Morgunblaðið - 24.04.2002, Qupperneq 40
MINNINGAR
40 MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Það er svo ótrúlegt
að amma okkar skuli
vera látin, hún sem alltaf var svo
hress. Við erum mjög þakklátar
fyrir þann tíma sem hún var hjá
okkur. Við nutum þeirra forrétt-
inda að fá að alast upp með henni
og hún var alltaf til staðar fyrir
okkur til síðasta dags. Þær eru
ófáar ferðirnar á Hjallhólinn og
alltaf var tekið á móti okkur með
góðgjörðum og hlýjum hug. Mikið
var hún búin að baka af pönnsum,
kleinum, rúgbrauði og fleiru handa
langömmubörnunum, að ógleymdu
öllu því sem hún var búin að
prjóna bæði handa okkur og börn-
unum okkar. Oft fórum við með
ömmu í bílferðir því það var eitt-
hvað það skemmtilegasta sem
hægt var að gera fyrir hana. Það
verður tómlegt í sumar þegar hana
vantar í ferðirnar okkar í fjöruna,
hvamminn og berjamóinn, svo fátt
eitt sé nefnt.
Við viljum þakka fyrir allt og
kveðja með bænunum sem hún
kenndi okkur þegar við vorum litl-
ar.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum.)
Láttu nú ljósið þitt
loga við rúmið mitt.
Hafðu þar sess og sæti,
signaði Jesús mæti.
(Höf. ók.)
Helga Björg, Þórey og
fjölskyldur.
Það er ekki oft sem hún amma
mín deyr, segir gamalt máltæki.
Síðastliðinn sunnudag upplifði
ég það í fyrsta og síðasta skipti að
missa ömmu mína, það er ekki
gaman. Þótt amma Sveina hafi
verið tæplega 83ja ára gömul og
maður geri sér fulla grein fyrir því
að ekkert okkar lifir að eilífu hér á
jarðríki, þá er engan veginn hægt
að búa sig undir svona atburð. Líf-
ið er ekki og verður aldrei eins og
það var. Manneskja sem maður
hefur þekkt frá fyrstu stundu er
farin og söknuðurinn er mikill.
Síðustu daga hafa minningarbrotin
flætt um hugann, tilfinningar og
stemmningar sem tengjast ömmu,
en margar af mínum fegurstu
minningum og skemmtilegustu
stundum eru tengdar Sveinu á
Hjallhól, ömmu minni.
Ég var svo lánsamur að fá að
dvelja á Borgarfirði eystra flest
sumur þegar ég var yngri í góðu
yfirlæti, þar náði ég að kynnast
ömmu eins vel held ég og nokkur
getur þekkt ömmu sína og munu
þau kynni lifa með mér til æviloka.
Fyrir mér var amma persónugerv-
ingur alls hins besta sem eina
manneskju getur prýtt, hún var
ósérhlífin, dugnaðarforkur,
hjartahlý, ég gæti haldið áfram
endalaust að þylja upp öll þau
góðu lýsingarorð sem ég kann til
að lýsa ömmu. Aldrei heyrði ég
hana tala illa um nokkra sálu, hún
var gestrisin með eindæmum og
geta allir sem sóttu hana heim tek-
ið undir þau orð, það fór enginn
með gaulandi garnir út úr eldhús-
inu á Hjallhól. Einhvernveginn
þegar ég kalla upp mynd hennar í
huga mér þá er það í eldhúsinu á
Hjallhól þar sem hún birtist oftast,
SVEINBJÖRG
STEINSDÓTTIR
✝ SveinbjörgSteinsdóttir
fæddist á Borgar-
firði eystra 5. júní
1919. Hún lést á
Landspítala – há-
skólasjúkrahúsi í
Fossvogi 7. apríl
2002.
Útför Sveinbjarg-
ar fór fram frá
Bakkagerðiskirkju
laugardaginn 13.
apríl.
í bláum kaupfélags-
slopp að bedrífa eitt-
hvað, töfra fram mis-
munandi kræsingar
úr hinum ýmsu
hirslum. Allar máltíð-
ir á Hjallhól voru
margrétta veislur.
Að skrifa minning-
argrein um ömmu er
ekki auðvelt fyrir mig,
minningarnar hellast
yfir mig og ég gleymi
mér í hlýju endur-
minninga, fingurnir
liggja aðgerðarlausir
á lyklaborðinu löngum
stundum og ég stari út í tómið, orð
eru svo máttlaus á svona stundum.
Er annað hægt en vera bljúgur
frammi fyrir almættinu? Ég finn
að ég er orðinn meyr allur hið
innra og ég held ég láti staðar
numið hérna, ætla að leyfa mér að
minnast ömmu einn með sjálfum
mér.
