Morgunblaðið - 24.04.2002, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 24.04.2002, Blaðsíða 60
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. AÐGERÐAÁÆTLUN milli Fjárfestingarstof- unnar og Alcoa, stærsta álfyrirtækis heims, var undirrituð 19. apríl síðastliðinn að lokinni heim- sókn fulltrúa fyrirtækisins hingað til lands til að kynna sér hugmyndir um byggingu álvers á Reyð- arfirði. Í áætluninni heitir Alcoa því að hafa lokið fyrstu hagkvæmniathugun eigi síðar en 24. maí nk. og verði niðurstaðan jákvæð muni viljayfirlýs- ing verða undirrituð um frekari viðræður milli Al- coa, íslenskra stjórnvalda og Landsvirkjunar. Páll Magnússon, stjórnarformaður Fjárfestingarstofu, segir að tímasetningar í plagginu sýni vilja manna til þess að halda þær tímaáætlanir sem gerðar hafi verið í Noral-verkefninu. Áætlunin, sem Morgunblaðið hefur afrit af kall- ast á ensku „Joint Action Plan“, er undirrituð af tveimur fulltrúum Fjárfestingarstofunnar, þeim Páli Magnússyni, stjórnarformanni og aðstoðar- manni iðnaðarráðherra, og Jóhanni Má Maríus- syni, stjórnarmanni og aðstoðarforstjóra Lands- virkjunar, og tveimur háttsettum stjórnendum Alcoa, þeim Alan C. Renken og Bernt Reitan. Í að- gerðaáætluninni kemur m.a. fram að Alcoa hafi áhuga á að auka möguleika sína á frumvinnslu áls, auk þess sem fyrirtækið hafi trú á að sambland vatnsorkuvers á borð við Kárahnjúkavirkjun og álvers eins og fyrirhugað sé á Reyðarfirði gæti verið áhugavert. Meðal þess sem segir í áætlun- inni, í lauslegri þýðingu, er að Fjárfestingarstof- an, ásamt eigendum hennar, og Alcoa hafi byrjað könnunarviðræður um þann möguleika að Alcoa fjárfesti í álveri á Íslandi. Aðilar muni meta kosti verkefnisins og aðra tengda þætti til að koma ál- verinu af stað. Aðilarnir ætla einnig að meta möguleika og leiðir til að taka yfir þá vinnu sem þegar hefur farið fram um uppbyggingu stóriðju á Austurlandi og taka upp viðræður við Landsvirkj- un um afhendingu orku til álvers eigi síðar en árið 2006, jafnvel fyrr. Í áætluninni er einnig talað um að fara að vinna að uppkasti viljayfirlýsingar, sem yrði tilbúin ef hagkvæmniathugun Alcoa leiðir til frekari áhuga fyrirtækisins. Fjárfestingarstofan lofar því einnig, samkvæmt áætluninni, að eiga ekki sambærilegar viðræður við önnur álfyrirtæki á meðan Alcoa vinnur að sinni hagkvæmniathugun, nema þá með samþykki Alcoa. Undir lok aðgerðaáætlunarinnar kemur fram að verði viljayfirlýsing undirrituð í framhald- inu þá sé gildistími hennar sjö vikur. Að þeim tíma loknum muni samningsaðilar hittast eftir að hafa lagt verkefnið fyrir stjórnir fyrirtækjanna. Engin fyrirheit um niðurstöðu Páll Magnússon sagði að það hefði verið sameig- inlegt mat þessara aðila að rétt væri að setja sér þessa aðgerðaráætlun um það hvernig staðið yrði að þessari vinnu næstu vikurnar. Það væri áhugi beggja aðila fyrir því að vinna hratt að málinu, en auðvitað væru ekki í þessu falin nein fyrirheit um niðurstöðuna. „Þetta staðfestir auðvitað það að þeir ætla sér að skoða málið og gera það hratt og fara í rauninni ofan í alla þætti þess,“ sagði Páll. Hann sagði aðspurður að óhætt væri að segja að þessar viðræður hefðu gengið vel og ekki hefði verið hægt að vænta miklu meira af þessum fyrstu viðræðum. „Þessar tímasetningar sem eru í plagg- inu sýna vilja manna til þess að halda þær tíma- áætlanir sem settar hafa verið í Noral-verkefn- inu,“ sagði Páll ennfremur. Aðgerðaáætlun milli Alcoa og Fjárfestingarstofunnar undirrituð Hagkvæmniathugun á að vera lokið í maílok EFNT var til hátíðahalda víða um land í gær í tilefni af því að öld var liðin frá fæðingu Halldórs Laxness, hinn 23. apríl árið 1902. Rithöf- undasambandið efndi m.a. til Lax- ness-boðhlaups frá fæðingarstað Halldórs á Laugavegi 32 að Gljúfra- steini. Um þrjátíu rithöfundar