Morgunblaðið - 24.04.2002, Síða 50
50 MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100
Símbréf 569 1329 Netfang bref@mbl.is
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
KENNARAFÉLAG Reykjavíkur
(KFR) er eitt af aðildarfélögum Fé-
lags grunnskólakennara og jafn-
framt hið fjöl-
mennasta. Í
kvöld, síðasta
vetrardag, kl. 20
verður aðalfund-
ur félagsins hald-
inn í Álftamýrar-
skóla. Vakin er
athygli á því að
aðeins þeir sem
sækja aðalfund-
inn eru kosninga-
bærir. Til formanns hefur gefið
kost á sér María Pálmadóttir, kenn-
ari í Austurbæjarskóla. Við vinnu-
félagar hennar í skólanum og fleiri
erum stolt af því að María skuli
bjóða sig fram til formanns, þar
sem vissulega er ekki sama hver
gegnir þessu starfi. Það eru nýir
tímar framundan hjá okkur kenn-
urum og ekki síst hér í Reykjavík-
urborg. Þess vegna skiptir miklu
máli að til forystu veljist hæft fólk
með góða þekkingu á kjörum og
málefnum kennara, vel máli farið og
síðast en ekki síst tilbúið til að
leggja það á sig sem þarf til að
starfa fyrir okkur með hagsmuni
okkar að leiðarljósi og koma fram
fyrir okkar hönd. Ég hvet alla
kennara í Reykjavík til að mæta á
aðalfundinn í kvöld og ljá Maríu at-
kvæði sitt.
MARGRÉT ÍVARSDÓTTIR,
kennari í Austurbæjarskóla.
Frá Margréti Ívarsdóttur:
Margrét
Ívarsdóttir
Formannskjör í Kenn-
arafélagi Reykjavíkur
DIMMT er yfir Betlehem, grætur
jólastjarna. Sú jólastjarna sem ég
þekki og vil fylgja, stjarnan sem vísar
okkur veginn til ljóss heimsins, til
þess ljóss sem varð hold í Betlehem
forðum og kom til að frelsa heiminn,
grætur nú vafalaust yfir ástandinu á
því útvalda svæði. Stjarnan sú getur
og vill skína svo skært. Hún vill ylja
okkur og blessa. Leiðbeina og leiða á
veg friðar, friðar sem varir. En
mennirnir tóku ekki við honum sem
stjarnan vísaði til. Hans eigin menn.
„En öllum þeim sem taka vildu við
honum gaf hann rétt til að verða Guðs
börn. Þeim sem trúa á nafnið hans.“
Fullríkur fyrir alla
Hann gleðst yfir öllum sem leita
skjóls undir vængjum hans, þeim
sem leita friðar sem er æðri mann-
legum skilningi. Friðar sem hann
einn getur gefið. Hann hafnar eng-
um. Hann umber okkur og fyrirgefur
dag hvern. Hann varpar engum
manni frá sér. Engum sem til hans
leitar.
En hann grætur yfir börnum þessa
heims sárum, föðurlegum, kærleiks-
ríkum gráti. Hann grætur vegna
allra þeirra sem misnota vald sitt. Yf-
ir öllum þeim sem beita ofbeldi og yf-
ir öllum þeim sem líða og þjást vegna
ofbeldis eða annars ranglætis. Hann
grætur yfir öllum þeim sem ekki
þekkja hann og ekki vilja taka við
honum og þeim friði, kærleika, anda
og lífi sem hann stendur fyrir og vill
fylla okkur af.
Þó er fjöldinn allur enn til sem leit-
ar skjóls undir vængjum hans. Með-
vitað og hugsanlega hálf-ómeðvitað.
Jafnvel þótt þeir skilji hann ekki og
trúi aðeins óljóst á nafnið hans og
geri sér hugsanlega ekki nema óljósa
grein fyrir hver hann er og fyrir hvað
hann stendur. Þeim verður ekki vísað
frá.
Höfðingi friðarins
Megi stjarna jólanna áframhald-
andi skína skært. Fylgjum henni og
látum hana ylja okkur og fylla af friði,
kærleika, fögnuði, anda og lífi. Ef við
leyfum honum sem stjarnan vísar til,
frelsaranum Kristi að móta okkur
með því sem hann stendur fyrir þá
ætti að verða auðveldara að setjast að
samningaborðinu og leysa jafnvel
erfiðustu og óskiljanlegustu deilur
með friðsamlegri hætti en að berast á
banaspjótum þar sem friðhelgi einka-
lífsins, já og lífið sjálft er fótum troðið
og niðurlægt.
Ekki ætla ég að einfalda eða reyna
að leysa flókna deilu Ísraela og Pal-
estínumanna enda hafa stærri númer
en ég komið að þeim málum í gegnum
tíðina. En til umhugsunar leyfi ég
mér þó að benda á að kannski er hluti
af rót vandans sá að við mennirnir
tókum ekki og tökum ekki á móti því
lífi og þeim varanlega friði sem Betle-
hemstjarnan vísar til, boðaði og boð-
ar enn í dag. Líf í friði sem einkennist
af umburðarlyndi og jöfnum rétti
þjóða og einstaklinga. Þar sem ólíkir
bræður og systur búa saman og nýta
landssvæði og aðrar góðar gjafir
Guðs í sátt og samlyndi eins og við er-
um sköpuð til að gera.
Ekki bara einhver trúarbrögð
Leyfum anda ljóss heimsins sem
Betlehemsstjarnan vísaði vitringun-
um forðum á að móta samskipti okk-
ar, hugsun og verk. Er ekki tími til
komin að jafnt einstaklingar sem
heilu þjóðirnar láti það eftir sér að
gera hann að leiðtoga sínum og drif-
krafti til lífs í sátt. Hann er ekki bara
einhver trúarbrögð. Hann er sonur
almáttugs og eilífs Guðs föður á
himnum. Hann er persónuleg lifandi
staðreynd, frelsari heimsins, sem
bæði vill og getur mótað hugarfar og
tilgang lífsins. Við þurfum bara að
hleypa honum að.
Mætti andi hans gefa okkur öllum
mýkjandi hjörtu, virðingu fyrir sjálf-
um okkur, náunganum og umhverf-
inu. Sanngjarna og eðlilega tillits-
semi við annars ólíka samferðarmenn
okkar.
SIGURBJÖRN ÞORKELSSON,
rithöfundur og áhugamaður
um lífið.
Dimmt er yfir
Betlehem
Frá Sigurbirni Þorkelssyni: