Morgunblaðið - 24.04.2002, Side 49
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 2002 49
JÓN Einar Hjartarson í Plastmót-
un ehf., Læk í Ölfusi hlaut frum-
kvöðlaviðurkenningu FENÚR 19.
apríl sl. og er það í fyrsta sinn
sem FENÚR heiðrar fyrirtæki eða
einstakling sem hefur sýnt fram-
sýni og þor innan greinarinnar.
Magnús Jóhannesson, ráðuneyt-
isstjóri umhverfisráðuneytisins,
afhenti Jóni viðurkenninguna á
ráðstefnu FENÚR en Jón hefur
lagt mikið af mörkum til að efla
skilning hér á landi á nauðsyn
endurvinnslu og nýtingu úrgangs.
Jón hefur í mörg ár stuðlað að
endurvinnslu plastúrgangs.
Jón keypti plastverksmiðjuna
Bjallaplast á Hvolsvelli og flutti
hana að Læk þar sem verk-
smiðjan hefur verið rekin síðan
undir nafninu Plastmótun. Fyrstu
árin voru framleidd rafmagnsrör,
vatnsrör o.fl. Árið 1984 hóf Jón
að þreifa fyrir sér með endur-
vinnslu á plasti. Endurvinnsla á
plasti var þó í litlum mæli fyrstu
árin en jókst nokkuð upp úr 1990.
Árið 2000 voru keyptar endur-
vinnsluvélar og endurvinnslan
stóraukin bæði á veiðarfærum og
öðru plasti. Á síðasta ári voru
endurunnin um 700 tonn af plasti
í Plastmótun og áætlað að end-
urvinnslan á þessu ári nemi um
1000 tonnum, segir í frétta-
tilkynningu.
Frum-
kvöðull á
sviði end-
urnýtingar
Magnús Jóhannesson, ráðuneytisstjóri umhverfisráðuneytisins, afhenti
Jóni Einari Hjartarsyni viðurkenninguna á ráðstefnu FENÚR.
STJÓRN Verslunarráðs Íslands
ítrekar afstöðu ráðsins til mikil-
vægis áframhaldandi brotthvarfs
íslenska ríkisins af vettvangi at-
vinnulífsins og að stjórnvöld leyfi
frjálsri samkeppni að blómstra
með því að halda áfram að skapa
góð almenn skilyrði til rekstrar
hér á landi.
Stjórn Verslunarráðs Íslands
ítrekar hvatningu sína til íslenskra
stjórnvalda um að haldið verði
áfram á farsælli braut fráhvarfs
frá sértækum aðgerðum til sam-
keppnishæfra almennra rekstrar-
skilyrða.
Stjórn Verslunarráðs Íslands
hvetur ríkisstjórn Íslands og Al-
þingi Íslendinga til að standa vörð
um samkeppnishæfni íslensks at-
vinnulífs til að:
1. Íslensk fyrirtæki í alþjóða-
samkeppni sjái sér hag í því að
vera áfram staðsett á Íslandi.
2. Íslendingum standi ávallt til
boða úrval krefjandi starfa á Ís-
landi sem séu samkeppnisfær við
störf sem þeim bjóðast erlendis.
3. Erlend fyrirtæki í alþjóða-
starfsemi laðist til Íslands með
starfsemi sína sökum góðra
rekstrarskilyrða hér á landi.
Stjórn Verslunarráðs Íslands
ítrekar mikilvægi þess að stjórn-
völd marki stefnu um hverjir
styrkleikar íslensks atvinnusam-
félags eigi að vera og hver sér-
staða Íslands í samkeppni þjóð-
anna eigi helst að vera.
Með því auðvelda íslensk stjórn-
völd fyrirtækjum sem starfa á Ís-
landi að greina styrkleika sína í al-
þjóðlegri samkeppni og auka
þannig líkurnar á almennum og
langvarandi stuðningi atvinnulífs á
Íslandi við áframhaldandi hagvöxt
og samkeppnishæf lífsskilyrði.
Með þessu vinna stjórnvöld og at-
vinnulíf á Íslandi saman að því að
halda Íslandi ávallt meðal fremstu
þjóða í heiminum hvað lífsgæði
varðar.
Stjórn Verslunarráðs Íslands
hafnar hugmynd ríkisstjórnar Ís-
lands um að veita einstöku fyr-
irtæki ríkisábyrgð á lán, með fyr-
irvara um samþykki Alþingis, án
undangenginnar kynningar á for-
sendum þess að veiting slíkrar
ábyrgðar sé nauðsynleg eða hvern-
ig veiting ábyrgðarinnar fellur að
stefnumörkun ríkisstjórnarinnar
fyrir almennan stuðning hennar
við atvinnulífið.
Verslunarráðið
hafnar hugmynd
um ríkisábyrgð
FÖSTUDAGINN 26. apríl standa
skólaþróunarsvið kennaradeildar
Háskólans á Akureyri og Skóla-
skrifstofa Skagfirðinga fyrir ráð-
stefnunni Stytting námstíma til
stúdentsprófs? Viðhorf landsbyggð-
arfólks.
Tilgangur ráðstefnunnar er að
fjalla um þá hugmynd sem kynnt
hefur verið að stytta námstíma í
grunn- og framhaldsskólum og
áhrif þess á einstaklinga, sveitar-
félög og atvinnulíf. Hugmyndir
þessar voru fyrst settar opinber-
lega fram í skýrslu Nefndar um
mótun menntastefnu sem út kom
1994 í tengslum við lagafrumvörp
um grunnskóla og framhaldsskóla.
Umræða um þetta mál hefur legið
niðri í samfélaginu þar til nú að
Verslunarfélag Reykjavíkur hafði
frumkvæði að gerð skýrslu um
styttingu námstíma í grunn- og
framhaldsskólum.
Markmið ráðstefnunnar er að fá
fram hvort nú séu komnar upp for-
sendur að stytta nám til stúdents-
prófs um eitt ár eins og tillaga var
gerð um og hvort fólk á lands-
byggðinni hafi önnur viðhorf til
málsins en fram hafa komið í um-
ræðum til þessa.
Ráðstefnan verður haldin í Mið-
garði í Varmahlíð í Skagafirði og
hefst kl. 10:30 með setningu Guð-
mundar Heiðars Frímannssonar,
deildarforseta kennaradeildar HA.
Ráðstefnan er öllum opin og þess
vænst að sem flestir sjái sér fært
að mæta. Skráning er hjá Skóla-
skrifstofu Skagfirðinga eða á net-
fangið skagskol@ismennt.is.
Rætt um styttingu
námstíma til
stúdentsprófs
Ráðstefna í Varmahlíð í Skagafirði
SAMFYLKINGIN í Árborg opnar
kosningaskrifstofu sína í Tryggva-
skála og kynnir stefnumál sín í
sveitarstjórnarkosningunum í vor,
fimmtudaginn 25. apríl kl. 16, á
sumardaginn fyrsta.
Sex efstu frambjóðendur Sam-
fylkingarinnar í Árborg kynna
stefnuna og svara spurningum um
hana.
Björgvin G. Sigurðsson hefur
tekið til starfa sem kosningastjóri
Samfylkingarinnar í Árborg. Net-
fang á kosningaskrifstofu er: ar-
borg@samfylking.is, segir í frétta-
tilkynningu.
Opna kosninga-
skrifstofu
í Árborg
REYKJAVÍKURLISTIN býður til
morgunverðarfundar á nýrri kosn-
ingaskrifstofu í verslunarmiðstöð-
inni Spönginni, Grafarvogi, kl. 9.30
að morgni sumardagsins fyrsta. Á
fundinum mun borgarstjóri kynna
stefnumál listans fyrir borgarstjórn-
arkosningarnar í vor og frambjóð-
endur sitja fyrir svörum.
Þrír kvennakórar, Gospelsystur,
Vox Feminae og Hljómsystur, undir
stjórn Margrétar Pálmadóttur
syngja sumarið í bæinn og nemend-
ur úr Tónskóla Hörpunnar í Graf-
arvogi leika á hljóðfæri. Listakon-
urnar Brynhildur Þorgeirsdóttir,
Ína Salóme og Guðrún Einarsdóttir
sýna verk sín í kosningamiðstöðinni,
segir í fréttatilkynningu.
Kosninga-
skrifstofa í
Spönginni
Reykjavíkurlistinn
Á HÓTEL Skógum undir Eyjafjöll-
um er boðið upp á hjónahelgi sem
kallast „Að njóta, elska og hvílast“ í
samvinnu við félagsráðgjafastofuna
Aðgát helgina 26.-28. apríl.
Markmiðið er að ástfangin pör
verði ástfangnari, dragi fram það
besta í sambandinu, efli ást og róm-
antík, slappi af og hvílist saman. Auk
þess að fá veganesti með sér heim
sambandinu til farsældar, segir í
fréttatilkynningu.
Hjónahelgi á
Skógum
AFMÆLISHÁTÍÐ Búdda, helsta
andlega hátíð ársins frá sjónarhóli
Hvítbræðra, verður haldin í húsa-
kynnum Hómapataskólans í Ármúla
44, 3. hæð í Reykjavík, (gengið inn
frá Grensásvegi), helgina 26.–28.
apríl. Föstudag kl. 20–22, laugardag
og sunnudag kl. 13–17.
Efni: opnun og hreinsun, erindi,
tónlist, miðlun og hugleiðsla, lokun.
Aðgangseyrir fyrir hvern dag er
500 kr., segir í fréttatilkynningu.
Afmælishátíð
Búdda
OPNUÐ hefur verið á Garðatorgi í
Garðabæ Kaffihöllin, kaffihús sem
býður upp á súpu og salatbar virka
daga og hefur einnig á boðstólum úr-
val af smurbrauði, tertum og öðru
góðgæti.
Boðið er upp á ýmsa góða kaffi-
drykki ásamt bjór og sterku víni. Allir
kaffidrykkir eru gerðir með kaffi-
baunum frá Te og kaffi í Hafnarfirði.
Í Kaffihöllinni er einnig hægt að
setjast niður og horfa á knattspyrnu-
leiki og aðra íþróttaviðburði á 61"
sjónvarpsskjá eða spila í kössum frá
Gullnámunni og RKÍ, staðurinn tekur
um 50 manns í sæti innandyra en
einnig er hægt að sitja utandyra í yf-
irbyggðri göngugötu.
Eigandi Kaffihallarinnar er Gústav
Sófusson og er afgreiðslutíminn frá
klukkan 9 virka daga og 10 um helgar.
Kaffihöllin
opnuð á Garða-
torgi í Garðabæ
Rangt nafn
Þau leiðu mistök voru gerð í frétt
um fyrri umferð frönsku kosning-
anna í blaðinu í gær að rangt var farið
með millinafn eins af viðmælendum,
Oddnýjar Eirar Ævarsdóttur, sem
búsett er í París. Oddný Eir er beðin
velvirðingar á mistökunum.
Klemenz leikstýrði
Í fregn af andláti Eriks Bidsteds í
blaðinu í gær, var sagt að hann hefði
leikstýrt sýningunni á Kardimommu-
bænum 1960. Hið rétta er að Klem-
enz Jónsson leikstýrði sýningunni.
Beðist er velvirðingar á mistökunum.
Rangt föðurnafn
Í fyrirsögn minningargreina um
Rafn Eiríksson á blaðsíðu 50-51 í
Morgunblaðinu í gær, þriðjudaginn
23. apríl, var rangt föðurnafn, en það
var hins vegar rétt í formálanum.
Beðist er velvirðingar á þessum mis-
tökum.
LEIÐRÉTT
SKÁTAMESSA verður í Hallgríms-
kirkju sumardaginn fyrsta, fimmtu-
daginn 25. apríl og hefst hún kl. 11.
Fyrir messu munu skátar standa
heiðursvörð fyrir utan kirkjuna.
Jón Dalbú Hróbjartsson þjónar til
altaris. Ræðumaður verður Helgi
Grímsson aðstoðarskátahöfðingi og
skólastjóri. Skátakórinn undir stjórn
Arnar Arnarssonar leiðir sönginn.
Skátamessa í
Hallgrímskirkju
VINSTRIHREYFINGIN – grænt
framboð opnar kosningaskrifstofu á
sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn
25. apríl, kl. 14 á Fjarðargötu 11 og
verður opið þar daglega frá kl. 15-
19.
Við opnunina mun fyrsti maður á
lista VG í Hafnarfirði, Sigurbergur
Árnason, flytja stutt ávarp. Aðrir
frambjóðendur verða á staðnum.
Allir velkomnir. Heitt á könn-
unni, segir í fréttatilkynningu.
VG í Hafnarfirði
opnar kosninga-
skrifstofu
FULLTRÚARÁÐ Samfylkingar-
félaganna í Reykjavík var stofnað
mánudaginn 8. apríl sl. Auk þess að
vera samráðsvettvangur Samfylking-
arfélaganna sér ráðið um framboðs-
mál Samfylkingarinnar í sveitar-
stjórnarkosningum í höfuðborginni
og í alþingiskosningum í báðum
Reykjavíkurkjördæmum. Hafa Sam-
fylkingarmenn nú komið á fót kjör-
dæmisráðum í öllum kjördæmum
landsins.
Páll Halldórsson var kjörinn for-
maður stjórnar fulltrúaráðsins.