Á næstunni mun ég beina aug-
um mínum upp á við því ný stjarna
hefur bæst í himinhvelfinguna.
Halldór Magnússon.
Sveina frænka á Hjallhól er dá-
in. Þegar elsta dóttir mín hringdi
með þessa frétt, varð mér mjög
brugðið. En það liggur víst fyrir
okkur öllum að kveðja þennan
heim.
Með söknuði og þakklæti rifjast
upp margar og góðar minningar,
frá þeim 27 árum sem ég þekkti
þig. Þegar ég var 16 ára og flutti á
Borgarfjörð til að stofna heimili
varst þú sú manneskja sem hjálp-
aði mér og kenndi hvað mest. Að
því hef ég búið alla tíð. Alltaf varst
þú til í að leiðbeina mér og hjálpa
fyrstu árin í mínum búskap. Og ég
er ekki síður þakklát þér fyrir það,
hvað þú reyndist börnunum mín-
um vel. Þú varst þeim eins og
amma, alla tíð. Að þiggja kaffi og
aðrar frábærar veitingar á Hjall-
hól var alltaf gaman.
Eins nú hin síðari ár, þegar ég
hef verið á ferðinni um Borgar-
fjörð, var okkur alltaf tekið opnum
örmum á Hjallhól.
Elsku Sveina.
Ég held að allir sem hafa verið
þér eitthvað samferða á lífsleiðinni
hljóti að vera betri manneskjur
fyrir vikið. Takk fyrir allt.
Ég votta þínum nánustu mína
innstu samúð. Þín mun verða sárt
saknað af mörgum.
Hinsta kveðja.
Sólbjört.
Þín nótt er með öðrum stjörnum.
Um lognkyrra tjörn
laufvindur fer.
Kallað er á þig og komið
að kveðjustundinni er.
Úr heimi sem ekki er okkar
æðra ljós skín
en auga mitt sér
liljan mín hvíta
sem hverfur í nótt frá mér.
Og söngnum sem eyrað ei nemur
þér andar í brjóst.
Dreymi þig rótt,
liljan mín hvíta
sem opnast á ný í nótt.
(Gunnar Dal.)
„Komdu sæl vinan, þetta er
amma Sveina.“ Þannig hljómuðu
kveðjurnar þínar alltaf þegar þú
hringdir. Þrátt fyrir að vera ekki
ein af ömmubörnunum þínum leið
mér samt eins og svo væri, því
þannig komstu fram við mig.
Það er svo undarlegt þetta líf.
Daginn sem þú kvaddir okkur var
ég stödd ásamt Albert og Jens á
Egilsstöðum hjá mömmu og
pabba. Jens var búinn að vera las-
inn og til að stytta honum stundir
fletti ég m.a. myndaalbúminu
hennar mömmu með myndum af
honum. Þar rákumst við á myndir
af þér og honum þar sem þú sast
með hann í fanginu, aðeins nokk-
urra mánaða gamlan. Þið voruð
bæði svo glöð og brosmild, þú í
þínu fínasta pússi, eins og alltaf,
og hann hinn ánægðasti í fanginu á
langömmu. Gular rósir höfðu verið
settar í vasa hjá ykkur og sumarið
var nýlega gengið í garð. Ég man
að ég hugsaði um hvað það yrði
gaman næst þegar við færum í
heimsókn til þín á Hjallhól, því það
væri orðið svo langt síðan við hitt-
umst síðast. Sá dagur kemur ekki í
bráð en myndina af þér og Jens
mun ég ramma inn því ég vil muna
þig eins og þú varst þennan dag.
Ég ætla að segja Jens frá þess-
ari skemmtilegu og hressu lang-
ömmu sem hann átti og ég ætla
líka að segja honum að hann eigi
að taka þig sér til fyrirmyndar því
lífsglaðari og jákvæðari mann-
eskju en þig er erfitt að finna.
Sumir hafa þann dásamlega eig-
inleika að öllum líður vel í návist
þeirra. Þannig varst þú. Ég mun
aldrei gleyma heimsóknunum til
þín í Hjallhól, spjallinu við eldhús-
borðið, því þar var nú alltaf kátt á
hjalla. Aldrei fór maður heldur
svangur út og alltaf kvaddirðu
okkur öll með faðmlagi og stroku
yfir vangann. Ég er þakklát fyrir
að hafa fengið að vera ein af
ömmubörnunum þínum og ég er
ennþá þakklátari fyrir það að litli
minn skyldi hafa fengið að kynnast
þér. Við munum öll sakna þín, ég,
Albert og Jens, en við kveðjum þig
með gleði og væntumþykju í
hjarta. Guð blessi þig.
