Morgunblaðið - 24.04.2002, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 24.04.2002, Qupperneq 34
Sjálfstæðismenn láta sér sæma að setja fram hálfsannleik og blekk- ingar um fjármál Reykjavíkur í upphafi kosningabaráttunnar fyrir borgarstjórnar- kosningarnar. Blekk- ingarnar felast í því að bjaga súlurit þar sem þeir setja fram heildar- skuldir Reykjavíkur- borgar. Hálfsannleik- urinn er sá að blanda saman fjármálum borg- arsjóðs og fyrirtækja borgarinnar. Með því svíkjast þeir um að gera nauðsynlegan greinarmun einsog gerður er í um- ræðu um ríkisfjármál og lög um fjár- reiður sveitarfélaga gera raunar ráð fyrir. Jafnframt leyna sjálfstæðis- menn því að eignir hafa vaxið þrefalt hraðar en skuldir síðastliðin ár. Allt ofangreint virðist eingöngu stefna að því að þyrla upp ryki og þvæla um- ræðuna. Góður rekstur borgarsjóðs Borgarsjóður er rekinn fyrir skattfé. Einkennismerki ábyrgrar fjármálastjórnar í sveitarfélagi er að skattfé dugi fyrir rekstri og raunar þarf að gera betur. Afgangurinn sem eftir verður þegar tekið hefur verið fyrir rekstrinum – handbært fé frá rekstri – er það svigrúm sem sveitar- félagið hefur til fram- kvæmda og uppbygg- ingar án þess að taka lán. Þetta svigrúm var sama og ekkert þegar Reykjavíkurlistinn tók við völdum 1994. Rekstrarkostnaður hafði þanist út. Skattar dugðu varla til. Þess vegna tóku sjálfstæðis- menn lán fyrir fram- kvæmdum á síðustu ár- um valdaferils síns. Þessu hefur verið snúið við. Rekstur tekur nú aðeins til sín um 81% af skattfé. Afganginum, 4,3 milljörðum á þessu ári, er varið til uppbyggingar leik- skóla, skóla og annarra framkvæmda auk niðurgreiðslu skulda. Af hverju hafa sjálfstæðismenn leynt því að heildarskuldir borgarsjóðs hafa lækkað síðustu ár (sjá súlurit)? Af hverju tala sjálfstæðismenn ekki um hlutfall skulda borgarsjóðs miðað við skatttekjur? Hlutfall skulda af árleg- um tekjum er oft notað til að meta fyrirtækjarekstur. Árið 1994 voru skuldir 120% af skatttekjum borgar- sjóðs. Hlutfallið hefur hins vegar lækkað ár frá ári í valdatíð Reykja- víkurlistans. Miðað við áætlanir verður það 52% við lok ársins 2002 sem er í samræmi við langtímaætlun sem gerir ráð fyrir skuldlausum borgarsjóði árið 2015. Uppbygging Orkuveitunnar Stærstur hluti þess sem sjálfstæð- ismenn kjósa að kalla skuldir Reykjavíkurborgar og þeir virðast sjá ofsjónum yfir eru fjárfestingarlán vegna öflugrar uppbyggingar fyrir- tækja borgarinnar. Á vegum Orku- veitu Reykjavíkur hefur verið fjár- fest fyrir tæpa 30 milljarða frá 1994. Arðbærar virkjanir á Nesjavöllum og öflugt dreifikerfi ber þar hæst. Þetta eru fjárfestingar til framtíðar. Þegar sjálfstæðismenn tala um aukn- ar skuldir Orkuveitunnar á valda- tíma Reykjavíkurlistans þykjast þeir iðulega ekki muna að Orkuveitan lá nánast í dvala frá stofnun Lands- virkjunar árið 1965. Ekkert hafði verið virkjað á hennar vegum fyrr en ráðist var í Nesjavallavirkjun 1988. Reykjavíkurlistinn hefur staðið fyrir stórhuga uppbyggingu á Nesjavöll- um allan valdatíma sinn. Arðsemi þeirra fjárfestinga er slík að Nesja- vellir munu á fullum afköstum skila Reykjavíkingum um 1,8 milljörðum