Morgunblaðið - 24.04.2002, Page 27
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 2002 27
Ráðgjafar Clinique verða
í Lyf & heilsu í dag á Melhaga og í Mjódd.
Föstudag: Í Austurstræti og Kringlu.
Ofnæmisprófað
100% ilmefnalaust
w
w
w
.c
lin
iq
ue
.c
om
Nýr maskari frá Clinique
Njóttu þess að sjá Long Pretty Lashes Mascara
Með nýja Long Pretty Lashes Mascara verða
augnhárin ótrúlega miklu lengri, mýkri og
fagurlega sveigð - engar klessur, ekkert smit.
Komdu og kynntu þér Long Pretty Lashes
Mascara. Spurðu líka um nýja Touch Tint For
Eyes augnskuggann og Eye Defining Liquid Liner,
sem dregur skýrar útlínur.
Saman undirstrikar þetta þrennt augu þín og
fegurð þeirra.
Nýr Long Pretty Lashes Mascara kr. 1.696
Nýir Touch Tint For Eyes augnskuggar kr. 1.755
Nýir Eye Defining Liquid Liner kr. 1.574
Clinique.
100% ilmefnalaust.
THE Scorpion King er nýjasta
myndin frá framleiðendum The
Mummy og The Mummy Returns.
Með aðalhlutverkið í myndinni fer
heljarmennið Dwayne Douglas
Johnson sem gengur líka undir
nafninu The Rock (Kletturinn) en
hann er einn fremsti og vinsælasti
glímukappi Bandaríkjanna. Mynd-
in fjallar um bardagahetjuna
Mathayus sem er ráðinn til að
kljást við einvald einn sem er stað-
ráðinn í að eyða öllum ættbálkum,
sem búa í eyðimörkinni í Egypta-
landi. Myndin er stútfull af bar-
dagaatriðum og tæknibrellum.
Leikstjóri myndarinnar er Chuck
Russell, sem leikstýrði m.a. Arnold
Schwarzenegger í Eraser og gerði
Jim Carrey að alþjóðlegri stjörnu í
The Mask. Auk þess að vera lið-
tækur leikstjóri, hefur Russell
einnig verið í hlutverki kvikmynda-
framleiðanda svo og handritshöf-
undar.
Dwayne Douglas Johnson fædd-
ist í San Fransiskó árið 1972 og
ólst að heita má upp við glímu þar
til hann hóf að spila fótbolta með
háskólaliðinu í University of Miami
þar sem hann var við nám í af-
brotafræðum og útskrifaðist 1995.
Faðir hans Rocky Johnson náði
mjög góðum árangri í íþróttinni og
það sama má segja um afann Peter
Maivia, sem var einskonar goðsögn
á sínum tíma. Að afloknu námi,
sneri hann sér að atvinnumennsku
í fótboltanum, en eftir að meiðsl
gerðu vart við sig, sneri hann sér
alfarið að glímunni og tók upp
nafnið Rocky Maivia, sem fljótlega
styttist í The Rock. Aðeins 26 ára
gamall varð hann heimsmeistari í
íþrótt sinni og þar með yngstur til
að ná þeim áfanga. Hann hefur
lengi sýnt kvikmyndaleik áhuga og
hefur m.a. birst í litlum hlutverk-
um í sjónvarpsþáttunum Star
Trek: Voyager, That 70’s Show og
síðast en ekki síst í Saturday Night
Live. Fljótlega fóru tilboð um kvik-
myndaleik að gera vart við sig og
þreytti hann frumraun sína í The
Mummy Returns. Sem stendur
einbeitir hann sér enn að íþrótt
sinni sem atvinnumaður og gerir
sér jafnframt vonir um frekari til-
boð á hvíta tjaldinu auk þess sem
hann segist einbeita sér að fjöl-
skyldulífinu, en eiginkonan Dany,
ól honum þeirra fyrsta barn stuttu
eftir að tökum á The Scorpion
King lauk.
Framleiðendur myndarinnar eru
Vince Mc Mahon, Stephen Somm-
ers, Sean Daniel, James Jacks og
Kevin Misher. Handritið skrifuðu
Stephen Sommers, William Os-
borne og David Hayter.
Leikarar: The Rock (The Mummy Re-
turns); Steven Brand (Darling Buds of
May, Doctors); Kelly Hu (The Doors,
No Way Back); Bernard Hill (Lord of
the Rings, The Two Towers); Grant
Heslov (True Lies, Congo); Peter Fac-
inelli (The Big Kahuna, Riding in Cars
with Boys); Ralf Moeller (Gladiator,
Batman and Robin); Michael Clarke
Duncan (Armageddon, The Green
Mile). Leikstjóri: Chuck Russell.
Atriði úr kvikmyndinni The Scorpion King.
Kletturinn berst við einvald
Sambíóin í Reykjavík, Keflavík, Akur-
eyri, Háskólabíó og Laugarásbíó frum-
sýna The Scorpion King með The Rock,
Steven Brand, Kelly Hu, Bernard Hill,
Grant Heslov, Peter Facinelli, Ralf
Moeller og Michael Clarke Duncan.
