Morgunblaðið - 24.04.2002, Side 38

Morgunblaðið - 24.04.2002, Side 38
MINNINGAR 38 MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Guðbjartur Á.Jónsson, prent- ari, fæddist í Hafn- arfirði 20. júlí 1944. Hann lést á Land- spítalanum við Hringbraut þriðju- daginn 16. apríl síð- astliðinn. Foreldrar hans eru Guðný Guðbjartsdóttir, húsmóðir, f. 15. október 1923, búsett í Hafnarfirði, og John C. Glasscock, frá Texas, f. 12. október 1919, d. 2. september 2001. Kjörfaðir Guð- bjarts var Jón Björnsson, raf- virki, f. 3. ágúst 1924, d. 7. maí 1971. Systkini Guðbjarts eru Jón- ína, f. 1946, Guðfinna, f. 1948, Herdís, f. 1951, Helga, f. 1954 og Björn Hermann, f. 1960. Hinn 12. desember 1964 kvænt- ist Guðbjartur Margréti Lovísu 1998. Önnur börn Ásgeirs Jóns eru Guðbjartur Ísak, f. 18. sept- ember 1989, móðir hans er Bára K. Þorgeirsdóttir og Vigdís Lilja, f. 1. júní 1993, móðir hennar er Ólafía Helgadóttir. Sonur Írisar er Birgir Rúnar Halldórsson, f. 4. október 1990. Guðbjartur ólst upp í Hafnar- firði og bjó þar stærstan hluta ævi sinnar. Hann lauk gagn- fræðaprófi frá Skógaskóla 1961 og sveinsprófi í prentun frá Iðn- skólanum í Reykjavík 1969 og starfaði við þá iðn til ársins 2000. Mestan hluta starfsævinnar stundaði hann eigin atvinnurekst- ur. Árið 2000 hóf hann störf á hjúkrunarheimilinu Skjóli. Guð- bjartur tók virkan þátt í fé- lagsstarfi knattspyrnufélagsins Hauka. Hann var einn af stofn- endum Billjardsambands Íslands og formaður félagsins fyrstu starfsár þess. Guðbjartur var einnig virkur í félagsstarfi golf- klúbbsins Keilis í Hafnarfirði í áraraðir. Síðari árin var stang- veiði hans helsta áhugamál. Guðbjartur verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Jónsdóttur, bókara, f. 7. apríl 1946. For- eldrar hennar voru Jón Guðmannsson, yf- irkennari, f. 10. jan- úar 1906, d. 11. nóv- ember 1986, og Snjólaug Lúðvíks- dóttir, hannyrða- kennari, f. 23. októ- ber 1912, d. 24. mars 1989. Börn Guðbjarts og Margrétar Lovísu eru Rósa, stjórnmála- fræðingur, f. 29. nóv- ember 1965, og Ás- geir Jón, prentsmið- ur, f. 16. desember 1968. Eiginmaður Rósu er Jónas Björn Sigurgeirsson, sagnfræðingur, f. 4. október 1968. Synir þeirra eru Sigurgeir, f. 25. mars 1995, og Bjartmar, f. 13. mars 1998. Sam- býliskona Ásgeirs er Íris Guð- mundsdóttir, f. 4. júlí 1972. Dóttir þeirra er Andrea Lóa, f. 13. mars Elsku Baddi. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó að svíði sorg mitt hjarta, þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Kveðja. Mamma og systkinin. Guðbjartur Jónsson, tengdafaðir minn, lést langt fyrir aldur fram. Þessi lífsglaði maður laut í lægra haldi fyrir miskunnarlausum sjúk- dómi. Guðbjarts, eða Badda eins og hann var jafnan kallaður, er sárt saknað. Leitun var manni með jafn- ljúfa lund og Baddi hafði. Svo virtist sem hann væri ávallt í góðu skapi, sama hvernig áraði. Einhvern veg- inn er ekki hægt að sjá Badda fyrir sér öðru vísi en brosandi og hressan. Baddi átti góða fjölskyldu og hún var honum kær. Hann stóð ávallt með sínu fólki og hamingja þess var honum jafnan hugleikin. Baddi hafði sérstakt lag á börnum, enda einstak- lega hlýr maður. Aldrei var hann svo upptekinn að hann gæti ekki gefið barnabörnunum þá athygli sem þau kröfðust. Hjá