Gjaldkeri er Hákon Óli Guðmunds-
son, meðstjórnendur Ágúst Ágústs-
son, Guðrún Árnadóttir, Jóhanna
Eyjólfsdóttir og Sjöfn Kristjánsdóttir
og til vara eru Bryndís Nielsen, Einar
Jón Ólafsson og Kristinn Karlsson.
Fulltrúar í ráðinu eru um 200.
Í lögum fulltrúaráðsins eru ákvæði
um að á meðan kjördæmi eru tvö í
Reykjavík skuli ráðið starfa í þeim
báðum óháð búsetu fulltrúa í ráðinu.
Einnig eru ákvæði um að val á fram-
boðslista skuli fara fram með sama
hætti og á sama tíma í kjördæmunum
tveimur og að réttur félaga og stuðn-
ingsmanna til áhrifa á það val, t.d. í
prófkjöri, skuli ekki bundinn búsetu
þeirra innan Reykjavíkur.
Í lögum ráðsins er ennfremur
kveðið svo á að allajafna skuli fara
fram prófkjör um frambjóðendur
meðal félaga Samfylkingarinnar og
gefin heimild til að víkka það út til
stuðningsmanna utan flokksins, svip-
að og gert var í prófkjöri flokksins í
febrúar.
Samfylkingin
með kjördæm-
isráð í öllum
kjördæmum
RÁÐSTEFNA um málefni fjölskyld-
unnar verður haldin á Selfossi laug-
ardaginn 4. maí kl. 10-17 í húsnæði
Fjölbrautaskóla Suðurlands. Að ráð-
stefnunni standa Kvenfélagasam-
band Íslands og Kvenréttindafélag
Íslands í samvinnu við Bandalag
kvenna í Reykjavík og Samband
sunnlenskra kvenna. Yfirskrift ráð-
stefnunnar er: „Fjölskyldan, horn-
steinn eða hornreka?“.
Fjallar hún um stöðu fjölskyldunn-
ar í samfélaginu, samþættingu vinnu
og fjölskyldulífs og fjölskyldustefnu
opinberra aðila. Fjöldi fyrirlestra
ásamt tónlistaruppákomum.
Páll Pétursson félagsmálaráðherra
flytur ávarp í upphafi ráðstefnunnar
en fyrirlesarar verða: Sigrún Júl-
íusdóttir félagsráðgjafi og prófessor
við HÍ, Þórhallur Heimisson prestur,
Eva María Jónsdóttir dagskrárgerð-
armaður, Haraldur Sigurðsson frá
ÍTR, Anna Sigríður Ólafsdóttir mat-
væla- og næringarfræðingur, Björg
Sigurðardóttir frá Ráðgjafastofu,
Bjarni Harðarson ritstjóri Sunn-
lenska fréttablaðsins, Aldís Arnar-
dóttir og Þorsteinn Rúnar Ásgeirsson
unglingar á Selfossi.
Veitingar í hádegi og veislukaffi í
lok ráðstefnunnar er innifalið í 2.000
kr. ráðstefnugjaldi.
Nánari upplýsingar og skráning
hjá Kvenfélagasambandi Íslands í
síma eða á netfangi: kvenfels@centr-
um.is, segir í fréttatilkynningu.
Ráðstefna um
málefni fjöl-
skyldunnar
NÝR og endurbættur vefur Knatt-
spyrnufélagsins Víkings, www.vik-
ingur.is, hefur verið opnaður.
Vefurinn nær til allra deilda fé-
lagsins. Á vefsvæðinu er sérstakur
vefur fyrir hverja deild félagsins
þar sem upplýsingar eru um stjórn
hverrar deildar, sögu, iðkendur í
meistaraflokki og æfingaplön.
Markmiðið er að vefurinn verði
miðpunktur í miðlun upplýsinga til
iðkenda, félagsmanna og stuðnings-
manna félagsins í framtíðinni.
Vikingur.is á að höfða bæði til
ungra Víkinga og einnig til þeirra
sem eldri eru og því þótti við hæfi
að þau Helga Torfadóttir, mark-
vörður meistaraflokks kvenna og
landsliðsins í handknattleik, og Dið-
rik Ólafsson, fyrrverandi markvörð-
ur Víkings og landsliðsins í knatt-
spyrnu, opnuðu vefinn í sameiningu.
Fyrirtækið Netspor ehf. sá um að
greina þarfir notenda fyrir vefinn
en vefsmíðin var í höndum Spuna
ehf.
Víkingar end-
urbæta vef sinn