Kveðja,
Halldóra Dröfn.
Mig langar í örfáum orðum að
minnast vinkonu minnar, Svein-
bjargar Steinsdóttur frá Borgar-
firði eystri, sem lést 7. apríl sl.
Ég man, þegar ég kynntist
henni fyrst, þá kom hún og dvaldi
hjá dóttur sinni á Stöðvarfirði, en
ég bjó í næsta húsi og var mikill
samgangur þar á milli. Sveinbjörg
var einstaklega dugleg, það geisl-
aði af henni gleðin og aldrei féll
henni verk úr hendi. Ég minnist
samverustundanna okkar og inni-
legs hláturs hennar, þegar ég var
að setja í hana hárrúllur og laga á
henni hárið, svo að hún yrði fín á
sunnudögum því þá bjó hún sig
alltaf sérstaklega upp á, þótt hún
væri vel til höfð alla daga.
Ég minnist daganna, þegar hún
þurfti að dvelja á Sjúkrahúsinu á
Egilsstöðum sl. haust, en þá fór ég
oftast á hverjum degi til hennar.
Áttum við þar saman margar
skemmtilegar og ógleymanlegar
stundir, því þrátt fyrir veikindi
hennar var hugurinn hress og
aldrei langt í þá kátínu og gleði,
sem einkenndi hana alla tíð. Á
þessum stundum sagði hún mér
atburði frá liðnum dögum og sögur
af öllum barna- og barnabörnum
sínum, sem henni þótti svo vænt
um. Ef ég var komin áður en
„Leiðarljós“ hófst í Sjónvarpinu,
sem hún hafði fyrir sið að fylgjast
með, horfðum við saman og héld-
umst í hendur. Ég man, hvað við
hlógum mikið, þegar ég færði
henni bláber og rjóma einn sunnu-
daginn, meðan hún dvaldi þarna,
og hún ákvað að geyma að borða
þessa sendingu þangað til daginn
eftir, því hún var svo hrædd um að
missa niður í sunnudagsfötin sín.
Ég gæti skrifað endalaust um
hana Sveinbjörgu, því hún var al-
veg einstök kona, eins og allir, sem
henni kynntust, vita glöggt.
Ég þakka vinkonu minni fyrir að
hafa fengið að kynnast henni og
allt það, sem hún gaf mér og kveð
hana með þessu ljóði um leið og
við hjónin sendum öllu hennar
fólki okkar dýpstu samúðarkveðj-
ur:
Ég þakka allt frá okkar fyrstu kynnum
það yrði margt, ef telja skyldi það.
Í lífsins bók það lifir samt í minnum
er letrað skýrt á eitthvert hennar blað.
Ég fann í þínu heita stóra hjarta,
þá helstu tryggð og vináttunnar ljós.
Er gerir jafnvel dimma vetur bjarta
úr dufti lætur spretta lífsins rós.
(Margrét Jónsdóttir.)
Hlíf B. Herbjörnsdóttir.
Mig langar með
nokkrum orðum að
minnast góðs vinar sem
ég eins og svo mörgum
öðrum hef kynnst í
gegnum starf mitt. Það
var aldrei komið að
tómum kofunum hjá þér, og alltaf
tekið á móti mér opnum örmum og
bros á vör enda alltaf stutt í brosið.
Ég ætla ekki að hafa þetta langa
grein þó af nógu væri að taka heldur
nýta mér okkar ágætu hagyrðinga
sem koma svo mörgu til skila í fáum
línum og sendi þér því þessar ljóð-
línur:
Svo viðkvæmt er lífið, sem vordagsins blóm
er verður að hlíta þeim lögum
SIGURÐUR
HALLDÓRSSON
✝ Sigurður Hall-dórsson fæddist í
Borgarnesi 25. maí
1946. Hann lést á
hjúkrunarheimilinu
Eiri 16. apríl síðast-
liðinn og var útför
hans gerð frá Lága-
fellskirkju 23. apríl.
að beygja sig undir þann
allsherjardóm
sem ævina telur í dögum.
Við áttum hér saman svo
indæla stund
sem aldrei mér hverfur úr
minni,
og nú ertu genginn á guðanna
fund,
það geislar af minningu þinni.
(Fr. St. frá Grímsst.)
Elsku Guðrún mín,
þú reyndist manni þín-
um vel. Enda ekki við
öðru að búast frá eins
yndislegri manneskju og þú ert og
langar mig að senda þér þessar línur
um leið og ég bið algóðan Guð að
taka vel á móti Sigga og styðja þig og
styrkja í sorginni.
Er sárasta sorg okkur mætir
og söknuður huga vorn grætir
þá líður sem leiftur af skýjum
ljósgeisli af minningum hlýjum.