sonum mínum, Sigur- geiri og Bjartmari, uppskar hann einlæga ást og aðdáun. Þeir sakna afa sárt. Þeirra missir er mikill, því að afi Baddi var draumaafi, ef svo mætti að orði komast. Dálæti Badda á Haukunum var mikið. Þá studdi hann með ráðum og dáð. Félagið var hans önnur fjöl- skylda. Það var Badda mikið ánægjuefni að fylgjast með þeim mikla uppgangi sem einkennt hefur þetta góða félag á síðustu árum. Hann var stoltur Haukamaður og fór ekki leynt með það. Haukamenn kunnu að meta áralangan stuðning Badda. Það hafa þeir sýnt í verki. Segja má að hugur Badda hafi verið hjá Haukunum á veturna, en þegar voraði kættist Baddi allur, enda markar vorið upphaf stangveiðitíma- bilsins. Baddi var hugfanginn veiði- maður og undi hann sér hvergi betur en úti í á. Í veiðiskapnum naut hann sín í góðra vina hópi. Var hann í veiðiklúbbi með nokkrum vinum og Haukamönnum sem kölluðu sig Haukar á stöng. Síðustu ár fjölgaði Baddi mjög veiðiferðum sínum og oft var hugurinn við veiðiskapinn þegar heima var setið. Hnýtti hann meðal annars flugur á meðan heilsa hans leyfði. Og fram á síðasta dag var Baddi að velta fyrir sér næstu veiðiferð. Baddi, sem lengst af vann við iðn sína, prentverkið, var um tíma leiðsögumaður fyrir útlendinga í íslenskum veiðiám. Þar tókst hon- um fullkomlega að sameina áhuga- mál sitt og starf. Baddi var mér mikill styrkur á erfiðum tíma í lífi mínu, þegar sonur okkar Rósu greindist með lífshættu- legan sjúkdóm. Framundan var erfið barátta fyrir lífi hans. Einlæg trú Badda á að allt færi vel létti mér mjög lífið. Í þessum veikindum nut- um við margvíslegs stuðnings frá Badda, sem ég fæ honum seint þakk- að. Það er mikill harmur að sjá á eftir Badda svo fljótt sem raun ber vitni. En við sem eftir stöndum getum huggað okkur við þá staðreynd að hann var hamingjusamur maður sem án efa átti mun fleiri ánægju- stundir í lífinu en margur sá sem lif- að hefur mörgum árum lengur. Eftir stendur minningin um ástkæran fjölskylduföður. Okkar kynni til tæpra tólf ára voru mér ánægjuleg. Margt í fari Badda hef ég tekið mér til fyrir- myndar. Margrét, tengdamóðir mín, sér nú á eftir ástkærum eiginmanni sínum. Þeirra samband var bæði gott og náið. Guð veiti henni líkn á þessum erfiðu tímum. Guðný, móðir Badda, fylgir nú elsta barni sínu til grafar. Megi hinn hæsti höfuðsmiður styrkja hana, Rósu, Ásgeir og aðra ástvini og veita þeim huggun í þeirra miklu sorg. Guð blessi Guðbjart Jónsson. Jónas Sigurgeirsson. Elskulegi afi Baddi er nú orðinn engill hjá Guði og laus við allar kval- irnar. Það er svo ótrúlegt að geta ekki oftar skriðið upp í fangið á hon- um, spjallað saman og gantast. Afi Baddi hafði alltaf tíma fyrir okkur, hvar og hvenær sem er, og vildi helst alltaf hafa okkur hjá sér. Hann lifði sig inn í allt sem við tókum okkur fyrir hendur og tókst að gera hvers- daginn að einstakri og skemmtilegri stund, jafnvel þegar hann var orðinn fárveikur. Um leið og röddin heyrð- ist í dyragættinni ljómaði húsið, við afastrákarnir hlupum til hans og innilegt og hlýtt brosið fylgdi ævin- lega með. Spjall um veiðiferðir, bú- störf Bjartmars og Haukana varð að ævintýrum sem við aldrei gleymum. Afi Baddi kunni að njóta lífsins, kunni að njóta hverrar stundar, var alltaf í góðu skapi og