Morgunblaðið - 24.04.2002, Side 17
AKUREYRI
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 2002 17
NORÐURMJÓLK tapaði 37 milljónum króna
á síðasta ári og sagði Helgi Jóhannesson fram-
kvæmdastjóri að reksturinn hefði ekki verið
viðunandi. Hann sagði að áætlanir fyrir þetta
ár gerðu ráð fyrir 50 milljóna króna hagnaði
eftir greiðslu yfirverðs. Framleiðendum á
svæði félagsins voru greiddar 54 milljónir
króna í yfirverð á árinu og fyrir utan þá tölu er
hagnaður Norðurmjólkur tæpar 17 milljónir
króna. Rekstrartekjur námu tæpum 2,6 millj-
örðum króna en rekstrargjöld tæpum 2,4 millj-
örðum króna.
Frá 1. nóvember sl. til áramóta tók mjólk-
uriðnaðurinn á sig hækkun til framleiðenda um
tæp 7% án þess að heildsöluverð hækkaði að
sama skapi og fyrir Norðurmjólk þýddi þetta
um 13 milljónir króna í útgjaldaauka. Þá sagði
Helgi að verðbólga og mikill fjármagnskostn-
aður hafi haft áhrif á afkomu ársins. Helgi
sagði að framlegð frá rekstri hefði verið góð og
að síðasta ár hefði verið eitt af betri rekstr-
arárum samlagsins, sé litið til hagnaðar fyrir
fjármagnsliði, sem var um 191 milljón króna.
Hjá Norðurmjólk var innvegin mjólk á síð-
asta ári rúmlega 27 milljónir lítra, þar af á Ak-
ureyri um 20,5 milljónir lítra, sem er 1,6%
aukning frá árinu áður. Á Húsavík var inn-
vegin mjólk um 6,4 milljónir lítra, sem er um
1,5% samdráttur milli ára. Framleiðsla um-
fram greiðslumark var um 710 þúsund lítrar
eða 2,7% en á landsvísu var framleiðsla um-
fram greiðslumark 3,14%.
Í ágúst sl. var tekin ákvörðun um að loka
mjólkursamlaginu á Húsavík og flytja vinnsl-
una til Akureyrar og kemur sú ákvörðun til
framkvæmda í næsta mánuði. Helgi sagði að
þessi ákvörðun hafi verið erfið en hann er þess
fullviss að breytingin styrki fyrirtækið og
framleiðendur þess til sóknar í framtíðinni.
Helgi sagði að nær allir starfsmenn fyrirtæk-
isins á Húsavík væru komnir í aðra vinnu, eða
að gerðir hafi verið við þá starfslokasamning-
ar.
Framleiðendum fækkað mikið
Líkt og á landsvísu hefur framleiðendum á
samlagssvæði Norðurmjólkur fækkað umtals-
vert á undanförnum árum. Í Eyjafirði og S-
Þingeyjarsýslu voru um 400 framleiðendur ár-
ið 1985 en í lok síðasta árs voru þeir um 200.
Helgi sagði þarna um gríðarlega breytingu að
ræða en að búin væru að stækka og framleiðsl-
an jafnframt að aukast. Hann sagði jafnframt
nauðsynlegt að halda mjólkurkvótanum innan
svæðisins. Helgi sagði að prótein væri vaxandi
í mjólkinni og að nyt í kúm hafi aukist nokkuð á
undanförnum árum. Mikill aukning hefur orðið
í sölu á mjólk og mjólkurafurðum á síðustu
mánuðum. Helgi sagði að innlögð mjólk á
landsvísu hinn 1. mars sl. væri minni en á sama
tíma í fyrra, þrátt fyrir að greiðslumarkið nú
væri 104 milljónir lítra á móti 103 milljónum
lítra í fyrra. „Þannig að við erum að fá minna af
mjólk inn núna, þrátt fyrir að bændur hafi
gengið að því vitandi að greiðslumarkið væri
meira nú. Á öllu verðlagsárinu í fyrra var inn-
vegin mjólk á landsvísu um 106,5 milljónir lítra
en við þurfum um 108 milljónir lítra í ár.
Ástæðan fyrir því er aukin próteinsala.“
Greitt fyrir alla
umframmjólk
Mjólkuriðnaðurinn hefur þegar ákveðið að
kaupa prótein úr þremur milljónum lítra af
umframmjólk. „Við þurfum á allri mjólk að
halda og mér sýnist að við munum greiða pró-
teinverð fyrir alla umframmjólk sem kemur í
hús.“
Helgi sagði ýmis jákvæð teikn á lofti varð-
andi framtíðina. Rekstur Norðurmjólkur fari
batnandi, kvótaverð færi lækkandi og að
mjólkurneysla þjóðarinnar væri að aukast.
Hins vegar taldi hann að hægt væri að hag-
ræða enn frekar í mjólkuriðnaðinum.
