Morgunblaðið - 24.04.2002, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 24.04.2002, Blaðsíða 20
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 20 MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ KAUPÞING hefur selt hlutabréf í Jarðborunum fyrir tæpar 60 millj- ónir króna að nafnverði, eða 22,83% heildarhlutafjár í félaginu, á genginu 6,75. Söluandvirði nemur því um 405 milljónum króna en sal- an er háð skilyrðum sem verður af- létt innan þriggja vikna, að því er fram kemur í tilkynningu til VÞÍ. Þá hefur verið tilkynnt um kaup Jarðborana og nokkurra innherja á tæpum 19,6 milljónum króna að nafnvirði í Jarðborunum á genginu 6,75. Kaupverðið nemur því alls rúmum 132 milljónum króna. Stærstan hluta þess keypti fyrir- tækið sjálft, eða tæpar 15,6 millj- ónir að nafnverði. Margeir Péturs- son ehf., sem er í eigu samnefnds stjórnarmanns Jarðborana, keypti 2,5 milljónir að nafnverði. Bent S. Einarsson, framkvæmdastjóri Jarðborana, keypti 900 þúsund krónur að nafnverði og Örn Sig- urðsson fjármálastjóri keypti 600 þúsund að nafnverði. Kaupin eru öll háð skilyrðum sem verður væntanlega aflétt innan þriggja vikna. Ekki fékkst upplýst í gær hver þau skilyrði væru eða hver væri ástæða fyrir þessum miklu viðskiptum. Þess má geta að Jarð- boranir áætla að birta niðurstöður þriggja mánaða uppgjörs félagsins í næstu viku. Eftir viðskiptin eiga Jarðboranir eigin bréf að nafnverði 16,9 millj- ónir, eða 6,51% af heildarhlutafé félagsins, Kaupþing á tæpar 15,5 milljónir að nafnverði í Jarðbor- unum, eða 5,95% og Margeir Pét- ursson á 13,4 milljónir að nafn- verði, eða 5,17%. Mikil við- skipti með bréf í Jarð- borunum ÁRSFUNDUR Lífeyrissjóðsins Einingar felldi í gær tillögur Óttars Yngvasonar sjóðfélaga um breyting- ar á samþykktum sjóðsins. Alls lagði Óttar fimm tillögur fyrir fund- inn sem miðuðust að því að stjórn sjóðsins yrði hjá eigendum hans en ekki í höndum Kaupþings sem er rekstraraðili hans. Hörður Sigurgestsson, stjórnar- formaður Einingar, sagði á fund- inum í gær að tilkoma hinna svoköll- uðu frjálsu lífeyrissjóða hefði gerbreytt umhverfi lífeyrissjóða hér á landi. Hann benti á að enginn frjálsu lífeyrissjóðanna fimm væri sjálfsprottinn, heldur væru þeir allir stofnaðir af fjármálastofnunum sem hefðu ráðandi hluti í stjórn sjóð- anna. „Þetta eru allt sjóðir sem bankar hafa mótað og haldið utan um, allt sjóðir þar sem tiltölulega auðvelt er að flytja inneignir sínar. Þótt það sé ekki óheimilt að hafa annað fyrirkomulag á, þá finnst mér að á öllu þessu ferli, beinlínis reynslan kenna okkur það að eðli- legt sé að sjóðirnir séu nátengdir stofnendum sínum. Það er líka ljóst að ef bankarnir standa sig ekki þá sér samkeppni einfaldlega um það að fjármagnið fer annað. Ef litið er annað þar sem ég þekki til, þá er sama uppi á teningnum. Í Banda- ríkjunum og Bretlandi er kerfi líf- eyrisréttinda beinlínis í höndum fjármálastofnana og ég geri ekki ráð fyrir því að þar séu haldnir árs- fundir eða sjóðfélagar kjörnir í stjórn. Það er mín ályktun að það einkenni þessa starfsemi að það hafi verið fjármálastofnanir sem komu henni á laggirnar og báru ábyrgð á þróun starfseminnar og árangri. Ég sé ekki ástæðu til að breyta því fyr- irkomulagi sem hér hefur verið skapað og er byggt á lögum frá árinu 1997. Ég tel að hún hafi al- mennt gefist vel og það sé sjálfgefið að hún muni í framtíðinni þróast og styrkjast.