Morgunblaðið - 24.04.2002, Page 19

Morgunblaðið - 24.04.2002, Page 19
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 2002 19 LANDBÚNAÐARHÁSKÓLINN Á HVANNEYRI Hvanneyri - 311 Borgarnesi - 437 0000 - lbh@hvanneyri.is - www.hvanneyri.is Háskólanám á Hvanneyri www.hvanneyri.is Hyggurðu á háskólanám? Umsóknarfrestur er til 15. júní 2002 Búvísindi Fjölbreytt búvísindanám með áherslu á búfjárrækt, jarðrækt og bútækni auk margra valgreina. Landnýting Námið fjallar um nýtingu lands og umhirðu með áherslu á skógrækt og landgræðslu. Umhverfisskipulag Samspil skipulags, náttúru og félagslegra aðstæðna. Fornám fyrir landslagsarkítektúr og önnur skipulagsfræði. RÁÐSTEFNA um lífræna rækt- un var haldin nýlega á Hvanneyri. Þar komu saman flestir þeir aðilar sem taka þátt í ferli þeirra vara sem eru framleiddar hér á landi undir þessum formerkjum, vott- unaraðilar, framleiðendur, smá- salar, heildsalar og fulltrúar neyt- enda. Ráðstefnan var í umsjón mið- stöðvar um lífræna ræktun á Hvanneyri. Í samtali við Morgun- blaðið sagði Ríkharð Brynjólfs- son, prófessor við Bændaskólann, að vel hefði tekist til enda langt síðan að allir þeir aðilar sem koma að lífrænni ræktun hér á landi hafi setið slíka ráðstefnu á sama tíma. Ríkharð sagði að rauði þráður- inn í framsögu þeirra sem létu til sín taka á ráðstefnunni hafi verið skortur á fjármagni sem þýddi að nokkuð langur tími liði þar til greinin skilaði arði. „Það er ekki mikið um styrki sem framleiðendur á þessum vett- vangi geta nýtt sér og að flestra mati er ríkisvaldið eini aðilinn sem getur slíkt. Í nágrannalöndum okkar hafa framleiðendur getað sótt um styrki og sem dæmi er hægt að nefna Danmörku, en þar hefur ríkið markvisst hjálpað til á þessum vettvangi og í Danmörku eru t.d. lífrænar mjólkurafurðir mjög stór hluti af heildarneyslu Dana.“ Ríkharð sagði ennfremur að frá árinu 1990 hafi framleiðsla á líf- rænt ræktuðu kjöti ekki vaxið eins mikið og vonir stóðu til. „Það er ekki hægt að krefjast þess að þeir sem stunda slíka framleiðslu verði brautryðjendur alla sína tíð og þurfi að færa fórnir til þess að koma framleiðslunni á laggirnar. Framleiðendur verða að sjá fram á að reksturinn skili af sér arði og það er dýrara að framleiða vöru sem á að standast þær kröfur sem gerðar eru.“ Fjölbreytnin í lífrænt ræktuð- um mjólkurafurðum er ekki mikil og aðeins tvö vörumerki í boði frá íslenskum framleiðendum. Ný- mjólk og AB-mjólk. Ríkharð sagði að aðeins um 60 þúsund lítrar af um 100 milljón lítrum á ársgrund- velli væru úr lífrænni ræktun og það væri greinilegt að hinn al- menni neytandi gerði meiri kröfur um vöruúrval á þessu sviði, en skortur á lífrænt ræktaðri mjólk byði ekki uppá að ný vörumerki stæðu neytendum til boða. Grænmeti sem vottað er sem lífrænt ræktað hér á landi hefur náð fótfestu á almennum markaði og hafa framleiðendur farið þá leið að selja bróðurpartinn með áskriftarfyrirkomulagi og að áhugasamir einstaklingar taki oft- ar en ekki að sér að dreifa vörunni í þéttbýli. Ríkharð sagði að sala á græn- meti gengi vonum framar og að framleiðendur anni vart eftir- spurn eins og málin stæðu í dag. Lífræn ræktun gegn ofnæmi og fæðuóþoli Á ráðstefnunni kom fram að mikil gróska væri í innflutningi á lífrænt ræktuðum vörum hér á landi og hafa stórmarkaðir tekið við sér í þessum efnum og bæst í hóp smásala sem lengi hafa verið á markaðnum hér á landi. Ofnæmi og fæðuóþol var ofar- lega á blaði þegar leitað er eftir skýringum á vexti í sölu á innflutt- um vörum á þessu sviði. Ríkharð sagði að í máli smásala sem og heildsala hafi komið fram að sífellt fleiri neytendur geti aðeins notað lífrænt ræktaðar vörur og er talið að enn frekari aukning eigi eftir að koma fram á næstu árum. Stjórnvöld hafa nú þegar álykt- að að lífrænt ræktuð matvara sé mikilvæg fyrir íslenskt samfélag og tryggja þurfi að eðlileg framþróun eigi sér stað á þessu sviði. Ríkharð nefndi