á ári um ókomna framtíð. Þetta eru um 200.000 krónur á klukkustund, nótt sem nýtan dag. Því er alrangt að halda því fram að fjárfestingarlán Orkuveitunnar þýði „skatta á morg- un“. Því er þveröfugt farið. Orkuveit- an gæti greitt upp skuldir sínar á 5 árum ef uppbygging stöðvaðist nú. Uppbygging í arðbærum virkjunum skilar hins vegar gríðarlegum tekjum og veitir svigrúm til lækkun- ar orkugjalda einsog sést hefur á undanförnum árum. Fátt er mikil- vægari undirstaða öflugs atvinnulífs í Reykjavík. Ruglið um fjárhagsstöðu Reykjavíkurborgar Dagur B. Eggertsson Reykjavík Stærstur hluti þess sem sjálfstæðismenn kalla skuldir, segir Dagur B. Eggertsson, eru fjár- festingarlán vegna öfl- ugrar uppbyggingar fyrirtækja borgarinnar. Höfundur er læknir og skipar 7. sæti Reykjavíkurlistans. Heildarskuldir borgarsjóðs fara lækkandi. Langtímaáætlun um fjármál Reykjavíkur gerir ráð fyrir skuldlausum borgarsjóði 2015. Heimild: Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2002. Verðlag mars 2002. UMRÆÐAN 34 MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ Þ að er mér hrein og sönn raun að þurfa að fara í Kringluna eða aðra slíka amerískættaða molla hvar sem þeir eru. Tilhugsunin ein vekur með mér vanlíðan. Hávaðinn og nið- urinn í mannhafinu pirrar mig, tónlistin í bakgrunninum er óþol- andi og áreitið á augun er sker- andi. Þegar við bætist glymjandin þegar allt þetta bergmálar í víð- áttu glers og steinsteypu er það vanlíðan í veldi x. En nú er Kringlan búin að koma sér svo hag- anlega fyrir í hugskoti mínu að mér for- spurðri að ég er með stöð- uga verki. Það sem veldur er eitt lítið lag. Árum saman hef ég hlustað á Louis Armstrong mér til mikillar gleði og yndis og eitt af uppáhaldslögum mínum með honum heitir A Kiss To Build a Dream On. Kannist þið við það? Give me a kiss To build a dream on And my imagination Will thrive upon that kiss Þetta ljúfa lag eftir Kalmer og Rudy við texta Oscars Hammer- steins er steinhætt að láta vel í eyr- um, það hefur misst yndisleik sinn; því hefur verið stolið frá mér. Hvers á ég að gjalda að þurfa að hugsa um Kringluna í hvert skipti sem ég heyri þetta lag? Skilyrðing sú sem auglýsingastofa og ímynda- fræðingar Kringlunnar hafa senni- lega ætlað sér að skapa hefur svei mér heppnast þótt formerkin í mínu tilfelli séu varla á þann veg sem vonast var til. Ótal dæmi er hægt að rekja um svipaða misnotkun á tónlist í aug- lýsingum. Sígaunastúlkur Verdis og dömubindin og valkyrjur Wagners og klósetthreinsilögurinn voru gróf dæmi sem seint gleym- ast. Auglýsendum er vandi á hönd- um þegar þeir velja tónlist við aug- lýsingar. Skiljanlega vilja þeir tengja vöru sína við þekkt og gríp- andi stef, en málið er ekki svo ein- falt. Ég kýs að líta á tónlist og öll önnur listaverk sem öðlast hafa al- mannahylli um allan heim sem sameiginleg verðmæti þjóða heims. Um þau ættu að gilda sömu reglur og um verndaðar nátt- úrminjar og annað það sem mann- kynið telur sameiginlegan arf og menningartákn. Hverjum dytti í hug að hengja kókauglýsingu í Ás- byrgi eða Almannagjá? Varla nokkrum. Þó eru ótal dæmi um að fyrirtæki noti slíka staði