lífsgleðin var svo smitandi. Allar minningarnar geymum við í hjörtum okkar og ætl- um að segja litla systkininu okkar, sem afi náði því miður ekki að sjá, frá þeim öllum. Guð geymi afa Badda þangað til við hittumst aftur. Bless á meðan. Afastrákarnir Sigurgeir og Bjartmar. Elsku besti afi minn. Ég trúi ekki að þú sért farinn frá mér, en ég veit samt að þér líður betur núna og ert hættur að kveljast. Ég veit ekki hvernig hægt er að lifa án þín en ég verð að reyna. Ég vil þakka þér fyrir allar frábæru stundirnar sem ég átti með þér; sérstaklega veiðitúrana, ferðalögin og Haukaleikina og allt sem þú kenndir mér í lífinu en allra mest að vera alltaf bjartsýnn og gef- ast aldrei upp. Takk fyrir að hafa alltaf verið til staðar fyrir mig. Elsku pabbi, amma, Rósa, amma Gulla og allir, Guð veri með ykkur í sorginni og hjálpi ykkur. „Þótt ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum, hugsið ekki um dauðann með harmi eða ótta. Ég er svo nærri, að hvert eitt tár ykkar snertir mig og kvelur, en þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug, lyftist sál mín upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur og ég tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu.“ (Kahlil Gibran) Elsku afi minn, takk fyrir allt. Þinn afastrákur Guðbjartur Í. Ásgeirsson. Elsku afi minn. Takk fyrir allar stundirnar sem við áttum saman. þær voru nú samt ekki mjög margar síðastliðið ár af því að ég flutti til Danmerkur, en þó var ég svo heppin að eiga með þér góðar stundir um jólin og ég er þakklát fyrir þær. Núna getur þú hvílt þig eftir erfið veikindi, elsku afi minn, ég mun sakna þín. Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signaði Jesús mæti. (Höf. ók.) Þín Vigdís Lilja. Það var síðsumars 1963 að ungur maður stóð á tröppunum á heimili foreldra minna í Reykjavík og spurði eftir henni litlu systur minni. Hann var meðalmaður á hæð, þrekinn um herðar, bjartleitur, svip- góður með fallegar tennur og pír- eygður þegar hann brosti. Rautt hárið var vandlega vatnsgreitt til hliðar og hann bar höndina upp að því til að strjúka það niður svona til vonar og vara. Hér var kominn Hafnfirðingurinn sem ég hafði haft óljósar spurnir af, að hefði nýlega fengið hjarta systur minnar til að slá örar en ella. Úti á götu stóð gljábónaður Volkswageninn hans afa hans. Þau voru að fara saman út í fyrsta skipti. Ég sé þau greinilega fyrir mér. Hún með ,,túberað“ hárið eins hátt og mögulegt var, stífa ,,skjörtið“ bylgj- aðist og hún var bara leikin á háu hælunum. Hann í stífpressuðum dökkum fötum, hvítri skyrtu með lakkrísbindi – og þau örkuðu út í bíl- inn. Við mamma stóðum þegjandi stundarkorn á tröppunum og horfð- um á eftir bílnum. Hún var 17 hann var 19. Síðan hafa þau arkað saman sinn æviveg. Í ,,blidt vejr og skidt vejr i solskin og sne“ eins og lífið er, en alltaf saman. Það var svo sl. þriðjudag 39 árum síðar að hún systir mín situr ásamt börnum sínum, tengdamóður og nánustu fjölskyldu við sjúkrabeð á deild 11E á Landspítalanum. Hún er að kveðja Hafnfirðinginn sinn í síð- asta sinn, hann sem alltaf hafði verið styrkasta stoðin. Þau eru öll hjá hon- um þegar hann heldur á vit ljóssins. Þau hófu búskap í lítilli íbúð í Ból- staðarhlíð. Þar bjuggu þau þar til Guðbjartur lauk