(H.J.H.)
Júlíana Grímsdóttir.
Hún Lauga frænka
mín er dáin og mig
langar til að minnast
hennar í örfáum orð-
um. Fyrsta minning
mín um hana er þegar
hún og Ásta frænka komu til fjöl-
skyldu minnar í New Jersey árið
1967 til að hugsa um mig og bræð-
ur mína á meðan mamma okkar
var á spítala. Þrátt fyrir að það
hafi verið erfiðir tímar fyrir okkur
systkinin eru minningarnar sem
við eigum frá þessari heimsókn
fullar af skemmtilegum uppátækj-
um og hlátri Laugu frænku. En
þannig áhrif hafði hún Lauga á allt
og alla, það var sama hversu erf-
iðar aðstæðurnar voru, henni tókst
alltaf að sjá björtu hliðarnar.
Minningarnar halda áfram að
streyma fram og allar eru þær
jafngóðar. Ég átti eftir að heim-
sækja hana til Íslands og dvelja
hjá henni um lengri eða skemmri
tíma og eru þær minningar dýr-
mætar.
Fyrir hönd móður minnar, föður
og bræðra vil ég nota tækifærið
hér og þakka henni fyrir þá tryggð
og gæsku sem hún alla tíð sýndi
henni mömmu minni.
Ég vil svo að lokum senda son-
um hennar, tengdadætrum, barna-
börnum og öðrum aðstandendum
mínar innilegustu samúðarkveðjur
með þeirri vissu að minningin um
þessa góðu frænku mína mun lifa
með þeim og okkur öllum alla tíð.
Kristín Erla Boland.
Elsku Lauga frænka mín er far-
in.
Margar stundir átti ég hjá henni
í Hveragerði. Fyrst þegar ég var
fimm ára, en þá var mamma á spít-
ala og ég fékk að vera hjá Laugu
SIGURLAUG
GUÐMUNDSDÓTTIR
✝ Sigurlaug Guð-mundsdóttir
fæddist í Reykjavík
24. febrúar 1919.
Hún lést 3. apríl sl.
Útför Sigurlaugar
var gerð frá Hvera-
gerðiskirkju mið-
vikudaginn 17. apríl
síðastliðinn.
frænku á meðan. Það
fannst mér ofsalega
spennandi því hún var
svo mikil uppáhalds-
frænka mín. Hún var
alltaf svo skemmtileg
og kát, söng svo
skemmtilegar vísur og
kunni heilu revíurnar
utan að. Seinna dvaldi
ég hjá henni á sumrin
við að passa Egil son
þeirra Hallgríms og
síðar bættist Palli við.
Þá var nú oft fjör á
bænum. Lauga var
forkur dugleg og vann
heilmikið í gróðrarstöðinni sem
þau áttu en alltaf hugsaði hún vel
um heimilið, börnin sín og litlu
„fósturdótturina“.
Lauga var mjög söngelsk og var
um árabil í kirkjukór Kotstrand-
arkirkju undir styrkri stjórn
Lovísu Ólafsdóttur organista.
Stundum voru kóræfingar heima
hjá Laugu og þá fannst mér nú
gaman að hlusta og lærði ég þá
margan sálminn utan að sem ég
kann enn. Þegar ég missti pabba
minn, ellefu ára gömul, var ég hjá
henni og hún þurfti að tilkynna
mér lát hans. Það var hlýr og góð-
ur faðmur sem hún breiddi út til
að hugga mig. Því gleymi ég aldr-
ei. Alltaf síðan hefur Lauga
frænka verið einstök í mínum huga
og höfum við hjónin oft fengið góð-
an kaffisopa og kökusneið hjá
henni á leið okkar um Suðurland.
Ég vil að lokum votta sonum
hennar, tengdadætrum, barna-
börnum og barnabarnabörnum
mína dýpstu samúð og bið góðan
Guð að styrkja þau öll í sorg
þeirra.
Þú, Guð míns lífs, ég loka augum mínum
í líknarmildum föðurörmum þínum
og hvíli sætt, þótt hverfi sólin bjarta,
ég halla mér að þínu föðurhjarta.
Þín líknarásján lýsi dimmum heimi,
þitt ljósið blessað gef í nótt mig dreymi.
Í Jesú nafni vil ég væran sofa
og vakna snemma þína dýrð að lofa.
(Matthías Joch.)
Far þú í friði, elsku Lauga mín.
Hólmfríður Þorvaldsdóttir.
ÆSKILEGT er að minningargreinum fylgi á sérblaði upplýsingar um
hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn,
um foreldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks
hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi að-
eins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum.
Formáli minningargreina