Tap á rekstri Norðurmjólkur nam 37 milljónum króna á síðasta ári
Gert ráð fyrir hagnaði
á yfirstandandi ári
Morgunblaðið/Kristján
Mjólkurbílar og útkeyrslubílar Norður-
mjólkur bera mjög skemmtileg bílnúmer,
sem tengjast vel starfsemi félagsins. Hér
er Pétur Haraldsson að losa mjólkurbíl
sem er með númerið SMJÖR en önnur bíl-
númer Norðurmjólkur eru; SKYR, OST-
UR, JÓGÚRT, MYSA, og RJÓMI.
ANDRÉSAR Andar leikarnir á
skíðum verða settir í Íþróttahöll-
inni á Akureyri í kvöld. Alls eru um
800 börn skráð til leiks að þessu
sinni og er þetta heldur meiri þátt-
taka en mörg undanfarin ár. Alls
eru 738 keppendur skráðir til leiks
í alpagreinum og um 60 í göngu.
Keppni hefst í Hlíðarfjalli í fyrra-
málið og stendur fram á laugardag.
Í lok hvers dags fer fram verð-
launaafhending í Íþróttahöllinni.
Þetta kemur fram á heimasíðu
Skíðafélags Akureyrar. Þar segir
einnig að krakkar frá Grænlandi,
sem höfðu skráð sig til þátttöku á
leikunum eins og undanfarin ár,
hafi þurft að afboða komu sína. Í
fyrra kepptu 762 krakkar á Andr-
ésar Andar leikunum, árið 2000
voru þeir 789 og 746 árið 1999.
Framkvæmd og dagskrá leik-
anna er með nokkuð hefðbundnu
sniði. Eins og undanfarin ár eru
Samskip stærsti styrktaraðilinn og
aðrir stórir styrktaraðilar eru
ESSO, sem gefur öll verðlaun á
leikunum, og Nanoq. Þá koma fjöl-
mörg fyrirtæki við sögu með einum
og öðrum hætti.
Enn er nægur snjór í Hlíðarfjalli
þótt hann hafi minnkað nokkuð í
blíðunni síðustu daga. Ef ástæða
þykir til verða brekkurnar í Hlíð-
arfjalli frystar þannig að aðstæður
verði sem bestar.
Andrésar Andar-leikarnir á skíðum settir í kvöld
Morgunblaðið/Kristján
Um 800 börn skráð til leiks
ÞRJÚ tilboð bárust í hönnun
og byggingu tveggja þjónustu-
húsa á tjaldstæðinu á Hömrum
við Akureyri en tilboðin voru
opnuð í gær. Öll tilboðin voru
yfir kostnaðaráætlun Fast-
eigna Akureyrarbæjar, sem
hljóðaði upp á 25 milljónir
króna.
Stígandi á Blönduósi bauð
27,7 milljónir króna í verkið,
sem er um 111% af kostnaðar-
áætlun, Fjölnir á Akureyri
bauð um 29,6 milljónir króna,
eða um 118% af kostnaðaráætl-
un og Ármann Ketilsson í Eyja-
fjarðarsveit bauð rúmar 32
milljónir króna, eða um 128% af
kostnaðaráætlun.
Hvort þjónustuhús verður
um 65 fermetrar að stærð, með
salernum, sturtum og þvottaað-
stöðu, auk um 45 fermetra yf-
irbyggðrar verandar. Húsun-
um á að skila fullfrágengnum á
staðnum og er skiladagur
verksins 1. júlí nk.
Bygging
þjónustuhúsa
á Hömrum
Öll til-
boðin yfir
kostnað-
aráætlun
Gönguferð í
Baugasel
á morgun
FERÐAFÉLAGIÐ Hörgur
efnir til gönguferðar í Baugasel
á morgun, fimmtudag, sumar-
daginn fyrsta.
Hörgur hefur árlega mörg
síðustu ár efnt til gönguferðar í
Baugasel á þessum degi. Um er
að ræða stutta og þægilega
gönguferð, sem tekur um þrjár
klukkustundir í allt. Lagt verð-
ur af stað frá Bugi kl. 10 að
morgni. Allir eru velkomnir.
NÚ stendur yfir í Samlaginu
listhúsi í Kaupvangsstræti Ak-
ureyri gluggasýning Guðmund-
ar Ármanns og stendur hún til
5. maí næstkomandi.
Guðmundur nam í Mynd-
lista- og handíðaskóla Íslands
1962–1966 og í Konsthögskolan
Valand, Göteborgs Universitet,
Gautaborg Svíþjóð.
Hann hefur haldið fjölda
einka- og samsýninga.
Samlagið listhús er opið alla
daga kl. 14.00–18.00 nema laug-
ardaga er opið kl. 11.00–16.00
og lokað á mánudögum.
Gluggasýn-
ing Guð-
mundar
Ármanns