prentnáminu og þar fæddust börnin þeirra bæði. Frum- burðurinn Rósa með rauða kollinn sinn og hin rauðhærða móðir mín sagði um, að væri ljúfasta og með- færilegasta barn sem hún nokkru sinni hefði haft afskipti af og síðar Ásgeir Jón, einasta barnabarn for- eldra minna sem frá fæðingu hefur minnt mig á föður minn. En eins og mágur minn sagði: ,,Hafnfirðingar búa í Hafnarfirði. Sótt var um lóð og hafin bygging húss að Miðvangi 151 þar sem heim- ili þeirra stóð í 15 ár. Seinna keyptu þau stórt hús í byggingu í Móabarði 37, luku við það og bjuggu þar til þau fluttu að Þrúð- vangi 10. Guðbjartur átti ótaldar vinnustundir við byggingu þessara húsa og standsetningu á lóðunum, sérstaklega í Móabarðinu, en þangað flutti hann ókjör af grjóti sem hann hlóð upp og skóp skemmtilega skjól- veggi og skýli fyrir fólk og gróður. Guðbjartur var sívinnandi, ein- staklega ósérhlífinn og hjálpsamur. Hann taldi ekki eftir sér að gera öðrum greiða og gerði það þannig að mjög auðvelt var að þiggja enda mat hann vináttuna mikils og átti marga vini og góða sem sýndi sig ekki síst í veikindum hans. Honum var ljóst betur en ýmsum öðrum að það kost- ar tíma og stundum fé og fyrirhöfn að rækja vináttu. Guðbjartur hafði ákveðnar skoð- anir á ýmsum þáttum í þjóðlífinu og viðraði oft nýstárlegar skoðanir og viðhorf sem á stundum víkkuðu sjón- deildarhringinn eða komu af stað fjörugum skoðanaskiptum. Hann var dyggur stuðningsmaður stefnu Sjálfstæðisflokksins og lagði þeim flokki lið alla sína ævi. En það var með hann eins og marga góða sjálf- stæðismenn í gegnum tíðina. Þeir vilja að einstaklingurinn fái notið sín og einstaklingsframtakið blómstri en aldrei megi þó missa sjónar á þeim þætti mannúðar og samhygðar sem felst í tryggingakerfi okkar og aðstoð við þá sem minna mega sín. Aldrei heyrði ég mág minn telja það öðrum til hnjóðs að fylgja öðrum stjórnmálaflokkum og veit ég að hann mat mikils ýmsa framámenn þeirra bæði í sveitarstjórnar- og landsmálum. Og Guðbjartur var trúr hugsjón sinni. Hann vildi vera sjálfs sín. Lengst af rak hann eigin fyrirtæki með þeim áhættum og þrotlausu vinnu sem því fylgdi. Framfarir í greininni og viljinn til að bjóða mestu fáanlegu gæði kölluðu sífellt á kaup á betri og dýrari búnaði og vélakosti, en ótryggt viðskiptaum- hverfi og hagsveiflur gerðu honum eins og svo mörgum erfitt fyrir. Guð- bjartur reyndi þá eins og kostur var að rifa seglin. Það var ekki hans stíll að leggja árar í bát. Í viðskiptum sínum og öllu dagfari var mágur minn einstaklega heiðar- legur og ekkert var honum fjær en að skara eld að eigin köku á kostnað annarra eða ætla öðrum mönnum óheiðarleika eða lymskubrögð að óreyndu. Hann var ekki tortrygginn maður og trú hans á hið góða í mönn- unum var óvenju sterk. Áhugi hans á íþróttum var mikill og voru Haukarnir í Hafnarfirði hans menn. Lagði hann þeim allt það lið sem hann mátti alla tíð. Um tíma hafði hann mikinn áhuga á golfi og reyndi að skjótast í það ef tækifæri gafst en seinni árin átti stangveiðin hug hans allan og marg- ar góðar stundir átti hann, í sam- félagi við vini sína og Ásgeir son sinn, við silungsveiði. Þungamiðjan í lífi mágs míns var þó fjölskyldan hans og heimilið. Tengsl hans við börnin sín tvö voru óvenju sterk. Hann hafði alla tíð