í mynd- efni auglýsinga á óbeinan hátt í svokölluðum ímyndarauglýs- ingum. En hver er réttur hvers? Fyr- irtæki geta auðvitað keypt sér leyfi til að nota listaverk og menning- arminjar í auglýsingar sína. Hvað listaverk varðar, þá gilda um þau ströng lög bæði um höfundarrétt og afnotarétt, og oft grunar mann að ekki sé alls kostar farið eftir þeim þegar um notkun þeirra í auglýsingaskyni er að ræða. En þó svo að öllum reglum sé fylgt, og öll leyfi fengin fyrir slíkri notkun, má um það deila hvort slíkt ætti að leyfast yfir höfuð. Hugtakið public domain, er gjarnan notað um það sem hefur öðlast þann sess að vera almenningseign vegna almanna- hylli eða vegna þess að höfund- arréttur er ekki til staðar. Það sem fellur undir hugtakið er venjuleg- ast til frjálsra afnota fyrir hvern og einn. Með tímanum, þegar höfund- arréttur fyrnist, geta listaverk fall- ið undir þessa skilgreiningu, og það gera til dæmis þjóðlög sem enginn veit hver samdi. Þótt allur almenningur eigi þá kost á því að njóta slíkra verka án þess að hafa áhyggjur af rétti höfundar, er ekki þar með sagt að fyrirtæki og stofn- anir geti leyft sér það. Það má auð- veldlega færa rök fyrir því að það sem er í almenningseign megi ekki færa til „einkaeignar“ á þann hátt sem Kringlan hefur „eignað sér“ Armstrong-lagið góða. Almenn notkun og misnotkun á tónlist er nokkuð sem oftar ætti að gefa gaum. Ég nefndi sjónvarps- auglýsingu, og þá kannski rétt að halda sig við sama miðil. Það er at- hyglisvert að skoða hvernig tónlist er notuð í sjónvarpsþáttum, sér- staklega íslenskum sjónvarpsþátt- um. Mig rámar í eina og eina ís- lenska heimildamynd þar sem tónlist hefur verið notuð á smekk- legan og viðeigandi hátt. Þeir sem að þeim standa eiga lof skilið. En oftar en ekki er eins og dag- skrárgerðarfólk hafi ekki nokkra hugmynd um til hvers það ætlar að nota tónlistina. Tónlistin er notuð sem uppfylling í þagnir og skraut við myndefni, og lítið hugsað um það hvernig hún gæti stutt mynd og texta og gefið þættinum heil- steyptara yfirbragð. Íslenskir dag- skrárgerðarmenn eiga þó eina töfralausn í pokahorninu, en hvernig þeir fundu hana er mér hulin ráðgáta. Þetta eru Brand- enborgarkonsertar Bachs! Hvers vegna eru þeir svona vinsæl bak- grunnstónlist í íslenska heim- ildaþætti? Þá gildir einu hvort ver- ið er að tala um saltfiskvinnslu fyrr á tímum eða íslenskar bókmenntir. Hver er tengingin við Bach? Mér virðist hugsunin þarna að baki oft svipuð og hjá auglýsendum sem kjósa að tengja ímynd sína við fal- legan og grípandi eyrnaorm. Tón- listin er notuð af því að hún er svo ansi þægileg, flestum finnst hún falleg, hún meiðir engan og svo má eflaust komast að því að barrokks- veiflan hjá Bach gefi þættinum fágað og vandað yfirbragð. Klass- ískt. Tónlistin segir oft meira en mörg orð, og það er vont þegar hún er misnotuð. Þeir sem vilja nýta tónlist til op- inberra nota á hvaða hátt sem er þurfa að átta sig á þessu og leiða hugann að orðunum til hvers og hvernig. Tónlistin þarf ekki að vera á stalli sem hin dýra list. Hana þarf þó að umgangast með virðingu og sanngirni og skilningi á því hver áhrifamáttur hennar