ekki er gert
ráð fyrir byggingarreitnum. Ég gerði
athugsasemd við þetta, hélt að mistök
væru á ferðinni en nýju lóðamörkin
voru samþykkt án þess að bygging-
arreiturinn væri þar inn á. Samt hafði
þeim verið breytt vegna byggingar-
reitsins. Þegar hafist var handa við
gerð deiliskipulags var reiturinn ekki
inni og ég gerði athugasemdir við
deiliskipulagið.“ Deiliskipulagið var
samþykkt árið 2000. „Ég hef engan
áhuga á að standa í stríði við borgina
og reyndi að leita sátta,“ segir Hrafn.
„Síðan fá tveir nágrannar mínir að
byggja við sín hús en mér er neitað.
Þá leitaði ég mér lögfræðiaðstoðar
sem varð til þess að málið fór fyrir úr-
skurðarnefndina.“
Málið snertir alla
„Mér finnst þetta mikilvægt mál
sem varðar samskipti stjórnvalda og
einstaklinga“ segir Hrafn. „Þetta
snertir ekki bara mig, heldur alla.“
Niðurstöðu Úrskurðarnefndarinn-
ar segir Hrafn staðfesta að á honum
hafi verið brotin lög. „Ég hefði því bú-
ist við að borgaryfirvöld vildu leysa
málin í góðu. En viðbrögðin eru þau
að fjórum dögum seinna er farið að
gera athugasemdir við allt annað á
svæðinu sem kemur byggingarreitn-
um ekkert við og er vinnustofunni
óviðkomandi.“ Árni Þór Sigurðsson,
formaður skipulags- og byggingar-
nefndar, sagði í Morgunblaðinu sl.
fimmtudag að ráðist hefði verið í
framkvæmdir á lóðinni sem ekki væri
leyfi fyrir. Hrafn segist hafa útbúið
litlar tjarnir við húsið í kjölfar þess að
vatnsbúskapur nánast hvarf þegar
lögð var skólplögn sem drenaði upp
svæðið og fuglalíf var í hættu. „Ég lét
borgaryfirvöld vita af því að ég hefði
látið renna í uppþornaða mýrarbolla
og þar væru nú tjarnir. Nú er farið að
beina umræðunni að þessu verki.“
Hrafn fékk jarðveg þegar rotþró var
grafin á vegum borgarinnar og Árni
Þór gerir athugasemdir við. „Ég bað
verktakana að skilja jarðveginn eftir
á svæði þar sem löngum hefur verið
sturtað efni. Ég hef síðan lagað
hólana til og vil að þar vaxi njóli og
hvönn. Þetta hef ég gert til að fegra
umhverfið, en ekki hef ég viljað valda
spjöllum.“
Hrafn er sannfærður um að vinnu-
stofa myndi auka gildi útivistarsvæð-
isins, en ekki draga úr því. „Í bréfi
sem ég sendi borgarskipulagi
Reykjavíkur 1993 segi ég m.a. að
vinnustofan geti tengst því listalífi
sem fyrir er á nesinu og aukið það, án
þess að hindra á nokkurn hátt nátt-
úrulífsskoðun eða hafa áhrif á þau
verndarsvæði sem máli skipta. Í ljósi
þessa hefði ég hugsað mér að vinnu-
stofan gæti verið almenningi opin að
hluta. Þá benti ég á að arkitektarnir
létu útlit vinnustofunnar ráðast af
umhverfinu svo hún myndi falla sem
best inn í landslagið. Ég er sannfærð-
ur um að vinnustofan myndi gera úti-
vistarsvæðið enn skemmtilegra.“
Hrafn segir að ef vilji sé fyrir hendi
sé hægt að láta mál sem þessi veltast
um í borgarkerfinu von úr viti. „Það
kostar stjórnmálamennina ekki neitt
persónulega þó borga þurfi mér ein-
hverjar bætur á endanum úr borg-
arsjóði, en það er sóun á skattpen-
ingum almennings. Hins vegar er
dýrt fyrir einstakling að berjast við
kerfið.“
Hrafn Gunnlaugsson um ógildingu lóðarskipulags
Undrandi á viðbrögð-
um borgaryfirvalda
Morgunblaðið/Golli
Hrafn segist hafa látið renna í tjarnir við hús sitt til að efla fuglalíf á
svæðinu sem minnkaði að hans sögn er skólpleiðsla var lögð.
Laugarneshverfi