“ Brýtur gegn lífeyrissjóðalögum Hörður Einarsson hæstaréttar- lögmaður mælti fyrir breytingartil- lögunum á samþykktum sjóðsins í fjarveru Óttars Yngvasonar. Í til- lögunum fólst að stjórn sjóðsins yrði kjörin á ársfundi sjóðsfélaga. Sagði Hörður að það ákvæði í samþykkt- um sjóðsins að stjórn Kaupþings skipaði þrjá menn í stjórn Einingar þjónaði þeim tilgangi einum að skapa Kaupþingi tangarhald á sjóðnum. Kaupþing þyrfti ekki á því að halda enda væri fyrirtækið fylli- lega samkeppnisfært á markaði við aðra umsýslu- og rekstraraðila líf- eyrissjóða. Stjórnarmenn, sem til- nefndir væru af Kaupþingi, hlytu auk þess að vera vanhæfir við allar ákvarðanir í sjóðnum sem snerta Kaupþing. Þá sagði Hörður að ekki væri við hæfi að sami maður væri endurskoðandi Einingar og Kaup- þings. Slíkt væri auk þess ólöglegt samkvæmt lífeyrissjóðalögum. Þess vegna væri lagt til að endurskoð- andi sjóðsins væri óháður rekstr- araðilanum. Hörður sagði ennfremur óeðlilegt að framkvæmdastjóri sjóðsins væri skipaður af rekstraraðilanum. Slíkt stæðist heldur ekki lífeyrissjóðalög og yrði því að breyta. Þá væri ákvæði samþykkta Einingar um að Kaupþing annaðist innra eftirlit með rekstri sjóðsins, einnig á skjön við lífeyrissjóðalög. Þar að auki sagði Hörður að ekki væri gert ráð fyrir því í lífeyrissjóðalögum að rekstraraðili hefði neitunarvald gagnvart samþykktum sjóðsins. Sagði Hörður að þessum samþykkt- um yrði að breyta og sagðist sann- færður um að það yrði gert, hvort sem ársfundurinn samþykkti breyt- ingartillögurnar eða ekki, því koma þyrfti lagalegri umgjörð sjóðsins á rétta braut. Hörður Sigurgestsson sagðist telja að samþykktir sjóðsins byggju við verulegt lagaumhverfi, auk þess sem starfsemi hans væri bundin við lífeyrissjóðalög og háð eftirliti Fjár- málaeftirlitsins. Reglugerðir sjóðs- ins væru allar samþykktar af fjár- málaráðuneytinu. Lagaramminn um starfsemi frjálsu lífeyrissjóðanna væri því lýðræðislegur og allir sjóð- félagar hafi vitneskju um í hverju samþykktir hans eru fólgnar. Kosið var um breytingartillögurn- ar með skriflegri kosningu á fund- inum í gær og voru þær allar felldar með miklum meirihluta atkvæða. Unnið að sameiningu við Frjálsa lífeyrissjóðinn Hörður Sigurgestsson ræddi á fundinum um hugmyndir um sam- einingu Einingar og Frjálsa lífeyr- issjóðsins. Sagði hann að samþykkt- ir sjóðanna hefðu verið samræmdar og að fjárfestingarstefnur sjóðanna væru sambærilegar. Markmiðið með sameiningu sjóðanna væri að skapa aukna rekstrarhagkvæmni með stærri sjóði. Sagði Hörður að stjórnir beggja sjóðanna hefðu rætt sameiningarmál og báðar samþykkt að láta gera úttekt á hagkvæmni sameiningar. Þessi vinna væri nú í gangi og í henni hefði ekkert óvænt komið fram. Stutt væri í endanlegar niðurstöður en frumforsenda væri að réttur sjóðfélaga yrði ekki skert- ur og að þeir héldu eignum sínum óröskuðum. Stefnt er að því að boða til kynningarfundar fyrir sjóðfélaga innan fárra vikna. Sagðist Hörður sjálfur ekki í vafa um að sameina ætti sjóðina, að uppfylltum eðlileg- um skilyrðum. „Markmið sameinaðs sjóðs, sem yrði öflugasti lífeyris- sjóður landsins, yrði auðvitað að vera sá sjóður sem sýndi bestan ár- angur,“ sagði Hörður. Tekist á um samþykktir Lífeyrissjóðsins Einingar Allar tillögur um breytingar felldar Morgunblaðið/Þorkell Hörður Sigurgestsson, stjórnarformaður Lífeyrissjóðsins Einingar. GENGISVÍSITALA krónunn- ar lækkaði í gær um 0,9% í 5,3 milljarða króna viðskiptum og endaði gengisvísitalan í 131,8 stigum. Í ½5 