að bæði Al- þingi og Búnaðarþing hafi ályktað að auka þyrfti framleiðsluna á þessu sviði. „Það vantar hinsvegar skýrari línur fyrir þá aðila sem nú þegar eru á markaðnum og er þá aðal- lega verið að tala um fjármagn til handa þeim sem vilja fara inn á þessar brautir. Margir bændur hafa vilja og áhuga á að framleiða lífrænt ræktað kjöt, grænmeti eða mjólk, en telja sig ekki geta varið slíka ákvörðun í ljósi þess að fjár- hagsleg áhætta þeirra sjálfra er of mikil eins og málum er háttað í dag,“ sagði Ríkharð. Fjárskortur hamlar líf- rænni fram- leiðslu Hvanneyri ELDRI borgarar litu inn í lífs- leiknitíma hjá 7. og 8. bekk í grunnskólanum á dögunum, en umræðuefni var einkum lífið á Langanesi áður fyrr. Lífsleikni er námsgrein sem er tiltölulega ný af nálinni og útskýrði skólastjór- inn, Esther Ágústsdóttir, hana í stuttu máli þannig, að inn í lífs- leiknitíma sé fléttað því sem gott og gagnlegt er að vita og kunna en er ekki í námsbókunum. „Virðum hvert annað og verum góð hvert við annað,“ sagði Esth- er ennfremur. Vangaveltur urðu um það í bekknum hvers vegna byggðin á Skálum fór í eyði en þar var fjöl- mennt og blómleg útgerð fyrir rúmlega hálfri öld. Léleg hafn- arskilyrði frá náttúrunnar hendi höfðu mikið að segja, einnig voru samgöngur erfiðar. Gamla fólkið mundi tímana tvenna og nefndi m.a. fjöruga dansleiki á Þórshöfn í gamla daga þar sem harmonikka var hljóm- sveitin og gamla félagsheimilið var fullt út úr dyrum. Skálamenn töldu ekki eftir sér að ganga um 30 kílómetra frá Skálum til Þórs- hafnar til þess að dansa og slást fram undir morgun, eins og sagt var, og svo löbbuðu þeir aftur heim. Unga fólkið bjóst ekki við að leggja svo langa göngu á sig fyrir eitt ball. Hvernig var hægt að lifa án GSM-síma? Nemendurnir komu með ýmsar fyrirspurnir til eldra fólksins og umræður hófust um GSM-síma og ágæti þeirra. Krakkarnir tíund- uðu ágæti smáskilaboðanna, SMS, en þau eldri spurðu af hverju þau færu ekki frekar að hitta hvert annað og notuðu símann minna. „Þegar lagt var fyrir síma í sveit- inni í gamla daga neitaði einn bóndinn að láta leggja símalínu heim til sín og skýring hans var sú, að hann vildi miklu heldur fá fólk í heimsókn til sín en að tala við það í síma,“ sagði eldri kona og var ekki sammála krökkunum um nauðsyn þess að eiga GSM- síma. „Jú, maður man frekar hvað maður ætlar að segja í SMS- boðunum, þá er maður bara einn með símanum og stressast ekk- ert,“ sagði unglingsstúlka. Spurn- ingar vakna þá um hvort sam- skiptahæfni unglinganna minnki með símanotkuninni en það mál varð ekki útrætt í þessum tíma því bjallan hringdi og íþróttatími beið unga fólksins en kaffi og vöfflur þeirra eldri. Ungir og gaml- ir í lífs- leikni Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir Rætt um ágæti GSM-síma og smáskilaboða. „Skemmtilegra að hittast heldur en að tala í síma eða senda smáskilaboð,“ segir eldra fólkið. Þórshöfn STURLA Böðvarsson samgöngu- ráðherra og Sigurður Hermannsson umdæmisstjóri Flugmálastjórnar og fulltrúar úr samgönguráðuneytinu flugu til Grímseyjar og afhentu flug- vallarstarfsmanninum Brynjólfi Árnasyni og Ragnhildi Hjaltadóttur, umboðsmanni Flugfélags Íslands, veggspjald sem hefur að geyma upp- lýsingar um helstu réttindi flugfar- þega. Veggspjaldið var útbúið í framhaldi af ráðstefnu sem haldin var í Lissabon í maí 2001 en þar hitt- ust fulltrúar ECAC-ríkja og Evr- ópusambandsins, ásamt fulltrúum frá flugiðnaðinum. Veggspjaldinu er ætlað að vekja athygli flugfarþega á réttindum þeirra gagnvart yfirbók- unum, slysatryggingum og fleiru. Veggspjöldin munu verða sett upp á öllum áætlunarflugvöllum landsins. Ráðherra afhenti vegg- spjald í flugstöðinni Grímsey Morgunblaðið/Helga Mattína Sigurður Hermannsson, Brynjólfur Árnason, Sturla Böðvarsson sam- gönguráðherra og Ragnhildur Hjaltadóttir í flugstöðinni í Grímsey.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.