Morgunblaðið - 24.04.2002, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 24.04.2002, Qupperneq 29
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 2002 29 www.ef.is Skoðaðu þessa frábæru pönnu! Fást grunnar eða djúpar og sem grillpönnur. 24-26-28-30 sm. Feitislaus steiking. Hagstætt verð! 3 viðurk enningar „Frábær“ hjá þýskum neytenda samtöku m Besta steikarpannan í Evrópu.... samkvæmt dómi þýskra neytendasamtaka Hafið samband við hópsölu deild Icelandair í síma 50 50 406. groups@icelandair.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S I C E 17 53 3 0 4/ 20 02 Árshátíða- og hópferðir London Frá 47.730 kr. Alltaf gaman saman á mann í tvíbýli í 2 nætur. Innifalið: flug, gisting á Forte Posthouse Kensington, morgunverður, flugvallarskattar og þjónustugjöld. Kaupmannahöfn Frá 45.110 kr. á mann í tvíbýli í 2 nætur. Innifalið: flug, gisting á Palace Hotel, morgun- verður, flugvallarskattar og þjónustugjöld. Glasgow Frá 36.720 kr. á mann í tvíbýli í 2 nætur. Innifalið: flug, gisting á Premier Lodge, morgun- verður, flugvallarskattar og þjónustugjöld. Wiesbaden Frá 52.330 kr. á mann í tvíbýli í 3 nætur. Innifalið: flug, gisting á Crown Plaza, morgunverður, flugvallarskattar og þjónustugjöld. Tallinn Frá 59.950 kr. á mann í tvíbýli í 4 nætur Innifalið: flug, ferja, gisting í 2 nætur á ferjunni, gisting í 2 nætur á Scandic Hotel Palace, morgun- verður, einn kvöldverður á ferjunni, flugvallarskattar og þjónustugjöld. Flogið til Stokkhólms, ferja yfir til Tallinn og sömu leið til baka. Verð miðast við 20 manns í hópi. París Frá 49.965 kr. á mann í tvíbýli í 3 nætur. Innifalið: flug, gisting á Home Plazza St. Antoine, morgunverður, flugvallarskattar og þjónustugjöld. Luxemborg Frá 54.640 kr. á mann í tvíbýli í 3 nætur Innifalið: flug, rúta til Lux, gisting á Alvis Park, morgunverður, flugvallarskattar og þjónustugjöld. (flogið til Frankfurt og rúta þaðan til Luxemborgar, u.þ.b. 3 klst. akstur). Minneapolis Frá 51.660 kr. á mann í tvíbýli í 3 nætur. Innifalið: flug, gisting á Holiday Inn nr 2 eða Clarion Hotel, flugvallarskattar og þjónustugjöld. Verðdæmi 1.október-15.desember. Leitið tilboða fyrir önnur tímabil. Verðdæmin miðast við að flugsæti og hótelgisting fáist staðfest. Verðdæmin gilda ekki þegar sýningar eru í borgunum. Lágmark 20 í ferð. ÉG virðist hafa snert snöggan blett á Ísfirðingnum Berg- ljótu Halldórsdóttur með greinarkorni sem ég skrifaði í Morgun- blaðið fyrir skömmu, ef marka má kveðjuna sem hún sendi mér í sama blaði. Það er óþarfi að amast við konuna þótt hún taki upp hanskann fyrir landsbyggðina, en verra þykir mér að hún skuli að mestu hafa misskilið tilefni grein- arinnar, því það var til- viljun ein að umræddur þáttur var sendur út frá Ísafirði. Ég er sam- mála henni um að fólkið sem ég hlustaði á í þættinum „Í vikulokin“ er ekki eitt um að tjá sig með þeim hætti sem það gerði. Það afsakar hins vegar ekki neitt. Að elta for- dóma annarra eykur á engan hátt gildi þeirra. Ég vona að Bergljót geti verið mér sammála um mikilvægi þess að fólk geti greint hugtök rétt. Það er nefnilega hugtakavilla í grein henn- ar sem þarf að svara. Skilgreiningin á því hvað er skoðun og hvað eru for- dómar. Bæði orðin eru tiltölulega gegnsæ og endurspegla í raun að- eins það sem þau segja. Því ætti ekki að vera neinum ofraun að nota þau rétt. Umræðuþáttur eins og „Í viku- lokin“ ólíkt „Þjóðarsálinni“ sálugu hefur innbyggt í uppsetningunni að vera vettvangur skoðanaskipta, ekki sleggjudóma. Fólk er spurt hvort það vilji koma og taka þátt í umræðu um atburði liðinnar viku. Lýsi það skoðun verður hún að byggjast á skoðun ólíkra þátta og sjónarhorna annars kallast það ekki skoðun held- ur fordómar og þeir eiga ekkert til- kall til þögullar lotn- ingar. Einfaldast er að segja að fordómar séu leið hins lata. Með því að koma sér upp for- dómum getur fólk talið sér trú um að það hafi skoðun, þegar það hef- ur aldrei gert annað en að grípa eitthvað á lofti í umræðunni og tjasla á það því sem hentar. Margir telja að ein- ungis þær örfáu undan- tekningar sem varðar eru í Stjórnarskránni flokkist sem fordómar. Það er mikill misskilningur, því nán- ast allt okkar líf er umvafið fordóm- um, þeir laumast aftan að okkur úr öllum hornum. Jafnvel lítið barn sem segir „oj bara“ þegar því er boð- ið eitthvað nýtt sýnir fordóma- bundna hegðun. Lífið er of flókið til að hægt sé að brjóta alla hluti til mergjar, þess vegna getum við látið eftir okkur að daðra dálítið við for- dómana. En við verðum að vera meðvituð um hvenær við látum for- dóma ráða ferð og hvenær ekki. Flókin mál eins og deilurnar í Mið- Austurlöndum eiga skilið að í þau sé eytt einhverri hugsun. Fólk deyr unnvörpum þarna og einhver karl- nagli vestur í ballarhafi sýnir því þá fyrirlitningu að hafna einu raunhæfu aðstoðinni sem í stöðunni var. Við getum þakkað Guði fyrir að lausn deilunnar er ekki á hans höndum. Í þættinum sem ég hlustaði á var ekki minnsta tilraun gerð til að réttlæta yfirlýsinguna sem ég gagnrýndi í fyrri grein minni. Hún var klippt og skorin, heilagur sannleikur og hallelúja. Hverju þurfti maðurinn að fórna til að geta lifað í svona svart- hvítum heimi? Ég læt Bergljótu eft- ir að geta sér til um það. Skýring Bergljótar á slúðursög- unni sem ég deildi á er varla svara verð, en tel mér þó skylt að benda á að slúður er slúður hvar sem það verður til. Menn þurfa líka að átta sig á að Sameinuðu þjóðirnar eru ekki yfirskilvitlegt fyrirbæri. Þetta samband þjóða, sem Bergljót var svo væn að uppfræða mig um, er samansett af fólki. Venjulegu fólki sem fellur í allar þær gryfjur sem við getum fallið í. Sumir telja, og með nokkrum rökum, að átökin sem urðu uppspretta þessara greina- skrifa megi jafnvel rekja til ákvarð- ana sem teknar voru af þessu ágæta fólki. Enn af fordómum Ragnhildur Kolka Höfundur er meinatæknir. Fólk Með því að koma sér upp fordómum, segir Ragnhildur Kolka, get- ur fólk talið sér trú um að það hafi skoðun. Nýjar línur á nýjum stað undirfataverslun Síðumúla 3-5

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.