fréttum Búnaðar- bankans kemur fram að vísital- an hefur ekki verið jafn lág síð- an í lok apríl á síðasta ári og er því um 12 mánaða lágmark að ræða. Frá áramótum hefur gengi krónunnar styrkst um rúm 7,6%. Gengi bandaríkja- dals var við lok markaða í gær 95,26 kr., gengi evru endaði í 84,8 kr. og pundið endaði í 138 kr. Gengið styrkst um 7,6% frá ára- mótum STOFNAÐ hefur verið félagið Pharmaco Ísland ehf. sem yfirtekur rekstur lyfja- og tæknideilda Pharmaco hf., og samkvæmt til- kynningu frá Pharmaco hf. er auk þess unnið að undirbúningi stofnun- ar sérstaks félags um rekstur snyrti- vörudeilda félagsins. Stefnt er að því að félögin taki til starfa 1. júní næst- komandi og verða þau að fullu í eigu móðurfélagsins. „Grunnhugmyndin að baki nýjum félögum er að gera rekstur innlendu starfseminnar gegnsærri og auð- velda stjórnendum þannig yfirsýn auk þess að veita tækifæri til sam- starfs og hagræðingar, en rekstur innanlandsdeilda var ófullnægjandi á síðasta rekstrarári. Samhliða und- irbúningi að stofnun hinna nýju fé- laga hefur verið unnið að hugmynd- um um hagræðingu í rekstri og eru þær aðgerðir þegar farnar að skila sér í bættri afkomu. Sala innanlands- deilda jókst um 24,4% fyrstu þrjá mánuði ársins miðað við sama tíma- bil á síðasta ári og nam rúmlega 980 milljónum króna,“ segir í tilkynning- unni. Framkvæmdastjóri Pharmaco Ís- lands ehf. verður Guðbjörg Alfreðs- dóttir. Stjórn félagsins verður skip- uð þeim Björgólfi Guðmundssyni, stjórnarformanni, Kristni Gunnars- syni og Sindra Sindrasyni. Forstjóri Pharmaco-samsteypunnar er Sindri Sindrason. Pharmaco Ísland ehf. stofnað HAGNAÐUR af rekstri Nýherja fyrstu þrjá mánuði ársins nam 23,6 milljónum króna eftir skatta saman- borið við 3,1 milljónar króna hagnað árið áður. Hagnaður félagsins fyrir fjármagnsgjöld og afskriftir – EBITDA – var 51 milljón króna bor- ið saman við 39 milljónir króna árið áður. Rekstrartekjur námu 1.037 millj- ónum króna, en voru 1.110 milljónir króna árið áður, og lækkuðu því um 7%. Vörusala dróst saman um 12% milli ára, en þjónustutekjur jukust um 28%. Hlutfall EBITDA af veltu var tæp 5% samanborið við 3,5% á fyrra ári. Launakostnaður lækkaði um tæp 4% á milli ára, en starfs- menn voru 7% færri en árið á undan. Annar rekstrarkostnaður og af- skriftir voru svipuð bæði tímabilin. Veltufé frá rekstri var 30 milljónir króna en var 29 milljónir króna árið áður. Gengishagnaður var 11,8 millj- ónir króna samanborið við 8,3 millj- ónir króna gengistap og tap dóttur- félaga nam 1,6 milljónum króna samanborið við 8,3 milljóna króna tap í fyrra. Eigið fé Nýherja var í lok tímabilsins 1.239,4 milljónir króna. Aukinn hagn- aður af rekstri Nýherja ♦ ♦ ♦ FORMLEGAR viðræður eru hafnar um sameiningu Íslenska hugbúnað- arsjóðsins hf., Talentu Hátækni og Talentu Internet undir nafni Ís- lenska hugbúnaðarsjóðsins. Baldur Már Helgason, framkvæmdastjóri Talentu-Hátækni, segir um ástæður þessara viðræðna að samruni sé leið til að auka hagræði í rekstri sjóð- anna. Sameinaður sjóður muni vera bet- ur í stakk búinn til að fylgja eftir ein- stökum fjárfestingum og nýta þau tækifæri sem skapast við markaðs- aðstæður eins og eru í dag. Auk þess eigi stærri og sterkari sjóður að vera álitlegri kostur fyrir fjárfesta. Í tilkynningu til VÞÍ segir að við- ræðunum verði hraðað og stefnt sé að því að niðurstöður liggi fyrir í maí. Talenta og Íshug hefja viðræður ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.