af eldri og yngri kynslóð tóku þátt í hlaupinu. Hér má sjá vaskan hópinn renna í hlað í Mosfellsdalnum. Höf- undarnir voru vel búnir í rigning- unni, ekki síst Sjón, sem hljóp í skjóli frakka og sixpensara. Morgunblaðið/Golli Boðhlaup að Gljúfra- steini  Aldarafmæli/30–31 FORSTJÓRI Skráningarstofunnar hf. telur að um 10–20.000 bílar séu óskoðaðir á Íslandi á hverjum tíma. Hlutfall óskoðaðra bíla í umferðinni á Íslandi er samkvæmt því 6–13%. Skráningarstofan hf. heldur bif- reiðaskrá þar sem m.a. sést hvaða bílar hafa verið skoðaðir. Í hverjum mánuði er útbúinn svonefndur „skróplisti“ þar sem fram kemur hvaða bílar hafa ekki mætt til skoð- unar á tilskildum tíma og er sá listi sendur viðeigandi lögregluembætt- um og til skoðunarstöðva. Karl Ragnars, forstjóri Skráning- arstofunnar, telur að á hverjum tíma séu um 10–20.000 óskoðaðir bílar í umferð. Alls eru bifreiðar um 150.000 á Íslandi þannig að hlutfall óskoðaðra bíla er um 6–13%. Hann segir að bílaeigendur trassi það stundum í marga mánuði að koma með bílana í skoðun. „Það er gjarnan þannig að bílarnir sem eru í versta ástandinu koma síðast í skoðun,“ segir Karl. Hann telur ástandið hér á landi verra en í nágrannalöndunum. Eftirlitið með því að bílar séu skoðaðir sé ekki öflugt, og því sé í raun og veru lítil hætta á sektum þó fólk færi ekki bíla sína til skoðunar. Eftirlit með því að bílar séu færðir til skoðunar er ekki í höndum Skrán- ingarstofu heldur lögregluembætta um allt land. Þorgrímur Guðmunds- son, aðalvarðstjóri umferðardeildar lögreglunnar í Reykjavík, segir að eftirlitinu sé sinnt samhliða öðrum verkefnum lögreglu. „Það gengur misvel að hafa uppi á þessum bílum og það eru án efa fjölmargir sem eru óskoðaðir. En það eru líka fjölmargir sem eru boðaðir í skoðun,“ segir hann. Spurður hvort eftirlitið þyrfti að vera öflugra sagði hann óhætt að segja það, alltaf mætti gera betur. Stundum gæfist lítill tími til þess vegna annarra verkefna. 10–20.000 óskoðaðar bifreiðar í umferðinni STÆRRI hluti sjúklinga sem liggja á Landspítala þarf á meiri umönnun að halda nú en á sama tíma í fyrra. Að meðaltali hefur svokallaður bráðleiki á spítalanum hækkað um 2,2%. Landspítalinn styðst við alþjóð- legt sjúklingaflokkunarkerfi sem hann hefur yfir að ráða. Byggt er á svörum sem gefin eru daglega, en kerfið raðar síðan hverjum sjúklingi í einn af sex flokkum. Sem dæmi er umönnunarþörf sjúklinga í flokki I innan við 4 klst. á sólar- hring, í flokki III er umönnun- arþörfin 7–10 klst. á sólarhring en í flokki VI yfir 20 klst. Legutími styttist Kerfið umreiknar niðurstöð- urnar í stuðul sem kallaður er bráðleiki. Þessi stuðull hefur hækkað jafnt og þétt á síðustu árum í takt við styttri meðal- legutíma og flóknari meðferð- arúrræði á spítalanum. Þegar dreifing sjúklinga í flokka I–VI er skoðuð kemur í ljós hlutfalls- leg fækkun sjúklinga í flokki I en fjölgun í öllum öðrum flokk- um. Að meðaltali hækkar bráð- leikinn á spítalanum á fyrsta ársfjórðungi um 2,2% miðað við sama tíma í fyrra. Legudögum á sólarhrings- deildum fækkaði einnig áfram, um 7,8% á fyrsta ársfjórðungi, en á dagdeildum stóðu þeir í stað. Sjúklingar þurfa meiri umönnun en áður ÁRSFUNDUR Lífeyrissjóðsins Ein- ingar felldi í gær tillögur Óttars Yngvasonar sjóðfélaga um breyting- ar á samþykktum sjóðsins. Alls lagði Óttar fimm tillögur fyrir fundinn sem miðuðu að því að stjórn sjóðsins yrði hjá eigendum hans en ekki í höndum Kaupþings sem er rekstraraðili hans, enda væru ýmis atriði í samþykktum sjóðsins ekki í samræmi við megin- reglur laga um lífeyrissjóði. Kosið var um breytingartillögurnar með skrif- legri kosningu á fundinum í gær og voru þær allar felldar með miklum meirihluta atkvæða. Engu breytt hjá Einingu  Allar tillögur / 20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.