Í BÍÓMYNDINNI Birthday Girl
fer leikkonan Nicole Kidman með
hlutverk rússneskrar brúðar, Nad-
iu, sem pöntuð er í gegnum póst-
lista af bankastarfsmanni nokkrum
í smábæ einum í Englandi. Banka-
starfsmaðurinn John Buckingham
er leikinn af Ben Chaplin sem fór
með hlutverk í Thin Red Line.
Brúðurin er gullfalleg og þótt hún
tali ekki mikla ensku, bætir hún
það upp í svefnherberginu. En þeg-
ar svokallaðar frænkur hennar
tvær koma svo óvænt í heimsókn í
tilefni af afmæli brúðarinnar, er
hinn saklausi bankastarfsmaður
óvænt orðinn flæktur í spillingu og
glæp með ófyrirséðum afleiðingum
enda eru frænkurnar ekkert annað
en gjörspilltir rússneskir bófar.
Myndin er unnin í samvinnu
þriggja bræðra, Butterworth-
bræðra, sem reka breskt kvik-
myndafyrirtæki. Leikstjóri mynd-
arinnar er Jez Butterworth, sem
einnig skrifaði kvikmyndahandritið
ásamt bróður sínum Tom. Fram-
leiðendur eru Stephen Butterworth
og Diana Phillips. Þeir Butter-
worth-bræður þreyttu frumraun
sína í bíóbransanum með gerð bófa-
myndarinnar Mojo, en ákváðu að
nota aðra uppskrift í mynd sína að
þessu sinni. Þeir ákváðu að nota nú
hið klassíska aðdráttarafl kynjanna
og krydda síðan að eigin vild með
glæpsamlegu athæfi og spennu,
fyndinni og hversdagslegri per-
sónusköpun, óvæntum uppákomum,
háðslegum en glettnum samræðum
og síðast en ekki síst persónutöfr-
um.
Þeir Butterworth-bræður voru
allir á því að mynd þeirra ætti að
fjalla um samskipti og reyndar ekki
síður um samskiptaleysi, sem virð-
ist hrjá svo mörg nútímasambönd.
Þeir veltu því fyrir sér hvað maður
kynni að taka til bragðs sem pant-
aði sér verðandi brúði í gegnum
Netið, en sæti síðan uppi með
töfrandi konu sem hinsvegar skildi
hvorki upp né niður í tungumáli
hans, menningu eða veröld nema ef
vera skyldi svefnherbergið.
Bræðurnir sáu í þessum fyrstu
hugmyndum sínum ýmsa kosti sem
mætti útfæra á glettinn máta, en þó
með spennuívafi.
Leikarar: Nicole Kidman (Moulin
Rouge, The Others, Batman Forever);
Ben Chaplin (Lost Souls, Washington
Square, The Remains of the Day);
Vincent Cassel (Hate, The Crimson
Rivers, The Messenger: The Story of
Joan of Arc); Mathieu Kassovitz (A
Self-Made Hero, The Fifth Element,
Amelie). Leikstjóri: Jez Butterworth.
Kidman í myndinni Birthday
Girl sem frumsýnd er í dag.
Brúður
pöntuð
af póst-
lista
Regnboginn frumsýnir Birthday Girl
með Nicole Kidman, Ben Chaplin,
Vincent Cassel og Mathieu Kassovitz.
Sögufélags-
húsið í Fischer-
sundi Elskaðar
ástarsögur er yf-
irskrift rann-
sóknarkvölds
sem Félag ís-
lenskra fræða
stendur fyrir kl.
20.30.
Dagný Kristjáns-
dóttir fjallar um
ástarsögur sem bókmenntagrein.
Mikill meirihluti þeirra bókmennta
sem skrifaðar hafa verið um dag-
ana fjallar um ástir af einhverju
tagi. Til umræðu eru staðlaðar
skemmtibókmenntir um ástir og ör-
lög fagurra kvenna og myndarlegra
karla. Þúsundir slíkra bóka eru
framleiddar árlega á Íslandi, seldar
og lesnar. Hver les þessar bækur?
Hvers vegna? Eru þetta kannski
ekki bókmenntir? Þessar og fleiri
spurningar verða bornar upp.
Goethe-Zentrum. Laugavegi 18
Þýsku kvikmyndina Crazy frá
árinu 2000 verður sýnd kl. 20.30.
Leikstjórn og handrit er eftir Hans
Christian Schmid. Myndin, sem
byggð er á samnefndri metsölubók
eftir Benjamin Lebert, hlaut silf-
urverðlaun Þýsku kvikmyndaverð-
launanna 2001.
Hinn 16 ára gamli Benjamín er
sendur í heimavistarskóla þar sem
honum á loksins að takast að ljúka
grunnskólaprófi. Þótt hann sé lam-
aður að hluta er Benjamín fljótlega
tekinn inn í klíku herbergisfélaga
síns þannig að hann eignast nýja
vini. Sameiginlega þrauka þeir
hversdagsleikann í skólanum en hið
raunverulega líf byrjar utan skóla-
stofunnar.
Myndin er ótextuð. Aðgangur er
ókeypis.
Gallerí Nema hvað, Skólavörðu-
stíg Carl Boutard nemi við mynd-
listarbraut LHÍ lýkur sýningu
sinni, The Waste Land, með gjörn-
ingi kl. 20.
Í DAG
Dagný
Kristjánsdóttir