getur verið. Áhrifa- máttur tón- listarinnar Það má auðveldlega færa rök fyrir því að það sem er í almenningseign megi ekki færa til „einkaeignar“ á þann hátt sem Kringlan hefur „eignað sér“ Armstrong-lagið góða. VIÐHORF Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is UNGT fólk sem er að koma sér fyrir í líf- inu þarf lóðir til að byggja sér heimili. Þetta er ótrúlega ein- föld og augljós stað- reynd, en hefur þó vafist fyrir R-listan- um frá því hann tók við völdum fyrir átta árum. Stefna R- listans í lóðamálum – rétt eins og í öllum öðrum málum – er að láta borgarbúa greiða eins mikið og nokkur kostur er. Í nágrannasveitar- félögum Reykjavíkur, sérstaklega Kópavogi, hefur bæj- arstjórnin lagt sig fram um að tryggja að nægt framboð lóða sé fyrir hendi svo þeir sem vilja byggja þak yfir sig og fjölskyldu sína í bænum geti gert það vand- ræðalaust. Í Reykjavík hefur dæmigerð leið vinstri manna hins vegar verið farin – biðraðaleiðin. Hér hefur R-listinn búið þannig um hnútana að framboð lóða er allt of lítið og hefur R-listinn nýtt sér þennan heimatilbúna skort sinn til að sprengja upp verð þeirra lóða sem þó hefur verið leyft að byggja á. Í stað þess að hafa nægt fram- boð fyrir alla og af- henda mönnum lóðir fyrir sanngjarnt verð, sem er sú leið sem D- listinn hefur ævinlega farið og hefur gefist vel, hefur R-listinn beitt lóðaskorti og uppboðum til að kreista sem mest fé út úr borgarbúum, því R-listanum hefur ekki nægt að auka álögur á borgarbúa með því að hækka útsvar, taka upp holræsagjald, sorphirðugjald, og svo mætti áfram telja. Lóðaskorturinn í Reykjavík hefur vitaskuld orðið til þess að fjöldi ungs fólks, sem einu sinni langaði helst að búa í Reykjavík, varð þess í stað að byggja sér heimili í nágrannabæj- arfélögunum. Vissulega er gleði- legt að þar skuli sú framsýni ríkja að yfirvöld vilji fjölga íbúum, því það bjargar þeim sem R-listinn út- hýsir. Verra er aftur á móti að enginn skilningur skuli ríkja innan R-listans á þessu máli, en þar hafa menn svarað því til að ekki sé ástæða til að keppa við aðra bæi um íbúa. Í þessu kemur hroki nú- verandi borgaryfirvalda í garð borgarbúa einmitt vel í ljós. R-listinn telur alls ekki að hon- um beri að keppa um íbúana með því að standa sig sem best. Hann lítur ekki svo á að hann sé að vinna fyrir borgarbúa til að gera þeim lífið hér í borginni sem létt- ast, þess í stað lætur hann allt reka á reiðanum og þvælist fyrir borgarbúum eins og honum hent- ar. Reykvíkingar – sérstaklega unga fólkið sem vill koma sér upp þaki yfir höfuðið – fá skýr skilaboð frá núverandi borgaryfirvöldum: „Ef þið eruð ekki ánægð þá getiði bara farið. Ekki erum við að biðja ykkur um að búa hérna.“ Það er komið nóg af lóðaskorti R-listans, ungt fólk þarf lóðir ef það á ekki allt að flytja til ná- grannabæjanna. Vandræðagangur núverandi borgaryfirvalda er ung- um Reykvíkingum of dýr. Lóðaskortur í 4 ár enn? Svava Björk Hákonardóttir Reykjavík Ungt fólk þarf lóðir, segir Svava Björk Hákonardóttir, ef það á ekki allt að flytja til nágrannabæjanna. Höfundur er háskólanemi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.