brennandi áhuga á því sem þau tóku sér fyrir hendur eða því sem var að gerast í lífi þeirra og var vakinn og sofinn að leggja þeim lið á hvern þann hátt sem honum var mögu- legur. Það augljósa dálæti sem barna- börnin höfðu á afa sínum sagði mikla sögu. Hans góða lund, glettni og hlýja og hversu hann var alltaf til staðar fyrir þau öll gerði það að verkum að hann uppskar ríkulega af ást þeirra og umhyggju. Það var mikið reiðarslag í sumar þegar ljóst var hversu alvarleg veik- indi Guðbjarts voru og hræðilegt að verða vitni að þeim miklu þjáningum sem hann átti við að stríða. Þessum hörmungum tók hann af ótrúlegu æðruleysi og karlmennsku. Það var með ólíkindum hversu honum tókst að halda sinni glöðu lund, gera að gamni sínu og reyna að dreifa áhyggjum annarra við þessar að- stæður. Nú skiljast leiðir um sinn og þegar við sjáumst næst í einhverjum dyr- um verður hlutverkum e.t.v. snúið við. Hann mágur minn verður þá sá sem tekur á móti og bíður mér að ganga í bæinn. Ég bið þann sem öllu ræður að styrkja elskulega systur mína, tengdamóður hennar, börnin henn- ar, fjölskyldur þeirra og systkini Guðbjarts á þessum erfiðu tímamót- um. Minningin um góðan mann mun lifa með okkur öllum sem hann þekktum. Guðrún Jónsdóttir. Jæja, kæri vinur, þá er langri þrautagöngu lokið. Því miður kom- umst við ekki í vorveiðiferðina sem við vorum búnir að hlakka svo mikið til – ferðina til Hávarðar. En vonandi eru fengsælar ár þar sem þú ert núna. Enginn fær sínum örlögum ráðið og því fór sem fór. Þín verður sárt saknað við árbakkana í sumar því betri veiðfélaga var vart hægt að hugsa sér – þolinmóður, hjálpsamur og umfram allt léttur í lund. Manstu í fyrravor í heita pottinum við Ísólfsskála, þegar nýr dagur var skyndilega runninn upp eftir að við höfðum opnað hjörtu okkar og tryggt betur vinaböndin. Það hefði verið gaman að koma eitthverju af því sem við vorum bún- ir að ráðgera í framkvæmd en eng- inn veit sína ævina fyrr en öll er. Af heilum hug, Baddi minn, þakka ég þér góð kynni og allar ánægju- legu samverustundirnar – sérstak- lega veiðiferðirnar. Hver á nú að „redda“ leyfunum? Vonandi eigum við eftir að renna saman annars staðar. Skyldi þetta allt saman vera einn endalaus misskilningur, að það sem við höldum eða héldum að væri líf hafi bara verið nokkurskonar draumur í himnaríki ? Væri þá ekki það sem við héldum að væri líf hinn raunverulegi dauði? (Jón úr Vör.) Magga mín, Rósa og Ásgeir, þið eigið alla mína samúð. Ég sakna þín sárt, kæri vinur – farðu í friði. Bjarni Hafsteinn Geirsson. Hetjulegri baráttu var lokið þegar vinur okkar Guðbjartur Jónsson, Baddi, lagði niður vopnin gegn þeim skæða vágesti krabbameininu. Baráttan tók ár og þótt verkir væru ávallt skammt undan var eng- an bilbug að finna á Badda allan þennan tíma. Nokkrum dögum fyrir andlátið var hann með hugann við fyrirhugaða veiðiferð, því nú færi vorveiðin í fullan gang. Baddi var sannarlega veiðimaður af lífi og sál og aflaði sér ótrúlega mikils fróðleiks um stangveiði. Hann var einnig óspar á að miðla þeim fróðleik til okkar hinna og aldrei leið honum betur en þegar allir í hópnum voru búnir að landa fiski. Hann leitaði oft í smiðju til frænda GUÐBJARTUR Á. JÓNSSON

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.